Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 lltgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Abstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Dagur fjölskyldunnar Óvíöa í norðanverðri Evrópu og Ameríku er rekin und- arlegri íjölskyldustefna en á íslandi. Það helgast af hugar- farinu. Plagsiður íslendinga er að vinna úr sér vitið. Ekki dugir að báðir foreldrar vinni úti alla vinnuvikuna og bæti við sig aukaverkefnum um helgar, heldur eru ung- lingar á heimilinu orðnir snar þáttur í atvinnulífi lands- manna á milli tektar og tvitugs. Á íslandi hrífast menn af þeim sem hrynja niður af streitu. Mikið vinnuálag ber vott um mikla sæmd. Þessi kappsama þjóð við ystu sjóa þekkir ekki annað en ákafa og ærinn dugnað. Hér á landi er ekki gengið til góðra verka, heldur hlaupið til þeirra og verkefnum rump- uð af i hvínandi hvelli. Þetta verklag er til siðs. Og ekki er um annað að ræða en að haga sér svona mann fram af manni. Og ráðast á garðinn - hratt og hressilega. Fámenn- ið hefur kennt þessum sömu mönnum að vinna á við marga. Það hefur kennt þeim að láta hendur standa fram úr ermum - annars eignist þeir ekki neitt. íslendingar eru eignaþjóð. Og einhver mesta einstak- lingshyggjuþjóð í gervöllum heiminum. Hér keppist hver i sinu homi og til samans setur þjóðin hvert heimsmetið af öðru í kaupum og sölu á steindauðum hlutum. Þetta virðist í lagi og færir greinilega fólki hægð og fullnægju, þvi sömu mælingar og vitna um kaupgleði íslendinga sýna meiri hamingju en þekkist meðal nokkurra annarra þjóða á jörðinni. Með ofboðslegri vinnu eignast menn of- boðslega mikið. Líka mikla hamingju. Þetta er klisjan. Á bak við hana sér svo inn á blessuð íslensku heimilin sem sjaldnast eða aldrei rata á skreytt- ar siður tímaritanna. í þessum óblíða veruleika sitja frem- ur hnipnar fjölskyldur sem þora ekki að opna umslögin utan um greiðslukortareikningana. Og leggja þá frá sér í andnauð og svitakasti, eða - og það er i besta falli - fá að skipta hverjum reikningi á næstu tólf mánuði. í bitrum raunveruleikanum hafa landsmenn lifað um efni fram. Líf þeirra er ýmist fyrirframgreitt - eða ógreitt. Æði margir íslendingar eru komnir fram úr sjálfum sér. Það sýna hagtölur. Þetta gerist vegna þess að það er svo auðvelt að taka lán af hvaða tagi sem er og eins sakir þess að menn verða að sýnast eins miklir eignamenn og þeir geta. Á sama tíma læðist ríkisvaldið dýpra ofan í vasa þessa andlitslausa almennings og sækir þangað æ meiri skatta sem eru kallaðir þekkilegustu nöfnum á borð við þjónustugjöld og komugjöld. Á íslandi hækka nefnilega ekki skattar, heldur aðeins gjöld. íslendingar eiga nóg með að fást við sjálfa sig þó þeir séu ekki að láta prinsippin trufla sig líka. Einu gildir hvernig ríkisvaldið kemur fram við heimilin í landinu. Ríkisvaldið kemst alltaf upp með sitt. Það hefur sannast með eftirminnilegum hætti á síðustu tiu árum, eða sem nemur svokallaðri þjóðarsátt. Sú sátt hefur vissulega náð ofan i launaumslagið en ekki inn fyrir dyrnar á heimilum landsmanna. Álögur á venjulegt hjónafólk með böm á framfæri sínu hafa stóraukist á þessum tíma. íslendingar hreyfa hins vegar engum mótmælum við þessu. Það er ekki til siðs að kvarta yfir fjármálum á ís- landi. Þar eru allir meira og minna ríkir og sælir með sitt. Hér á landi greiða menn æ meira af sínum hlut til velferð- arkerfisins en fá æ minna fyrir þann peninginn. í þessu ljósi hefur verið gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra fjölmörgu íslendinga sem hafa átt þess kost að setjast að annars staðar á Norðurlöndum. Það fólk hristir hausinn. Mjög lengi. En hefur ekki hátt um það. Sigmundur Ernir 31 DV Skoðun Bón Bandaríkjamanna Heimsstyrjöldin 1939-1945 kom til íslands áður en hún hófst sjálf af fuilum krafti haustið 1939. í Reykjavík fjölgaði brátt Þjóðverjum upp úr 1930, og mörgum bæjarbú- um stóð veruleg ógn af þeim og ræðismanni þeirra sem bjó í sendiráðinu við Tún- götu. íslendingum sem voru hlutlausir var flutt bón sem setti þá beint í miðju heims- styrjaldarinnar snemma sumars 1941. Þá hallaði svo á Breta 1940-1941 sem börðust einir á móti Þjóðveijum að leita varð allra leiða til að koma þeim til hjálp- ar, bæði siöferðilega og hernaðarlega. Við þessar aðstæður sögðust Banda- ríkjamenn geta komið Bretum til hjálpar með því að senda herlið til ís- lands. Algjör forsenda fyrir slíku var samt bón eða hjálparbeiðni frá litla og hlut- lausa íslandi sem bæði Bandaríkin um hervemd gegn ógnum heimsstyij- aldarinnar. Roosevelt, forseti Banda- ríkjanna, hafði lofað bandarískum kjósendum því að taka ekki beinan Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur þátt í hemaðaraðgerðum í Evrópu. Var hlutlaus í orði. - Það batt hendur hans. Sovétríkin studd Þjóðverjar réðust inn í Rússland 21. júní 1941. Lítið var hægt að gera til að hjálpa Sovétríkjunum í fýrstu. Her Þjóðveija flæddi austur Rússland og varla nokkuð virtist geta stöðvað hann. Ekkert gat einu sinni hægt á sókn hans. Nú kom sér vel að í byrjun júlí 1941 óskuðu íslendingar eftir hervernd Bandaríkjamanna. Her þeirra kom þá strax til íslands. Eina leiðin til hjálpar Sovétríkjun- um í bili sumarið 1941 var að senda skipalestir um ísland áleiðis til Mur- mansk í Norður-Rússlandi. Banda- ríkjamenn aðstoðuðu skipalestirnar til íslands, en svo tóku Bretar við, áfram til Rússlands. Með þessum hætti fóm Bandaríkjamenn að taka óbeinan þátt í heimsstyrjöldinni. ís- land var því enn einu sinni í heims- styrjöldinni 1939-1945 í miðju striðs- átakanna. Og í lok sumars 1941 fóra fyrstu skipalestir um Is- land til Murmansk. I upphaíi fengu Sovét- ríkin ýmsan nauðsynlegan varning sem hjálpaði Sov- étríkjunum mikið í stríð- inu við Þjóðverja. Banda- riski iðnaðar- og hernaðar- risinn var að fara í gang sumarið 1941 með vaxandi hraða og framleiddi fljótt allt til hernaðar í ótak- mörkuðu magni. en Bandaríkjamenn sendu Sovétríkjunum f fyrstu með skipalestum mn Is- land allt annað sem til var og gat hjálpað í striðinu við Þjóðverja. Hergögnin komu seinna þegar fram- leiðsla þeirra var orðin fullnægjandi. Bandarískir vörubílar Snemma framleiddi bíla- iðnaður Bandarikjanna vörabíla í miklu magni til nota sem herbíla. Þeir vom fljótt not- aðir af her Sovétríkjanna og gerðu mikið til að gera hann hreyfanlegan og „íslendingum sem voru hlutlausir var flutt bón sem setti þá beint í miðju heimsstyrjaldarinnar snemma sumars 1941. Þá hallaði svo á Breta 1940-1941 sem börðust einir á móti Þjóðverjum að leita varð allra leiða til að koma þeim til hjálpar.“ - Breskt götuvígi íReykjavík. miklu öflugri. Þetta réð oft úrslitum, þar sem nú var hægt að mæta hraða Þjóðveija í herflutningum sem þeir Tækifæri íslendinga er nú Fimmtudaginn 18. apríl síðastliö- inn birtist í miðopnu Morgunblaðsins afar athyglisverð grein eftir Ásgeir Sverrisson undir titlinum „Varnar- samstarf á krossgötum?" Höfundur hefur talað við marga háttsetta emb- ættismenn í Bandaríkjunum um varnarmál íslands og hefur eftir þeim fróðleik og skoðanir sem hafa vakið ótrúlega litla athygli á íslandi. Hernaðarfræðin metin létt Þama er meðal annars haft eftir bandariskum embættismanni: „ís- lendingar leggjast gegn því að gerðar verði breytingar á þeim viðbúnaði, sem viðhafður er í vamarstöðinni í Keflavík. I Bandaríkjunum telja hins vegar ýmsir áhrifamiklir menn og hagsmunaaðilar innan stjómkerfis- ins að tímabært sé að skera enn frek- ar niður þann tækjabúnað sem er að finna í varnarstöðinni." I vamar- málaráðuneyti Bandaríkjanna sögðu menn greinarhöfundi að þeir „fengju enga þá hættu greint sem steðjaði að Kjailari „Hér er sérfróður Bandaríkjamaður að segja við Islend- inga: „Takið vamir landsins í ykkar eigin hendur“, og ekki kæmi mér á óvart þótt hann hefði bœtt við í hug- anum: „aumingjamir ykkar.““ íslandi og ógnaði öryggi landsmanna. Lúsaleit í því efhi dygði ekki einu sinni til.“ Það er auðvelt að greina háðstóninn í þessum um- mælum. Sérfróðir bandarískir við- mælendur Ásgeirs gefa líka lítið fyrir þá kenningu sem hér hefur heyrst í vetur að hryðjuverkaárásin á Banda- ríkin 11. september í fyrra geri nauðsynlegt að viðhalda herbúnaðinum á íslandi. „Einn viömælandi benti á að —— vera ormstuþotna á íslandi væri á engan hátt trygging fyrir því að unnt reyndist að bregðast við hryðju- verkaárás úr lofti. ... ógerlegt hefði í raun verið að bregðast við árásinni 11. september, jafnvel þótt herþotur hefðu verið á ferð í nágrenni New York og Washington." Annar stakk upp á því „að vera bandarísks her- liðs á íslandi gæti jafnvel aukið hættuna á því að hryðjuverkamenn létu til skarar skríða hér á landi.“ Eins og Ásgeir bendir á hljómar þessi skoðun kunnuglega. Á dögum kalda stríðsins héldu íslenskir her- stöðvaandstæðingar því jafnan fram að herstöðin skapaði árásarhættu en það á sýnilega ennþá betur við þegar menn em að búa sig undir að veijast hryðjuverkaárás. Herstöðin er það eina sem gæti hugsanlega kallað á slíka árás á ísland. Og úr því að ekki tókst að verja sjálft vamarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna fyrir hryðju- verkaárás, hvemig á þá að veija út- kjálkaherstöð, sem jafnvel bandarísk hemaðaryfirvöld telja óþarfa. Á þessari skoðun hnykkir banda- rískur lektor í alþjóöastjómmálum, & Gunnar Karlsson prófessor Michael T. Corgan, í sam- tali við Ásgeir Sverrisson í Morgunblaðinu 23. apríl. Hann hvetur íslendinga til að endurmeta vamarþörf sína og segir: „Það getur verið að heppilegt væri að horfa til Víkingasveitar- innar í þessu viðfangi. En þetta er nokkuð, sem ís- lendingar sjálfir þyrftu að gera.“ Hér er sérfróður Bandaríkjamaður að segja við íslendinga: „Takið vamir landsins í ykkar eigin hendur“, og ekki kæmi mér á óvart þótt hann hefði bætt við í hug- anum: „aumingjamir ykkar." Auðug þjóð í vanda Fyrirlitning bandarískra viðmæl- enda Ásgeirs Sverrissonar á íslend- ingum er auðvitað skiljanleg. Samt á íslenskt samfélag í alveg raunveruleg- um vanda í þessum efnum. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld varð það fyrir gersamlega óeðlilegu atlæti mesta herveldis og auðveldis verald- arinnar og hefur vanist á að treysta á vernd þess, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Nú segir öll skynsemi að þessi vernd sé óþörf, en sá sem hef- ur einu sinni misst sjálfsöryggið get- ur átt erfitt með að endurheimta það. Afstaöa bandarískra stjómvalda sýnir, að einmitt nú er tækifæri ís- lendinga til að losa um tengslin við Bandaríkin og taka smám saman við eðlilegum lágmarksvömum landsins á eigin kostnað. Ég bið eftir djörfum stjómmálamönnum, tO hægri, vinstri eða í miðju, sem em tilbúnir að taka forystu í sókn að því marki. Gunnar Karlsson sigmðu oft á í upphafi stríðsins. Slíkt var magn bandarískra vörubíla í Sovétríkjunum, að Þjóð- verjar hertóku þá oft og notuðu svo sjálflr. Þá máluðu þeir þá í eigin felulitum þar sem þeim þótti skammarlegt að aka um á bandarískum her- bílum. Fundurinn aö Höfða Áhrif skipalestanna sem fóra um ísland vom víðtæk og náðu alla leið á sléttur Rússlands. Storm- ar styrjaldarinnar 1939-1945 blésu um ísland og blása raunar enn í dag. Árið 1986 héldu Reagan og Gorbatsjov fúnd í októ- ber að Höfða í Reykjavík til að lægja stríðsvindana. Það bar nokkurn árangur. Von- andi heldur það starf áfram þessa dagána með fundi stór- veldanna hér í Reykjavík. Lúðvík Gizurarson Moldríkur af lágu vöruverði „Mér varð líka um og ó þegar ég fór á veitingahús fyrir stuttu, sem ég geri reyndar afar sjaldan, og 1200 króna rauð- vínsflaska í Ríkinu var verðlögð á 3400 krónur. Er eitthvert vit í svona verðlagningu? Bakaríin em annað dæmi um óhóflega verð- lagningu - það er eiginlega með ólik- indum að þau skuli komast upp með að okra eins og þau gera á brauði og bakkelsi. Mér finnst líka hálfdular- fullt þegar pastaréttur á veitingahúsi kostar tæpar tvö þúsund krónur. Ég skil ekki alveg stefnuna því það hef- ur sýnt sig og sannað að það er hægt að verða moldríkur á því að hafa lágt vöruverð." Elín Albertsdóttir í Vikunni Afgreitt í svefngalsanum „Rikisábyrgðin var síður en svo eina umdeilda málið sem afgreitt var á lokaspretti þingsins þegar tíma- þröngin var í algleymingi og svefn- galsi þingmanna yfir hættumörkum. Tuttugu og níu þingmenn létu sig hafa það að bæta enn einni bótinni á stagbætt fiskveiðistjómunarkerfi sem í engu hefúr náð að skila uppruna- legu ætlunarverki, uppbyggingu fiski- stofnanna. Kvótakerfið er stórmál þar sem þingmenn hafa hvað eftir annað látið yfirlýstan vilja þjóðarinnar lönd og leið, hafa neitað að horfast í augu við staðreyndir og í stað þess klastr- að upp á óburðinn með hverri sýnd- arlausninni á fætur annarri til þess eins að þóknast einhverjum öðrum en réttmætum eiganda auðlindarinn- ar, íslensku þjóðinni allri.“ Úr leiðara Bæjarins besta á ísafiröi Spurt og svaraö Hvers má vœnta af ráðherrafundi NATO sem nú er háldinn í Reykjavtk? Baldur Þórhallsson, lektor í stjómmálafrædi: Samstaða gegn öxulveldum „Líklega verða samskipti NATO og Rússlands formfest á fundinum sem þýðir að fundur- inn gæti orðið sögulegur. NATO-ríkin munu einnig fjalla um þær nýju hættur sem steðja að þeim og hvemig bregðast eigi við þeim. í því samhengi munu menn eflaust ræða hvert verði hlutverk Atlantshafsbandalagsins annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar að þessu leyti. Einnig má búast við því að Bandaríkin kapp- kosti að fá önnur NATO-ríki til að standa með sér í baráttunni gegn þeim löndum sem Bush kallaði upphaflega öxulveldi hins illa.“ Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknar: Rœtt um brenn- andi baráttu „Þess má vænta að á þessum fundi nái þjóðir Atlantshafs- bandalagsins og Rússar að gera með sér formlegt samkomulag um nánara sam- starf. Ef það gerist em þaö söguleg kaflaskil - og frekar á ég von á því að slíkt samkomulag náist. Reikna má með að baráttuna gegn hryðjuverkum beri hátt í umræðum á þessum fundi, enda er það mál brennandi hvarvetna í heiminum. Þjóðir hins vestræna heims kappkosta að samræma að- gerðir sínar gegn þessari nýju ógn sem nú blasir við. Erfitt er hins vegar að meta hvaða árangur hefur náðst, nú átta mánuðum eftir að árásin var gerð á Bandaríkin." Álfheiður Ingadóttir, útgáfustjóri: Stríðselítan brosir „Ég reikna ekki með neinu nýju, hvað þá árangri í friðarátt. Þarna er stríðselíta heimsins að koma saman og skála fyrir því sem þegar er búið að ákveða eða framkvæma. Þarna munu menn margir með blóði drifna fortíð brosa framan í heimspress- una með Esjuna og Höfða í bakgrunni, flagga svo myndunum þegar heim er komið. Þeir munu fara héðan enn ákveðnari í trú sinni á vopnavaldið og mátt hernaðarhyggjunnar. Halldór Ásgrímsson mun hugsanlega grátbiðja Powell að láta nú ekki herinn fara frá íslandi, en það er heldur ekkert nýtt. Ef NATO væri það friðarbandalag sem það þykist vera yrði fundurinn að skila öðm og meiru.“ Skýjahula þekur efsta hluta Esjunnar. DVJ4YND E.ÓL. Hugsjonir og ruglukollar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar: Hugmyndir fínpússaðar „I fyrsta lagi verða á þessum fundi finpússaðar þær hugmyndir um stækk- un NAT0 sem til umræðu hafa verið. Sú stækkun virðist mun víðfeðmari en áður var fyrirséð, þar sem sjö nýjar þjóðir eru að koma þama inn. Þar. á með- al Eystrasaltsríkin, en aukið sjálfstæði þeirra hefúr lengi verið baráttumál okkar jafnaðarmanna. Þá mun væntanlega nást þama samkomulag um nánara samstarf NATO-þjóð- anna og Rússa. Einnig er fyrirséð að á fundinum komi til umræðu fækkun kjamorkuvopna í vopnabúrum þeirra tveggja stóm heimsvelda sem fyrrum vora meginpólar kalda stríðsins. Semjist um það era það vatnaskil - og til þess að undirstrika hve merk skref í átt til afvopnunar vora stigin á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986.“ I Miðbænum er vændis- hús á öðru hverju homi, staðhæfði einn af frambjóð- endum til borgarstjómar í ríkissjónvarpinu. Til hvaða hóps kjósenda frúin er að höfða með svona bulli veit hún ein og aðrir þeir sem aldrei þreytast á að níða Reykjavík og sér í lagi lífleg- asta og eftirsóttasta hluta hennar. En þetta er víst köll- uð kosningabarátta og f þeirri viðureign gilda hvorki rök né staðreyndir og þykist sá vopnfimastur sem er öðram lagnari að snúa út úr og fara með staðleysur. Þverstæðumar í málflutningi þeirra sem reyna að höfða til hátt- virtra atkvæða era margar og best að reyna hvorki að telja þær né fá botn í það hvaö blessað fólkið er að fara. Sé litið yfir sviðið eru þó allir frambjóðendur í öllum sveitarfélög- um sammála um eitt: Þeir stefha að því að laða fólk aö byggöarlögum sínum og fjölga íbúunum. Á tímum þjóðflutninga er þetta eðlileg átt- hagatryggð og er upplagt að æsa landshiutana hvem gegn öðrum með glórulitlum yfirlýsingum um vaxtar- möguleika þorpa og bæja. Frambjóðendur í Reykjavík og Kópavogi era engir eftirbátar ann- arra í gylliboðum um að fjölga íbú- unum og skipuleggja ný hverfi til að taka við þúsundum nýrra íbúa. Þyk- ir samt mörgum nóg um íbúafjölgun eftirsóttustu þéttbýlisstaðanna. Línan gefin Borgarstjórinn í Reykjavík ætlar Oddur Olafsson skrifar: að laða að íslenskt fólk sem hefur valið sér búsetu erlendis og passa upp á að menntað hæfileikafólk flytji ekki endanlega úr landi. Þess vegna á höfuð- borgin að vera sá öryggis- ventill sem hamlar fólki frá að hleypa heimdragann og velja sér búsetu í öðrum löndum. Úti á landi strita pólitíkusar kófsveittir við að vama því að fólk flytji suður og hafa ráð á hverj- um fingri til að koma í veg fyrir brottflutning og auka innflutn- ing fólks. Ekki þarf annað en álver hér og hugbúnaðargúrúa þar og fjar- kennslu á skjá til að gera þorpin að paradís á jörðu. Og ef eitthvað vant- ar upp á má alltaf fá fólk úr fjarlæg- um heimshornum til að fylla í eyð- urnar þegar heimamenn steðja í stríðum straumum í miðbæjarsoll- inn í borg niðurlægingarinnar. Mitt í þessum buslugangi öllum tala menn fjálglega um alþjóðavæð- inguna og fjölmenningarþjóðfélög, sem era það sem koma skal. Hér tog- ast á einhver snefill af átthagaremb- ingi og heimsborgaramennsku á há- stigi. Alþjóðahyggjan og heimóttar- skapurinn haldast í hendur og má ekki á milli sjá hvort ber hitt ofurliði. En línan er gefin. Við eigum að láta til okkar taka í alþjóðastarfi og blandast erlendum hagkerfum og sveiflum, en erlend mynt er óþjóðleg og hana ber að varast eins og heitan eldinn. Á íslandi er reynt að fá út- lendinga til að kaupa allt, enda allt falt nema fiskveiðikvótinn og Ríkis- útvarpið. Sjálfstæði þjóðarinnar ligg- ur viö að ríkið annist fjölmiðlunina og einkaeignarframtakið fiskveið- *' arnar. Halda á íslensku fólki á heimaslóð og vinna ötullega að því að það flytji ekki úr landi en koma á fjölþjóðamenningu hér og fá fólk sem víðast að til að örva fólksfjölgunina og kúltúrinn. Svo má deila endalaust um hvaða tungumál eigi að tala hér- lendis. Lögbjóða skal að útlendingar tali íslensku á íslandi en enska er notuð til kennslu á háskólastigi þar sem tunga Snorra og Halldórs er ekki boðlegt viðskiptamál. Eftirsótt Sódóma Satt best að segja er maður dálítið ruglaður í stefnum og straumum samtíðarinnar. Þegar forsætisráð- herrann segist vel geta orðið svo ' klikkaður að hann gangi í Evrópu- sambandið og helsti fjármálaspek- úlant þjóðarinnar segir fyrir um að krónan verði bráðkvödd innan tíðar og evran tekin upp sem gjaldmiðill er eitthvað illskiljanlegt á seyði. Fjölþjóðavæðing og einangranar- viðleitni eru á ferli í einni og sömu persónunni og land, þjóö og tunga era á reiki í hugmyndafræði sem er bæði með og á móti sjálfri sér. Allir eru samt sammála um að sótthreinsa verði Miðbæinn og gera hann álíka sviplausan og leiðinlegan og hin þorpin utan borgarmarkanna og innan. En hvað sem því liður væri fróðlegt að fá leiðsögn fram- bjóðanda F-listans um vændishúsin á öðru hverju homi þeirrar Sódómu sem öll landsbyggðin sækir í en passa verður vandlega að leki ekki íbúunum tU lífvænlegri plássa hin- um megin við fiskislóðina. V. ■i> f “ > w * fc, Ráðgert er að utanríkisráðherrar NATO og Rússlands gangl efnlslega frá samkomulagl um nýjan samráðsvettvang bandalagslns og Rússa á þessum fundi. Mitt í þessum buslugangi öllum tala menn fjálglega um alþjóðavœðinguna og fjöl- menningarþjóðfélög sem em það sem koma skal. Hér togast á einhver snefill af átt- hagarembingi og heimsborgaramennsku á hástigi. Alþjóðahyggjan og heimóttar- skapurinn haldast í hendur og má ekki á milli sjá hvort ber hitt ofurliði. m.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.