Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 2
2 Fréttir MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 DV Hörð átök formanns stjórnar Byggðastofnunar og forstjóra: Hef orðið fyrir svívirðilegri nið- urlægingu stjórnarformanns - segir Theódór Agnar Bjarnason forstjóri en er ekki á förum Theodór Agnar i Bjamason, forstjóri [ Byggðastofnunar, er harðorður i garð | Kristins H. Gunn- arssonar, stjómar- formanns Byggða- stofnunar, og vegna I ummæla hans i DV i gær. Þar sagði Kristinn m.a. að komið hefði verið aftan að sér vegna bréfs starfs- manna þar sem störf stjórnarfor- mannsins vom gagnrýnd. Auk þess hefur Kristinn gefið í skyn að bréf- ið sé runnið undan rifjum forstjór- Theodór Agnar Bjarnason. „Það er rétt að ég fékk bréf frá hópi starfsmanna sem eru lykil- menn í stofnuninni og hafa mikla ábyrgð," segir Theodór Agnar Bjamason. „Þeir sendu mér bréf þar sem þeir óska eftir því að ég beiti öllum ráðum til að knýja fram umbætur og bætt samstarf við stjórnarformanninn. Þetta var skrifað til mín sem trúnaðarmál og reyndar var afrit af bréfinu sent viðskiptaráðherra og varaformanni Kristinn H. Gunnarsson. stjórnar, Guðjóni Guðmundssyni." Theodór segir ástandið í kringum stofnunina orðið mjög slæmt þó inn- an stofnunar og meðal starfsfólks sé starfsandinn góöur. „Tenging stofnun- arinnar við stjóm- arformanninn er ekki í lagi. Kristinn segir í samtali við DV að andmælaréttur sinn hafi verið þverbrotinn. Þetta bréf var sent mér sem trúnaðarmál og það eina sem ég hef gert er að ræða innihald bréfsins við ráðherra. Það er eingöngu á valdi ráðherra að taka á þessu en ekki mínu sem for- stjóra. Ég vísa á bug þeim fullyrð- ingum að ég hafi átt að kynna Kristni máliö. Það er enginn nema ráðherra sem getur það. Ég er skip- aöur af ráðherra og ber samkvæmt skipunarbréfi að lúta boðum ráð- herra og síðan stjórnar stofnunar- innar. Ég vísa því líka alfarið á bug að það sé komið aftan að Kristni H. Gunnarssyni. Mér finnst hins vegar afar óheppilegt að innihald þessa bréfs, sem var trúnaður milli mín og starfsmanna, sé komið til fjöl- miðla. Ég hef ekki skilning á því hvemig það hefur getað gerst.“ - Er ekki eitt af þínum hlutverk- um sem forstjóra að leggja fram ársreikninga. Hefur það verið gert fyrir síðasta ár? „Nei, ég fékk ekki að leggja árs- reikninga fram til kynningar á stjórnarfundi fyrir skömmu. Ég var mjög ósáttur við það og það olli því að ég gekk út af fundi.“ - Bannaði stjómarformaður þér að tala á þeim fundi? „Já, hann meinað mér að taka til máls. Ég reyndi það ítrekað en ekki var orðið við því. Það er þó ótví- ræður réttur forstjóra að hafa fullt málfrelsi og tillögurétt á stjómar- fundum en ekki atkvæðisrétt." Svívirðileg niðurlæging - Hvemig lítur þú á slika fram- komu við þig sem forstjóra? „Ég lít á slika framkomu sem sví- virðilega niðurlægingu sem ég sætti mig ekki við. Þess vegna gekk ég á dyr. Mér er falið að bera ábyrgð á þessari stofnun og það mun ég gera.“ - Hvemig er samstarfið við aðra stjórnarmenn? „Það er mjög gott og hefur alltaf verið. Þetta eru úrvals einstakling- ar og þægilegir í öllum samskiptum og þau samskipti em heiðarleg.“ - Hvert er framhald þessa máls? „Ég get á þessari stundu ekki metið það. Annars er þetta á borði ráðherra.“ - Verðið þið hugsanlega báðir að víkja? „Ég get ekki svarað því. Það er ráðherra sem ákveður það.“ - Hvað með þá óánægju þína með launakjör sem Kristinn vísar til í DV? „Það er algjörlega óskylt þessum málum og mín launakjör hafa ekk- ert með núverandi stöðu mála gagn- vart stjómarformanni að gera. Ég get hins vegar staðfest það að ég er ekki á förum út úr stofnuninni," segir Theodór Agnar Bjamason. -HKr. Örlygur Hnefill, stjórnarmaður í Byggðastofnun: Stofnunin þarf að hafa starfsfrið - starfsfólk að mestu leyti staðið sig frábærlega Örlygur Hneílll Jónsson, stjórnar- maður í Byggða- stofnun, segist ekki geta tjáð sig um það sem gerist á fund- um stofnunarinnar. DV spurði Örlyg hvort hann kannað- ist við að óánægja forstjórans með laun hefði komið fram á stjómarfundum en hann vildi ekki svara því. Hann vildi ekki heldur svara spumingum um hvort annaðhvort stjómarformað- urinn, Kristinn H. Gunnarsson, eða forstjórinn, Theodór Bjarnason, yrði að vikja til að vinnufriður skapaðist í stofnuninni. „Mitt viðhorf er einfaldlega það að svona stofnun þarf að hafa góð- an starfsfrið og ganga vel til að geta þjónað landsbyggðinni. Hvort menn þurfa að vikja eða ekki til að laga ástandið get ég ekki sagt til um. Það er númer eitt tvö og þrjú að stofn- unin starfi þannig aö hún fái starfs- frið bæði út á við og inn á við. Byggðastofnun er stofnun sem landsbyggðin þarf virkilega á að halda," segir Örlygur Hnefill. Spurður hvort hann telji að starfsfriður sé fyrir hendi segist hann ekki sjá betur en stofnunin sé virk. Hins vegar geti verið áhöld um hvort hún geti ekki virkað enn betur. Spurður hvort stjómarmenn geti haft áhrif til að koma á friði milli stjómarformannsins og for- mannsins, játar Örlygur Hnefill að auðvitað geti stjómarmenn lagt sitt af mörkum í öllum málum. „En ég fer ekki út í hugsanlegar deilur milli tveggja einstaklinga. Það er nýbúið að flytja stofnunina út á land og á þessum tíma þarf að vinna vel. Starfsfólkið sem er að mestu leyti nýtt hjá stofnuninni stendur sig að mínu viti alveg frá- bærlega." Kristinn H. Gunnarsson gerði í gær athugasemdir við að andmæla- réttur hans viö þungum ásökunum sem fram komu í bréfi nokkurra starfsmanna hefði ekki verið virt- ur. í bréfinu er Kristni lýst sem e.k. umboðsmanni umsækjenda og við- skiptavina stofnunarinnar. Varla sé fundafært í lánanefnd vegna yflr- gangs. Þá sé framkomu Kristins gagnvart starfsfólki ábótavant og hann sagður sniðganga forstjórann. -BÞ Örlygur Hnefill Jónsson. DVWND HILMAR ÞÖR Friðsamleg mótmæli á Hagatorgi Birna Þóröardóttir, herstöðvarandstæðingur með meiru, var meðal fólks sem í gær mótmælti vorfundi NATO sem haldinn er hérlendis. Mótmælin fóru frið- samiega fram og sögn lögreglu voru fundarmenn á fjórða hundrað. Fundar- menn söfnuðust saman á þeim hluta torgsins sem ekki er afgirtur vegna fundarins og þar komu þeir sér upp táknrænni girðingu. Innan þeirrar girðing- ar var öllum boðið að standa sem ekki hafa stríðsglæpi á samviskunni. NATO-fundinum lýkur í dag. Lítil framleiðsla hjá íslandsfugli fram í ágúst: Yfirmönnum stórfækkað - sölukerfi Norðlenska og íslandsfugls samræmt innan skamms Miklar skipulagsbreytingar hafa orðið á kjúklingabúinu ís- landsfugli frá því nýir eigendur keyptu fyrirtækið. Sigmundur Ófeigsson, nýr stjómarformaður íslandsfugls, segir að þeir hluthaf- ar sem keyptir voru út séu hættir störfum hjá félaginu. Þar má nefna Auðbjöm Kristinsson, fram- kvæmdastjóra félagsins, og fleiri stjórnendur. Enginn fram- kvæmdastjóri hefur verið ráðinn frá því bankastofnanir og Norð- lenska keyptu fyrirtækið. Ofmönnun var í stjóm fyrirtæk- isins, að sögn Sigmundar, og er Ijóst að stjómunarstörfum mun fækka verulega. Þrír lykilmenn munu sjá um daglega stjórnun hjá félaginu eftirleiðis: einn um fjár- málin, annar um vinnslu og slátr- un og þriðji lykilstjómandinn mun sjá um svokallaðan lífmassa. Norðlenska er ekki búið að ráða framkvæmdastjóra enda er mjög lítil framleiðsla hjá fyrirtækinu sem stendur. Vegna sjúkdóma i útlöndum hefur verið skortur á kjúklingum og verður að bíða þess fram í ágúst að framleiðsla komist á fullt, að sögn Sigmundar. Hann segir að þá fari menn að huga að samnýtingu sölukerfis Norðlenska og íslandsfugls og ráða framkvæmdastjóra. Ekki standi hins vegar til að sameina Norðlenska og íslandsfugl. Vegna sjúkdóma á Norðurlönd- unum framleiða allir kjúklinga- framleiðendur landsins miklu minna af kjúklingum um þessar mundir en þörf er fyrir á markaði. Víða er lítið um fugla í búðum. Flytja þarf inn allar stofnhænur frá útlöndum en bæði eldi, varp og útungun er einnig mjög vand- meðfarið ferli, að sögn stjómarfor- manns íslandsfugls. -BÞ PSSS23ES Davíð hittir Berlusconi Silvio Berlusconi, forsæt- is- og utanríkisráð- herra Ítalíu, og Davíð Oddsson for- sætisráðherra hitt- ast á Þingvöllum í dag. Þar borða þeir saman hádegisverð en italski forsætis- og utanríkisráö- herrann er hér á landi vegna vor- flmdar NATO. Hann heldur heim á leið í dag. Uppsagnir Flugþjónustan á Keflavíkurflug- velli, sem sér meðal annars um að hlaöa flugvélar fyrir Flugleiðir og önnur flugfélög, flugvallareldhús og annað sem viðkemur rekstri véla sem fara um völlinn, sér fram á að umsvifm dragist saman um 10-15% næsta haust. - RÚV greindi frá. Aukiö atvinnuleysi í aprílmánuði voru 81.193 skráðir atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Er þetta um 63,4% aukning frá apr- íl í fyrra. Það þýðir að 3.692 hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Jafngildir þetta um 2,6% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í apríl 2002. Fljúga hærra Eftirlitsflugvélar vamarliðsins voru látnar hækka flugið yfir Reykjavík vegna Nato-fundarins úr 8.000 fetinn í 10.000 fet i gær vegna kvartana íbúa um hávaða af þeirra völdum. Vélarnar munu einnig fljúga í víðari hring yfir borgina þar til Nato-fundarhaldi lýkur. Fjarvera vegna Nato-fundar Foreldrar um 70 bama í Mela- skóla tilkynntu skólastjómendum að böm þeirra myndu ekki sækja skólann meðan á fundi utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO) stendur. Er það um 10% af um 640 bömum á aldrinum 6-12 ára í skólanum. - Mbl. greindi frá. Þjást af síþreytu Um 2.600, eða 1,4% íslendinga á aldrinum 19 til 75 ára þjást af sí- þreytu. Þar af eru 8 af hverjum 10 konur, 44 ára að meðaltali, sem unnu langan vinnudag og flestar ófaglærð störf. Þær töldu að upphaf þreytunnar mætti rekja til mikillar streitu og álags. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn 3 sérfræðinga á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. - RÚV greindi frá. Litluá Pálmi Gunnars- son, leigutaki í Litluá í Keldu- hverfi, segir veiði hafa verið mjög góða þrátt fyrir við- varandi kuldatíð og jafnvel hríðarbylji og slyddu. Algengt sé að þriggja daga hollin landi 60 til 70 sjóbirtingum sem þykir mjög gott. - Mbl. greindi frá. Ræddu fríverslun við Kanada í gær átti Davíð Oddsson forsætis- ráðherra fund á Keflavíkurflugvelli með Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, sem kom þar við á leið yfir hafið. Rætt var um gerð fríverslunar- samnings íslands og Kanada. Samdráttur í skipaflutningum Vöruflutningar með áætlunar- skipum hafa dregist saman á Akur- eyri um rúm 70% á aðeins 3 árum. Hafnarstjórinn segir ástæðuna fyrst og fremst stóraukna flutninga með bílum. Hann segir að höfnin verði að aðlaga rekstur hafnarinnar að breyttum viðskiptaháttum. - RÚV greindi frá. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.