Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 DV Fréttir Samningur Knattspyrnufélagsins Vals og Reykjavíkurborgar: Borgin greiðir niður 200 milljóna skuldir Vals - var komið að okkur, segir Reynir Vignir, formaður Vals Knattspymufélagið Valur og Reykjavíkurborg skrifuðu um síð- ustu helgi undir samning um fram- tíðarskipulag og uppbyggingu á fé- lagssvæði Vals á Hlíðarenda. Samn- ingurinn snýst fyrst og fremst um þrennt: uppbyggingu á félagssvæði Vals fyrir um 780 milljónir króna, niðurgreiðslu skulda félagsins upp á um 200 milljónir króna og að Val- ur lætur af hendi hluta af landsvæði sínu undir vegaframkvæmdir og lóðir undir atvinnuhúsnæði. Verð- gildi þessa samnings nálgast því tæpan milljarð sem er, eftir því sem DV kemst næst, stærsti samningur sem íþróttafélag hefur gert við Reykjavíkurborg. Núverandi heildarsvæði Vals er ca 85.500 fermetrar. Valur lætur af hendi það land sem nauðsynlegt er undir nýja Hringbraut og breikkun Flugvallarvegar, auk nýrrar götu frá Flugvallarvegi inn á Hlíðarendareit. Þá lætur Valur einnig af hendi svæði sem verður að lóðum undir atvinnu- húsnæði. Þegar búið er að sam- þykkja deiliskipulag verður gerður lóðarleigusamningur til 75 ára um það svæði sem eftir verður, um 59.600 fermetrar, með þeirri kvöð að nota eigi það undir íþróttaiðkun. Á móti kemur að Valur fær tO sín um 10.000 fermetra lands vestan við svæöið undir æfingavelli. Nýtt íþróttahús Hvað byggingarframkvæmdir varðar er gert ráð fyrir 1800 fer- metra íþróttahúsi með áfastri áhorfenda- og búningsaðstöðu, ekki ósvipað og er í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þetta hús mun koma í staðinn fyrir núverandi íþróttahús Valsmanna. Þá verður einnig byggð 1000 fermetra tengibygging við húsið undir félags- og þjónustu- aðstöðu. Grasvöllurinn verður færður þangað sem malarvöllurinn er núna og mun hann þar af leið- andi snúa frá austri tO vesturs, en núverandi grasvöUur snýr frá norðri til suðurs. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við þetta hefjist á næsta ári, þegar allri hönnunar- vinnu verður lokið. Þá verður gerður gervigrasvöUur sem hægt verður að byggja yflr síðar og verð- ur hann um 9.000 fermetrar að stærð. Þá verður gert 19.000 fer- metra grassvæði og eru áðurnefnd- ir 10.000 fermetrar, sem Valur fær til sín, hluti af því svæði. AUar þessar framkvæmdir, þ.e. veUirnir og byggingarnar, munu kosta um 780 milljónir króna. Næstir í röðinni Gerður er samningur um greiðslu skulda upp á 200 miUjónir króna og verður það fé fengið með sölu bygg- ingarréttar á suðausturhomi Hlíð- arendareitsins. Það sem afgangs verður þegar búið er að greiða skuldimar fer í mannvirki. Reynir Vignir, formaður Vals, segir að þessi samningur staðfesti það endanlega að Knattspymufélag- ið Valur verði með starfsemi sína á Hlíðarenda í framtíðinni. „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með að þessi samningur sé í höfn. Við höfum beðið þolinmóðir í mörg ár eftir því að ákvörðun verði tekin um framtíðarskipulag svæðisins. Nú, þegar búið er að ákveða það, var ekkert því tU fyrirstöðu að semja við borgina um þessar fram- kvæmdir. Við vorum í raun næstir í röðinni með íþróttamannvirki í borginni." Reynir segir enn fremur að ætlunin sé að ljúka þessum fram- kvæmdum á 3-5 árum. -HI Valssvæðið Séð yfir Hlíöarenda eins og hann lítur út núna. Landsvæöi Vals mun í heild minnka en á móti veröur byggt íþróttahús og komiö upp gervigrasvelli og nýjum leikvangi. Blaðamannafélagið gengur á eftir Eyjólfi Sveinssyni: Vill aö lögregla færi Eyjólf Sveinsson til sýslumanns -fyrirtæki mitt skuldar ekki félagsgjöld, segir Eyjólfur Lögfræðingur Biaðamanna- WWKgBSW/W í fréttinni kom fram aö félags íslands hefur óskað eft- lögfræðingar Blaðamanna- ir því við lögreglu að hún færi HL. .|H félagsins reki aUs tuttugu Eyjólf Sveinsson, forsvars- V og eitt mál á hendur Eyjólfi mann Frjálsrar Qölmiölunar wH og fyrirtækja tengdum hon- og íleiri fyrirtækja, vegna þess | ? um- Meðal þessara fyrir- aö hann hafi ítrekað hundsað tækja eru Vish-.is, Frjáls boð um aö mæta hjá sýslu- HK^H fjölmiðlun, Nota Bene, mannsembættinu. Þetta kom Dagsprent, Fréttablaðið fram í kvöldfréttum Útvarps í Eyjólfur ehf. og Flatey bókbands- gær. Sveinsson stofa. Blaðamannafélagið Jóga fyrír byrjendur Síðasta námskeið fyrir sumarið. Örfá pláss laus. Lærðu undirstöðuatriðin í jóga. Ávinningar geta verið liðleiki, styrkur, hugarró, betri svefn og meiri líkamsvitund. Frá 21. maí til 6. júní. Kennari: Guðjón Bergmann. Verð: 9.900 Jóga hjá Guðjóni Bergmann, Ármúla 38, 3. hæð Sími: 690-1818 www.gbergmann.is telur þessi félög m.a. skulda laun og lífeyrissjóðsiðgjöld. Á annan tug fjárnámsbeiðna vegna Visis.is bíða afgreiðslu hjá sýslumanni. I yfirlýsingu í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun segir Eyjólfur Sveinsson að fyrirtæki það, sem hann tengist í dag, Fréttablað- ið, skuldi Blaðamannafélagi íslands ekki félagsgjöld. Framsetning frétt- ar Útvarpsins sé því óskiljanleg. Þá sé hann hvorki hluthafi, stjórnar- formaður né starfsmaður í neinu þeirra félaga sem nefnd hafi verið að Vísi.is undanskildum. Samkvæmt Hlutafélagaskrá er Eyjólfur Sveinsson stjórnarformað- ur Vísis.is, stjómarmaður og fram- kvæmdastjóri fyrir Frjálsa fjölmiðl- un og stjómarformaður Fréttablaðs- ins. -ÓTG Bæjarráð Akraness: Slökkvilið bæjarins í nýtt húsnæði Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að ganga til samninga við Björgunarfélag Akraness um kaup á húsnæði fyrir slökkvilið Akraness. Ef um semst skulu kaupin fara fram í janúar 2003 ef og þegar skipulag heimilar fyrirhugaða notk- un húsnæðisins. Gunnar Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, telur ótímabært að ganga til samninga um kaupin, enda liggur ekki einu sinni fyrir samþykkt deiliskipulag vegna fyrirhugaðs hús- næðis og bygging slökkvistöðvar get- ur ekki talist forgangsverkefni Akra- neskaupstaðar. Meirihluti er skipað- ur fulltrúum Framsóknarflokks og Akraneslista. Bæjarráð hefur einnig tekið undir fyrirliggjandi hugmyndir um ljósmyndasafn og felur bæjar- stjóra að vinna áfram að málinu. Bæjarráð Akraness hefur heimilað bæjarstjóra afgreiðslu á lokauppgjöri við Loftorku.ÝBæjarráð samþykkir að greiöa aðstandendum íbúa Sam- býlisins við Vesturgötu viðbótar- framlag, að fjárhæð kr. 250.000 á ár- inu 2002 og kr. 250.000 á árinu 2003,Ýtil endurbóta á bifreið íbú- anna. Enn fremur felur bæjarráð bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Golfklúbbinn Leyni um nýjan rekstr- arsamning. -GG REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 22.41 22.26 Sólarupprás á morgun 04.07 03.52 Siódegisflóð 21.02 14.02 Árdegisflóö á morgun 09.29 01.35 Veðrið í kvöld Afram hlýtt í veðri Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og viða léttskýjað, en skýjað að mestu við austurströndina í dag. Áfram verður hlýtt í veðri, hlýjast sunnanlands. Hvessir aðeins þegar líður á nóttina. Lítið eitt hvassari austanátt við suðurströndina á morgun og skýjað með köflum. Hlýnandi veður og hiti 6 til 16 stig á morgun, hlýjast inn til landsins norðanlands. Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Hiti 9° Hiti 6° Hiti 5° tii 18" tíl 16" «112" Vindun Vindur: Vindur: 3-8 «*/« 5-10 */* 5-13‘Vs Austlæg átt og Fremur hæg Norölæg átt og víöa léttskýjaö, austlæg eöa dálítil rigning en en hvassara breytileg átt og þurrt aö mestu Sunnanlands. skýjaö meö sunnanlands. köflum. Kólnar 4r- * m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvióri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 , , - œ- , , JbUJiU j± a AKUREYRI heiöskírt -1 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK léttskýjað 0 EGILSSTAÐIR alskýjað 0 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 6 KEFLAVIK léttskýjað 5 RAUFARHÖFN alskýjað 0 REYKJAVÍK léttskýjaö 5 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 7 BERGEN rigning 9 HELSINKI alskýjaö 12 KAUPMANNAHOFN rigning 12 OSLO léttskýjað 12 STOKKHÓLMUR 11 ÞÓRSHÖFN skúr 8 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 9 ALGARVE skýjað 19 AMSTERDAM skýjað 14 BARCELONA heiöskírt 15 BERLÍN skýjaö 14 CHICAGO skýjaö 17 DUBLIN skýjað 11 HALIFAX hálfskýjaö 6 FRANKFURT skýjaö 13 HAMBORG skýjað 14 JAN MAYEN alskýjaö -2 LONDON mistur 11 LÚXEMBORG léttskýjaö 15 MALLORCA léttskýjað 16 MONTREAL heiöskirt 9 NARSSARSSUAQ heiöskírt 5 NEW YORK hálfskýjað 17 ORLANDO hálfskýjaö 20 PARÍS léttskýjaö 13 VÍN léttskýjað 14 WASHINGTON heiðskírt 7 WINNIPEG léttskýjaö -1 a >k H l'rTTTiT^M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.