Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 25
37 MIÐVDtUDAGUR 15. MAÍ 2002 DV Tilvera Þingeyskar unnu dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks: Sjúkraliði og versl- unarstjóri sömdu vinningslagið Tvær blómarósir austan úr Þingeyjarsýslu komu, sáu og sigr- uðu í dægurlagakeppni Kvenfé- lags Sauðárkróks þetta árið. Þær Hrönn Sigurðardóttir og Svava Hrund Friðriksdóttur sungu lagið og sömdu ásamt Einari Mána, bróður Svövu, en vinningslagið, hugljúft og fallegt lag, heitir í nótt. Gamli útvarpsmaðurinn Jónas Jónasson samdi lagið í öðru sæt- inu, Hver er þin fegurð, við texta Baldurs Jónassonar, og það var Berglind Björk, dóttir Jónasar, sem söng. Erla Gígja Þorvaldsdótt- ir á Sauðárkróki átti svo lagið í þriðja sætinu, Draumar, sem Regína Ósk söng. Besti flutningurinn Regna Ósk söngkona fékk verðlaun fyrir besta flutninginn ásamt höfundi lagsins sem varð í þríðja sætinu, Erlu Gígju Þorvaldsdóttur á Sauðárkróki. Sigruöu Höfundar vinningstagsins, þær Hrönn og Svava Hrund, fiytja sigurlagið, I nótt, með miklum tilþrifum. DV-MYNDIR ÞðRHAlLUR ÁSMUNDSSON Hollywood-stemning Stemningin á Króknum var líkust því sem gerist í kvikmyndaborginni. Hér eru verðlaun afhent. Þær stöllur Hrönn og Svava Hrund voru í sjöunda himni þegar úrslitin voru ljós og sögðu að sig- urinn hefði komið þeim mjög á óvart þótt þær hefðu haft fuUa trú á sinu lagi. Þær sögðust gera tals- vert að þvi að semja lög, ásamt Einari Mána, og ættu fuUt af lög- um. „Þetta er vonandi bara fyrsta skrefið í því að koma okkar efni í útgáfu og á framfæri. Við fengum þarna fría stúdíótíma í verðlaun sem við munum nýta i það. Það var mjög gaman að taka þátt í keppninni og okkur fannst mörg laganna góð en vorum ekki sam- mála pabba með önnur,“ sagði Hrönn, sem er verslunarstjóri á Akureyri, en Svava Hrund er sjúkraliði á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. -ÞÁ Snilldartaktar Það er erfiðara en það sýnist að hitta í körfuna. Körfuboltaskóli Péturs og Ágústs: Mikilvægi samspils í sókn og vörn Hinn hávaxni Pétur Guð- mundsson körfuboltamaður (218 cm) og Ágúst Björgvins- son, unglingalandsliðsþjálfari í körfubolta, verða með körfú- boltaskóla á þremur stöðum á landsbyggðinni næstu dag- ana. Pétur er eini islending- urinn sem hefur spilað í NBA-deildinni svo hann hef- ur miklu að miðla hinum ungu og upprennandi. Þeir félagar ætla að hefja leikinn í Neskaupstað á fóstu- dag og leiðbeina 10-15 ára krökkum á svæðinu og verða svo á Egilsstöðum daginn eft- ir með tvö námskeið, fyrir og eftir hádegi. Fyrra námskeið- ið er ætlað krökkum 8-11 ára og eftir hádegi komast 12-16 ára krakkamir að. Mánudag- inn 20. maí verða þeir kump- ánar komnir suður á land, nánar tiltekið að Hvolsvelli og námskeiðið þar er ætlað 10-15 ára. Lögð verður áhersla á helstu undirstöðuatriði körfu- boltans, svo sem sendingar, skot og knattrak. Farið verð- ur yflr helstu atriði samspils og mikilvægi þess bæði í vöm og sókn. Verðlaun verða veitt fyrir ýmsar aldursskiptar þrautir og að lokum fá allir boli merkta skólanum. Þeir sem vUja skrá sig fyrirfram er bent á að hringja í eftirtal- in símanúmer: í Neskaupstað 477-1181 fyrir hádegi, á EgUs- stöðum 471-2205 eða 897-2205 og á HvolsveUi í síma 487- 8607. -Gun. 7T > f- í— FRAMUNDAK Mlð. 22. MAÍ ' '' KK Tjarnarb. úiafsfirð. ! MÓLIKÚL Vídalín v. Ingólfstorq F!M. 23.MAI KK VíðPollÍnn Akureyri BUFF Vídalín v. Ingólfstorg | fö$7. 24. MAl MIEMES Vídalín v. Ingólfstorg NYDÖNSK Kaffi Reykjavík , SIXTIES Players Kópavogi LAIIG. 25. MAt í SVÖRTUM FÖTUM Sjallanum Akureyri t STUEMENN Höllinni Vestmannaey. MIENES Vídalín v. Ingólfstorg NÝDÖNSK Kaffi Reykjavík SIXJIES_ ^ Players Kópavogi /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.