Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 13
13 ________________________________________Viðskipti Umsjón: Vidskiptablaðið Tekjur deCODE nærri tvöfaldast milli ára - tapið samt yfir milljarður króna á fyrsta ársfjórðungi deCODE Athygli vekur aö útgöld til rannsókna- og þröunarstarfsemi lækka um 2,3 milljónir dala í 17,9 milljónir dollara. Hefur fyrirtækiö nú til ráöstöfunar um 14 7 milljónir dollara í handbæru fé. MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 8.792 m.kr. Hlutabréf 1.284 m.kr. Húsbréf 1.395 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Q Eimskip 918 m.kr. 0 Baugur 78 m.kr. 0 Skeljungur 70 m.kr. MESTA HÆKKUN Q ÚA 33,3% Q Nýherji 3,2% Q Grandi 2,6% MESTA LÆKKUN Q Marel 3,8% Q íslenski fjársjóðurinn 3,1% ©SÍF 2,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1.278 stlg - Breyting O 0,19 % Nýr endursölu- aðili á Oracle- hugbúnaði Hreimur ehf. hefur gert endur- sölusamning viö hugbúnaðarrisann Oracle á gagnagrunnum og tengd- um hugbúnaöi. Með þessum samn- ingi er brotið blað í sögu Oracle á íslandi því fram að þessu hefur að- eins verið einn endursöluaðili á Oracle-hughúnaði hér á landi. Hreimur skrifaði undir samstarfs- samning við Oracle í febrúar sl. en síðan þá hafa viðskiptavinir fyrir- tækisins sóst eftir því að Hreimur yrði fullgildur endursöluaðili á Oracle-hugbúnaði, segir í tilkynn- ingu frá félaginu. Hreimur ehf. er hugbúnaðar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi hér á landi og á Ind- landi. Fyrirtækið starfrækir hug- búnaðardeild í Chennai á Indlandi þar sem starfa liðlega fjörutíu manns. Viðskiptavinir Indlands- deildar Hreims eru bankar, líf- tækni-, flutninga- og simafyrirtæki hér á landi sem og erlendis. Lítil hætta á verðfalli sjávar- afurða erlendis Seðlabankinn telur að lítil hætta sé á verðfalli sjávarafurða á erlend- um mörkuðum á næstunni en verð sjávarafurða er tiltölulega hagstætt fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki um þessar mundir. í nýútkomnum Peningamálum Seðlabanka Islands segir að efnahagur viðskiptaland- anna sé að taka við sér eftir tiltölu- lega grunna lægð og ekki ástæða til annars en að gera ráð fyrir sæmi- lega góðri eftirspurn á næstu miss- erum. Hætta á verðfalli er enn frem- ur minni vegna þess að raunvirt verðlag sjávarafurða, mælt í erlend- um gjaldmiðli, reis ekki eins hátt á síðasta hagvaxtarskeiði og oft áður í uppsveiflum. Verðlag sjávarafurða í erlendri mynt, raunvirt með vísi- tölu neysluverðs í viðskiptalöndun- um, var fyrstu mánuði ársins 2002 u.þ.b. 6% hærra en að meðaltali undanfarinn áratug og álíka mikið yfir 20 ára meðaltali. Þegar raimvirt verðlag sjávarafurða varð lægst árið 1994 var það u.þ.b. 15% lægra en í ársbyrjun 2002. Má líta á það sem vísbendingu um hve mikil verð- lækkun gæti í versta falli átt sér stað. Til samanburðar lækkaði verð- lag sjávarafurða um tæplega fjórð- ung að raunvirði frá ársbyrjun 1991 fram á mitt sumar árið 1994. Með efnahagsbata í viðskiptalöndunum og fremur slökum horfum á fram- boði frá helstu samkeppnislöndum er mikil og skyndileg lækkun ósennileg. 15. 05. 2002 kl. 9.15 KAUP SALA HÉDollar 91,260 91,720 ES-Pund 132,170 132,850 I* Kan. dollar 58,500 58,860 Donsk kf. 11,0790 11,1400 hfcHNorsk kr 10,9290 10,9900 EuSsænsk kr. 8,9470 8,9970 5 Sviss. franki 56,6100 56,9200 [ e ]jap. yen 0,7122 0,7164 HSecU 82,3453 82,8401 SDR 115,6700 116,3600 Tap deCODE fyrstu þrjá mánuði ársins nam rúmum 11 milljónum dollara og dregst tap fyrirtækisins saman rnn 30,4% frá sama tímabili árið áður. Tekjur fyrirtækisins aukast um 88% í 9,5 milljónir doll- ara á sama tíma og gjöldin minnka um 8% og ef ekki væri fyrir þær sakir að félagið skilar rekstrartapi upp á tæplega 1.100 milljónir króna á núverandi gengi eru flestar tölur í uppgjörinu gleðiefni. Hefur tapið á hvem hlut minnkað úr 38 centum í 24 cent milli tímabila. Við kaup á bandaríska lyfjaþróunarfyrirtæk- inu MediChem í lok mars sl. voru gefnar út 8,4 milljónir nýrra al- mennra hluta í deCODE og nam heildarfjöldi almennra hluta í sam- stæðunni í lok ársfjórðungsins 53,5 milljónum. Athygli vekur að útgjöld til rann- sókna- og þróunarstarfsemi lækka um 2,3 milljónir dalaí 17,9 milljónir dollara. Hefur fyrirtækið nú til ráð- stöfunar um 147 milljónir dollara í handbæru fé. Að mati Kára Stefáns- sonar, forstjóra íslenskrar erfða- greiningar, eru þessar afkomutölur í samræmi við áætlanir fyrirtækis- ins og er reiknað með svipaðri tekjuaukningu út árið. „Með kaupunum á bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækinu MediChem jukust til muna möguleikar okkar til lyfjaþróunar. Með því að koma hér upp lyfjaþróunardeild sem teng- ir saman erfðafræðirannsóknir og Seðlabankinn telur að mikil fjölgun árangurslausra fjámáma á síðasta ári miðað við árið á undan sé áhyggju- efni, enda séu þau að jafnaði fyrirboði gjaldþrota. í nýjustu Peningamálum sínum segir Seðlabankinn að fjölgun gjald- þrota og árangurslausra fjárnáma sé greinileg vísbending um að það sverfi að hjá mörgum fyrirtækjum. í fyrra fjölgaði árangurslausum fjámámum hjá fyrirtækjum um tæplega 80% ffá fyrra ári og voru þau meira en þrisvar sinnum fleiri en árið 1998. Sögulegan samanburð við fyrri niður- sveiflur í efnahagslífinu skortir þannig að erfitt er að gera sér grein fyrir hvers má vænta og hversu næm þessi stærð er fyrir hagsveiflum. Samanburðurinn við 1998 kann að vera óhagstæður vegna þess að það ár var óvenjulega gott. Enn fremur skortir upplýsingar um hversu háar fjárhæðir eru í húfi. Nýleg framvinda bendir þó til að þær efnafræðirannsóknir sem eru stundaðar hjá MediChem verðum við í stakk búin til að nýta það for- skot sem við höfum í þekkingu á erfðafræði algengra sjúkdóma við lyfjaþróun," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. deCODE gerði á liðn- um ársfjórðungi nýjan samstarfs- samning við Roche, svissneska k'fjaframleiðandann, sem félagið hefur verið í samstafi við undanfar- harðnað hafi á dalnum hjá mörgum fyrirtækjum. Seðlabankinn segir haggögn gefa visbendingu um viðkvæma stöðu margra fyrirtækja og bendir á að gjaldþrot þeirra nái oft hámarki nokkrum árum eftir að samdráttar- skeiði lýkur. Sú tOtölulega jákvæða mynd sem dregin var upp af afkomu fyrirtækja á Verðbréfaþingi íslands kann að gefa bjartari mynd af stöðu fyrirtækja í heild en efni standa til. í fýrsta lagi gefa þau fyrirtæki ekki rétta mynd af allri flóru fyrirtækja í landinu. í öðru lagi hefur lægðin í efnahagslífmu, enn sem komið er, ekki snert nema fáar atvinnugreinar, enda hagvöxturinn í fyrra, þrátt fyrir allt, einhver hinn mesti meðal þró- aðra rikja á þvi ári. Á hitt ber þó að líta að fyrirtæki burðast oft árum saman með vanda í rekstri, sem upp- haflega verður til vegna ytri áfalla, áður en þau leggja upp laupana. in ár, en fyrra samstarfi um mein- genaleit lauk þann 31. janúar sl. Þá stofnuðu íslensk erfðagreining og Pharmacia til samstarfs um erfða- fræðirannsóknir á hjartasjúkdóm- um. Þá voru í maí sl. samþykkt lög á Alþingi sem heimila fiármálaráð- herra að ábyrgjast breytanleg skuldabréf fyrir deCODE genetics að upphæð allt að 200 milljónir Bandaríkjadala. Síldarvinnslan í Neskaupstað: Sótt um leyfi fyrir 2000 tonna þorskeldi Síldarvinnslan hefur sótt um leyfi til þess að ala allt að 2000 tonn af þorski í Norðfirði. Áður hafði verið sótt um leyfi til laxeldis í firðinum en fallið hefur verið frá þeim áform- um. Síldarvinnslan tekur þátt í upp- byggingu Sæsilfurs hf. á laxeldi í Mjóafirði, þar sem áformað er að framleiða 4000 tonn af eldislaxi árið 2003. Nú hafa öll nauðsynleg gögn í tengslum við umsókn um leyfi til þorskeldis í Norðfirði verið send til Skipulagsstofnunar sem ákvarðar hvort skylt sé að meta umhverfisá- hrif slíkrar eldisstöðvar. í tengslum við eldisáform Síldarvinnslunnar á Norðfirði hafa farið fram talsverðar umhverfisrannsóknir í flrðinum. Gerðar hafa verið straummælingar og búið er að rannsaka efnasam- bönd í sjó og niðurstöður þessara rannsókna koma til góða við undir- búning þorskeldisins. Síldarvinnslan hefur haft eldis- þorsk í kvíum í Norðfirði siðan í nóvember síðastliðnum og hefur fiskurinn dafnað vel. 6000 þorskar eru þar í tilraunaeldi og áformað er að bæta 3000 við, en sá fiskur verð- ur hafður i annarri kví og vöxtur- inn borinn saman. Tilgangurinn með þessu tilraunaeldi er að fá vís- bendingar um hvernig fiskurinn stendur sig yfir veturinn og hvort hann þrífst almennilega. Hitastig sjávar fór niður í eina gráðu í vetur en það virtist ekki hafa mikil áhrif á þorskinn sem þrífst vel í Norðfirð- inum. Nýtt trygginga- fyrirtæki a í undirbúningi er stofnun nýs tryggingafélags hér á landi, Islands- trygging, sem mun keppa við þrjú stóru fyrirtækin á markaðinum, þ.e. Sjóvá-Almennar tryggingar, Trygg- ingamiðstöðina og VÍS. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu sem kom út I morgun. Einar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri íslandstryggingar, segir að umsókn um starfsleyfi muni verða. send í lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu. Nýtt tryggingafélag hefur ekki litið dagsins ljós hér á landi frá því að Skandia hafði hér stutta viðdvöl í byrjun 10. áratugarins en Einar segir að hið nýja félag muni verða töluvert frábrugðið þvi. „Við teljum vera pláss á markaðin- um fyrir þetta félag og þá sérstaklega er verið að horfa til bifreiðatrygginga, markaöinn en helmingur skyldutrygginga á ís- landi eru bifreiðatryggingar og tölu- verður hagnaður er af þeirri starf- semi,“ var haft eftir Einari í Við- skiptablaðinu, aðspurðum um rekstr- argrundvöll fyrir stofnun félagsins. Að öðru leyti vildi Einar bíða með frekari yfirlýsingar og sagði að málið myndi skýrast betur þegar starfsleyfið væri í höfn. Hins vegar gat Einar lof- að því að íslandstrygging yrði öðru- vísi en þau rótgrónu tryggingafélög sem fyrir eru á markaðinum. Sem dæmi verður ekki starfrækt sérstök söludeild innan íslandstryggingar heldur mun verða gerður samningur við vátryggingamiðlanir um miðlun á vörum félagsins. Starfsmenn fyrirtæk- isins munu í fyrstu verða sex talsins. Mikil fjölgun árangurslausra fjárnáma hjá fyrirtækjum: Fyrirboöi aukinna gjaldþrota á næstunni Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Waqon 4x4. k. 5T þús. )50 þús. Renault Mégane RT, bsk. Skr. 3/99, ek. 47 þús. Verð kr. 1190 þús. Suzuki Jimny JLX 4x4, bsk. Skr. 7/99, ek. 76 þús. Verð kr. 990 þús. Suzuki Swift GLS, 3 d. Skr. 9/98, ek. 31 þús. Verð kr. 630 þús. Daewoo Lanos SX, bsk. Skr. 10/98 ek. 78 þús. Verð kr. 690 þús. Fiat Punto Sporting, bsk. Skr. 12/97, ek. 41 pús. Verð kr. 780 þús. Tilboð kr. 660 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ----////— ■ SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Suzuki Baleno Wagon, sjsk. Skr. 6/99, ek. 26 þús. Verð kr. 1270 þús. Suzuki Vitara JLX,5 d., bsk. Skr. 6/00, ek. 49 þús. Verð kr. 1480 þús. Subaru Impreza 2,0 GL bsk.Arg. 1997, ek. 69 þús. Verð kr. 980 þús. Tilboð kr. 850 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 4/98, ek. 60 þus Verð kr. 1635 þ--

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.