Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Page 9
9 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 ____________________________________________________________ DV______________________ ______________________________________________________________________________________________________Viðskipti Umsjón: Vidsklptablaðið Eitt hundrað liðsheildarferðir Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 6.300 m.kr. Hlutabréf 2300 mkr. Bankavíxlar 1800 mkr. MEST VIÐSKIPTI 0 Eimskip 1000 mkr. 0 Búnaðarbankinn 376 mkr. 0 Pharmaco 190 mkr. MESTA HÆKKUN © Skagstrendingur 8,3% 0 Pharmaco 4,7% © Aco-Tæknival 3,6% MESTA LÆKKUN © Nýherji 3,4% © Samherji 1,9% © Þormóður rammi-Sæberg 1,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1.282 stig - Breyting © 0,31 % Atvinnu- leysið minnkar Atvinnuleysið í apríl var 2,6% og minnkaði frá því i mars þegar það nam 2,7%. 1 aprílmánuði síð- astliðnum voru skráðir 81.193 at- vinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngildir því að 3.692 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Atvinnuleysið eykst á höfuð- borgarsvæðinu, á Vestfjörðum og á Suðurlandi en minnkar annars staðar. Það er nú meira en í aprU í fyrra á öllum atvinnusvæðum nema á Norðurlandi vestra, Aust- urlandi og Suðurlandi. Atvinnu- leysi kvenna eykst um 2,2% en at- vinnuleysi karla minnkar um 2,1%. Þannig fjölgar atvinnulaus- um konum um 40 milli mars og apríl og atvinnulausum körlum fækkar um 40. Atvinnuleysið er mest á Norðurlandi eystra, 3%, og á höfuðborgarsvæðinu, 2,9%, en minnst á Vestfjörðum, 1,6%, Norð- urlandi vestra, 1,8%, og Suður- landi, 1,8%. Atvinnuleysi kvenna er minnst á Vestfjörðum, 1,9%, og Norðurlandi vestra, 2,1%, en mest á Norðurlandi eystra, 3,5%, og á Vesturlandi, 3,3%. Atvinnuleysi karla er mest á Norðurlandi eystra, 2,7%, og á höfuðborgar- svæðinu, 2,6%, en minnst á Suð- urlandi, 1,2%. Yfirleitt batnar atvinnuástandið frá apríl til maí. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysið minnkað að meðaltali um 7,8% frá apríl til maí. Líklegt er að atvinnuleysið í mai minnki og verði á bilinu 2,2% til 2,5%. Íd=Ut-i!iM____________16. 05.2002 kl. 9.15 KAUP SALA KAUP SALA HÍDollar 91,390 91,850 KiSpund 133,180 133,860 14'Bkan. dollar 58,680 59,040 3Dönskkr. 11,1980 11,2600 HHNorsk kr 11,0530 11,1140 CSsænsk kr. 9,0240 9,0740 77] Sviss. franki 57,1700 57,4800 [•Jjap. yon 0,7159 0,7202 {^ECU 83,2567 83,7570 SDR 116,3100 117,0100 Á dögunum var farin liðsheildar- ferð númer 100 hjá Pricewaterhou- seCoopers á íslandi en það voru starfsmenn Sjóvár-Almennra trygg- inga hf. sem fóru í hana. Tilgangur með slíkum ferðum er að skapa enn sterkari liðsheild hjá fyrirtækjum með því að fá ólíka starfsmanna- hópa til að vinna saman og um leið efla tengsl þeirra sín í milli. Að þessu sinni var farið að Bás- um í Ölfusi en rúmlega 150 starfs- menn tóku þátt i henni. Fyrirmynd- in að slíkum námskeiðum er sótt til Bandaríkjanna og Evrópu og byggj- Fiskafli eykst milli ára Heildaríiskafli í apríl síðastliðn- um var 68.676 tonn samanborið við 25.483 tonn fyrir sama mánuð í fyrra. Munurinn nemur rúmum 43.000 tonnum en helsta ástæða þessa mikla mismunar er að lítil sjósókn var i aprílmánuði í fyrra vegna verkfalls sjómanna. Heildarafli landsmanna fyrstu fjóra mánuði ársins nemur 1.119.859 tonnum sem er rúmíega 162 þúsund tonnum meiri en á sama tímabili síðasta árs. Betri loðnuveiði á vetr- arvertíðinni 2002 ásamt minni heildarafla aprílmánaðar 2001 skýra að mestu þennan mun á milli ára. Botnfiskafli ársins 2002 er orðinn 164.367 tonn, flatfiskaflinn 11.801 tonn, uppsjávaraflinn 930.173 tonn og skel- og krabbadýraaflinn 13.335 tonn. Hagnaður Húsa- smiðjunnar 57 milljónir Húsasmiðjan var rekin með 57 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að afkoman sé í takt við áætlanir, að frátöldum gengishagnaði vegna styrkingar krónunnar, en hann nam um 96 milljónum króna á tíma- bilinu. Félagið átti því von á tapi af rekstri fyrsta ársfjórðungs en hann er jafnan sá lakasti í rekstri Húsa- smiðjunnar. Veltan nam 1.835 millj- ónum króna og hagnaður fyrir af- skriftir nam 81 milljón króna sem samsvarar 4,5% af vörusölu. Velta er jafnan meiri á síðari hluta árs, auk þess sem vörunotkun er jafnan hagstæðari á því tímabili. Vörunotkun á tímabilinu var 62,4%, samanborið við 63% á fyrri helmingi síðasta árs og 61,8% fyrir árið í heild. Þessi samanburður á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og öllu síðasta ári gefur hins vegar villandi mynd af rekstrinum þar sem tekj- umar eru sveiflukenndar á meðan launakostnaður og annar rekstrar- kostnaður er fastim. Laun og launa- tengd gjöld námu 380 milljónum króna sem er svipað og á þriðja árs- fjóröungi siðasta árs. Annar rekstr- arkostnaður nam 248 milljónum króna, sem er 20 milljónum króna lægra en ársfjórðungsmeðaltalið fyrir síðasta ár. í tilkynningu frá félaginu kemur fram að reksturinn sé í ágætu sam- ræmi við rekstraráætlun félagsins, að gengishagnaðinum slepptum, og séu því ekki horfur á öðru en að af- koman fyrir árið í heild verði í takt við áætlanir. ast þau á rannsóknum og greiningu á lykilþáttum í rekstri fjölmargra fyrirtækja sem náð hafa framúr- skarandi árangri. Hver og ein ferð er aðlöguð að hverju fyrirtæki fyrir sig og byggist á fræðilegri umfjöllun ásamt ögrandi verkefnum í is- lenskri náttúru. Það var Svali H. Björgvinsson frá Pricewaterhou- seCoopers sem stýrði hópstarfinu að þessu sinni en ferðin þótti heppn- ast sérlega vel. Hópurinn Aö þessu sinni var fariö aö Básum í Ölfusi en rúmlega 150 starfsmenn tóku þátt í henni. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. maí 2002, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. maí 2002 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í gjalddaga til og með 15. maí 2002 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignar- skattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Reykjavík, 16. maí 2002. Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.