Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Blaðsíða 1
I morgun 3» LEIKFELAG AKUREYRAR - ÁSTARSAGA. BLS. 22 DAGBLAÐIÐ VISIR 110. TBL. - 92. ARG. - FIMMTUDAGUR 16. MAI 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK i i i i i i i i i i i i i i i i i i Ekkert lát á hægri sveiflunni Guðjón hættur hjá Stoke 26 ÚRSLIT HOLLENSKU ÞINGKOSNINGANNA: BREYTINGAR HJÁ ÍSLENDINGALIÐINU: DVA1YND GVA Haraldur Ólafsson á toppi Everest í morgun Pólfarinn og fjallaklifrarinn Haraldur Ólafsson vann það afrek snemma í morgun að ganga á topp Everest, hæsta fjalls veraldar. Haraldur varð þar með fyrstur manna til að ganga á báða pólana og hæstu fjöll i öllum heimsálfum á einungis fjórum og hálfu ári. Davíð Oddsson forsætisráðherra fagnaði afrekinu í morgun með fjölda fólks. Þeirra á meðal voru Una Björk Ómarsdóttir, eiginkona Haralds og móðir, Sigrún Jakobsdóttir Richter, sem sjást skála í kampavíni á innfelldu myndinni. Nánar á bls. 2 Aoeins eitt símtal! 8001111 D-listi sækir mikið á í skoðanakönnun DV sem gerð var í gærkvöld: Hnífjafnt með R-lista og D-lista í Reykjavík Dregið hefur mjög saman með D- lista og R-lista í Reykjavík og er nú svo komið að fylgi listanna er hnífjafnt, munur á fylgi þeirra er ekki marktækur. D-listi fengi 46,4 prósenta fylgi ef kosið væri nú en R- listi 48 prósent. D-listi bætir við sig 2,1 prósentustigi frá könnun DV 21. apríl en R-listi tapar 3,4 prósentu- stigum. F-listi fengi 4,7 prósenta fylgi ef kosið yrði nú, bætir við sig einu prósentustigi frá síðustu könn- 03.03 m 21.04 B 15.05 Kosningar í borginni Fyigi R-lista hef- ur dvínað frá síö- ustu könnun en D-listi sækir á. F Aörir un DV. Þessar niðurstöður má lesa úr skoðanakönnun DV sem gerð var í gærkvöld. Fylgi annarra framboða er undir einu prósenti sem fyrr. Úrtakið í könnuninni var 600 kjós- endur í Reykjavík, jafnt skipt milli karla og kvenna. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef borgarstjóm- arkosningar fæm fram núna? Óákveðnir reyndust 9,7 prósent en 6 prósent neituðu að svara spumingunni. 84,3 prósent tóku því afstöðu sem er 2,6 prósentustigum meira en í könnun DV í april, þegar 81,7 prósent tóku afstöðu. D-listi tekur stórt fylgisstökk með- al kvenna en í þeim hópi tapar R-list- inn að sama skapi miklu fylgi. Þegar fjöldi borgarfuiltrúa er reiknaður á gmndvelli fjölda at- kvæða í könnuninni fengi R-listinn 8 fuiltnia en D-listinn 7. F-listi er ekki langt frá því að ná inn manni. -hlh ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2 íT LífafI í þrot Stjórn Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins ákvað í gær að hætta starfsemi Lífafls á Akureyri. Lífafl hefur verið í fjárhagslegum erflð- leikum og var framtíð fyrirtækis- ins háð því hvort nýtt hlutafé feng- ist. Nýsköpunarsjóður hefur verið helsti bakhjarl Lífafls. Samkvæmt heimildum DV munu 5-6 manns missa vinnuna auk undirverktaka. Endurreisn fyrirtækisins er meðal þeirra kosta sem til skoðunar eru en Lífafl hefur verið starfrækt i leigu- húsnæði í Skjaldarvík þar sem áður var elliheimili. Meginstarf- semi Lífafls hefur falist í athugun- um á rafrænum áhrifum húsa og híbýla á menn og dýr. -BÞ 5 "690710

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.