Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 DV Fréttir 9 DV-MYND PJETUR A-listinn vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni Guðjón Erlendsson, arkitekt og oddviti Höfuðborgarsamtakanna, segir að spara megi gríðarlega fjármuni með því að hætta núverandi útþensiustefnu borgarinnar. Það yrði m.a. gert með uppbyggingu á núverandi umráðasvæði Reykja- víkurflugvallar. A-listi Höfuðborgarsamtakanna: Hætt verði að hlaða niður úthverfum - vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýri á næsta kjörtímabili Höfuðborgarsamtökin bjóða fram lista vegna komandi borgarstjórnar- kosninga undir listabókstafnum A. Höfuðáhersla framboðsins er á skipu- lagsmál og að hætt verði stöðugri út- þenslu borgarinnar. Fyrsta sæti list- ans skipar Guðjón Erlendsson, 2. Nanna Gunnarsdóttir, 3. Hjörtur Hjartarson, 4. Dóra Pálsdóttir, 5. Hin- rik Hoe Haraldsson, 6. Hreinn Ágústs- son, 7. Vigfús Karlsson og i 8. sæti er Örn Sigurðsson. Oddvitinn, Guðjón Erlendsson arki- tekt, segir nóg rými þegar vera innan borgarlandsins sem hægt sé að nýta undir íbúðabyggð. Því þurfi ekki að þenja borgina út með byggingu nýrra borgarhverfa. Guðjón bendir þar sér- staklega á Vatnsmýrina og nýtingu á því landi sem nú fer undir starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Þá bendir hann einnig á hafnarsvæði miðborg- arinnar, Örfirisey og uppfyliingar í nálægð miðborgarinnar ásamt eðli- legri endumýjun í eldri hverfum. í markmiðum framboðsins segir m.a. að beita eigi skynsemi en ekki pólitík. Þá er í stefnuskránni mælst til að lögð verði áhersla á mótun „nýrrar borgarstefnu" til mótvægis hinni rík- isreknu „byggðastefnu", sem hefur leikið höfuðborgarsvæðið og lands- byggðina verulega grátt á undanfóm- um áratugum. Flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni Eins og fyrr segir er áhersla lögð á flutning flugvallar úr Vatnsmýri á næsta kjörtímabili, réttláta skiptingu vegafjár, eflingu miðborgarinnar, þéttingu byggðar, sameiningu sveitar- félaga, virkt hverfalýðræði og mótun skipulags- og byggðarstefnu til langs tíma. Guðjón Erlendsson segir að um- ræða R- og D-lista um skuldasöfnun eða eignasöfnun Reykjavíkurborgar sé í raun engin umræða heldur sand- kassaleikur. Skipulagsstefna beggja þessara fylkinga gangi út á að hlaða úthverfum utan á úthverfi og dreifa íbúum borgarinnar enn meira en ger- ist í dag. Árið 1940 hafi íbúar Reykja- víkur verið 183 á hektara, I dag séu 16 íbúar á hektara á höfuðborgarsvæð- inu, en verði 14 íbúar á hektara árið 2024. Álögur á íbúa og kostnaður þeirra vaxi i hlutfalli við það. Hann segir OECD telja að borg þurfi 50 íbúa á hektara til að teljast sjálfbær. Allt tal flokkanna um þéttingu byggðar sé því blekking. Hægt að lækka kostnað Guðjón bendir á að i dag sé samfé- lagslegur kostnaður af bifreiðasam- göngum á höfuðborgarsvæðinu 100 milljarðar á ári. Svæðisskipulag Reykjavíkur, sem allir flokkar á höf- uðborgarsvæðinu standa að, gerir ráð fyrir að sá kostnaður hækki upp í 150 milljarða á ári. Guðjón segir stefnu Höfuðborgarsamtakanna hins vegar vera að byggja borgina inn á við. Við það lækki kostnaður af bifreiðasam- göngum niður í 90 milljarða á ári árið 2024. Uppsafnaður samfélagslegur sparnaður af biireiðasamgöngum með stefhu A-listans yrði því 660 milljarð- ar árið 2024. Þetta þýðir 4,8 milljónir á hverja vísitölufjölskyldu á höfuðborg- arsvæðinu á skipulagstímabilinu. -HKr. Læknisbíllinn frá Siglufirði: Fjórtán ár í vitjunum og önn- ur þrettán við sveitastörf - síðan uppi á þúfu hjá ráðherra Þó að þessi glæsilegi bíll á mynd- inni hafi lengst af verið norður á Siglufirði er vel við hæfi að mynda hann nýuppgerðan í Vík í Mýrdal. Bíllinn er af gerðinni Willys Over- land Station Wagon árgerð 1960. Fyrstur eignaðist þennan bíl árið 1960 Ólafur Þ. Þorsteinsson, læknir á Siglufirði. Ólafur var sonur Þor- steins Þorsteinssonar, kaupmanns í Vik í Mýrdal. Hann starfaði lengi sem læknir á Siglufirði og átti bíl- inn fram undir 1974. Eftir það fór bíllinn til dóttur Ólafs og tengdason- ar, Helgu og Páls Péturssonar á Höllustöðum. Á Höllustöðum var bíllinn notað- ur til ársins 1988 en þá festist í hon- um afturdrif úti á túni. Sat hann þar á þúfu í 13 ár eða fram til síð- asta sumars þegar Þorsteinn Bald- ursson, frændi Ólafs læknis, fékk bílinn og er nú búinn að gera hann í upprunalegt stand með góðri að- stoð Bjama Jóns Finnssonar í Vík í Mýrdal. Þorsteinn Baldursson er einn af stofnendum Fombílaklúbbs íslands. Hann á og hefur gert upp nokkra gamla bila og er mikill áhugamaður um að varðveita ýmislegt frá gam- alli tíð. Nú hefur verið óskað eftir því við Náttúruvemd ríkisins að stofnunin skoði möguleika á að varðveita gamlan þjóðvegarkafla yfir Grafargil rétt ofan við Vík. Var erindinu vel tekið, að sögn Þor- steins Baldurssonar. -SKH DV-MYND SIGURÐUR K. HJALMARSSON. Þessi líka fíni bíll Hér er Þorsteinn Baldursson með Wiitysinn góða, þessi líka fíni bíll eftir mikla notkun og þrettán ár á þúfu. ÁRSFUNDUR SÉREIGNALÍFEYRIS SJÓÐSINS Stjórn Séreignalífeyrissjóðsins boðartil ársfundar Séreigna- lífeyrissjóðsins miðvikudaginn 22. maí 2002, kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn í Búnaðarbanka íslands hf. að Hafnarstræti 5,4. hæð. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Fundarsetning 2. Skýrsla stjórnar 3. Ársreikningur fyrir liðið starfsár lagður fram 4. Tryggingafræðileg úttekt 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins 6. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 7. Önnur mál Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum sjóðsins má nálgast á heimasíðu sjóðsins, www.bi.is/lifeyrissjodur og hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum, Hafnarstræti 5, 3. hæð. Stjórn Séreignalífeyrissjóðsins vill hvetja sjóðfélaga til að mæta á fundinn. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF HAFNARSTRÆTI 5 ■ SÍMI 525 6060 . FAX 525 6099 • WWW.BI.IS Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 3. flokki 1. flokki 2. flokki 1. flokki 3. flokki 1. flokki 1. flokki 1. flokki 2. flokki 3. flokki 1991 - 42. útdráttur 1991 - 39. útdráttur 1992 - 38. útdráttur 1992 - 37. útdráttur 1993 - 33. útdráttur 1993 - 31. útdráttur 1994 - 30. útdráttur 1995 - 27. útdráttur 1996 - 24. útdráttur 1996 - 24. útdráttur 1996 - 24. útdráttur Koma þessi bréf tiL innLausnar 15. júlí 2002. ÖIL númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu íbúðalánasjóós: www.ils.is. íbúðalánasjóður I Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.