Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 DV n Fréttir Búlandstindur: Landvinnslu hætt í sumar Sjávarútvegsfyrirtækið Bú- landstindur á Djúpavogi hefur ákveðið að loka fiskverkunarhúsi sínu í sumar þar sem ekki eru aflaheimildir fyrir vinnslu allt árið. Að sögn Sveins Ara Guðjóns- sonar, rekstrarstjóra á Djúpavogi, hefur þessi staða ekki komið upp í nokkur ár. Nokkurt óhagræði fylgir þessari ákvörðun en kostir eru einnig fyrir hendi, að sögn framkvæmdastjórans. „Það hefur verið það mikill fisk- ur að við höfum getað keyrt allt sumarið en núna fellur þetta í fyrra form. Allir taka sumarfrí á sama tíma,“ segir Sveinn Ari. Markaðslega er þessi ákvörðun ekki til bóta fyrir Búlandstind og eins er óþægilegt fyrir fyrirtækið að hafa ekki virkt peningaflæði allan ársins hring, að sögn fram- kvæmdastjórans. Hins vegar segir hann ákveðið hagræði fólgið í því varðandi mannahaldið að hafa hlutina með þessum hætti. Lokun hússins mun að líkind- um standa yfir frá 20. júlí til 20. ágúst. -BÞ Vímulaus æska kynnt í Smelli Unglingatímaritið Smellur og Vímulaus æska/Foreldrahús hafa gert með sér samstarfssamning um kynningu á starfsemi Vimu- lausrar æsku í tímaritinu. í samningnum er kveðið á um að starf Vimulausrar æsku verði kynnt i öllum tölublöðum Smells með viðtölum, greinum og auglýs- ingum. Þá mun blaðið safna styrktarlínum til að styðja það for- vamarstarf sem þessir aðilar vinna. Unglingatimaritið Smellur kom fyrst út í október 1997 og hefur sið- an þá notið sívaxandi vinsælda. Lilja Sif Þorsteinsdóttir er aðalrit- stjóri blaðsins en aðstoðarritstjóri er Jón Jósep Snæbjömsson, betur þekktur sem söngvari hljómsveit- arinnar I svörtum fötum. -HI Ferðamannalandið Svalbarði: 76 þúsund gistinætur á ári - á slóðum ísbjarna á nyrst byggða bóli veraldar nýta auðlindir Svalbarða, ferðast þangað og hafa þar búsetu, þá er slíkt í raun háð norskum lögum og reglum. Umsjón og eftirlit með að lögum sé framfylgt hefur sýslu- maður Svalbarða, Odd Olsen Ingerö. Hann hefur þó talsvert viðtækari völd en íslenskir sýslu- menn og starfar í raun sem eins konar landstjóri. Þrátt fyrri að á Svalbarða virð- Þrátt fýrir að á Svalbarða, sem er undir stjóm Norðmanna, búi innan við 3000 manns, þá sækir þangað ótrúlegur fjöldi ferða- manna. Að sögn fulltrúa sýslu- mannsins á Svalbarða era skráðir þar um 76.000 gistidagar á ári i þessu landi sífrerans. Blaðamaður DV átti þess kost i boði norskra yfirvalda að sækja landið heim á dögunum, en sam- göngur fara að mestu fram með þotum norska flugfélagsins Braatens. Rússneska flugfélagið Aeroflot hélt einnig uppi ferðum þangað fyrir rússneska íbúa landsins þar til fyrir tæpum sex árum að því flugi var hætt. Ástæð- an var hræðilegt flugslys þar sem ríflega hundrað manns fórust er vélin rakst á fjall í aðflugi að gamla flugvellinum við Longyear- byen. Voru þar á ferð rússneskir og úkraínskir námuverkamenn ásamt fjölda kvenna og bama. í dag stóla Rússar því nær ein- göngu á skipaferðir sem eru þó afar strjálar yfir vetrartímann. Síðasta skip kom t.d. með vistir til rússneska námubæjarins Barens- burg í janúar og næsta skip var væntanlegt i dag, 15. maí. Miklar andstæður Svalbarði er í senn einskis- mannsland en þó norskt yfirráða- svæði samkvæmt svokölluðum Svalbarðasamningi frá 1920. Fjörutíu ríki hafa nú undirritað þennan samning og þar á meðal er ísland. Þótt öllum aðildarríkjum samningsins sé í raun heimilt að Betra að vera vel búinn Á noröurhjara getur verið ansi kalt í lofti, jafnvel þótt voriö eigi aö vera komið samkvæmt almanakinu. Hér má sjá vel dúöaöa feröalanga frá íslandi í vélsleðaferð á fjöllum uppi suöur af ísafiröi á Svalbaröa. Taliö frá vinstri: Höröur Kristjánsson, DV, Heiöur Ósk Helgadóttir og Margrét Marteinsdóttir frá Sjónvarpinu og lengst til hægri er Per Roald Landrö, menningarfulltrúi norska sendiráösins í Reykjavík. . DV-MYNDIR HKR. Hundasleöaakstur á Svalbarða Kanadískir huskies-hundar eru vinsælir til sleöaferöa á Svalbaröa. Þykja þeir þægilegri í umgengni og gæfari en græn- lensku hundarnir sem þó eru einnig talsvert brúkaöir þar nyröra. ist lítið annað að hafa en snjó og kulda, þá sækja ferðamenn þang- að stíft, bæði vetur og sumar. Aðal ferðamannatíminn er þó á vorin þegar bjart er orðið allan sólar- hringinn. Frá 19. apríl til 23. ágúst sest sólin aldrei á Svalbarða, en frá 14. nóvember til 29. janúar rík- ir pólsnóttin og sést þá aldrei til sólar. Ferðast á hunda- og vélsleðum Ferðalög um snævi þakið landið á vélsleðum, hundasleðum og gönguskíðum er afar vinsælt sport á þessum árstíma sem og veiðar. Reyndar eru fáir aðrir möguleikar til ferðalaga nema þá á sjó, því vegir eru engir nema helst í kringum tvo stærstu kola- námubæina, Longyearbyen og Barensburg. Þó að í Longyearbyen búi aðeins um 1.650 manns, og vegir í heild ekki nema um 50 kílómetrar, þá eru þar eigi að sið- ur um 800 einkabílar og 1.000 vélsleðar. Algjörlega er bannað að skjóta isbimi nema í nauðvöm og einnig rosúmga á Svalbarða. Hins vegar er hægt að fá leyfi til að skjóta hreindýr og refi. Á sumrin eru það síðan lax- og silungsveið- ar sem eru mjög vinsælar á þess- um slóöum. -HKr Varið ykkur á ísbjörnum Tvö slík skilti var aö fmna viö Longyearbyen á Svalbaröa og þaö eru aö öllum líkindum einu slíku um- feröarmerkin í heiminum. Á þessum slóöum fer enginn af bæ nema aö öflugur riffill sé meö í farteskinu og í þaö minnsta ein merkjabyssa. Leigubílstjóri í bænum gantaöist þó meö það viö tíöindamann DV aö hingaö til hafi hann þó aldrei séö svartan ísbjörn. Gjíkter tete 1 SvaStófd Valgerður Sverrisdóttir á fjölmennum fundi á Seyðisfirði: Ólíkar áherslur ekki óeðlilegar „Við eigum í könnunarviðræðum við fyrirtækið ALCOA og það skýrist síðar í mánuðinum hvort fariö verður út í raunverulegar viö- ræður við fyrirtækið um fram- kvæmdina. Ég get ekki fullyrt á þessari stundu hvenær mál skýrast en ég veit að ALCOA kannar þetta mál í fullri alvöra og fleiri fyrirtæki hafa reynd- ar gefið sig fram,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra á fjöl- mennum fundi með fram- sóknarmönnum á Seyðis- firði sem haldinn var á dögunum. Fréttaritari DV spurði ráðherrann hvort ein- hverjir hnökrar væra i samstarfi Halldórs Ás- grimssonar og Davíðs Oddssonar? „Formenn stjómarflokkanna hafa átt mjög gott samstarf i nærri því tvö kjörtímabil og þeir hafa náð að stór- bæta samkeppnishæfni ís- lands og auk þess styrkt velferðarkerfið verulega. Það að þeir skuli ekki hafa nákvæmlegu sömu áherslur á Evrópumálunum getur ekki talist óeðlilegt þegar for- menn fyrir ólíkum stjórnmála- DVJ4YND KARÓLÍNA PORSTEINSDÓniR Ráðherra í heimsókn Valgeröur Sverrisdóttir er hér í góöum félagsskap meö Þorvaldi Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, og Jóhanni Pétur Hansen, ritstjóra Fréttaskjásins, en hann er efsti maöur á Hsta Framsóknarflokksins í bæjar- stjórnarkosningunum 25. maí. flokkum eiga í hlut,“ sagði Valgerð- ur Sverrisdóttir. DV spurði ráðherrann hvort þrír aðalkjamar byggðar yrðu sam- þykktir og reynt verði að flýta fram- kvæmdum sem virðist hagkvæmt fyrir lands- byggðina. „Byggðaáætlun hefur verið samþykkt sem álykt- un Alþingis og hefur ákveðið gildi sem slík. í áætluninni felst að lögð er áhersla á Eyjarfjarðar- svæðið sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Þá er einnig lögð áhersla á Mið- austurland og ísafjörð sem byggðarkjama sem ber að efla. Byggðaáætlun bygg- ist bæði á athugunum á búsetuskilyrðum og starfs- aðstöðu fyrirtækja, og þá era einnig ákvæði vun ýmsar framkvæmdaáætl- anir sem viðkomandi ráðuneyti era ábyrg fyrir að koma í framkvæmd,“ sagði Valgerður Sverris- dóttir. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.