Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 Fréttir I>V Ingunn Guö- mundsdóttir. Þorvaldur Guðmundsson. Mannfjölgun er það sem einkennt hefur fyrsta kjör- tímabil bæjar- stjómar Árborgar. Árborg varð til við sameiningu Sel- foss, Sandvíkur-, Eyrarbakka- og Stokkseyrar- hrepps fyrir síð- ustu kosningar. Þann 1. des. 1998 bjuggu 5.504 í sveitarfélaginu, bráðabirgðatölur frá 1. desember 2001 eru að 6.051 íbúi hafi þá verið í sveitarfélaginu. Svo mikil íjölgun, eða 547, getur oft reynst þung í skauti, erfitt getur verið að halda uppi því þjónustu- stigi fyrir íbúa sem viðunandi er. Áherslur í upp- byggingu þjónust- unnar eru misjafn- ar á milli notenda- hópa og byggðar- kjama hins sam- einaða sveitarfé- lags. Framsóknar- menn og sjálfstæð- ismenn hafa starf- að saman í meiri- hluta síðasta kjör- timabil. Sjálfstæð- ismenn með 3 full- trúa en Framsókn með 2. í síðustu kosningum bauð Diskólisti fram en hann er ekki með nú. Þá buðu vinstri menn fram lista bæjarmálafélags Árborgar. Nú bjóða Samfylking og Vinstri grænir fram hvor sinn listann. Asmundur Sverrir Pálsson. Valdimar Bragason. Framtíð í ferðaþjónustu Ingunn Guðmundsdóttir skipar fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Ár- borg í vor. Hún segir að það sem kosningamar hljóti helst að snúast um sé að út úr þeim náist bæjar- stjóm sem getur haldið áfram þess- um mikla vexti sem er í samfélag- inu. Ingunn segir að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi á stundum haft fjóra fulltrúa í bæjarstjórn Selfoss og markmið flokksins sé að ná að minnsta kosti þeim árangri. Sjálf- stæðismenn hafa verið í samstarfl við framsóknarmenn á kjörtimabil- inu. „Það hefur gengið mjög vel, en á þessu stigi höfum við ekkert rætt Mannfjölgun hefur einkennt fyrsta kjörtímabil bæjarstjórnar Árborgar: Mikill vöxtur skap- ar mörg sóknarfæri um hvaða flokk við viljum hafa samstarf við. Menn ganga óbundnir til kosninga og úrslit þeirra ráða mestu þar um,“ sagði Ingunn. Hún segir að helstu möguleikar Árborg- ar í framtíðinni séu í aukinni ferða- mannaþjónustu, miðsvæðis á Suð- urlandi. „Stór viðbygging við Hótel Selfoss verður tekin í gagnið í vor, þar sem kemur til með að starfa fjöldi fólks. Hér hafa komið inn ný fyrirtæki með fjölbreytt störf fyrir íbúa á mörgum sviöum," sagði Ing- unn Guðmundsdóttir. Mörg sóknarfæri Valdimar Bragason skipar fyrsta sæti Vinstri grænna í Árborg. Hann segir að sérstaða Vinstri grænna sé sú að þeir vilji stjóma bænum í sátt og samlyndi við bæjarbúa. „Við viljum hlusta á þarflr og óskir bæjarbúa og gera það oft og vel, ekki fara fram með þeim hætti sem gert var á síðasta kjörtimabili, þegar ákvarðanir voru teknar í mik- illi andstöðu við bæjarbúa," sagði Valdimar. Hann segir að Árborg eigi mörg sóknarfæri. „Staðsetning bæjarins skammt frá stærsta þétt- býlissvæði landsins veitir okkur óteljandi tækifæri; ferðaþjónustu, aukið val i menntun, bærinn verði enn meiri skólabær og síðan höfum við tækifæri til að vinna betur úr afurðum landbúnaðarins sem er hér allt í kringum okkur,“ sagði Valdimar. Skipulags- og byggingarmál skipa sinn sess á stefnuskrá VG. Þar er talað um að vegstæði sem er frátekið ofan við bæ- inn yfir Hellisskóg og golf- völlinn, með nýrri brú yfir Ölfusá, verði flutt niður fyr- ir Selfossbæ, niður fyrir flugvöllinn sem er neðan ARBORG - úrslit kosninga 1998 1) u ii D-og B listi eru í samstarfi Frá Árborgarsvæðlnu. sóknarmanna í vor. Hann segir að sóknarfæri Árborgar séu mörg og að íbúafjölgun síðustu ára sýni vel hvað sveitarfélagið hafi mörg sókn- arfæri í atvinnulífinu. Hótelbygging og væntanlegur Suðurstrandarveg- ur eigi eftir að hafa góð áhrif á stöðu Árborgar. Setjum kraft í uppbygginguna Ásmundur Sverrir Pálsson er i fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Ár- borg, sem nú býður fram á eigin vegum, en ekki í samstarfi við aðra eins og 1998. Hann segir að mikið verði lagt upp úr því að koma á íbúalýðræði í sveitaifélaginu á nýju kjörtímabili. við Selfoss. Með því verði hægt að auka notkunargildi flugvallarins og koma veginum á framtíðarstað. Dýrt að lifa hraða uppbyggingu „Það hefur verið mjög ör upp- bygging i samfélaginu, eftir samein- inguna var farið út í að jafna þjón- ustustigið í öllu sameinaða sveitar- félaginu, öll þjónusta sveitarfélags- ins fylgdi með í þeirri uppbyggingu. Það er dýrt að lifa hraða uppbygg- ingu, það kallar á þjónustu sem þarf að vera í takt við fjölgunina. Bæði hvað varðar leikskóla, skóla, gatna- gerð og holræsi. Það er í gangi mjög dýr framkvæmd í sveitarfélaginu í frárennslismálum sem varð að fara í og var ekki frestað. Gerð sneiðræs- is á Selfossi,“ sagði Þorvaldur Guð- mundsson, fyrsti maður framsókn- armanna. Hann segir að samstarf Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi verið mjög gott og menn hafi verið samtaka. Framsóknarmenn gangi samt óbundnir til kosning- anna í vor. Þorvaldur segir að þriðja sætið sé baráttusæti fram- „Viö munum beita okkur fyrir því að íbúamir geti haft bein áhrif á afgreiðslu mála í sveitarfélaginu. Það verðiu' settur kraftur í uppbygg- inguna í Árborg ef Samfylkingin nær til þess styrk að mynda meiri- hluta. Við munum koma á fjöl- skyldumiðstöð og frumkvöðla- smiðju. í samvinnu við íþróttafélög i Árborg ætlum við að gera áætlun um uppbyggingu íþróttamann- virkja, bæði hvað varðar fram- kvæmdaröð og tímasetningar við þær. Markmiðið með uppbygging- unni er að skapa hér góða aðstöðu til íþróttaiðkunar og að við getum haldið hér landsmót ungmennafé- laganna árið 2007,“ sagði Ásmundur Sverrir Pálsson. Framsóknarmenn bæta við sig manni í Árborg skv. könnun Talnakönnunar: Meirihlutinn stendur styrkari - vinstri menn skipta á milli sín fyrra fylgi Samkvæmt könnun sem Talna- könnun gerði fyrir vefsvæðið heim- ur.is dagana 8.-11. maí síðastliðinn gæti Framsóknarflokkurinn bætt við sig manni í Árborg, en sjálfstæð- ismenn og Vinstri grænir gætu veitt þeim harða keppni. Núverandi meirihluti sjálfstæðismanna og Framsóknar mundi því halda velli. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 28% og þrjá menn, Sjálfstæðisflokkurinn tæp- lega 33% og þrjá menn, Samfylking- in tæplega 24% og tvo menn og Vinstri grænir tæplega 16% og einn mann. Könnunin byggir á svörum 159 einstaklinga. Þar af voru 42% óviss og 2% vildu ekki svara. Óvissa er því mikil og vikinörk breið eða +/- 9,7% miðað við 95% vissu. Ekki var marktækur munur á fylgi listanna eftir kyni í könnuninni. Nýtt póli- tískt landslag í Árborg hefur sin áhrif á niðurstöðuna. í síðustu kosningum bauð Á-listi Bæjarmála- félags Árborgar fram og náði þrem mönnum. Nú skildu leiðir Samfylk- ingar og Vinstri grænna, niðurstaða skoðanakönnunarinnar er að þau framboð skipti með sér fulltrúum Á- listans. ■•J inrj^a Þá bauð Diskólistinn fram í Ár- borg fyrir síðustu kosningar og náði manni. Hann var frekar talinn hafa höggvið i raðir sjálfstæðismanna en annarra. Þó mælist Sjálfstæðis- flokkurinn með þrjá menn nú eins og í kosningunum 1998. Framsókn- armenn bæta við sig frá 1998, en hafa oft verið með 3 menn inni í bæjarstjórn Selfossbæjar, stærstu byggðar Árborgar. Vinstri grænir og sjálfstæðismenn eru þó á þrösk- uldi þess að ná þriðja manninum af Framsóknarflokknum. Könnunin á þó greinilega eftir að skila því að framboðin slái í klárinn á enda- spretti kosningabaráttunnar í Ár- borg. Árborg Framboðs- listar Listi framsóknar- manna: 1. Þorvaldur Guðmundsson, framhaldsskóla- kennari i FSu 2. Einar Pálsson, fjármála- og rekstrarráðgjafi KÁ 3. Margrét Katrín Erlingsdóttir, bókari hjá PWC 4. Björn Bjamdal Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga 5. Guðmundur Karl Sigurdórsson, leikari og fjölmiðlamaður 6. Hróðný Hanna Hauksdóttir, þjónustustjóri íslandsbanka 7. Amar Freyr Ólafsson, starfsmaður Landsbanka íslands 8. Björg Ægisdóttir fangavörður 9. Sigríður Anna Guðjónsdóttir, íþróttakennari Sólvaflaskóla 10. Ingibjörg Stefánsdóttir, leikskólastjóri í Álfheimum. VListi sjálfstæöis- manna: 1Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og bankastarfsmaður. 2. Páfl Leó Jónsson skólastjóri 3. Halldór Valur Pálsson, nemi í stjómmálafræði við Ht 4. Bjöm Ingi Gíslason hárskerameistari 5. Ari Bjöm Thorarensen fangavörður 6. Magnús Gíslason framkvæmdastjóri 7. Guðrún Jóhannsdóttir kennari 8. Sigríður Óskarsdóttir, skrifstofumaður hjá KPMG-Endurskoðun. 9. Sigríður Rós Sigurðardóttir, nemi við KÍ 10. Sigurður Þór Sigurðsson framkvæmdastjóri Listi Samfylking- arinnar: 1. Ásmundur Sverrir Pálsson ráðgjafi 2. Torfi Áskelsson verksmiðjustjóri 3. Ragnheiður Hergeirsdóttir framkvæmdastjóri 4. Gylfi Þorkelsson framhaldsskólakennari 5. Sandra Gunnarsdóttir sviðsstjóri 6. Katrín Ósk Þorgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur 7. Guðjón Ægir Sigurjónsson lögmaður 8. Þórunn Elva Bjarkadóttir stjómmálafræðingur 9. Ragnheiður Þórarinsdóttir vaktmaður 10. Sandra Guðmundsdóttir háskólanemi Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs 1. Valdimar Bragason, prentari og útvarpsmaður 2. Eva Hauksdóttir leiðbeinandi 3. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir 4. Gyða Sigfinnsdóttir nemi 5. Hilmar Björgvinsson kennari 6. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi 7. Andrés Rúnar Ingason tæknimaður 8. Margrét Steindórsdóttir, starfsmaður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 9. Garðar Garðarsson rafvirki 10. Olga Sveinbjömsdóttir kennari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.