Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 22
34 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson MIDVIKUDAGUR 15. MAÍ 2002 33V 95 ára________________________________ Ragnheiður Svanlaugsdóttir, } Lindargötu 57, Reykjavík. 85 ára________________________________ Gunnhild A. Bjarnason, Reykjabraut, Mosfellsbæ. 75 ára________________________________ Páll M. Aðalsteinsson, Austurbergi 30, Reykjavik. Ólafur Jónsson, Breiðvangi 22, Hafnarfirði. 70 ára________________________________ Hilda Fanney Nissen, Skúlagötu 40a, Reykjavík. Ragnheiður Kristófersdóttlr, Gilsbakka 2, Reykholti. Anna Elinorsdóttir, Björk, Reykjahlíð. 60 ára_______________________________ Þóra Steinunn Kristjánsdóttir, Snorrabraut 56, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jóhannes Eric Konráðsson bifreiðarstjóri. Þau hjónin eru að heiman í dag. Guðrún Ingunn Magnúsdóttir, Lindargötu 58, Reykjavik. Guðmundur Guðnason, Skeggjagötu 19, Reykjavík. Bjarnl Guðmundsson, Garðsstööum 8, Reykjavík. Slgrún Jóhannsdóttir, Vallarbyggð 3, Hafnarfirði. Unnur Jónsdóttir, Hjallalundi 17c, Akureyri. 50 ára_______________________________ Hallfríður Jónasdóttir, Skeiðarvogi 149, Reykjavik. Anna Sigrún Böðvarsdóttir, Kögurseli 13, Reykjavik. Gestur Kristjánsson, Heiöarhjalla 29, Kópavogi. Gunnlaugur F. Lúthersson, Veisuseli, 601 Akureyri. * ffl óre_______________________________ Unnar Garðarsson, Efstasundi 65, Reykjavík. Heimir Ríkarðsson, Skipholti 45, Reykjavík. Ólafur Johnson, Neshaga 8, Reykjavik. Rakel Guðbjörnsdóttlr, Flúðaseli 72, Reykjavik. Hólmfríður Björk Marinósdóttir, Flétturima 26, Reykjavík. Hrefna Hlín Karisdóttir, Frostafold 153, Reykjavík. Stefanía Jörgensdóttir, Rfumýri 1, Garðabæ. Ásdís Arthúrsdóttir, Ægisgrund 10, Garöabæ. Sjöfn Karlsdóttir, Breiðvangi 27, Hafnarfirði. 'v Ævar Rafn Kjartansson, Hverfisgötu 54, Hafnarfirði. Mjöll Rosadóttir, Traðarbergi 15, Hafnarfirði. Sveinn Ævarsson, Smáratúni 44, Keflavík. Helga Hrönn Þorleifsdóttir, Ekru, Mosfellsbæ. Eyþór Þorbergsson, Bifröst, kennarabúst, Borgarf. Guðmundur B. Ólafsson, Brekkutúni 7, Sauðárkróki. Jóhann Sigurður Gestsson, Prestssæti 6, Sauðárkróki. Gunnlaugur Oddsson, Norðurtúni 11, Siglufirði. Stefanía Hauksdóttir, Heiðarlundi lb, Akureyri. Hjördís Henriksen, Öldugötu 17, Dalvík. Karl Bryngelr Karlsson, Áshamri 29, Vestmannaeyjum. Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyöarlínunnar hf. Þórhallur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, Steinási 13, Garðabæ, er fimmtugur i dag. Starfsferill Þórhallur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum. Hann lauk námi í tæknifræði frá Köbenhavns Teknikum 1979 og stundaði nám við University of Colorado í Boulder 1986. Þórhallur hóf störf hjá Áætl- unardeild Vegagerðar ríkisins 1979, var umdæmistæknifræðingur á Austurlandi 1980 og á Suðurlandi frá 1981-95, var aðstoðarmaður Þor- steins Pálsson í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu 1995-99 en tók þá við sem framkvæmdastjóri Neyðar- línunnar. Þórhallur var ritstjóri og ábyrgðarmaður Héraðsblaðsins Suðurlands 1987-92 með hléum, var formaður blaðstjómar kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksms á Suður- landi frá sama tíma, sat í stjóm Knattspyrnudeildar Ungmennafé- lags Selfoss 1988-91 og í stjóm Skák- félags Selfoss i tvö ár. Þórhallur var formaður sjáifstæðisfélagsins Óðins á Selfossi 1989-96, sat í stjóm kjör- dæmisráðs Sjáifstæðisflokksins á Suðurlandi, var formaður fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Ámes- sýslu, í stjórn samgöngunefndar Sjálfstæðisflokksins um margra ára skeið, var formaður umferðarmála- nefndar Selfoss 1990-94, var varafor- seti Rótaryklúbbs Selfoss og síðan forseti hans 1992-93, er nú félagi í Rótaryklúbbnum Görðum, Garða- bæ, var formaður Umferðarráðs 1992-2002, sat í stjóm NTK, Nordisk Traffik Sykkerheds Kommite 1995-2002, varaformaður 1997-2000 og formaður nefndarinnar 2000-2001, sat í stjórn PRI, Alþjóða- samtaka umferðarráða 1997-2002. Á vegum PRI stýrði hann starfshópi um gerð umferðaröryggisáætlana en hér á landi starfaði hann á árun- um 1994-95 með nefnd sem vann að gerð fyrstu umferðaröryggisáætlun- arinnar, samkvæmt samþykkt ríkis- stjómarinnar frá 1994. Hann var síðan formaður Umferðaröryggis- nefndarinnar sem vann að áætlana- gerð í umferðaröryggismálum frá 1996-2001. Þórhallur situr í stjórn Golfklúbbs Bakkakots. Fjölskylda Þórhallur kvæntist 9.8. 1980 Gróu Dagmar Gunnarsdóttur, f. 10.4.1955, bankamanni við viðskiptastofu Landsbanka íslands. Hún er dóttir Gunnars V. Hannessonar prentara og Sigurjónu Símonardóttur versl- unarmanns. Synir Þórhalls og Gróu Dagmarar eru Jón Gunnar, f. 27.1. 1976, aðal- varðstjóri við lögregluna í Neskaup- stað, kvæntur Huldu Gestsdóttur og er dóttir þeirra Gróa Dagmar Gunn- arsdóttir auk þess sonur Huldu Al- ex Hinrik Haraldsson; Einar Karl, f. 19.4.1980, nemi í verkfræði við HÍ. Systkini Þórhalls eru Stetnþór, f. 8.7. 1950, framkvæmdastjóri i Reykjavík; Etnar Jón, f. 21.4. 1954, hagfræðingur, búsettur í Reykjavík; Þorgeir, f. 18.2. 1956, listfræðingur og deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu; Sigrún, f. 13.7. 1963, kenn- ari í Reykjavík; Amar Már, f. 5.5. 1966, golfkennari i Þýskalandi; Hólmfríður Ólöf, f. 20.4. 1968, sagn- fræðingur og starfsmaður hjá Eddu miðlun, búsett í Reykjavik. Foreldrar Þórhalls: Ólafur H. Jónsson, f. 27.4. 1927, d. 1984, skipa- fræðingur í Kópavogi, og Hólmfríð- m- Þórhallsdóttir, f. 17.8. 1930, d. 2000, leiðsögumaður og starfsmaður á bókasafni Kópavogs. Ætt Ólafur var sonur Jóns, skipstjóra í Reykjavík, Eiríkssonar, b. á Tungu í Örlygshöfn í Patreksfirði, Eiríkssonar. Móðir Jóns skipstjóra var Jóna Thoroddsen. Móðir Ólafs skipafræðings var Herþrúður Her- mannsdóttir Wendel, kaupmanns á Þingeyri, af dönskum og þýskum ættum. Hólmfríður er dóttir Þórhalls í Bakkadal í Arnarfirði, Guðmunds- sonar, b. á Sveinseyri i Tálknafirði, bróður Magnúsar á Homafirði. Guðmundur var sonur Halls, lausa- manns í Byggðarholti, Jónssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur. Móðir Þórhalls var Margret, systir Krist- jönu, ömmu Sighvats Björgvinsson- ar, fyrrv. ráðherra. Margrét var dóttir Einars, b. á Lambleiksstöð- um, Sigurðssonar, bróður Álfheið- ar, móður Gunnars Benediktssonar rithöfundar. Önnur systir Einars var Guðný, amma Einars Braga rit- höfundar. Móðir Margrétar var Hólmfríður Bjamadóttir. Móðir Hólmfríðar Þórhallsdóttur var Marta Guðmundsdóttir, sjó- manns og trésmiðs á Bíldudal, Lár- ussonar og Guðrúnar Jónsdóttur frá Skáleyjum. Þórhallur og Gróa taka á móti gestum í Félagsheimili Orku- veitu Reykjavikur í Elliðaárdal í dag, milli kl. 17.00 og 19.00. Áttatíu og fimm ára_______________________________________________________.' ■ ■ fi Páll Benjamín Sigurðsson fyrrv. mjólkurbússtjóri Páll Benjamín Sigurðsson, fyrrv. mjólkurbússtjóri hjá Mjólkursam- lagi ísfirðinga, til heimilis að Hlíf H, Torfnesi, ísafirði, er áttatiu og fimm ára í dag. Starfsferill Páll fæddist í Hnífsdal og ólst þar upp hjá móður sinni og á Bakka hjá hjónunum Guðnýju Jónsdóttur og Jónasi Þorvarðarsyni. Hann flutti á unglingsárunum til ísafjarðar og stundaði þar ýmis verkamannastörf og sjómennsku. Páll hóf störf hjá Mjólkursamlagi ísfirðinga 1952 og var þar mjólkur- bússtjóri 1956-78. Hann starfaði áfram hjá Mjólkursamlaginu allt til 1994 er hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Fjölskylda Páll kvæntist 31.5. 1941 Hólmfríði Magnúsdóttur frá Bolungarvík, f. 6.3. 1915, d. 19.1. 1997, verslunar- manni. Hún var dóttir Magnúsar Ólafssonar, f. 101.7. 1880, d. 15.8. 1959, og k.h., Karitasar Árnýjar Jónsdóttur, f. 6.5. 1890, d. 3.5. 1915. Þau bjuggu í Bolungarvík. Böm Páls og Hólmfríðar eru Kar- itas Maggý, f. 21.1.1941, búsett á ísa- firði en maður hennar er Baldur Björn Geirmundsson, f. 15.10. 1937 og eiga þau firnm börn, fimmtán barnaböm og eitt bamabarnabam; Kristín Björk, f. 30.5. 1943, búsett í Reykjavík en maður hennar er Sveinn Scheving, f. 25.7.1942 og eiga þau þrjú böm og sjö barnaböm; Júl- iana Sigríður, f. 1.7. 1947, búsett í Hveragerði en maður hennar er Kristján Finnsson, f. 2.6. 1943 og á Júlíana tvo syni; Guðný Jóna, f. 4.8. 1951, búsett í Reykjavík en maður hennar er Sigurður Bessason og eiga þau tvo syni og tvö barnaböm. Albróðir Páls: Jóhann Sigurður Sigurðsson, f. 15.6. 1913, d. 23.10. 1986 en kona hans var Sigríður Guð- jónsdóttir, f. 20.1. 1912, d. í febrúar 2002. Hálfsystkini Páls, sammæðra: Guðrún Sigurðardóttir, f. 21.5. 1924, fyrrv. hjúkrunarkona á ísafiröi en maður hennar var Níels Guðmunds- son sem er látinn; Guðmuhdur Jós- ep Sigurðsson, f. 21.5. 1924, d. 5.8. 1993 en kona hans var Guðbjörg Árnadóttir en þau skildu; Hákon Bjamason, f. 28.2. 1928, lengi vél- stjóri á Fagranesinu á Isafirði en kona hans var Hulda Guðmunds- dóttir sem er látin; Hermann Alfreð Bjamason, f. 28.2. 1928, d. 5.6. 1946; Oddur Jakob Bjamason, f. 27.10. 1932 en kona hans er Ingibjörg Jóns- dóttir; Kristín Sveiney Bjamadóttir, 27.10.1932, húsmóðir í Reykjavík en maður hennar var Albert Ingibjarts- son sem er látinn. Hálfbróðir Páls, samfeðra, var Al- freð, f. 1910, d. 1982. Foreldrar Páls voru Sigurður Benjaminsson, f. 8.3. 1887, d. 1980, smiður er bjó lengst af á Bíldudal, og Kristin G. Jóhannsdóttir, f. 18.8. 1896, d. 4.5. 1982, frá Þverholti í Að- alvík, verkakona. Sigurður og Kristín skildu en Kristin bjó lengst af á Isafirði. Foreldrar Kristínar voru Jóhann Jóhannsson og Sigriður Borgars- dóttir frá Þverdal í Aðalvík. Páll verður að heiman á afmælis- daginn. Andlát Guörún Jónsdóttir, Freyjugötu 9, Reykjavlk, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnud. 12.5. Guðbjörg Guðmundsdóttlr, áður til heimilis á Freyjugötu 32, Reykjavík, lést á Hrafnistu sunnud. 12.5. Gísli Guðmundsson, Háaleitisbraut 40, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstud. 10.5. ^ Helgi Jóhannsson frá Núpum, Bröttuhlíð 6, Hveragerði, lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi sunnud. 12.5. Sigrún Bárðardóttir, Snekkjuvogi 12, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnud. 12.5. Trausti Guðmundsson, Austurbergi 18, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtud. 2.5. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Björn Bjarnason yfirkennari fæddist í Steinhesi í Húnavatnssýslu 15. maí 1905. Hann var sonur Bjama, prófasts í Steinnesi, Pálssonar, bónda á Akri í Austur-Húnavatnssýslu Ólafssonar. Móðir Bjöms var Ingibjörg Guðmunds- dóttir, hreppstjóra á Brekku í Skaga- firði, Sölvasonar. Bjöm stundaði nám við Menntaskól- ann í Reykjavík, lauk þaðan stúdents- prófum 1926, stundaði nám i ensku og þýsku við Háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan cand.mag.-prófi 1932 og stundaði auk þess námskeið við háskól- ann í Cambridge, Heidelberg og i Berlín. Þá stundaði hann nám í enskum bókmennt- um við háskólann í Oxford 1942-1943. Bjorn Bjarnason Bjöm var löggiltur skjalaþýðandi í ensku og þýsku. Helsta starf hans var þó kennsla. Hann kenndi við Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga sem siðar hét Gagnfræðaskóli Vesturbæjar frá 1932, fastráðinn kenn- ari þar frá 1938 og yfirkennari við skól- ann 1945-1955 og kenndi síðan við Gagnfræðaskólann í Vonarstræti 1955-64. Þá kenndi hann jafnframt við Kvennaskólann í Reykjavík 1932-1940 og við Verslunarskóla íslands 1932-1938 og var prófdómari í ensku og dönsku við Menntaskólann á Akureyri og í ensku við Háskóla íslands. Bjöm varð þó þekktastur sem enskukennari rík- isútvarpsins mn skeið frá 1943. Bjöm lést 14. janúar 1989. Allt til alls ►I 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.