Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 7
MIÐVTKUDAGUR 8. MAI 2002 Fréttir 7 DV Sprenging á leikskólum borgarinnar á síðustu árum: Stóraukin þörf fyrir sérkennslu - aukafjárveiting upp á 29 milljónir í ár eftir endurtekinn framúrakstur Stóraukin þörf Þörfm fyrir sérkennslu í leikskólum borgarinnar hefur vaxiö ört á síöari árum. Borgarráð hefur tekið ákvörðun um að auka framlög til sérkennslu i leikskólum á árinu um 29 milljónir króna. Þörfm fyrir slíka sérkennslu hefur farið ört vaxandi á síðari árum. Það hefur orðið til þess að Leikskólar Reykjavíkur hafa farið verulega fram úr fjárveitingum. í ár stefndi enn í framúrkeyrslu. Með viöbótarfjárveitingunni á staðan að vera nokkurn veginn trygg þannig að endar nái saman. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, sagði að í leikskólunum væri lögð áhersla á nám án aðgreiningar, þ.e. á heil- tæka skólastefnu. Sl. tvö ár hefði það gerst að stofhunin hefði orðið að fara fram úr fjárveitingum til að fram- fylgja þeirri skólastefnu sem höfð væri að leiðarljósi. Því hefði verið mætt með því að sækja um til Reykjavíkurborgar að fá að nota fjár- muni sem ekki notuðust til annarra verkefna. Á árinu 2000 hefði t.d. ekki reynst unnt að nýta öll leikskólapláss því hörgull hefði verið á starfsfólki og rýmin sem bæst hefðu við á árinu hefðu farið seinna af stað í nýtingu en ráð hefði verið fyrir gert í fyrstu. Þeir fjármunir sem út af hefðu staðið vegna þessa hefðu verið færðir til og notaðir í sérkennsluna. Á síðasta ári hefðu Leikskólar Reykjavíkur fengið aukafjárveit- ingu þar sem þeir hefðu farið fram úr fjárveitingu. Árið í ár hefði svo byrjað fremur illa hvað þetta varðaði, því ekki hefði verið reiknað með þvOikri „sprengju" og orðið hefði í sér- kennslunni nú. „það er einkum tvennt sem oróið hefur til þess að sérkennslan hefur aukist svona mikið,“ sagði Bergur. „Annars vegar eru sérkennslubörn- in nú líka á leikskóla allan daginn. Við þurfum því að greiða lengri tíma í sérkennslu. Hins vegar eru börn að greinast miklu fyrr með fötlun heldur en fyrir nokkrum árum. Fyrir 10-15 árum þekktist t.d. ekki að bam með skilgreinda ein- hverfu væri á leikskólum Reykja- víkur. Ég hef grun um að nú séu tiu einhverf böm á leikskólunum." Á síðasta ári var 125 milljónum veitt til sérkennslu í leikskólum. Heildar- kostnaður varð um 140 milljónir. í ár voru áætlaðar 135,5 milljónir til sérkennslunnar. Síðar koma til viðbótar ofangreindar 29 milljónir. Áætlað er að 120-150 böm njóti sérkennslu. Er þá miðað við að um sé að ræða böm með greinda fótlun. f leikskólunum er einnig stuðnings- kerfi við ofvirk böm og önnur sem ekki eru talin falla undir fyrri skil- greininguna. -JSS Dekkjahótel vib geymum dekkin fyrir þig gegn vægu gjaldi sómmnc (oníinentaF Kópavogi - Njar&vík - Selfoss "the perfect pizza" John Baker I Lagerhrei nswn 20-70% Eldhúsvaskar Helluborð Bakarofnar Babinnréttingar Eldhúsinnréttingar Háfar og viftur nfctóft 640 "•4»» wvss: swrtiktefar HornbaSkSr ^ með nuddi 2ja manna hjartalaga V. Fellsmúla • S. 588 7332 I Ný vefsíða: www.i~t.is I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.