Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 I>V 13 Útlönd Tvö mannskæð flugslys í gær: 132 taldir af eftir flug- slys í Kina og Túnis Farþegaþota frá kínverska Nort- hem Airlines-flugfélaginu, með 112 manns innanborðs, 103 farþega og níu áhafnarmeðlimi, steyptist í sjó- inn nálægt borginni Dalian í Norð- austur-Kína i gær og er óttast að all- ir hafi farist. Að sögn kinverskra yf- irvalda höfðu um sextíu lík fundist í morgun og lítil von var um að nokk- ur fyndist á lifi. Að sögn sjónarvotta steyptist vélin, sem var að koma inn til lendingar á Dalian-flugvelli frá Peking, í sjóinn í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá flugvellinum og sagði einn sjónar- vottanna að hún hefði flogið í nokkra hringi áður en hún hrapaði. Talsmaður flugmálayfirvalda sagði að flugstjórinn hefði tilkynnt um eld í farþegarými vélarinnar og stuttu síð- ar hefði allt fjarskiptasamband rofn- að. Að sögn björgunarliða var Frá slysstaö í Túnis Að minnsta kosti tuttugu manns fórust í slysinu í Túnis og allt að 112 i Kína. augljóst á braki sem fannst innan úr vélinni að mikill eldur hefði logað í henni, sem dæmi fannst mikið brunninn matarvagn. Átta útlendingar, frá Japan og Suður- Kóreu, voru meðal farþega í vélinni en flestir aðrir voru frá Dalian á heimleið eftir vikufrí af tilefni frídags verkamanna. Þetta er annað flugslysið sem verð- ur í Kína á stuttum tíma, um miðjan síðasta mánuð hrapaði Boeing 767 farþegavél frá Air China i fjallendi Suður-Kóreu þar sem 129 manns fór- ust. Fréttir af flugslysinu í gær bárust rétt eftir að farþegaþota frá egypska flugfélaginu Egypt Air, með 65 manns innanborðs, flaug inn í hæðardrag nálægt Túnisborg i Túnis þar sem að minnsta kosti tuttugu manns fórust. REUTERSMYND Stjórnmálamaöur syrgður Fulltrúar þjóðernisminnihlutahópa í Hollandi vottuðu hægri öfgamanninum Pim Fortuyn, sem var myrtur á mánudag, virðingu sína í gær. Morðið á Pim Fortuyn í Hollandi: Kosningum ekki frestað Anfinn Kallsberg Lögmaður Færeyja fer hvergi. Landstjórn Fær- eyja situr áfram Anfmn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, tilkynnti i gærkvöld að hann væri hættur tilraunum til að mynda nýja meirihlutastjóm og að sam- steypustjórn Fólkaflokksins, Þjóð- veldisflokksins og Sjálfstýrisflokks- ins myndi sitja áfram. Stjómar- flokkarnir fengu sextán menn kjörna í lögþingskosningunum í apríllok og stjórnarandstöðuflokk- amir sömuleiðis. í viðtali við færeyska blaðið Sosi- alurin í gærkvöld sagði Kallsberg að hann myndi sitja þar til hann fengi meirihluta þingsins á móti sér. Viðræður við Jafnaðarflokkinn um hugsanlega stjómarmyndun sigldu í strand á mánudag. Það hefur ekki gerst áður að land- stjóm Færeyja hafl ekki meirihluta þingmanna á bak við sig. Suu Kyi brettir upp ermarnar Burmíska baráttukonan Aung San Suu Kyi, sem látin var laus úr stofufangelsi á mánudag, er þegar farin að blása nýju lífi í stjómmála- flokk sinn, Lýðræðisfylkinguna, og þrýsta á herforingjastjómina um lýðræðisumbætur. Suu Kyi hitti embættismenn Sam- einuðu þjóðanna í morgun en að sögn ætlar hún að taka á móti gest- um á heimili sínu á morgnana. Síð- degis heldur hún svo til höfuðstöðva flokks síns. Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti í gær að þing- kosningarnar myndu fara fram þann 15. maí, eins og áður hafði ver- ið ákveðið, þrátt fyrir morðið á hægri öfgasinnaða stjómmálamann- inum Pim Fortuyn. Hinn 54 ára gamli Fortuyn, sem lét sig dreyma um að verða fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra Hollands, var skotinn til bana á mánudag þegar hann var að koma frá því að veita útvarpsviðtal i bæn- um Hilversum nærri Amsterdam. Meintur morðingi Fortuyns, 32 ára „hvítur Hollendingur" frá bæ í hollenska Biblíubeltinu, verður leiddur fyrir dómara í dag. 1 íbúð hins grunaða fundust skotfæri og efni sem tengist umhverfismálum. Maðurinn hefur ekki gefið neina skýringu á hegðan sinni og ástæður morðsins liggja því ekki ljósar fyrir. Reiknað var meö að Fortuyn og flokkur hans myndu fá aflt að fimmtán prósentum atkvæða í kosn- ingunum í næstu viku. Fortuyn var oft líkt við Jean-Marie Le Pen hinn franska og Jörg Haider hinn austur- ríska enda hafði hann andúð á inn- flytjendum á stefnuskrá sinni. Evrópskir stjómmálamenn hafa fordæmt morðið á Fortuyn og sagt að ofbeldi skili engu. Paninjhi Albufeira TERRA vOv NOVA Jsol -SPENNANDI VALKOSTUR- Stangarhyl 3A • 110 Reykjavik • Simi: 591 9000 • terranova.is .. ■ Paraiso tíe Albufeira er aðalgististaöur okkar í Algarve í Portúgal og er án efa eitt glæsilegasta og best búna íbúðahótel sem í boði er hjá íslenskum ferðaskrifstofum. Hótelið er sérlega vel staðsett í stuttu göngufæri frá verslunum, veitingastöðum og strönd. Paraiso de Albufeira er gististaður fyrir þá sem vilja aðeins það besta, en á verði fyrir alla. fyrír þá sem vilja fullkomið sólarfrí • Einstök sólbaðsaðstaða • Stór sundlaug • Barnalaug • Innisundlaug • Heilsurækt • Tennisvellir • Barnaklúbbur • Dagleg skemmti- dagskrá • Næturklúbbur • Bar Verðfrá BO T4I T Jill Okr. á mann m.v. hjón með 2 börn í17daga,14maí. Allir skattar innifaldir og 35.000 kr. DV ferðaávísun notuð ’ Sundlaugarbar Þrír veitingastaðir Ifersianir Snyrtistofa Glæsilegar íbúðir Verðfrá kr. 69.845 á mann í tvíbýli í 17 daga, 14 maí. Allir skattar innifaldir og 35.000 kr. DV ferðaávisun notuð Smáauglýsingar ertu að kaupa eða selja? 550 5000 ,þegar hljómtæki skipta máli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.