Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2002, Blaðsíða 36
 m Nato-fundurinn: Á annan tug fá ekki aðgang Að minnsta kosti á annan tug starfsmanna á öryggissvæði Nato- fundarins hafa ekki fengið aðgöngu- kort að svæðinu. Einn einstaklingur hefur leitað skýringa hjá embætti rík- islögreglustjóra á því af hverju hann hafi ekki fengið aðgang að svæðinu. Hann fékk munnlegar skýringar og var bent á að hann gæti sent inn form- legt erindi og fengið skriflegt svar frá embættinu. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar yfrrlögregluþjóns kemur m.a. fram að það sé ríkislögreglustjóri sem beri ábyrgð á öryggisgæslu á fundinum. Embættið veiti mönnum leyfi til að vera innan öryggissvæðisins eða synji um slík leyfi eftir atvikum. Eðlilegur þáttur í öryggisgæslunni sé að kanna starfsmannalista hótela og fyrirtækja sem séu innan öryggisgæslusvæðis- ins. Þetta geti leitt til þess að lögregla fari fram á að ákveðnir einstaklingar verði ekki við störf meðan á fundin- um stendur. Slíkar ráðstafanir beinist ekki gegn ákveðnum hópum, kynþátt- um né þjóðemum heldur sé hver ein- staklingur metinn út frá ákveðnum forsendum. í þeim hópi sem ekki er heimilaður aðgangur að öryggissvæð- inu vegna Nato-fundarins eru bæði Is- lendingar og erlendir ríkisborgarar. -JSS Orion-vélin: Engar kvartanir Nokkuð var kvartað í fyrrinótt til lögreglunnar, bæði í Reykjavík og Kópavogi, vegna P-3 Orion-flugvélar Varnarliðsins sem er á flugi yfir borg- inni vegna NATO-fundarins. Þessi flugvél mun fljúga í öryggisskyni yfir borginni í það minnsta meðan á NATO-fundi stendur en ekki fást upp- lýsingar um hversu lengi hún mun verða á flugi eða á hvaða tímum sólar- hrings. I nótt var hins vegar ekkert um kvartanir hjá hvorugu þessara lög- regluumdæma. Ástæðan er sú að flug- inu var breytt í kjölfar kvartana gær- dagsins á þann hátt að vélin hækkaði flugið úr 8.000 fetum í 10.000 fet og flaug þar að auki stærri hring um borgina. Þetta virðist hafa virkað þó að DV hafi haft spurnir af fólki sem heyrði til vélarinnar í nótt. -HI Kannabis í bílskúr Lögreglan á Sauðárkróki tók í nótt í sína vörslu 10 kannabisplönt- ur i 8 pottum sem ungur maður var að rækta í bílskúr í bænum. Stærsta plantan var um 59 cm á hæð en full- vaxnar verða þessar kannabisplönt- ur allt að 2,40 metrar að hæð. Mað- urinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglunni en ekki vegna fíkni- efnamála. -GG FÓR AUFRBÐ AF LÍNUNNI? FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ Allianz - Loforð er loforð MIÐVIKUDAGUR 15. MAI 2002 DV-MYND HILMAR ÞÓR Islenskir lögreglumenn með alvæpni íslendingar eru óvanir því að sjá lögreglumenn landsins vopnaða, hvað þá þungvopnaða. Víkingasveitarmaðurinn til vinstri á myndinni er ekki aðeins vopnaður skammbyssu heldur vélbyssu af öflugustu gerð. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn er fríðsamlegri þar sem hann fylgist með NATO-fundinum. Viðræður Petersons og Línu.Nets: Misvísandi upplýsingar Aifreð Þor- steinsson sagðist í viðtali við DV í morgun ekki hafa staðið í samn- ingaviðræðum sjáifur við CVC, fyrirtæki Kenneth Peter- sons, þannig að hann vissi ekki nákvæmlega hvor hefði haft frumkvæði að þeim. Eftir nán- ari eftirgrennslan hjá Línu.Neti í morgun sagði Al- freð enginn starfsmanna Linu.Nets hefði haft samband við CVC að fyrra bragði. Hins veg- Alfreð Þorsteinsson. Höfuðstöðvar Linu.Nets. Kenneth Peterson. ar hefði ráðgjafi á vegum Línu.Nets kynnt ýmsum aðilum starfsemi þess. I framhaldi af þvi hefði Peter- son haft samband og óskað eftir við- ræðum. • Bjarni Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar CVC, segir hins vegar við Við- skiptablaðið í dag að forsvarsmenn Línu.Nets hafi óskað eftir fundi við Kenneth Peterson en ekki öfugt. Alfreð Þorsteinsson segir að þrír aðrir aðilar eigi í viðræðum við Línu.Net en að hann sé bundinn trúnaði um hverjir það eru. Spurt er hvort ekki ríki sami trúnaður gagnvart Kenneth Peterson. „Frétta- blaðið hafði samband við mig og sagðist hafa vitneskju um að Peter- son væri í viðræðum við okkur. Ég gat ekki neitað þvi þegar spurt var beint. Sá er munurinn.“ í yfirlýsingunni segir Kenneth Peterson að í kjölfar jákvæðra breytinga á skatta- og reglugerðar- umhverfí á íslandi hafi vaknað al- mennur áhugi hjá CVC á íslenska fjarskiptamarkaðnum, sem meðal annars leiddi til fjárfestinga í síma- fyrirtækinu Halló - Frjálsum fjar- skiptum. Félagið hafi með nokkrum óformlegum samtölum öðlast ágæta yfirsýn yfir íslenska fjarskipta- markaðinn og hafi almennt áhuga á að leita góðra tækifæra til fjárfest- inga á íslandi. Fréttablaðið sagðist í gær hafa heimildir fyrir því að markmiö CVC með kaupum á Línu.Neti væri að sameina það Halló - Frjálsum fjarskiptum. Peterson segir við Mál Árna Johnsens þingfest á föstudag: Ovíst Kvort dómurinn veröur fjölskipaður Óvíst er hvort dómur Héraðs- dóms Reykjavikur verður fjölskip- aður þegar réttað verður í máli rík- issaksóknara gegn Áma Johnsen. Guðjóni St. Marteinssyni héraðs- dómara hefur verið úthlutað málinu sem verður þingfest á fostudags- morgun. Þá mun Ámi og fjórir aðr- ir sem eru ákærðir með honum mæta fyrir dóminn með verjendum sínum og gera grein fyrir afstöðu sinni til ákæruatriðanna. Þegar mál eru þingfest kemur oftast í ljós hvort dómari ákveður að nota heim- ildir í lögum til að hafa dóminn fjöl- skipaðan eins og oft er gert þyki mál umfangsmikil eða líkleg til að vafaatriði komi upp, eða að sér- fræðikunnátta sé nauðsynleg. Sam- kvæmt heimildum DV er hins vegar óvíst hvort heimildirnar ná yfir um- rætt mál. Áma er gefið að sök fjárdráttur, umboðssvik, rangar skýrslur til yf- irvalda, mútuþægni í opinberu starfi sem alþingismaður, formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins og byggingamefndar Vestnorræna ráðsins Brattahlíðamefndar. Refsiramminn, það er hámarks- refsing fyrir fjárdrátt, er 6 ára fang- elsi. Heimild er í hegningarlögum til að leggja helming dæmdrar refs- ingar við sé um að ræða brot í opin- beru starfi. Til að koma í veg fyrir misskilning þýðir slíkt ekki að 6 ár verði að 12 árum heldur gæti slíkt þýtt að sé sakfellt t.a.m. fyrir brot og mánaðar fangelsi dæmt (hvort sem það er bundið skilorði eða ekki) þá mætti bæta mánuði við. Brot fyr- ir fjárdrátt getur aldrei orðið meira en 6 ára fangelsi hvort sem um er að ræða opinberan starfsmann eða ekki. Sjaldgæft er að dæmt sé meira en þriðjungur af refsirammanum sem varðar fjárdrátt. -Ótt Mannbjörg þegar tré- bátur sökk Tveimur mönnum var bjargað um borð í björgunarskip Slysavam- arfélagsins Landsbjargar þegar bát- ur þeirra, Dögg ÍS, sökk um tvær sjómílur norðaustur af Amamesi í Isafjarðardjúpi. Það var rétt fyrir kl. níu í gær- kvöldi sem neyðarkall barst frá bátnum sem var 20 tonna trébátur. Þar var tilkynnt að báturinn væri að sökkva á áðumefndum slóðum. Aðeins þremur minútum seinna fór björgunarskipið Gunnar Friðriks- son af stað og var rúmar 20 mínút- ur að bátnum. Þá var hann sokkinn en mennimir gátu skotið upp neyð- arblysi þegar báturinn nálgaðist þannig að lítinn tíma tók að finna þá. Þegar að kom voru mennimir báðir komnir um borð í gúmmí- björgunarbát en bátur þeima var sokkinn. Báturinn sigldi til ísafjarð- ar þar sem lögreglumenn tóku á móti þeim og þaðan voru þeir flutt- ir á sjúkrahús til skoðunar. Þeir reyndust ómeiddir. Veðrið var gott á þessum slóðum í gærkvöldi, hægviðri og gott skyggni. Lögreglan á ísafirði rann- sakar orsakir þess að báturinn sökk og mun taka skýrslu af mönnunum tveimur í dag. Báturinn, sem var gerður út frá Súðavík, var á leið þaðan til ísafjarðar þar sem taka átti hann í slipp vegna leka. -HI Reykjavík: Um 1200 hafa kos- ið utan kjörfundar Um 1200 manns höfðu kosið utan kjör- fundar í Reykja- vík undir kvöld í gær. Utankjör- fundarkosning vegna borgar- stjómarkosning- anna í Reykja- vik fer fram í Fjölbrautaskól- anum í Ármúla en þar er opið milli klukkan 10 fram að kosningum. Á kjörstað fengust þær upplýsing- ar að nokkurt líf væri í kosningu ut- ankjörfundar sem virtist benda til að margir ætluðu að vera að heim- an á kjördag, laugardaginn 25. maí. Hefur fjöldi atkvæða farið í allt að 200 á dag. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér skilríki með mynd ætli þeir að kjósa. Fá má upplýsingar um ut- ankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Reykjavík í síma 553 760. -hlh Sérfræöingar í fluguveiði Sportvörugerðin hf., Skipholt 5. s. 562 «383 flar ÍA FRETTASKOTIÐ SlMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert I fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, I greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar I er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan I sólarhringinn. 550 5555 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.