Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Side 1
ÞETT UM BYGGÐINA BLS :l^- |T— \ t— ;t— |T— ' T- !On !sO LT» DAGBLAÐIÐ VÍSIR 109. TBL. - 92. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK i i i i i i * i DV-MYND GVA Utanríkisráðherrar eiga morgunstund Utanríkisráðherrar íslands og Bandaríkjanna, Colin Powell og Halldór Ásgrímsson, áttu fund í Ráöherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Powell sagði að hann hefði átt góðan og árangursríkan fund með Halldórí í sinni fyrstu heimsókn til íslands, samskipti iandanna hefðu veríð rædd sem og vera íslands í NATO sem værí mikilvæg. Powell haföi skilning á sérstöðu landsins en um áframhaldandi veru varnarliðsins í Keflavík sagði hann að ekki væru aö sinni fyrirhugaðar neinar breytingar. Kenneth Peterson segir allt frumkvæði koma frá Línu.Neti: Engar alvarlegar viðræður í gangi Frumkvæði að óformlegum við- ræðum Columbia Ventures Cor- poration (CVC) og forsvarsmanna Línu.Nets um hugsanleg kaup í fé- laginu kom frá Línu.Neti og móð- urfélagi þess, Orkuveitu Reykjavík- ur, að því er fram kemur fram í yf- irlýsingu sem Kenneth D. Peterson, eigandi og forstjóri CVC, gaf út í gær í kjölfar frétta íslenskra fjöl- miðla um áhuga félagsins á Línu.Neti. Áhugi CVC á Línu.Neti var í gær staðfestur af Alfreð Þorstéinssyni, stjómarformanni Línu.Nets og Orkuveitunnar, í fréttaviðtölum. „Hann [Peterson] hafði samband við Línu.Net og óskaði eftir viðræð- um við okkur um aðkomu aö fyrir- tækinu," sagði Alfreö í fréttum Sjónvarpsins. Peterson svaraði spurningum DV um málið með yfirlýsingu í gærkvöld. Þar segir m.a.: „Að boði Línu.Nets og móðurfyrirtækis þess voru okkur veittar tilteknar upp- lýsingar um fýrirtækið fyrir rúm- um mánuði. Engar alvarlegar við- ræður hafa farið fram. Hér er að- eins um að ræða eitt af mörgum til- boðum sem við höfrnn fengið, um að skoða upplýsingar um íslensk fyrirtæki sem gætu haft áhuga á að fá CVC inn sem fjárfesti." í yfirlýsingunni segir Peterson að í kjölfar jákvæðra breytinga á skatta- og reglugerðarumhverfi á íslandi hafi orðið til áhugi hjá fé- Kenneth Peterson. laginu almennt á fjárfestingum á íslandi, sem meðal annars hafi leitt til fjárfestingar í símafyrirtækinu Halló - Frjálsum fjarskiptum. Áhugi sé til staðar hjá CVC að halda áfram að leita að góðum tækifærum til fjárfestinga hér á landi. Alfreð Þorsteinsson, stjómarfor- maður Línu.Nets og Orkuveitu Reykjavíkur, segir að frumkvæði að viðræðunum hafi komið frá Kenneth Peterson. Bjami Þorvarð- arson, framkvæmdastjóri fyrir- tækjaþróunar CVC, segir að því sé þveröfugt farið. -ÓTG ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BAKSÍÐU B^ggðastofnun: Ómöguleg staða „Þetta er gjörsamlega ómöguleg staða fyrir Byggðastofnun. Það gengur ekki að formaður og stjómarformaður geti ekki unnið saman í þessari stofnun. Stofnun- in hefur mjög mikilvægt hlutverk þannig að vandinn er augljós," sagði Valgerður Sverrisdóttir byggðamálaráðherra í samtali við DV í morgun. Deilur Kristins H. Gunnarsson- ar, stjómarformanns Byggðastofn- unar, og Theódórs Bjamasonar, forstjóra Byggðastofnunar, hafa stigmagnast á síðustu dögum og ganga harðar ásakanir á víxl. í samtali við DV í dag segist for- stjórinn hafa orðið fyrir „svívirði- „Það gengur ekki að jormaður og stjómar- formaður geti ekki unnið saman í þessari stofnun, “ segir Valgerð- ur Sverrisdóttir. legri niðurlægingu" af hálfu stjómarformanns en í gær sagði Kristinn að starfsmenn stofnunar- innar hefðu komið aftan að hon- um. Samstarfsmaður Kristins í stjórn Byggðastofhunar lýsir áhyggjum af stöðu mála. Valgerður segir að deilur þess- ara tveggja séu ekki nýjar af nál- inni. Um skeið hafi henni verið kunnugt um að ekki væri allt með felldu. Aðspurð hvort erjurnar hafi staðið nánast frá fyrstu kynn- um Theódórs og Kristins segir hún svo ekki vera. Á sinum tíma hafi verið einróma skoðun stjóm- ar að ráða Theódór. Ráðherra segist vitaskuld munu beita sér fyrir friði í Byggðastofn- un en vill ekki taka efnislega af- stöðu til ávirðinga tvímenning- anna. „Ég get á þessari stundu ekki svarað því nákvæmlega hvemig því starfi verður háttað en ég mun fara í ýmsar viðræður við fólk sem vel þekkir til mála og síð- an mun ég taka á þessu.“ Aðspurð hvort Valgerður telji fullreynt með að Kristinn og Theódór geti starfað saman segist hún ekki ætla að full- yrða neitt um það eða hvort annar eða báðir verði að víkja. Hún vill ekki tjá sig um hvor eigi meiri sök en segir að sjaldan valdi einn þá tveir deili. -BÞ NANARI UMFJOLLUN Á BLS. 2 SERSTÆTT SAKAMAL FYRIR DÓMI: Milljónasvik Kongómanns KNATTSPYRNUSUMARIÐ 2002: Úrvalsdeildarlið karla kynnt 19-30 punktur'nn Íslandssími islandssimi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.