Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 32
ÆL.... ' jf^aÉBÉfc'**^: ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 2002 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd: Aðild að ESB hefur líka kosti - Gunnar Birgisson vill að Evrópumál verði rædd innan flokksins „Ég mun reyna aö hafa áhrif á að þetta veröi rætt innan Sjálfstæöis- flokksins og síðan muni menn skoða þá kosti og galla sem fylgja aðild að Evrópusambandinu," sagði Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðis- Qokksins, í samtali við DV í morgun. Ýmis sóknarfæri eru hugsanleg með aðild íslendinga að ESB og gætu vextir lækkað um 15 milljarða á ári. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu nefndar utanríkisráðherra sem fjall- ar um hnattvæðingu og þjóðarbú- skapinn með sérstöku tilliti til evr- unnar og stækkunar ESB. Gunnar situr i efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og segir timabært að fara í þetta mál á heildstæðan hátt. „Það er ekki nóg að tína bara fram kostina, Eystri-Pétursey: Grjóthnullungar * stefndu á bæinn Tölvuert grjóthrun varð úr fjall- inu ofan við Eystri-Pétursey, skammt frá Vík, í nótt. Risagrjót- hnullungar, margir mannhæðarhá- ir, stefndu beint á bæjarhúsin en stöðvuðust um 100 metra frá þeim. Blasti grjótið við Eyjólfi Sigurjóns- syni bónda þegar hann kom út um sexleytið í morgun. „Þetta voru all- stórir steinar og fleiri smærri. Þeir stærstu eru mannhæðarháir og all- breiðir. En þar sem hallinn að bæj- arhúsunum er aflíðandi virðist hraðinn á grjótinu hafa minnkað fljótt og það stöðvaðist því um 100 metra frá húsunum," sagði Sigur- 'Mf jón Eyjólfsson, sonur bóndans á Eystri-Pétursey í morgun. -hlh Þórsurum spáð neðsta sæti DV-Sport byrjar í dag umfjöllun um íslandsmótið í knattspyrnu og spáir liðum sæti í Símadeildinni. Fyrst er fjáílað um liðið sem spáð er fallsæti en næstu daga verður sagt frá styrkleikjum og veikleikjum liðanna sem blaðið telur að hafni í 9. til 1. sæti. Blaðamenn DV-sport spá því að það veröi hlutskipti Þórsara á Akur- eyri, sem komu upp í úrvalsdeildina y„^eftir 8 ára hlé, að hafna í neðsta sæti. Liðið spilaði síðast í efstu deild fyrir átta árum. Mótið hefst 20. maí. -GG HERINN BURT - ÚR DRULLUNNI Steingrimur J. Sigfússon. Bryndís Hlöðversdóttir. Gunnar Birgisson. vaxtaaðferðum gæti einn fórnar- kostnaðurinn stór- aukið atvinnuleysi. „Umræðan í Sví- þjóð um evruna snýst nákvæmlega um þetta," sagði Steingrímur í sam- tali við DV í morg- un. tala um lækkun raunvaxta og nýjan gjaldmiðil. Menn þurfa lika að vita hvers konar agi fylgir þvi að fara inn í sameiginlegt efnahagslíf, hvað það kostar að ganga i Evrópusambandið og til hvaða aðgerða þarf að grípa ef t.d. illa árar í Evrópu. Það eru plús- ar og mínusar í þessu en ég er einn af þeim mönnum sem vilja endilega ræða málin," segir Gunnar. Hætta á atvinnuleysi Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, segir að vaxtaumræðan sé gamalkunnug en á hitt beri að líta hverju skuh fórnað á móti. Vextir hafi verið virkt stýri- tæki á íslandi til að hamla á móti verðbólgu og ef menn geti ekki leng- ur stjórnað efnahagsskipinu með Spennandikostur Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, segir skýrsluna staðfesta ýmislegt sem menn hafi haft grun um áður og svo virðist sem vönduð vínna hafi átt sér stað. „Ég held við hljótum í kjölfarið að halda áfram okkar vinnu við að skýra þessi mál. Þessi niður- staða segir að þetta sé mjög spenn- andi kostur bæði fyrir lífskjör fólks og fyrirtækja í landinu en eins og alltaf fylgja ákveðnir gallar. Við þurfum aö greiða ákveðna fjárhæð til ESB og framselja hluta af fullveld- inu en þarna eru ótvíræðir kostir staðfestir sem menn hljóta að skoöa," sagði Bryndís í morgun. Sjá bls. 2 -BÞ DV-MYND HARI Tilvera okkar er undarlegt ferðalag ViO sofum einn þriöja afævinni. Stór hluti þess tíma sem viö vökum fer svo ít biö. Eins og sést á myndinni er misjafnt hvernig ungir menn nálgast hina ei- lífu biö: þrír skyggnast einbeittir eftir vagninum en einn nýtir tímann í slökun. Kannski dreymir hann voriö. Varnarliðsmenn festu sex jeppa á Vigdísarvallavegi: Landspjöll rannsökuð Varnarliðsmenn fjarlægðu fimm af sex jeppum, sem þeir festu á Vigdísarvallavegi við Grindavík á sunnudagskvöld, í nótt. Varnar- liðsmennirnir höfðu verið á ferð um svæðið á fjórum jeppum á sunnudagskvöld þegar bílarnir festust hver af öðrum. Þeir köll- uðu þá eftir aðstoð tveggja jeppa en þeir festust einnig. Þá var kall- að eftir aðstoð björgunarsveitar- innar Þorbjörns frá Grindavík. Björgunaraðgerðir tókust ekki á sunnudagskvöld og var tekið á það ráð að skilja bilana eftir. Varnar- liðsfólkið fékk hins vegar far með björgunarsveitarmönnum til byggða. „Þetta lítur illa út en rannsókn- arlögreglumenn munu í dag rann- saka hversu mikil landspjöll hafa verið unnin á þessu svæði. Það er DV-MYND HH Lögreglan á vettvangi Lögreglumenn úr Keflavík voru á Vig- dísarvallavegi í gærkvöld og fylgdust meO gangi mála. A0 þeirra sögn tókst aö losa fimm afsexjeppum sem höföu setiO fastir á þessum slóöum frá því á sunnudagskvöld. gönuhlaup að reyna slikan akstur; bílarnir eru þungir og festast auð- veldlega þar sem klaki er að fara úr jörðu. Við vitum ekki á þessari stundu hversu mikil spjöllin eru en það ætti að koma í ljós á næstu dögum," sagði Þórir Maronsson, yfirlögregluþjónn í Reykjanesbæ, i samtali við DV í morgun. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi Varnarliðsins, sagði að í þessu tilviki væri um einkabíla varnarliðsmanna að ræða. Þeir lytu sömu lögmálum og bifreiðir í einkaeign á íslandi. Þeir væru skoðaðir af bifreiðaeftirliti og bæru islenskar tryggingar. Ef til eihverra skaðabótagreiðslna kæmi þá bæru eigendur bílanna þær. Friðþór kvaðst ekki getað tjáð sig frekar um þetta mál þar sem um einkaframtak væri að ræða en ekki ferð á vegum varnarliðsins. - aþ/JSS Veiðigjald: Milljarður nettó Viðbótartekjur ríkissjóðs af veiði- gjaldi á aflaheimildir eru áætlaðarl 1-1,2 milljarðar króna á ári. Áætlað' er að upphæð gjaldsins verði 1,8-2 mUljarðar á ári en á móti er gert ráð | fyrir að veiðieftirlitsgjald og Þróun- arsjóðsgjald verði felld niður. Sam- tals nema þessi gjöld 850 milljónumj króna samkvæmt fjárlögum þessa| árs. Til viðbótar verður veiðigjaldið frádráttarbært frá tekjuskattsstofni, sem þýðir að 18% þess fást endur-| greidd í formi skattafsláttar. Áætlað hefur verið að kostnaöur ríkisins af stjórn fiskveiða sé um| það bil 1,5 milljarðar á ári. Veiði- gjaldinu er ætlað að standa undir þessum kostnaði. Eftir standa þá 3001 til 500 milljónir króna á ári sem líta I mætti á sem „aðgangseyri" að auð- lindinni eða - ef vitnað er í skýrslu | auðlindanefndar - „sýnilega hlut- deild þjóðarinnar" í arðinum sem skapast við nýtingu hennar. Sjábls. 4 -ÓTG| Unglingahljómsveitin Desidia til New York í sumar: Fær af not af hljóðveri Bjarkar Hljómsveitin Desidia mun í sum- ar halda til New York-borgar þar sem sveitin mun dvelja á vegum Bjarkar Guðmundsdóttur í sex vik- ur. Hhómsveitin er ekki ýkja þekkt hér á landi enda eru meðlimir ekki nema 15-16 ára gamlir. Þekktastur þeirra er eflaust Sindri Eldon Bjark- arson, sonur Bjarkar og Sykurmol- ans fyrrverandi, Þórs Eldon, en hann leikur á bassa í sveitinni. Björk mun sjálf dvelja við upptökur á nýrri plötu á þessum tíma og mun hafa boðið drengjunum með sér. Þar munu þeir fá tækifæri til að hljóð- rita eitthvað af þeirri tónlist sem Hljómsveitin Desidia. þeir hafa verið að búa til upp á síðkastið. „Við förum til New York í sumar þar sem við verðum í hljóðveri sem móðir mín á. Við erum ekkert að gera okkur neinar væntingar eða neitt þannig en ef þetta kemur vel út þá er aldrei að vita nema að það verði plata úr þessu hjá okkur," seg- ir Sindri Eldon sem er nýbúinn að klára samræmdu prófin. „Mér gekk nú bara nokkuð vel í prófunum, þetta var alla vega miklu auðveldara en ég bjóst við," segir Sindri sem hyggur svo á nám í MH næsta haust líkt og móðir hans forð- um. Fyrir þá sem hafa áhuga mun sveitin svo leika á tónleikum næst- komandi laugardag í Vesturporti -áb Rafport I Brother PT-2450 merkivélin er komi MögnuSvél •em, með þlnnl hjálp, tiefur hlutina I r&S ogreglu. Snjöll og góð lausn á óragtunnl. Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 • www.rafport.is FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALÐREl SEFUR Hafir þú ábendlngu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnieyndar er gætt. Viö tökum vlö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.