Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 17
17 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 DV__________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Spegill samfélaga á öllum tímum - Gerpla Halldórs Laxness kemur í fyrsta skipti út á færeysku Á hundrað ára afmœlisdegi Halldórs Laxness, 23. apríl síóastlióinn, kom Gerpla út í fyrsta sinn á fœreysku og heitir þar Garpatáttur. Þýðend- urnir eru tveir, Martin Nœss, sem er landsbóka- vörður í Fœreyjum, og kona hans Þóra Þórodds- dóttir. Útsendari DV var í Fœreyjum daginn sem bókin kom út og eftir að hafa hlýtt á kynningu þeirra á þýóingunni og upplestur í Norrœna hús- inu falaöi hann af þeim viótal og uppskar boð í morgunkaffi á heimili þeirra. Gerpla er ekki fyrsta skáldsaga Halldórs Lax- ness sem kemur út á færeysku. Áður hafa Salka Valka og íslandsklukkan komið út í þýðingum feðginanna Sigurðar Jóensen og Turiðar Sigurðar- dóttur. Þýðing Sigurðar á íslandsklukkunni þykir raunar með allra besta prósa sem skrifaður hefur verið á færeysku, þannig að ekki er heiglum hent að fara í fótin hans sem þýðanda Halldórs Lax- ness. Sautján kommur og allar á réttum stað Aldarafmæli skáldsins er auðvitað tilvalið til- efni til að bæta við þýðingum; hitt liggur kannski ekki í augum uppi að ráðast til atlögu við sjálfa Gerplu. Fyrsta spurningin hlýtur því að vera hvers vegna Gerpla? Fyrir því eru nokkrar ástæður, að sögn þeirra hjóna. „Áður höfðum við þýtt saman Lykil að ís- lendingasögum eftir Heimi Pálsson þar sem við þýddum meðal annars nokkur brot úr Gerplu og þá vaknaði áhuginn. Sennilega hefðum við þó aldrei þýtt bókina alla ef við hefðum ekki eytt sumrinu 1996 á Vestfjörðum. Þá dvöldum við á Al- viðru í Dýrafirði og kynntumst þar fólki sem lifði ennþá svolítið í Fóstbræðrasögu. Kannski hefði legiö beinna við að þýða Gísla sögu þar sem við vor- um í Dýrafirði en það var búið að því!“ Þau Martin og Þóra byrjuðu að þýða Gerplu í tóm- stimdum sínum. „Við höfðum ekkert endilega hugsað okkur að gefa þýðing- una út, héldum jafhvel að við værum bara að dunda okkur við þetta til gam- ans en svo sá útgefandi hjá okkur handritið og falaði það til útgáfú.“ - Nú er Gerpla skrifuð á tungumáli sem er einstakt, tilbúnu fommáli sem kannski er hvergi til annars staðar. Það hlýtur að hafa verið vandasamt að þýða hana fyrir færeyska nútímales- endur. „Vandamálið með aldur málsins var ekki aðalmálið heldur hitt hversu ná- lægt stíl og hrynjandi textans við gát- um farið,“ segir Martin. „Við byijuð- um á því að færa hann töluvert til nú- tímahorfs eins og flestir þýðendur hafa gert, styttum setningar og færð- um nær nútímamáli. En viö sáum fljótlega að þetta var ekki hægt. í verk- um Halldórs skiptir hrynjandi svo ótrúlega miklu máli. Þar er allt á rétt- um stað og jafnvel í lengstu og tyrfn- ustu setningunum verður að reyna að Var Gerpla kannski skrifuð á færeysku? Þýöendurnir: Martin Næss og Þóra Þóroddsdóttir. halda hrynjandinni. Þar eru kannski sautján komm- ur í einni málsgrein og engin þeirra er á skökkum stað.“ Þóra bætir því við að þessi breyting hafi ekki einskorðast við þýðinguna heldur finni hún að þegar hún skrifar sjálf sé hún farin að lengja setningar og skrifa stíl sem er nokkuð ólíkur því sem hún gerði áður. Var Gerpla skrifuð á fær- eysku? Martin hafði reyndar sagt mér fyrir þennan morgunverðarfund að það væri auðveldara en margur héldi að þýða Gerplu á færeysku, því hún væri aö nokkru leyti skrifúð á færeysku. Var það tómt grin? „Við fymum málið náttúrlega tölu- vert miðaö við nútímafæreysku, not- um t.d. meira eignarfall. En það eru orð í Gerplu sem er sennilega auðveld- ara fýrir Færeyinga en Islendinga að skilja, orð sem hafa lifað í færeysku kvæðamáli og renna ljúflega ofan í Færeyinga þótt þau geti verið torskil- in fyrir íslenskan lesanda. Sem dæmi má nefúa orð eins og „gandur" sem Kápu Garpatáttar gerlr Báröur Jákupsson myndlist- armaður Þar getur aö líta fóstbræö- urna Þorgeir og Þormóö. Annar fóstbræöra (sá til vinstri) er grunsamlega líkur málaranum sjálfum. þýðir stafur og galdur á færeysku. Það er líka til í íslensku en bara í gömlu máli. Færeyingar skilja það undir eins og tengja fleiri merkingar við það. Orðum af þessu tagi höfum við leyft okkur að halda í þýðingunni. Við vitum líka að Jón Helgason að- stoðaði Halldór mikið við málið á Gerplu og hann var góður færeyskumaður. Kannski Jón hafi laum- að inn einu og einu færeysku orði til bragðbætis!" - Þegar Gerpla kom út á íslensku var hún mjög umdeild og hún hefur löngum verið túlkuð pólitískt. Hvemig mun hún birtast færeyskum lesendum árið 2002? Þóra hefur búið um langan aldur í Færeyjum og heldur að færeyskir lesendur verði forvitnir um Gerplu. „Pólitik held ég að muni ekki skipta neinu máli, nema þá þannig að hægt er að lesa Gerplu sem spegil allra samfélaga á öllum tímum," segir hún. „Mér finnst líklegt að hér muni fólk lesa söguna mjög út frá hinum trúarsögulega þætti hennar. Fær- eyingar em miklu uppteknari af trúmálum en ís- lendingar og Ólafur helgi er þjóðardýrlingur Færey- inga. Á Ólafsvöku er ennþá beðið fyrir Ólafi og helgi hans er mikil í Færeyjum. Líklega munu einhverjir sem elska Ólaf mikið loka bókinni í fússi og henda henni frá sér. En sjálfri finnst mér, eftir að hafa les- ið bókina jafúoft og þýðandi þarf að gera, að Halldór hafi ákveðna samúð með Ólafi og skilji hann. Ólaf- ur er svoija strákur sem missir föður sinn ungur á fremur harkalegan hátt og fer út í slark í kjölfarið. Halldór lýsir honum af skilningi, færir hann nær al- múganum og gerir hann mannlegri. Mér er miklu hlýrra til Ólafs eftir að hafa unnið svona lengi með Gerplu. Og það er líka mikill kærleikur, mikil ást í Gerplu. Þar er mikið um ofbeldi, en hins vegar lítiö um hatur. Sambandi fóstbræðranna er t.d. mjög fal- lega lýst og eins ást Ólafs til fóðurins sem hann missti." Enginn er fullkominn - En hvaö með íslendingasögumar? Ýmsum þótti Halldór á sínum tíma fara illa með þær og hetjur þeirra. Hvemig munu færeyskir lesendur bregðast við þvi? „Hér lifa kvæðin auðvitað miklu betur en sögum- ar,“ segir Þóra, „og Færeyingar hafa aldrei tekið kvæðin jafnbókstaflega og íslendingar hafa tekið sögumar. SennUega er skilningur þeirra nær skUn- ingi nútíma fræðimanna, þeir vita að þau eru mest- megnis skáldskapur, þess vegna held ég að þeir taki Gerplu ekki nærri sér.“ Aðspurð um vinnuaðferð sina við þýðinguna segj- ast þau Martin og Þóra hafa skipt þannig með sér verkum að Þóra hafi grófþýtt en Martin að mestu séð um að finpússa textann. En auðvitað vannst verkið ekki í einni umferð og mikil vinna var eftir þegar þau voru búin að þýða textann aUan. „Það er ekkert sérlega erfitt að þýöa Gerplu en það er mikið verk,“ segir Martin. „Og það er endalaust hægt að halda áfram að tala um Gerplu og endurskoða text- ann.“ „En,“ bætir Þóra við, „Gerpla er meðal annars um það að maður getur ekki og þarf ekki að vera fúU- kominn. Og það lærir maður líka af því að þýða hana.“ Jón Yngvi Jóhannsson Hógvær meistari tálsýnanna - Libération í París skrifar lofsamlega um yfirlitssýningu á verkum Hreins Friðfinnssonar Þessa dagana stendur yfir umfangs- mikU yfirlitssýning á verkum Hreins Friðfinnssonar í bænum Bignon úti á Bretanluskaga í Frakklandi og hefur hún að geyma um hundrað verk frá ár- tmum 1971 tU 2002. Sýningar af þessu tagi úti á landsbyggðinni vekja yfirleitt litla eftirtekt þeirra sem skrifa í heims- pressuna í París en í þetta sinn hefúr verið gerð undantekning sem um mun- ar. Blaðið Libération helgaði sýningu Hreins rúma síðu þriðjudaginn 7. maí með stórri mynd og voldugum fyrir- sögnum. Blöstu þar við lesendum orðin „Friðfinnsson, hinn íslenski farfadet", en „farfadet" er einhvers konar búálfur, þeim einum kunnur sem þekkja frönsk búálfafræöi út i æsar. Við þetta var svo bætt í annarri fyrirsögn að listamaður- inn væri „hógvær meistari tálsýnanna“. Gremin sem fýlgir þessum hljóm- miklu fyrirsögnum hefst í sama stíl: „Hvað er íslenskur listamaður? Það er hann, Hreinn Friðfinnsson, með nafú sem er eins fagurt og fjörður í sólskini og orð fyrir að vera hlédrægur maður. Fáar sýning- ar, fá verk, lítill tími til að sóa í allt það sem gæti leitt huga hans út úr sinni einkaveröld. Hann hefúr Hreinn DV-MYND ÞOK Frlðfinnsson á sýnlngu á verkum sínum hér helma 1993. rétt fyrir sér, listin er ósýnilegur skjöldur sem ver mann fyrir daglegu valdi umheimsins." Og greinin heldur áfram á sömu ljóðrænu nótun- um: „Furðulegt, töframir eru svo miklir að maður óttast að allt hverfi út í náttúruna i kring ... Hillingar? Nei! Það er hægt að snerta verkin á sýningunni í huganum til að fá staðfestingu á því að þau séu til. Þvi þannig eru málin hjá Friðfinnssyni, allt virö- ist hvíla i þyngdarleysi. Bæði veikbyggt og svo traust að það þolir allt, eins og hann sjái í senn réttuna og rönguna. Góðu og vondu hliðina. Svart og hvitt. Heimspeki sýnar í tveimur eintökum. Tvöföld sýn?“ Gagnrýnandi Libération, Brigitte Ollier, rekur svo í fáum orðum feril Hreins, sem sé fæddur á „töfraeynni Islandi", hafi fengið innblástur sinn frá henni og síðan „nálgast stöðugt hjarta tómsins". Nokkur dæmi eru nefiid um þetta, m.a. „öfuga húsið“ (“House Project", 1974) með veggfóðri að utanverðu sem hýsir þess vegna alheiminn gervallan nema sig sjálft, og gluggamynd (“Fyrst Window“, 1992) sem sýnir þann glugga sem listamaðurinn sá fyrst heiminn í gegnum. Af þessu síðamefúda verki er stór ljósmynd í blaðinu. Greininni lýkur svo með þeim orðum að sýningin sé „eins og stór súkkulaðimoli sem geri menn kjánalega sæla..." Einar Már Jónsson, París V.D. Polenov: Garður ömmu (1878) Málverkiö hangir nú uppi í Lista- safni íslands. Af þessum heimi... Annað kvöld kl. 20 heldur Elísa Björg Þorsteinsdóttir listfræðingur erindið „Af þessum heimi og öðr- um“ um rússneska myndlist á síð- ustu áratugum 19. aldar, í Lista- safni íslands. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af sýningunni Hin nýja sýn - Rússnesk list frá raun- sæi til framúrstefnu sem nú stend- ur yfir í safninu. Vox academica Kammerkórinn Vox academica heldur vortónleika sína í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20. Kórinn hefur starfað í sex ár og er skemmst að minnast þess þegar hann flutti Carmina Burana í mars ásamt Há- skólakómum og uppskar lof og pris. Efúisskráin nú er tviþætt; fyrir hlé verður flutt trúarleg tónlist, þar á meðal sálmar eftir Þorkel Sigur- bjömsson og J.S. Bach og hluti úr kantötunni Jesu meine Freude. Eft- ir hlé verður áhersla lögð á vorlega og íslenska tónlist, meðal annars ís- lensk þjóðlög í útsetningum Hafliða Hallgrímssonar og Johns Heames. Hver var Monroe? Nú eru 40 ár síð- an goðsögnin Marilyn Monroe lést sviplega. Á morgun kl. 13.05 hefst fyrsti þáttur Amdísar Hrannar Egilsdóttm- um hana á rás 1 og seinni þættirnir tveir verða næstu tvo fimmtudaga. Marilyn var munaðarleysingi sem átti engan að í uppvextinum og þráði alla ævi ást og athygli. Hún varð ein dáðasta kona veraldar og heimsfrægt kyntákn en hamingjan er ólíkindatól og forðast þá líklega mest sem leita hennar ákafast. Marilyn varð aðeins 36 ára og lifði stormasömu lífi þannig að af nógu er að taka. Trúarhugmyndir í Sonatorreki Bókmennta- fræðistofúun og Háskólaútgáfan hafa gefið út bók- ina Trúarhug- myndir i Sonator- reki eftir Jón Hnefil Aðalsteins- son í ritröðinni Studia Islandica. í Egils sögu er greint frá þvi að Egill Skalla-Grímsson hafi ort kvæðið Sonatorrek eftir að hann hafði misst tvo syni sína. í kvæðinu tjáir skáldið harm sinn en einnig samband sitt við Óðin. Trúarlegt innihald kvæðisins speglast í skáldamáli þess og þar er vísaö til hinnar heiðnu heimssögu og guð- dómlegs uppmna skáldskaparins. í bókinni gerir Jón Hnefill grein fyr- ir heimildum um trúarbrögð á ís- landi á tíundu öld og ræðir ítarlega um dánarheima í heiðnum sið en skoðar síöan nákvæmlega hug- myndaheim kvæðisins sjálfs. Þó að kvæðið hafi brenglast telur höfund- ur það heillegt og niðurstaða hans er sú að það hafi verið rist með rún- um um leið og það var ort og jafú- vel líklegt að Þorgerður dóttir Egils hafi rist það á kefli eins og Egils saga segir. f rú»ft«Hpmyrv<ír i' SsBtilorrcki Marilyn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.