Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 4
MIÐVKUDAGUR 8. MAI 2002 Fréttir I>V Unnið að skráningu allra vega og slóða á hálendinu: Grunnur lagður að harðari refsingum - fyrir akstur utan vega - sýknun í eina málinu sem hefur farið fyrir dóm Landmælingarlslands og Vegageröin vinna nú hörðum höndum að því að skrá alla vegi, slóða, heimreiðir að sumarbústöðum og slóða uppi á há- lendinu. Að sögn Siyjar Friðleifsdóttur umhveriisráðherra er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í sumar. Að skráningarvinnunni lokinni er gert ráð fyrir að Náttúruvernd ríkisins og sveitarfélögin eigi, ásamt Vegagerð- inni, samvinnu um að ákveða hvaða vegir og slóðar eigi að vera merktir og hvenær þeir eigi að vera opnir og hvenær lokaðir. Það verður síðan aug- lýst rækilega. Jeppaaksturinn við Krókamýrar, sem olli gríðarlegum landskemmdum, vekur spurningar um viðurlög við ut- anvegaakstri. Afleggjarinn inn á Vig- dísarvelli var greinilega lokaður með skilti frá Vegagerðinni þegar jeppa- mennirnir fóru inn á hann. Að sögn lögreglunnar í Grindavík kemur til Skeffllegt Umhverfisráöherra kveðst harma hvernig landinu við Krókamýrar hefur verið spillt með akstri utan vega. greina að setja steina á veginn til að hindra alla umferð meðan hannið stendur. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Keflavík. Að henni lok- inni fer það til sýslumannsembættisins þar sem tekin verður ákvörðun um hvort ákært verður eða ekki. „Það er skelfilegt að sjá myndir af þessu, hvernig menn fara með landið," sagði Siv. „Þorri fólks gengur með virð- ingu um það en örlítill minnihluti ger- ir það ekki og það ber að harma. Með skráningunni er lagður grunnur að því að taka harðar á náttúruspjöllum af þessu tagi." Árni Bragason, forstjóri Náttúru- verndar ríkisins, sagði við DV að við- urlög við náttúruspjöllum hefðu verið „ansi lítil" til þessa. Aldrei hefði fallið dómur þar sem manni hafi verið gert að greiða sekt né sæta öðrum viðurlög- um. Eina dómsmálið sem upp hefði komið hefði verið dæmt í Héraðsdómi Suðurlands sl. haust. Þar hefði verið um að ræða kæru Náttúruverndar rík- isins á hendur starfsmanni ferðaskrif- stofu sem ekið hefði í Hrafntinnusker. Maðurinn hefði verið sýknaður. Mál- inu hefði ekki verið áfrýjað. -JSS Undirbúningur fyrir NATO-fundinn í fullum gangi: Þúsund manns sækja fundinn - þar af um 200 erlendir f jölmiðlamenn Alls munu um þúsund manns koma hingað til lands í tengslum við ráðherrafund Atlantshafsbanda- lagsins í næstu viku að sögn Bene- dikts Ásgeirssonar skrifstofustjóra í utanrikisráðuneytinu sem hefur haft yfirumsjón með undirbúnings- vinnu fundarins. Af þeim er 750 beinir þátttakendur á fundinum en einnig eru væntanlegir um 200 blaða- og fréttamenn ásamt tækni- og aðstoðarmönnum sem verða væntanlega um 50 talsins. Þetta eru um 50 fleiri blaðamenn en gert var ráð fyrir í upphafi. Mikil öryggisgæsla verður i kringum fundinn, ekki bara á fund- arstað heldur einnig á Keflavikur- flugvelli. Á miðnætti í fyrrinótt hófst landamæraeftirlit vegna fund- arins þannig að nú þurfa allir far- þegar til landsins að vísa vegabréf- um og allir erlendir farþegar að fylla út komuspjöld líkt og farþegar frá Bandarikjunum gera nú. Þá Hagatorg Framkvæmdir eru hafnar vegna ráðherrafundarAtlantshafsbandalagsins sem hefst í næstu viku. eykst eftirlit töluvert með öllum far- angri. Þetta ástand mun var þar til á miðnætti að kvöldi 16. maí. Á fundarstaðnum sjálfum verður ör- yggisgæslan hins vegar í umsjá Rik- islögreglustjóra en embættið mun kynna það betur á blaðamannafundi síðar í vikunni. Fundirnir munu fara fram í Há- skólabíói og íþróttahúsi Hagaskóla. í Tæknigarði verður aðstaða fyrir fjólmiðla. Á Hótel Sögu verður svo skrifstofuaðstaða fyrir sendinefndir og starfsmenn NATO. Sendinefnd- irnar verða í almennu herbergis- rými en starfsmenn NATO fá þriðju hæðina undir skrifstofur, en þar eru Bændasamtök íslands til húsa. Benedikt segir undirbúninginn hafa gengið þokkalega og sé nokkurn vegin samkvæmt áætlun. „Það koma vissulega alltaf upp ein- hver mál en þau hefur tekist að leysa og engin stórvægileg vand- ræði hafa komið upp.". -HI Hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum hjá Reykjavíkurborg hefur stóraukist: 50% kvenna stjórna nú en voru 13% áriö 1994 - launamunur kynjanna minnkar um helming - kynhlutlaust starfsmat fram undan Árið 1994 var hlutfall kvenstjórn- enda hjá Reykjavíkurborg aðeins 13,3% en það hefur nú hækkað í 50%. Þá er launamunur kynjanna hjá Reykjavíkurborg kominn niður í 7% en hann var 14% árið 1994. Þessar upplýsingar eru meðal helstu niðurstaðna skýrslu sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur unnið um laun karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg en skýrslan kemur út á næstu dógum. Rannsóknin er endurtekning á sams konar rannsókn og var gerð fyrir tilstilli Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur árið 1995. Þá reyndist launamunur kynja hjá Reykjavikur- borg vera 14% og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið hér á landi hafa allar sýnt kynbundinn launa- mun á bilinu 11-20%. Jafn- réttisráð hefur m.a. lýst áhyggjum yfir hversu stöð- ugur þessi launamunur hef- ur virst vera. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir i samtali við DV að þessi nýja rannsókn Félagsvísinda- stofnunar sé gerð til að meta árangur af margvíslegum og umfangsmiklum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna í kjölfar rannsóknarinnar 1995. „Niðurstaðan er mikið gleðiefni. Nú reynist launamunur kynja hjá Reykjavíkurborg, sem er næst- stærsti atvinnurekandi landsins, vera 7% þannig að okkur hefur á fáum árum tekist að minnka kyn- Inglbjörg Sólrún Gísladóttlr. bundinn launamun um helming. Ég veit ekki til þess að neinn annar at- vinnurekandi í okkar landi hafi náð viðlíka árangri á jafn skömmum tíma og ég þekki enga sambærilega ís- lenska rannsókn sem sýnir jafn lága tölu þegar kyn- bundinn launamunur er annars vegar," segir Ingi- björg Sólrún. Róttæk kerfisbreyting Hún segir árangurinn sýna að launamunur kynjanna sé ekki nátt- úrulögmál en á hinn bóginn sé 7% launamunur ekki heldur viðunandi. „Við ætlum okkur að ná enn betri árangri og eitt stærsta skrefið fram undan er að innleiða kynhlutlaust starfsmat sem er ein róttækasta kerfisbreyting í kjarasamningagerð sem gerð hefur verið hjá Reykjavík- urborg. Undirbúnúigur að innleið- ingu starfsmatsins er í fullum gangi og munu laun alls þorra starfs- manna Reykjavíkurborgar taka breytingum í samræmi við starfs- matið frá l. desember á þessu ári. Þessi ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur vakið mikla athygli bæði hér- lendis og erlendis og er fylgst náið með þeim aðferðum sem við erum að beita í baráttunni fyrir launa- jafnrétti kynja og þeim árangri sem við erum að ná," segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. -BÞ Breiðholt: Löggæslan sögð í molum „Það verður að segjast eins og er að lóggæslan í Breiðholti er í mol- um," segir Helgi Kristófersson, stjórnarmaður SAMFOKS, um óá- nægju íbúa í Breiðholti með lög- gæslu á svæðinu. Boðað hefur verið til opins fundar um málefnið í há- tíðarsal Breiðholtsskóla i kvóld. Fundurinn hefst kl. 20.00. Helgi sagði að væri beðið um að- stoð lögreglu á svæðinu væri ekki óalgengt að 2 klukkustundir liðu þar til aðstoð bærist, væri ekki um neyðartilfelli að ræða. í sumum til- vikum kæmi lögreglan alls ekki. Helgi kvaðst vilja undirstrika að lögreglan sjálf ætti ekki sök á því hvernig komið væri. Hún byggi við þröngan kost, manneklu og mikið álag. Óskemmtileg dæmi Helgi kvaðst þekkja mörg dæmi þess hve seint og illa aðstoð hefði borist. Á dögunum hefðu einhverjir óprúttnir gengið á lítinn dreng og sparkað illa í hann þar til hann lá á jörðinni. Þegar hringt hefði verið á lógreglu hefði hún spurt hvort drengurinn ætlaði að kæra. Hann hefði sagt að hann þyrði það ekki. Þá hefði lögreglan sagt að þá yrði enginn bíll sendur. Fyrir nokkru hefði verið brotist inn í nokkur fjölbýlishús í Breið- holti og ýmsu stolið. Þegar hefði verið grennslast fyrir um af hverju vinnsla málsins gengi svona seint hjá lögreglunni hefði komið í ljós að lögreglumaðurinn sem tók skýrsl- urnar var farinn í frí. Helgi sagði að nefna mætti fieiri dæmi á þessum nótum. -JSS Ferðamenn til íslands: Bókanir loffa góðu Bókanir þýskra ferðamanna til Is- lands lofa góðu, að sögn Hauks Birgis- sonar hjá skrifstofu Ferðamálaráðs í Þýskalandi. Nokkuð mikið hefur ver- ið um bókanir upp á siðkastiö en ekki er enn hægt að segja til um hvort þær eru meiri eða minni en í fyrra. Haukur segist þó merkja að menn hafi byrjað að bóka seinna nú en venjulega. „Bókanir duttu töluvert niður i haust í kjölfar hryðjuverka- árásanna á Bandaríkin og það virðist vera að fólk hafi verið lengur að ákveða sig nú en venjulega vegna þessara atburöa. En nú eru bókanir komnar vel af stað og þær lofa góðu fyrir sumarið." Þrjú flugfélög munu fljúga frá Þýskalandi til íslands í sumar en að- eins eitt, Flugleiðir, mun fljúga á milli landanna á hverjum degi. -HI Ást í Landsbankanum: Bónorð í banka Viðskiptavinir Landsbankans við Höfðabakka sem erindi áttu í útibú í austurborginni síðastliðinn fóstu- dag um tvöleytið ráku upp stór augu þegar þar birti'st allt í einu karlmaður uppáklæddur i smóking, með rós í hnappagatinu, risastóran blómvönd í fanginu og fána með áletruninni: „VUtu giftast mér?". Þessi prúðbúni maður var mættur í bankann á mesta annatíma til þess að ná tali af útibússtjóranum, og gekk hann rakleiðis aö skrifstofu útibússtjórans með fánann á lofti. Dvaldist manninum þar inni um stund en kom svo út nokkru seinna með sigurbros á vör og klóppuðu viðskiptavinir fyrir góðum mála- lyktum. -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.