Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 DV Fréttir Deilt um hvort rétt sé að reisa öldrunarþorp á Akureyri: Heilbrigðisráðherra í Genf: Viðbrögð Alfreðs Þorsteinssonar við spurningum DV: Þiö verðið að lifa eftir kosningar Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Línu.Nets, dregur í efa hlut- leysi DV í fréttaflutningi af áhuga Columbia Ventures á Línu.Neti. Þegar DV óskaði eftir skýringum á misræmi milli ummæla Alfreðs annars vegar og forsvarsmanna Columbia Ventures hins vegar um aðdraganda óformlegra viðræðna, taldi Alfreð það ekki meginmálið heldur þá staðreynd að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað. Þegar gengið var eftir svörum spurði Alfreð hvort DV ætlaði að láta pólitísk sjónarmið ráða for í fréttaflutningi. Sagði hann blaðið vitan- lega ráða því sjálft hvernig Alfreö Þorsteinsson.. það héldi á málum, en bætti við: „Þið verðið að lifa af eftir þessar kosning- ar eins og við.“ Alfreð vildi ekkert láta hafa eftir sér um þessi um- mæli þegar blaðamaður óskaði frekari skýringa. -ÓTG Skaftárósar: Sjómanni bjargað Björgunarsveitir Slysavamafé- lagsins Landsbjargar frá Vík í Mýr- dal, Kirkjubæjarklaustri og Álfta- veri voru kallaðar út um kvöldmat- arleytið í gærkvöld eftir að vélar- vana trilla, með einum manni um borð, sendi frá sér beiðni um aðstoð. Trillan, sem heitir íris María SF, var þá stödd fyrir utan Skaftárósa og rak í áttina að landi. Tveir slöngubátar frá björgunar- sveitunum fóru á staðinn auk þess sem björgunarbáturinn Þór frá Vestmannaeyjum var sendur af stað til öryggis. Línu var komið úr slöngubátnum yfir í trilluna til að draga bátinn fjær ströndinni. Ná- lægt skip tók síðan við og dró trill- una áleiðis að höfninni í Vest- mannaeyjum og björgunarbáturinn Þór dró svo trilluna síðasta spölinn. Bátarnir komu svo til Eyja í nótt. Auk björgunarsveita var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út en ekki reyndist þörf fyrir hana. Veöur var gott á þessum slóðum, lygnt og gott skyggni. Manninn sakaði ekki. -HI Skylda að draga úr fátækt Jón Kristjánsson. Jón Kristjáns- son, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, ávarpaði í gær- morgun 55. þing Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunar- innar sem nú stendur yfrr í Genf. Fjallaði ráðherra í ræðu sinni meðal annars um samband efnahagsmála og heil- brigðismáia, sem er eitt meginvið- fangsefni þingsins, en framkvæmda- stjóri Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar, Gro Harlem Bnmdtland, lagði í aðalræðu sinni á þinginu þunga áherslu á samhengi efnahags- og heilbrigðismála. Er þetta liður í viðleitni Brundtlands til að setja heilbrigðis- málin í brennipunkt hinnar alþjóð- legum umræðu og sýna fram á sam- bandið milli efnhagslegrar vel- gengni og góðrar almennrar heii- brigðisþjónustu. Jón lagði áherslu á i ræðu sinni að mikilvægt væri að allar þjóðir ynnu sameiginlega að því markmiði að bæta heilsufar allra þjóða heims og draga úr fátækt. Hann sagði það skyldu kynslóðanna við böm og bamaböm að nýta til fullnustu nú- tima þekkingu og vísindi og það ríkidæmi sem auðugustu ríki heims réðu yfir tii að bæta heilsufar fátæk- ari þjóða. -BÞ Hljóp uppi ölvað- an ökumann Kópavogslögreglan liljóp í nótt uppi þrjá menn sem yfirgáfu bíl í Lautasmára er lögreglan hugðist stöðva þá. Lögreglan fékk upphring- ingu vegna bifreiðar sem væri að aka eftir umferðareyju. Mennirnir reyndust allir ölvaðir en neituðu í nótt að gefa upp hver þeirra hefði setið undir stýri. Þess vegna fengu þeir allir að gista fangageymslur lögreglunnar. -GG Framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar Columbia Ventures: Lína.Net óskaði eftir viðræðunum Eldur i bílskúr Bjarni K. Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar Columbia Ventures Corp. (CVC), DVA1YND GVA Berlusconi og Davíð á Þingvöllum Davið Oddsson forsætisráöherra tók á móti Silvio Berlusconi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær. Þeir snæddu saman hádegisverð og var boðið upp á saltfisk, skötusel og vanilluís í eftirrétt. Að ioknum málsverði iá leiðin að Gull- fossi og Geysi. Forsætisráðherrarnir notuðu einnig tækifærið og ræddu meðal annars samskipti íslands og Ítalíu. Eldur varð laus í bílskúr við Gufunesveg í nótt og varð allnokk- urt tjón á ýmsu dóti er í bílskúmum var geymt. Slökkviliðið var kallað að svæðinu og slökkti það eldinn. Upptök eldsins era talin vera sígar- ettureykingar í skúmum og glóð hafi borist í dótið. -GG segir að það hafi verið for- svarsmenn Línu.Nets sem óskuðu eftir viðræðum við Kenneth Peterson, eiganda CVC, mn hugsanleg • kaup CVC á hlut í Línu.Neti, en ekki öfugt. Misvísandi upp- lýsingar hafa komið fram um hver átti frumkvæðið að óformlegum viðræðum sem farið hafa fram. Alfreð Þorsteinsson, stjómarformaðm- Linu.Nets, grennslaðist fyrir um málið á skrif- stofu Línu.Nets fyrir DV í gær og var í kjölfarið haft eftir honum í blaðinu að ráðgjafi á vegum fyrir- Bjami K. Þorvarðarson. tækisins hefði kynnt ýms- um aðilum starfsemi þess. í framhaldi af því hefði Pet- erson haft samband og ósk- að eftir viðræðum. Bjarni K. Þorvarðarson segist standa við sín um- mæli. „Þetta var svona,“ segir hann um sína frásögn af aðdraganda þess að full- trúar CVC og Línu.Nets hittust. „En okkar áhugi er sem fjárfesta og við sjáum ekki ástæðu til að tala um máliö á öðr- um nótum en út frá augum fjár- festa,“ segir Bjami, enda skipti það meginmáli séð frá bæjardyrum CVC að réttar ákvarðanir væru teknar um fjárfestingar. Alfreð Þorsteinsson hefur sagt að þrir aðrir aðilar eigi í viðræðum við Línu.Net en að hann sé bund- inn trúnaði um hverjir það eru. Hvað varði trúnað gagnvart Kenn- eth Peterson hafi hann ekki getað neitað því að viðræður hefðu átt sér stað þegar fjölmiðlar spurðu um það. DV spurði Bjama K. Þorvarðar- son hvort Columbia Ventures liti svo á að trúnaður hefði verið brot- inn gagnvart fyrirtækinu. Hann vildi ekki tjá sig mn það. -ÓTG DRDGUM Á MDRGUN Fáöu þér miöa í síma 800 6611 eöa á hhi.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Ogeðfelld hugmynd - segja Vinstri grænir - gott mannlíf að mati sjálfstæðismanna Skiptar skoðanir eru um aðbúnað og stefnumörkun fyrir aldraða á Ak- ureyri i aðdraganda sveitarstjómar- kosninganna. í stefnuskrá sjálfstæð- ismanna gefur að líta hugmyndir um uppbyggingu þjónustuhverfis eða „öldrunarþorps“ suður af Teiga- hverfi þar sem blandað yrði saman með skipulögðum hætti þjónustu og íbúðum fyrir aldraða. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og oddviti D-listans, sagði þegar stefnuskrá listans var kynnt fyrir blaðamönnum að með breyttri ald- urssamsetningu yrði öldrunarþjón- usta orðinn stóratvinnuvegur eftir ákveðinn tíma og bærinn hygðist tryggja sér ákveðið forystuhlutverk í þeim efnum. Hinn 12. júni sl. gerðu fulltrúar Kristján Þór Júlíusson. Jón Erlendsson. Akureyrarbæjar og Hrafnistuheim- Oanna með sér samstarfssamning um þjónustu við aldraða og hefur verkefnið hlotið nafnið 6tíuplús. Hugmyndir sjálfstæðismanna spretta upp úr þessu samstarfsverk- efni. Jón Erlendsson, sem skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna á Akur- eyri, segir hugmyndir sjálfstæðis- manna ógeðfeUdar. „VG hefur þá grundvallarafstöðu tU skipulags- mála að byggðin eigi að vera sem blönduðust og er þess vegna á móti aðgreiningu aldraðra frá öðrum þjóðfélagshópum. Við vUjum að þjónustumiðstöðv- um fyrir aldraða verði dreift sem víðast um bæinn. 6tíuplús verkefnið hefur verið kynnt sem „öldrunar- þorp“ og frnnst okkur það ógeðfeUd hugmynd. Virðingarleysi samfélags- ins fyrir öldruðum sem birtist m.a. í síversnandi kjörum þeirra er nóg fyrir svo við fórum ekki að bæta gráu ofan á svart með því að smala þeim saman í úthverfum og slíta tengsl þeirra við annað mannlíf í bænum," segir Jón í samtali við DV. í stefnuskrá sjálfstæðismanna segir að gert sé ráð fyrir einbýlis- húsum, raðhúsum, íjölbýlishúsum, þjónustumiðstöð, hjúkrunarheimUi og sambýli auk aðstöðu tU útiveru í hverfmu. Unnið verði að samkomu- lagi mUli Hrafnistu og Akureyrar- bæjar um fjármögnun fram- kvæmda, rekstrarleyfi hjúkrunar- rýma og fleiri þætti. „Meginmark- miðið er að í þjónustuhverfmu verði gott mannlíf sem uppfyUi þarf- ir og óskir íbúa og að aUir íbúar Ak- ureyrar, 60 ára og eldri, eigi jafnan rétt tU að sækja þar búsetu, óháð efnahag og félagslegri stöðu," segja sjálfstæðismenn. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.