Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 14
14 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 DV Robert S. Mueller Forstjóri FBI vill stofna nýja sveit til aö berjast viö hryöjuverkamenn. FBI vill ofursveit til höfuðs hryðju- verkamönnum Robert S. Mueller, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur áhuga á að komið verði á laggimar „ofursveit" með aðsetur í Washington sem myndi stjóma rannsókn á öllum helstu hryðju- verkamálum sem upp kynnu að koma. Er þetta liður í endurskipu- lagningu FBI í kjölfar hryðjuverka- árásanna á Bandaríkin 11. septem- ber í fyrra og Hanssen-njósna- hneykslisins, að því er fram kemur í Washington Post í dag. Með þessum breytingum er dreg- ið úr vægi skrifstofu FBI á Manhatt- an þar sem hryðjuverkamál voru aðallega rannsökuð fram til 11. sept- ember. Bandaríkjaþing þarf að sam- þykkja tillögur Muellers. Embættis- menn sögðu að hann gerði sér von- ir um að leggja formlegar tiUögur fyrir þingið i næsta mánuði. Carter hvetur til umbóta á Kúbu Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, brá út af venju gesta Fidels Castros i gær og hvatti stjórnvöld á Kúbu tU að leyfa al- menningi að greiða atkvæði um um- bætur á stjómkerfi landsins þar sem kommúnistaflokkurinn ræður öllu. Carter lagði þetta tU í ræðu sem hann Uutti í Havana, að sjálf- um Castro viðstöddum. Carter hvatti einnig Bandaríkja- þing tU að aflétta viðskiptabanninu á Kúbu, sem var sett á fyrir fjörutíu árum, tU að hægt verði að koma á eðlilegum samskiptum mUli land- anna. Fyrrum Bandarikjaforseti las upp ræðu sína á spænsku og var henni sjónvarpað í kúbverska ríkissjón- varpinu. Kúbverskur almenningur fylgdist með henni af athygli, svo og fjölmargir kúbverskir útlagar á Flórída. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stiiiholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Jaðarsbraut 35, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Guðni Jónsson og Ingveldur M. Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Akranesi, þriðjudaginn 21. maí 2002, kl. 14.00.___________________ Laugarbraut 21, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Guðjón Már Jónsson, gerð- arbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., þriðjudaginn 21. maí 2002, kl. 14.00. Merkigerði 6, hluti 0101, Akranesi, þingl. eig. Guðmundur Smári Guð- mundsson, gerðarbeiðendur Agnar Bergmann Birgisson og íbúðalánasjóð- ur, þriðjudaginn 21. maí 2002, kl. 14.00._______________________ Vitateigur 1, hluti 0001, Akranesi, þingl. eig. Ásta Kristjana Guðjóns- dóttir og Jóhann Sigurður Gestsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 21. maí 2002, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Samkomulag um stofnun samstarfsráðs Rússa og NATO: Útför kalda stríðs- ins hefur farið fram Tímamótasamkomulag um stofnun samstarfsráðs Rússa og Atlantshafs- bandalagsins, NATO, náðist á fúndi utanríkisráðherra NATO með full- trúum Rússa sem fram fór í Háskóla- bíói í gær. Samkomulagið, sem gert er aðeins sólarhring eftir að Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti að sam- komulag hefði náðst milli Bandaríkj- manna og Rússa um fækkun lang- drægra kjamaodda, gerir þó ekki ráð fyrir að Rússar gerist fullgildir aðilar að NATO, heldur fái þeir fulla aðUd að umræðu og ákvarðanatöku innan bandalagsins. Ráðgert er að undirrita samkomulagið formlega í Róm þann 28. maí nk. en í kjölfarið mun sam- starfsráðið koma saman tU sins fyrsta fundar og síðan funda mánaðarlega. Ighor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, fór fyrir rússnesku samn- inganefndinni á fundinum í gær og sagði hann á blaðamannafundi eftir fundinn að þetta væri aðeins fyrsta skrefið í frekara samstarfi Rússa og NATO. „Þetta er mikUvægt skref sem tekið er af því við erum skyldugir tU að vinna saman gegn hinni nýju ógn við heimsbyggðina. Ég lít frekar á stækkunina sem timburmenn fortíð- arinnar og tel að hún muni ekki endi- lega auka á öryggið," sagði Ivanov. Fram kom í máli hans að Rússar eru ekkert yfir sig hrifnir af stækkun NATO en niu fyrrum Varsjárbanda- lagsrUd, sem eru Albanía, Búlgaría, Rúmenía, Makedónía, Eistland, Lett- land, Litháen, Slóvenia og Slóvakía, hafa þegar sótt um inngöngu en Pól- land, Tékkland og Ungverjaland eru þegar gengin tU liðs við bandalagið. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, kom skemmtUega að orði eftir fundinn og sagði að útför kalda stríðsins hefði farið fram. „Þetta er búið spU, því er lokið og Rússar eru loksins komnir út úr kuldanum sem vinir og bandamenn i NATO,“ sagði Straw. Lord Robertson, aðalframkvæmda- stjóri NATO, sagði að samkomulagið væri sögulegt og jafnvel róttækt. „I fjóra áratugi höfum við horft haturs- augum á hatursmúrinn sem aðskUdi okkur. Nú er því lokið og við getum farið að horfa fram á við með aukið og varanlegt öryggi í huga,“ sagði Ro- bertson. Samkomulagið gerir ekki beint ráð fyrir hemaðarlegri samvinnu heldur er áhersla lögð á öryggismál og sér- staklega aukna samvinnu i barátt- unni gegn hryðjuverkum. Þá er gert ráð fyrir aukinni samvhmu í barátt- unni gegn frekari útbreiðslu gjöreyð- ingarvopna, aUmennu vopnaefth'liti, friðargæslu, björgun úr sjávarháska og hjálparstarfsemi við þjóðir í neyð. í gærkvöldi héldu fundahöld áfram um samstarf NATO og ESB og kom þar fram vUji fuUtrúa Frakka og Þjóðverja um aukna hemaðarlega uppbyggingu ESB-landanna í ljósi aukinnar hryðjuverkaógnar. DV-MYND ÞÖK Ráðamenn NATO ræða málin á fundinum í Háskólabíó í gær Jack Straw, utanríkisráöherra Bretlands, ræðir málin viö Lord Robertsson, aöalframkvæmdastjóra Atiants- hafsbandalagsins, á meöan Colin Powett, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, fýlgist meö Ijósmyndara DV. Svartur dagur í sögu Palestínumanna: Minnast brottrekstursins frá landi sínu við stofnun ísraels Palestínska þjóðin minnist í dag svartasta dagsins í sögu sinni, þeg- ar sjö hundruð þúsund menn flosn- uðu upp frá heimUum sínum vegna bardaga út af stofnun Israelsríkis árið 1948. Boðaðar hafa verið fjölda- göngur á Vesturbakkanum og Gaza og „hörmunganna miklu“, eins og atburðurinn kallast, verður minnst með þriggja mínútna þögn. Yasser Arafat, forseti Palestinu- manna, ávarpaði þjóð sína í morgun frá RamaUah þar sem höfuðstöðvar heimastjórnarinnar eru. SífeUt háværari kröfur eru um að palestínska heimastjómin taki tU í eigin ranni og hrindi af stað umbót- um í stjómkerfmu. Búist var við að Arafat myndi fjaha um þær kröfur, sem bæði koma frá palestínskum al- menningi og ísraelskum ráðamönn- um. REUTERS-MYND Yasser Arafat Forseti Palestínumanna ávarpaöi þjóö sína á degi „hörmunganna miklu“ í Ramallah í morgun. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sakaði heimastjóm Arafats í gær um að vera „spiUt hryðjuverka- stjóm", eins og hann orðaði það. Hann sagði að umbætur þyrftu að koma tU áður en hægt væri að koma friðarviðræðum aftur af stað. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig hvatt tU umbóta. Arafat staðfesti í gær lög sem kveða á um sjálfstætt dómskerfi Palestínumanna og þykir það benda tU að umbótavinnan sé hafin. Palestínskur embættismaður sagði hins vegar að hann drægi í efa að Arafat myndi taka það í mál að skipa forsætisráðherra tU að deUa með honum hluta ábyrgðarinnar. „Það var einu sinni rætt um það en þeir hafa ekki haldið því áfram,“ sagði Ziad Abu Zayyad, ráðherra málefna Jerúsalem. mmm Clinton til Austur-Tímors BUl Clinton, fyrr- um Bandaríkjafor- seti, verður formað- ur bandarísku sendi- nefndarinnar þegar Xanana Gusmao sver embættiseið sem fyrsti forseti Austur-Timors um helgina. Það var sjálfur Bush forseti sem bað forvera sinn að taka þetta starf að sér. Skjálfti á Taívan Jörð skalf harkalega á Taívan í morgun en ekki er vitað tU að fólk hafi meiðst né að skemmdir hafi orðið á mannvirkjum. Skjálftinn mældist 6,2 stig á Richter. Slakað á klónni Sameinuðu þjóðimar hafa slakað á refsiaðgerðum sínum gegn írak tU að auðvelda útflutning á öðrum vör- um en hergögnum tU landsins. Neita spillingarásökunum Ráðamenn í ihaldsflokki Ed- munds Stoibers, kanslaraefnis þýskra hægrimanna, vísa á bug ásökunum um að þeir hafi þegið ólöglegar fégjafir frá útlægum vopnabraskara. Prestur skotinn Kaþólskur prestur, sem viður- kenndi að hafa haft kynmök við unglingspUt, særðist í skotárás í Baltimore. Skotmaðurinn var annað meint fórnarlamb prestsins. sigri AUt bendir tU að Bertie Ahem, for- sætisráðherra ír- lands, fari með sig- ur af hólmi í þing- kosningunum sem fara fram í dag, ef marka má skoðana- kannanir. Ef aUt gengur eftir mun Ahern hafa meiri- hluta þings að baki sér og hefur irsk ríkisstjóm ekki haft það í 25 ár. Vopnin fundin Bandarískar hersveitir sem leita dyrum og dyngjum að vígamönnum al-Qaeda og talibana í Afganistan fundu vopnageymslu í Bamiyan- héraði í gærkvöld. Óður hundur látinn laus Ahern spað Alræmdasti skæruliði sam- bandssinna á Norð- ur-írlandi, Johnny Adair, sem gengur undir viðumefninu óður hundur, var látinn laus úr fang- elsi í morgun. Óttast margir að það kunni að magna enn frekar spenn- una milli kaþólikka og mótmælenda. Vilja skjóta lausn Japönsk stjómvöld hvöttu i morg- un til að skjót lausn yrði fundin á deilum við Kínverja um norður- kóreska flóttamenn sem hafa leitað hælis í japanskri ræðismannsskrif- stofu í Kína. Rannsókn miðar áfram Franskir sérfræðingar sem rann- saka sjálfsmorðssprengingu í Pakistan sem varð ellefu Frökkum að bana um daginn telja sér hafa orðið nokkuð ágengt í leit sinni að þeim sem bera ábyrgð á tilræðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.