Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 DV Fréttir Vopnaðir verðir og vopnaleit í innanlandsflugi: „Hníflaus maður er líflaus maður" - sagði Færeyingurinn sem varð að láta vasahnífinn sinn af hendi Gríðarlegur viðbúnaður er í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli vegna Nato-fundarins sem haldinn er hér á landi nú í vikunni. Vopnað lið lögreglumanna og sérsveitar- manna sér um að leiðtogar Nato- ríkjanna njóti hér fyllsta öryggis og svæði umhverfis fundarstaðinn hef- ur verið girt af. Þar fara engir um nema geta framvísað sérstökum skilríkjum. Undanfama daga hafa radarvélar og aðrar hervélar Nato á Keflavík- urflugvelli sveimað í eftirlitsflugi yfir höfuðborgarsvæðinu. Þá er full landamæravarsla og vopnaleit við- höfð á Reykjavíkurflugvelli. Á Hótel Sögu er, sem og víðar, búið að koma fyrir vopnaleitartækjum. Jóna Gunnarsdóttir, vaktstjóri hjá Flugfélagi íslands á Reykjavík- urflugvelli, segir að fullt eftirlit og vopnaleit á farþegum hafi verið tek- DV-MYNDIR GVA Vopnalelt á Reykjavíkurflugvelli Lögreglumennirnir Pétur Sveinsson og Gunnlaugur Valtýsson stóöu vaktina viö vopnarleitartækin á Reykjavík- urflugvelli ásamt Jónasi Magnússyni. Vopnaður skammbyssu Jónas Magnússon var vopnaöur skammbyssu af nýjustu gerö. Jóna Gunnarsdóttir, vaktstjóri Flugfélags íslands, var því í þeirri sérstöku aö- stööu aö njóta vopnaörar verndar og þaö á ís- lenskum innanlandsflugvelli í Reykjavík. in upp í innanlandsfluginu í gærmorgun. „Það fara allir í gegnum vopnaleit og farþegar verða að láta af hendi alla odd- hvassa hluti eins og í utan- landsfluginu. Nú má enginn vera með hnífa eða odd- hvassa hluti í handfarangri." - Hefur þurft að taka mik- iðaffólki? „Nei, þaö hefur verið frek- ar lítið.“ - Hvernig hafa farþegamir tekið þessu? „Þaö hefur gengið mjög vel og farþegar hafa sýnt þessu skilning og verið fljót- ir hér í gegnum hliðin." - Gildir einu hvert út á land farþegar eru að fara? „Já, og síðan er líka við- búnaður úti á landi og þar eru lögreglumenn á vakt. Hér í Reykjavík em lögreglumenn ásamt útlendingaeftirliti að störfum - allt saman vanir menn.“ Jóna sagði að gagnvart farþegum til og frá Færeyjum og Grænlandi gilti nú fullt landamæraeftirlit líkt og á Keflavíkurflugvelli. Beitt væri vegabréfaskoðun samkvæmt undan- þáguákvæðum um ytri landamæri Schengen-svæðisins. Vopnaðir skammbyssum Lögreglumennimir Jónas Magn- ússon, Pétur Sveinsson og Gunn- laugur Valtýsson stóðu vaktina við vopnarleitartækin á Reykjavíkur- flugvelli. Fyrir íslendinga er það óneitanlega sérkennileg sjón að sjá okkar íslensku lögreglumenn vopn- aða skammbyssum við að sinna eft- irliti með farþegum í innanlands- flugi. Þeir félagar vora hins vegar nokkuð sannfærðir um að slíkt ætti eftir að verða algengari sjón í fram- tíðinni. Þeir sögðu farþegana taka þessu umstangi ótrúlega vel. Þetta væri þó vissulega nokkuð sérstakt. Þannig þurfti kona sem var á leið til Gjög- urs til að sinna sauðburði að fara í gegnum vopnaleit eins og allir aðr- ir. Jónas nefndi einnig skemmtilegt dæmi af Færeyingi, en þeir færu helst aldrei af bæ nema hafa gamla, góða vasahnífinn með sér. Hafi því einum Færeyingi sem svo var ástatt um verið boðiö að setja hnífinn sinn í plastpoka og í geymslu á öruggum stað. Honum fannst þetta greinilega frekar vont mál er hann sagði: „Hníflaus maður er líflaus maður.“ Án frekari mótþróa lét hann þó und- an yfirveguðum og greinilega betur vopnuðum íslenskum lögreglu- mönnum. -HKr. Tröllaskagagöng: Mat á umhverfis- áhrifum staðfest Umhverfisráðherra, Siv Friðleifs- dóttir, kvað upp úrskurð í gær, mánu- dag, um mat á umhverfisáhrifum jarð- ganga og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga, milli Siglufjarðar og Ólafsíjarðar, vegna kæru frá Guðjóni Jónssyni og Trausta Sveinssyni vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 17. október 2001. Ráðherra staðfestir úr- skurð Skipulagsstofnunar þar sem fallist er á fyrirhugaða jarðgangagerð og vegagerð á Tröllaskaga, að við- bættu skilyrði um að framkvæmdaað- ili endurheimti í samráði við Náttúru- vemd ríkisins votlendi a.m.k. til jafns að flatarmáli og það votlendi sem raskast eða verður fyrir áhrifum við fyrirhugaða framkvæmd. Trausti Sveinsson á Bjamargili í Fljótum hefur verið talsmaður þess að vegurinn fari upp úr Fljótum til Siglu- fjarðar í stað þess að fara frá Siglu- firði um Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar eins og fyrirhugað er. „Það eru aðeins til samkvæmt íjár- lögum um 300 milljónir króna upp í þessa 7 milljarða króna framkvæmd svo framkvæmdir byrja ekki strax. Þetta er hrein pólitík, ekki hag- kvæmni fyrir alla þá sem hag hafa af þessari framkvæmd. Ég er ekki hætt- ur þessari baráttu og mun á næstunni birta opinberlega gögn um þetta mál,“ segir Trausti Sveinsson. -GG Hundar bannaðir i félagsbústöðum - mismunun, segja leigjendur Nokkurrar óánægju gætir með- al leigjenda í leiguíbúðum Félags- bústaða Reykjavíkurborgar þar sem ekki er leyfilegt aö halda hund í þeim. Bannið gildir þó öll- um skilyrðum fyrir undanþágu frá hundabanni í Reykjavík sé fullnægt, svo sem að íbúðin sé með sérinngangi eða að lagt sé fram samþykki allra íbúa þegar um fjöleignarhús með sameigin- legum inngangi er að ræða. Leigj- endur vilja meina að verið sé að mismuna fólki þar sem þeir sem eru á almenna leigumarkaðnum geti leitað annars leigusala sem leyfi hundahald en þeir sem leigja hjá Félagsbústöðum hafi ekki um annað að velja. Því sé jafnræöis milli þegna borgarinnar ekki gætt. Öm Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur segir að nokkuð sé um að slík mál berist inn á borð þeirra. Þá sé hundaeigandanum sent bréf þar sem skorað er á hann að losa sig við dýrið. Það hefur yfirleitt gengið vel. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélags- ins, segir að það sé réttur hvers húseiganda að setja skilyrði og kvaðir á leigjend- ur. Það eigi einnig við um Reykjavikurborg. „Leigjendm- eru í þeirri stöðu að verða sætta sig við takmarkanir í rikara mæli en þeir sem búa í eigin húsnæði. Ég sé þetta hins vegar ekki sem mismun- un, lífið er meira og minna óréttlátt og staða okkar í því ræðst að einhverju leyti af efnahag." Sigurður segist skilja fylli- lega þessa afstöðu Félagsbú- staða því húsdýrahaldi fylgi oft vandræði og árekstrar sem komið er í veg fyrir með banninu. -ÓSB Ekki velkomnir Leigusala er fijálst aö ákveöa hvort leigj- andi megi halda gæludýr og Reykjavíkur- borg hefur tekiö þá ákvöröun aö banna hundahald alfariö í leiguíbúöum sínum. íbú- ar eru missáttir viö þá ákvöröun. Landsvirkjun: Leggur nýja Sultartangalínu Landsvirkjun hyggst leggja 400 kV háspennulínu, Sultartangalínu 3, frá tengivirki við Sultartangastöð að aðveitustöð Landsvirkjunar á Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Til- gangur með byggingu línunnar er að auka flutningsgetu raforkukerf- isins að aðveitustöðinni á Brenni- mel, vegna mögulegrar aukningar orkunotkunar á þjónustusvæði hennar, svo sem vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Einnig er línan mikilvægur áfangi í upp- byggingu 400 kV flutningskerfis Landsvirkjunar. Um umhverfis- matsskylda framkvæmd er að ræða. Athugasemdir skulu berast fyrir 19. júní nk. Línan verður að mestu lögð við hliðina á Sultartangalínu 1 (220 kV) frá Sultartangastöð að Uxahryggj- um, en þó með fráviki til norðurs við Háafoss og Gullfoss. Frá Uxa- hryggjum að botni Grafardals liggur línuleiðin um Botnsheiði (en á þeim kafla er Sultartangalína 1 í Skorra- dal). f innanverðum Grafardal liggja línumar samsíða, en á móts við Grafardalsbæinn beygir Sultar- tangalína 3 frá eldri línunni og fer yfir vestanveröa Botnsheiði að Kú- hallardal, og síðan út dalinn vestur á Ferstikluháls. Úr Þjórsá og Tungnaá fæst 75% af rafmagninu á fslandi. Með virkjun þeirra hefur ferðamennska um svæðið stóraukist. -GG Framlög til íþrótta: Einsetning skekkir myndina Gunnlaugur Júlíusson, yfir- maður hjá Sam- bandi sveitarfé- laga, segir ekki rétt að framlög til íþróttamála hafi fækkað sem hlutfall af skatttekjum hjá sveitarfélögum. í erindi íþrótta- fulltrúa Sand- gerðisbæjar á Akureyri sl. fóstudag kom fram að svo væri ef annars vegar væri mið- að við framlögin árið 1995 og hins vegar árið 2000, en Gunnlaugur seg- ir að ákveðna forsendu vanti í út- reikninginn. „Þaö sem gerist í millitíðinni er að sveitarfélögin taka yfir grann- skólann 1996-1997 þannig að skatt- tekjur þeirra vaxa verulega, sem og útgjöld einnig,“ segir Gunnlaugur. Hann telur að með framreikningi sé hægt að sýna fram á að framlög hafi hækkað verulega að raungildi. Yfir- taka grunnskólanna breyti öllum viðmiðunum. -BÞ Sumarhús brann til kaldra kola Sumarhús i landi Syðri-Brúar í Grímsnesi brann til kaldra kola í nótt. Bóndi í nágrenninu varð var við torkennilega lykt og fór að gæta að hvað ylli. Gróður umhverfis bú- staðinn brann einnig á um 200 fer- metra svæði en næstu hús sluppu þrátt fyrir vindbelginginn sem var, en bústaðurinn stendur í nokkuð þéttri sumarhúsabyggð. Rannsókn beinist að rafmagni sem orsök eldsins. Lögreglunni á Selfossi var einnig tilkynnt um þjófnað á kerru á Stokkseyri sem stóð upp við hús, full af garðúrgangi. Úrgangurinn fannst utan vegar í nágrenninu, en hvorki tangur né tetur af kerranni. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.