Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 21
33 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002__________________________________________________________________ X>"V Tilvera Myndgátan Myndgátan hér til hliöar lýsir nafnorði. Lausn á gátu nr. 3302: Réttargeðdeild Krossgáta Lárétt: 1 högg, 4 háðkveðskapur, 7 annmarki, 8 geð, 10 karlmannsnafn, 12 bið, 13 þjark, 14 óhreinindum, 15 eldsneyti, 16 bás, 18 bjálfa, 21 stamp, 22 spil, 23 saklaus. Lóðrétt: 1 ánægð, 2 smámunir, 3 tindabikkja, 4 hreinn, 5 greinar, 6 kanna, 9 rask, 11 lykt, 16 næðing, 17 klaka, 19 þykkni, 20 beita. Lausn neðst á síöunni. Umsjón: Sævar Bjarnason Hvítur á leik. Jón Viktor hefur verið frekar sem- heppinn á Kúbu en er vonandi að taka sig saman i andlitinu. Eftir að hafa misst niöur 2 gjörunnar skákir tefldi hann þessa glæsiskák í 6. umferð. Kóngssóknin er stílhrein og ákveðin enda aðeins banastungan eftir þegar hér er komiö sögu. Síðasti leikur hvíts er glæsilegur. Eftir 25. Bxe6 Dxe6 26. bxc3 er „alles vorbei"! Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson (2396) Svart: Vazquez, R (2442) [B80]. Sikileyjarvörn. Minningarmót um Capablanca, Havana (6), 12.05. 2002. 1. e4 c5 2. RÍ3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Be3 a6 7. Í3 b5 8. Dd2 Rbd7 9. g4 Rb6 10. Bd3 Bb7 11. 0-0-0 Rfd7 12. Kbl Hc8 13. g5 b4 14. Rce2 d5 15. g6 hxg6 16. exd5 Rxd5 17. Rxe6 fxe6 18. Bxg6+ Ke7 19. Bg5+ R7f6 20 .Rd4 Db6 21. Hhel Hc6 22. Rxc6+ Bxc6 23. Bf5 Rc3+ 24. Kal Bd5 (Stöðumyndin!) 25. Bxe6. 1-0. Brídge Umsjón: Isak Öm Sigurösson Óhætt er að segja að þetta spil sé nokkuð sérkennilegt. Báðir rauðu kóngarnir eru einspil en liggja þó á eftir ásum. í þannig tilfellum er al- gengt að slagur fáist á kónginn en ör- lög þeirra í þessu spili voru þó á ann- an veg. Spiliö kom fyrir i tvímenn- ingskeppni kvennabridgeklúbbs í Óð- insvéum í síðasta mánuði. Norður gjafari og enginn á hættu: 4 ÁKD V Á842 + 10864 + 105 « 103 V G109753 + K * 8764 4 G952 V D6 4 ÁDG975 * Á NORÐUR AUSTUR SUÐUR VESTUR 14 pass 14 pass 2 4 pass 4- w pass 5 4 pass 6 4 p/h Fjögurra hjarta stökkiö hjá suðri var svokölluð Trelde-ásaspuming sem algengt er aö notuð sá á Norðurlönd- unum. Fimm tígla svarið lofaði 3 ásum af fimm (trompkóngur talinn sem ás) og fyrirstöðu í hjartanu. Eftir það svar lét suður vaða í spaða- slemmuna. Það kom óþægUega á óvart að spaðalitur noröurs var að- eins 3 spil en þó bót í máli að þrílit- urinn var sterkur. Útspil vesturs var hjartagosinn. Sagnhafi sá í hendi sér að drottningin í hjarta kom að litlum notum og ákvaö þess vegna að fara upp með ásinn. Hjartakóngurinn kom ánægjulega á óvart en þegar trompin voru tekin þrisvar var ljóst að vestur átti aðeins tvö. Tígulsvining kom varla til greina því hætta var á, ef vestur fengi á kóng- inn, að hann myndi senda félaga sin- um stungu i litnum. Af þeim sökum spilaði sagnhafi tígli á ásinn og viti menn - þar féll kóngurinn líka. Sagn- hafi fékk þvi 13 slagi í þessum samn- ingi og hreinan topp. Lausn á krossgátu uSu 03 ‘Á5[S 61 ‘ssi ii ‘Sns 91 ‘ubui[t n ‘loiuin 6 ‘l?ui 9 ‘uni g ‘snBpppu í ‘BiB>(sppBS g ‘uSo z ‘iæs x piaaopq ■iÍHás gg ‘bsoS gg ‘xnBis 12 ‘busb 81 ‘Eps 91 ‘ioji 51 ‘IIUB5[ n ‘sbjcJ 81 ‘>top 31 ‘irata 01 ‘pun[ 8 ‘mu§ l ‘uiiu \ ‘Sqis I uiajBU Gunnþóra Gunnarsdóttir blaöamaöur Fallið í freistni „Mamma, láttu nú ekki plata þig,“ sagði sonurinn biðjandi þegar hann sá mig storma á stað á vörukynningu í heimahúsi. „Engin hætta, ég á ekki pening," svaraði ég sannfærandi um leið og ég skaust út úr dyrunum. Ég var í seinna lagi. Kynnirinn byrj- aði um leið og ég var sest. Vítamín og fæðubótarefni fyrst á dagskrá. Fólk skotraði augunum til mín þegar töflur með D-vítamíni og kalki voru til umræðu, enda hafði ég flest árin að baki af samkomu- gestum og ljóst að þeir töldu mig komna á beinbrotaaldur- inn. Ég lét það ekki á mig fá. Lýsið og mjólkin höfðu dugað mér til þessa. Næst komu töfl- ur sem áttu að hressa upp á minnið hjá eldra fólki og varna gleymsku þess í inn- kaupaferðum. Aftur höggvið nærri mér. En þar sem ég hef yfirleitt gleymt einhverju í öllum búðarferðum frá því ég man eftir mér taldi ég töflur engu geta breytt. Hárvörur flutu fram hjá, andlitsmaskar, munnskol, húðmjólk og hreinsivatn. Það var ekki fyrr en kom að hrukkukremunum sem hugurinn tók kipp, enda hvessti kynnirinn á mig aug- un og lofaði þvílíkum árangri í baráttunni við rúnirnar að engum vörnum varð við kom- ið. Buddan var að vísu tóm en varan var heldur ekki á land- inu og bið eftir afgreiðslu. í trausti þess að lottókúlurnar rötuðu í rétt göt næsta laugar- dag skrifaði ég skjálfhent pöntun. Sonur minn horfði rannsakandi á mig þegar ég kom heim en ég var tómhent. Sandkorn Umsjón: Ólafur Teitur Guönason • Netfang: sandkorn@dv.is .. -v . Flestum eru sjáifsagt i „fersku“ minni reglumar sem ný- lega voru settar á bifreiðastöð í bænum, um hreinlæti og þrifnað leigubílstjóra. Því ágæta fólki er nú gert að skipta daglega um nærbuxur og láta snyrta reglulega í sér nefhárin svo fátt eitt sé nefnt. Bónstöðin Bílaþrif í Hafnarfirði hefur séð í þessu sókn- arfæri. Þar er ekki einasta aðstaða til að sjá til þess að bílamir séu skínandi hreinir og fallegir heldur er sturta og búningsklefi á staðnum fyrir bílstjórana, þar sem þeir geta skipt um nærbuxur og sokka. Þetta hlýtur að teljast frumlegasta „heild- arlausnin" sem boðin hefur verið í seinni tíð - og eru þær þó býsna margar. Þaö GF þekkt fyrirbæri að úr- slit iþróttaleikja geta haft áhrif á úr- slit kosninga. Hafa leikir enska landsliðsins í knattspyrnu sérstak- lega verið nefndir í því sambandi. Það þykir sitjandi valdhöfúm ætíð til framdráttar að íþróttaliði kjós- enda hafi gengið vel. Þá líöur þeim vel, þeir fyllast bjartsýni - og bjartsýni er besti meðbyr sem sitjandi valdhafi getur óskað sér. Margur sjónvarps- áhorfandinn tók eftir því hve þung brúnin var á borgarstjóra þar sem hún sat og fylgdist með oddaleik ís- landsmótsins í handknattleik. Þar bám norðanmennimir í KA sigur- orð af Valsmönnum sem kunnugt er - og það á sjálfum Hllðarenda. Ein- hverja aðra keppni hefði þurft til að vega upp á móti þessu fram til kosn- inga. Eurovision-keppnin er raunar haldin á sjálfan kjördag - degi of seint til að hafa áhrif - en íslending- ar illu heilli fjarri góðu gamni að þessu sinni. Embættismenn í utanrikist ráðuneytinu eru vlst æði óhressir - svo vægt sé til orða tekið - með töl- umar sem Davíð Oddsson forsæt- isráðherra varp- aði fram á dög- unum um feikn- arlegan kostnað af ESB-aöild. Davlð nefndi þar margfalt hærri tölur en nefndar voru í skýrslu utanríkisráðu- neytisins fyrir _ tveimur árum. Forsætisráðherra bætti um betur í Sunnudagskaffi Kristjáns Þorvaldssonar í Útvarp- inu og sagði tölumar byggöar á skýrslu utanríkisráðuneytisins! Að- eins hefði þurft að uppfæra tölum- ar og samræma forsendur. Fyrr- nefndir embættismenn munu vera tregir til að gagnrýna tölur Davíðs opinberlega - enda eru þeir strangt tU tekið starfsmenn hans. Nú hefur Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hins vegar ákveðið að láta óháða sérfræðinga meta kostnaðinn upp á nýtt og má af því ráða að töl- um Davíðs sé tekið með fyrirvara þar á bæ. Bæði R- og D-listi hafa kom- ið sér upp heimasíðu á Netinu í að- draganda kosninga. Þar má þar nálgast fréttir af þvi sem er á döf- inni hjá fram- boðunum og stefnan er þar birt í öllu sínu veldi - allt frekar hefð- bundið. Smell- inn fídus á síðu Reykja- víkurlistans er möguleik- inn á að skrá sig á póstlista og fá þannig nýjustu fréttir sendar jafn- óðum. Þó er hún kannski ekki alveg jafnsmeUin, reynsla kjósanda sem skráði sig á þennan póstlista sumar- daginn fyrsta, þegar stefna R-listans var kynnt. Sá hefur ekki fengiö eitt einasta bréf. Hann bíöur hins vegar þolinmóður frétta. Myndasögur I 1 <D Eftir fjörutíu ár?! Garöar oq éq a?tlum aftur í bransann!... Hrafninn flýgur II? Marta Max oq Italandi hundurinn 'Hafliði! Hreiðar , hvað nu?l erum komnir með framhalds- atriði! Já! Héma er það! Skrift ...“A“, lestur ...“A“, staf- setnir\Q ... A“, rúmfræðí ...“A“. tómatsósu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.