Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 2
MIÐVKUDAGUR 8. MAÍ 2002 Fréttir r»v Kvikmyndasjóður: Fjármálastjóri ekki ráðinn Tillaga Þorfmns Ólmarssonar, fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs ís- lands, um að ráðinn verði sérstakur fjármálastjóri til stofhunarinnar náði ekki fram að ganga á fundi stjórnar í gær. „Þetta hlaut ekki undirtektir," sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður stjórnar sjóðsins, í samtali við DV i morgun. Hann segir ekkert í starfsem- inni vera þess eðlis að þörf sé á fjár- málastjóra. Umsýsla á sviði fjármála sjóðsins fari að mestu leyti fram hjá Ríkisféhirði og Ríkisbókhaldi. „Málið snýst því ekki um annað en að halda utan um fylgiskjöl og merkja þau rétt," sagði Vilhjálmur. Kenningum um að Hrafhi Gunn- laugssyni sé hyglað við styrkjaúthlut- andir hjá sjóðnum vísar Vilhjálmur á bug. Bendir í því sambandi á að á því hálfa níunda ári sem hann hafi verið formaður sjóðsstjórnar hafi Hrafh að- eins einu sinni fengið styrk úthlutað til gerðar kvikmyndar, það er Myrkra- höfðingjans. Það var styrkur sem síðar fluttist til íslensku kvikmyndasam- steypunnar. „í mínum huga snýst spurningin því frekar um hvort Hrafh njóti sannmælis, fremur en að ég sé að hygla honum," sagði Vilhjálmur. -sbs Krónan veiktist talsvert í gær Gengi krónunnar veiktist um 0,43% í gær og endaði gengisvísitalan í 128,2 stigum eftir töluverð viðskipti á gjald- eyrismarkaði. Bandarikjadalur endaði 191,20 krón- um en hann hafði farið niður fyrir 91 krónu i fyrradag. Evran kostar nú 83,40 krónur og breska pundið 133,81 kr. Þrátt fyrir þessa veikingu krónunnar hefur dollarinn lækkað um 11,4% gagn- vart krónunni frá áramótum, pundið um 10,3% og evran um 8,4%. -HI Vaxtalækkun strax 14. maí - að mati forseta ASÍ - kominn tími á viðskiptabankana Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, segir mikinn létti fylgja því að svo virðist sem rauða strikið muni halda samkvæmt greiningu Seðlabank- ans frá í gær. „Það er vissulega ánægju- legt að tekist hefur að vinda ofan af þeirri öfugþróun sem átti sér stað á síð- asta ári. Það skiptir ákaflega miklu máli fyrir okkar fólk," sagði Gylfi í samtali við DV í morgun. Seðlabankinn hefur í tvígang lækkað vexti á stuttum tíma um alls 0,8 prósent en bankinn segir að í ljósi þess slaka sem nú sé að myndast í hagkerfinu sé æskilegt að raunvextir Seðlabankans lækki áfram á komandi mánuðum. Þessu fagnar Gylfi. „Með þvi að ná tök- um á verðbólgunni vorum við að skapa forsendur til vaxtalækkunar og við hefð- um gjarnan viljað sjá það gerast hraðar. Nú boða þeir frekari vaxtalækkanir og Gylfi Ambjörnsson. Blrglr Isleifur Gunnarsson. ég á von á að skilyrði til þess skapist strax eftir mælinguna 14. maí," segir Gylfi. Oftaka bankanna á hagnaöi Framkvæmdastjóri ASÍ telur að sam- ræmi hafi verið milli aðgerða viðskipta- bankanna og stýrivaxtalækkunar Seðla- bankans en hins vegar telur hann að bankarnir eigi að ganga lengra. „Okkur þykir augljóst með hliðsjón af afkomu bankanna að þeir eigi að stíga stærri skref. Þeir hafa verið að auka sinn vaxtamun." Gylfi segir ekki eölilegt að bankakerfið sé rekið með 20-35% arð- semi. „Það er einfaldlega oftaka á hagn- aði og við höfum gagnrýnt bankana fyr- ir að skila ekki hagnaðinum til baka til viðskiptamannanna." í ársfjórðungsriti Seðlabankans kem- ur fram að undirliggjandi verðbólga er á hröðu undanhaldi. Gengi krónunnar hefur styrkst um 6% frá áramótum sam- fara hraðminnkandi viðskiptahalla og um leið hefur innlend eftirspurn haldið áfram að dragast saman. Útlit er fyrir nokkurn samdrátt landsframleiðslu á þessu ári eftir langt og kröftugt hagvaxt- arskeið, að mati Birgis ísleifs Gunnars- sonar seðlabankastjóra. -BÞ DV- MYND SKH Nýtt landslag Eins og DVgreindi frá ígær hrundu mannhæðarhá björg úr hlíöinni ofan Eystri-Péturseyjar í Mýrdal. Sigurjðn bóndi og hundurinn Veró skoða hér verksummerkin, en björgin stefndu á bæinn og stöðvuðust nokkra tugi metra frá. ísland í sjónmáll Æsa Sigurjónsdóttir „Kærkomið tímamótaverk." Einar Falur Ingólfsson/Mbl. Ljósmyndarar á íslandi Inga Lára Baldvinsdóttir „Bókin er einhver glæsilegasti prentgripur sem ég hef séð." Hrafn Jökulsson/Rás 2 Orðastaður Jón Hilmar Jónsson Ný.aukin 45.000 orðasambó'nd og índurskoáuo 15.000 notkunard<nni úlQÚÍa 100.000 samsctt orð 11.000 ilniioio 1.100 mólshuJtir „Sannkölluð gullnáma" Erik Simensen/Lexico Nordica JJJU JPV ÚTGÁFA Brædraborgarstígur 7 • Sími 575 5600 Sr. Hjálmar Jónsson í kosningaeftirliti: Fylgist með í Sierra Leone „Þetta er spennandi verkefhi sem felst einkum í því að sýna fram á að lýð- ræðið geti virkað og að kosningarnar fari heiðarlega fram. Við eigum að heita aflögufær þegar lýðræðið er annars veg- ar," sagði Hjálmar Jðnsson dómkirkju- prestur við DV í morgun. Hjálmar heldur í dag til Sierra Leone þar sem þing- og forsetakosningar fara fram þann 14. maí rik. Hjálmar verður eini ís- lendingurinn í hópi eftirlitsmanna með kosningunum. Hann segir Hjálparstoöi- un kirkjunnar hafa borist beiðni um stuðning og í framhaldinu hafi Jónas Þórisson haft samband við sig. Sierra Leone er þjáð og þjakað af tíu ára borgarastyrjöld en nú er friðarferli komið í gang og lýðræðisöflum að vaxa fiskur um hrygg. Kosningarnar fram undan verða að sögn Hjálmars próf- steinn á hvort friður heldur í landinu. „Þetta er virkilega verðugt viðfangs- efiii og ég er reiðubúinn að leggja mitt lóð á vogarskálarnar. Það þarf að hvetja til almennrar þátttöku í kosningunum en í því andrumslofti sem ríkir eftir langvarandi innanlandsátök er fólk ekki svo mikið að velta fyrir sér hefðbundn- um kosningamálum." Hjálmar gerir ráð fyrir að komast heim aftur 18. maí og taka þátt í hátíð- armessu í Dómkirkjunni að. morgni hvítasunnudags. -aþ Formaður Hnjúka á Blönduósi: íhugar að f lytjast úr bænum Valdimar Guðmannsson, formað- ur Bæjarmálafélagsins Hnjúka á Blönduósi, segist alvarlega íhuga að flytja úr bænum ef framboð félagsins verði ekki tekið til greina. Hann átti að skipa 2. sæti listans. „Ég var með listann á mér og átti að fara með hann til yfirkjörstjórnar ásamt öðrum manni, en ég gleymdi mér við aðra vinnu á kosningaskrif- stofunni. Við erum búin að vísa málinu til Héraðsdóms Norðurlands vestra og fara fram á flýtimeðferð, og ég geri mér vonir um að úrskurður liggi fyrir strax í næstu viku. Það hefur fjöldi manns haft samband við mig og fleiri í Hnjúk- um og bent á fjölda dæma viða um land þar sem málin voru leyst í kyrrþey, t.d. vegna lítils háttar formgalla á framboð- um. Okkur skilst nú að við hefðum get- að skilað framboðinu hvenær sem var til einhvers yfirkjörstjórnarmeðlima en ekki bara á þessum eina klukku- tíma sem kjörstjórnin auglýsti. Við vorum í 300 metra fjarlægð frá þeim og kannski hafa þeir haldið að við ætluð- um að vera eitthvað sniðugir með þvi að koma á síðustu stundu. Ef allt fer á versta veg á ég erfitt með að horfast í augu við félaga mína, ég ber fyrst og fremst ábyrgð- ina, og hef þá brugðist þeim algjór- lega. Þvi hef ég þegar íhugað að flytja úr bænum ef svo fer. En hvert er al- gjörlega óráðið," segir Valdimar Guðmannsson. -GG Stuttar f réttir Endurkjörinn formaöur Finnur Geirsson var endurkjörinn for- maður Samtaka at- vinnulífsins á aðal- fimdi samtakanna í gær. I ræðu sinni gagnrýndi hann hvernig hið opinbera leiddi þróun launa- mála i landinu. „Hið opinbera, sem byggir á skattlagningu atvinnulífs og almennings, hefur tekið forystu um kostnaðarhækkanir í launum og öðr- um starfskjörum sem atvinnulifið get- ur ekki fylgt eftir. Slíkt getur ekki end- að nema með óskópum," sagði Finnur m.a. í ræðu sinni. Lottóvinningshafi fundinn Hjón með fjögur börn, búsett í Hafh- arfirði, fengu rúmar 80 milh'ónir í Lottóinu. Heimilisfaðirinn gaf sig ný- verið fram við íslenska getspá en hann kvaðst hafa geymt miðann i náttborðs- skúffu meðan hann hugsaði sitt ráð. Brjóstamjólkin eflir vit Brjóstamjólkin hefur áhrif á gáfur barna ekki síður en heilsu þeirra. Þá getur hún minnkað líkurnar á að börn þjáist af offitu síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarisks prófessors í barnalækningum sem hélt erindi hjá Félagi íslenskra barnalækna um síð- ustu helgi. mbl.is greindi frá. Fjárhagslegur aöskilnaöur Samkeppnisráðs hefur mælt fyrir að fjárhagslegur aðskilnaður verði á miEi starfsemi Veðurstofu íslands, sem er á samkeppnismarkaði, og hins vegar þeirrar starfsemi sem stofhuninni er skylt að veita samkvæmt lögum. Til- efhi úrskurðar Samkeppnisráðs er kvörtun frá Halo sem rekur veðurupp- lýsingakerfi og veðurþjónustu. Halo taldi Veðurstofuna misnota aðstöðu sína gagnvart öðrum fyrirtækjum. Meint trúnaoarbrot Landlæknir hefur nú til skoðunar meint trúnaðarbrot starfsmanns hjá Heilbrigðisstofhun Suðurlands gagn- vart sjúklingi. Á mbl.is er haft eftir að- stoðarlandlækni að kvörtunarmál er varða trúnaðarbrot heilbrigðisstarfs- fólks séu afar fátíð eða innan við tíu á ári. Stefnir á tindinn Fjallagarpurinn Haraldur Örn Har- aldsson bíður nú betra veðurs áður en hann leggur til at- lögu við tind Everest- fjalls. Veðurútlit þyk- ir hagstætt til upp- göngu á laugardag i fyrsta lagi og bíður Haraldur átekta í grunnbúðum. Ef allt gengur eftir ætti hann að eiga möguleika á að virða fyr- ir sér útsýni af hæsta tindi heims um aðra helgi. Bóhem neitað Úrskurðarnefhd um áfengismál hef- ur staðfest synjun borgarráðs þess efh- is að skemmtistaðurinn Bóhem fái lengri afgreiðslutíma. Niðurstaðan var kynnt á fundi borgarráðs í gær en for- ráðamenn skemmtistaðarins höfðu far- ið fram á að fa að veita áfengi til 5.30 á morgnana. Staðan er hins vegar sú að Bóhem má hafa opið til eitt virka daga en til 5.30 um helgar. Noröurljós áminnt Verðbréfaþing Is- lands hefur áminnt Norðurljós, sem rek- ur m.a. Bylgjuna og Stöð 2, fyrir að hafa ekki skilað ársreikn- ingi til þingsins fyrir síðasta ár. Reglur þingsins segja að út- skuldabréfa beri að skila innan þriggja -aþ gefendum þinginu ársreikningi mánaða frá lokum reikningsárs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.