Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 DV Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi framboðslistanna í Reykjavík: Hnífjafnt með D- og R-lista - R-listi fengi þó 8 borgarfulltrúa en D listi 7 Enn dregur saman með D-lista og R-lista í Reykjavík og er svo komið að fylgi listanna er hnífjafnt, ekki er marktækur munur á fylgi þeirra. D- listi fengi 46,4 prósenta fylgi ef kosið væri nú en R-listi 48 prósent. D-listi bætir við sig 2,1 prósentustigi frá könnun DV 21. aprÖ en R-listi tapar 3,4 prósentustigum. F-listi fengi 4,7 prósenta fylgi ef kosið yrði nú, bætir við sig 1 prósentustigi frá síðustu könnun DV. Þessa niðurstöðu má lesa úr skoðanakönnun DV sem gerð var i gærkvöld. Fylgi annarra framboða er undir einu prósenti sem fyrr. Úrtakið í könnuninni var 600 kjós- endur í Reykjavík, jafnt skipt milli karla og kvenna. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef borgarstjórn- arkosningar færu fram núna? Þegar litið er til alls úrtaksins fengi D-listi Sjálfstæðisílokksins 39,2 pró- senta fylgi, R-listi Reykjavíkurlistans 40,5 prósent, F-listi Frjálslyndra og óháðra 4 prósent, H-listi Húmanista- flokksins 0,5 prósent, A-listi Höfuð- borgarsamtakanna 0,1 prósent en fylgi við Æ-lista Vinstri hægri snú mælist ekki. Óákveðnir reyndust 9,7 prósent en 6 prósent neituðu að svara spuming- unni. 84,3 prósent tóku því afstöðu sem er 2,6 prósentustigum meira en í könnun DV í apríl, þegar 81,7 prósent tóku afstöðu. D-listi vinnur á meðal kvenna Þegar einungis er litið til þeirra sem afstöðu tóku sögðust 46,4 prósent mundu kjósa D-listann, 48 prósent R- listann, 4,7 prósent F-listann, 0,7 pró- Fylgi framboöa í Reykjavík D-listi R-listi Kosningar '98 Könnun DV jan '02 Könnun DV mars '02 Könnun DV apríl '02 Könnun DV 15. maí'02 __ F-listi Aðrir sent H-listann og 0,2 prósent A- list- ann. Æ-listinn mælist ekki. Þegar rýnt er i afstöðu kynjanna vekur athygli að D-listinn eykur veru- lega fylgi sitt meðal kvenna. Þegar af- staða kvenna er skoðuð fengi D-list- inn 46,9 prósenta fylgi, bætti við sig 7,9 prósentustigum frá í könnun DV í apríl. R-listinn tapar að sama skapi meðal kvenna, 8,7 prósentustigum, fengi 48 prósenta fylgi i stað 56,7 pró- senta í könnun DV í apríl. Konur eru mun ákveðnari nú en í apríl. 14,7 pró- sent þeirra eru óákveðnar nú eða neita að svará miðað við 23 prósent í apríl. Munurinn er 8,3 prósentustig. D-listinn virðist þvi græða á auknu áræði kvenna í könnuninni. Óákveðnir/svara ekki D-listanum daprast hins vegar flug- ið meðal karla, tapar 3 prósentustig- um. R-listinn græðir lítið á því tapi, bætir aðeins við sig 1,3 prósentustig- um. F-listi bætir við sig einu pró- sentustigi en óákveðnir og þeir sem svara ekki eru 2,9 prósentustigum fleiri en í könnun DV í apríl. D 7 en R 8 Þegar fjöldi borgarfulltrúa er reikn- aður á grundvelli fjölda atkvæða í könnuninni fengi R-listinn 8 fulltrúa en D-listmn 7. F-listi er ekki langt frá því að ná inn manni. Hins vegar er forskot 8. manns R- lista, Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, á 8. mann D-lista, Ingu Jónu Þórð- ardóttur afskaplega lítið. -hlh Byggðastofnunardeilan: Ráðherra skipar Þingflokkur Fram- sóknarflokksms verður ekki kallaður saman vegna deil- unnar sem uppi er milli stjórnarfor- manns og forstjóra Byggðastofnunar. Kristinn H. Gunn- arsson þingmaður er bæði stjórnarfor- maður Byggðastofnunar og þing- flokksformaður Framsóknarflokksins en Hjálmar Árnason, varaformaður þmgflokksins, segir ekki efni til að kalla flokkinn saman þar sem ráð- herra skipi forstjórann en ekki þing- flokkurinn. Hjálmar vill ekki tjá sig um deiluna að öðru leyti en því að mikilvægt sé að leysa deiluna. Valgerður Sverrisdóttir byggða- málaráðherra sagði í DV í gær að hún hygðist beita sér fyrn- lausn m.a. með viðtölum við kunnuga málsaðOa. Einn þmgmanna flokksins segir stöðuna mjög slæma og alvarlegt ef stofnunin líði fyrn: ósættið. -BÞ Hjálmar Árnason. DV-MYND E.ÓL Ráðherrafrúr skoða íslenska hestinn Eiginkonur utanríkisráöherranna höföu nóg fyrir stafni á meðan vorfundur NATO stóö yfir. Hópnum var boðiö á reiösýn- ingu í Reiöhöllinni í gærdag en þar sýndi Gullgengið, sem er hópur ungra knapa, listir sínar á hestum. Aö sýningu lok- inni gafst gestunum kostur á aö kynnast knöpunum og komast í návígi viö hrossin. Ekki var annaö aö sjá en hinir er- iendu gestir kynnu vel aö meta íslenska hestinn. Heimsmet í pólgöngu og fjallaklifri: Haraldur Örn á toppi Everest - búinn að klífa alla sjö hæstu tinda heims Haraldur Örn Ólafsson náði toppi Everest-fjalls, hæsta fjalls heims, þeg- ar klukkan var 13 mínútur yfir fimm í morgun að íslenskum tíma. Hann er þar með fyrstur manna tO að ganga á báða pólana og klífa sjö hæstu fjöll heims á einungis íjórum og hálfu ári. Úr hópi leiðangursmanna voru ein- ungis tveir sem treystu sér tO að fara aOa leið upp á toppinn en með Haraldi síðasta spölinn var bandaríska konan Ellen MOler. Á tnidinum var heið- skirt, gjóla og um 35 stiga frost. Har- aldur Öm hringdi heim til íslands um leið og hann var kominn upp og talaði þá við Davíð Oddsson forsætisráð- herra sem samfagnaði með Haraldi Emi í verslun ÚtOífs í Smáralind. „Ég er á toppi heimsins," sagði Haraldur og Davíð svaraði af hragði: „Þú ert greinOega toppmaður." Haraldur Öm lagði ásamt sex öðr- um fjallgöngumönn- um af stað úr górðu búðum í Suðurskarði um klukkan hálffimm i gær og hann var kominn á tindinn klukkan 8 mínútur yfir 5. Gangan var erfið og tO marks um það heltust fimm úr hópnum úr lestinni á leiðinni upp; einungis Haraldi Erni og bandarískri konu, EOen MOler, tókst að komast aOa leið. í verslun ÚtOífs fylgdist fjöldi manns í nótt með lokaáfanga á göngu Haralds frá fjórðu búðum og upp á fjallstindinn og þar á meðal voru móð- ir hans og eiginkonan Una Björk Ómarsdóttir. Hún sagði í samtali við DV í morgun að hún væri mjög ánægð með þennan árangur. „Ég var búin að biða spennt og það er auðvitað búið að taka rnikið á. Það eru hins vegar margar ánægjustundir sem fylgja þessu.“ - Nú er þetta fjallaklOúr eigin- mannsins hættuleg iðja, ert þú ekkert hrædd um hann? „Ég veit vel hvernig þetta fer fram og hvaða varúðarráðstafanir eru not- aðar. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af honum enda er hann öruggur og fer varlega." - Hefur þú sjálf tekið þátt í svona íjaOaklifri? „Nei, ekki af þessum mælikvarða en samt einhverjum fjallgöngum,“ sagði Una sem á von á eiginmannin- um heim eftir rúma viku. Hún segir að þetta ævintýri hefði ekki verið ger- legt nema með góðum fjárstuðningi öflugra bakhjarla. Þar eru í fremstu víglínu ÚtOíf, Smáralind og íslands- banki. -HKr. Haraldur Öm Ólafsson. Rannsókn á námsárangri Menntamála- ráðuneytið ætlar að styrkja rannsókn á því hvaða þættir hafa áhrif á náms- árangur asískra nemenda hér á landi. Ráðuneytið styrkir 43 þróunar- verkefni í framhaldsskólum vegna fuOorðinsfræðslu í ár og veitir tO þess rúmlega 17,5 mOljónir króna. Rannsóknin beinist meðal annars að því við hvaða erfiðleika þeir eiga að stríða og hvað sé tO úrbóta. - RÚV greindi frá Aukinn kostnaður Hreinn rekstrarkostnaður mála- flokka hjá Reykjavíkurborg hefur aukist jafnt og þétt á síðustu 5 árum eða um tæpar 50.000 krónur á íbúa. HlutfaO rekstrar af skatttekjum hef- ur hins vegar lækkað en á það ber að líta að skatttekjur borgarsjóðs hafa aukist um rúma 8 mOljarða króna á þessum tíma. - RÚV greindi frá. Holræsaframkvæmdum flýtt Borgarráð samþykkti í gær tO- lögu borgarstjóra um að fela gatna- málastjóra að kanna hvort flýta megi framkvæmdum við holræsa- lagnir í Grafarvogi. Núverandi áætl- im gerir ráð fyrir lögn frá Grafar- vogsræsi að dælustöð á Gufunes- höfða. Grænmetislækkun Verð á 24 grænmetistegunum hef- ur lækkað síðan í aprfl samkvæmt könnun Samkeppnisstofnunar en verð á 14 tegundum hækkað. Verð á 19 tegundum af ávöxtum lækkaði en hækkaði á 2 og sama verð var á einni tegund. Mest varð lækkunin á bláberjum og jarðarberjum. Kosið um sameiningu Kosið verður um sameiginlega sveitarstjóm FeOahrepps og Austur- Héraðs 7. desember næstkomandi samþykki kjósendur sameiningu sveitarfélaganna tveggja í kosning- um eftir 10 daga. Hugsanlegt er að samstaða takist um víðtækari sam- einingu. Aflinn 68 þúsund tonn Fiskaflinn síðastliðinn aprOmán- uð var 68.676 tonn samanborið við 25.483 tonn í aprOmánuði árið 2001 og nemur munurinn alls 43.193 tonnum en litil sjósókn var í apríl- mánuði 2001 vegna verkfaOs sjó- manna. Interseafood greindi frá. -HKr. f ókus EZ2 Á MORGUN Sumarvinna og afmæli forsetans í Fókus á morgun er að frnna leiðbein- ingar fyrir ung- menni sem ekki era komin með sumar- vinnu enn. Þá spyrjum við nokkra einstaklinga hvað þeir myndu gefa Ólafl Ragnari forseta í 59 ára afmæl- isgjöf og ræðum við íslenskan rapp- ara í Noregi. Ólafur EgiO EgOsson, ein bjartasta vonin í íslensku leik- húslifi, segir frá útskrift sinni í Leiklistarskólanum og hvað sé á döfinni, auk þess sem kíkt er á tískusýningu sem tilheyrði NATO- fundinum. í Lífmu eftir vinnu fmn- urðu svo aOar upplýsingar um djamm- og menningarviðburði helg- arinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.