Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 16. MAI 2002 13 :ov Innkaup Fyrstu sumarblómin í sölu um helgina: l Höfum sumarið fallegt og blómlegt - segir Sigríður H. Sigurðardóttir í Mörk sem segir lesendum hvernig best sé að gróðursetja í blómaker Þegar plantað er í blómaker er að ýmsu að hyggja eigi árangurinn að vera góður. Sigríður Helga Sigurð- ardóttir, annar eigandi gróðrar- stöðvarinnar Merkur við Stjörnu- gróf, segir að fyrst og fremst þurfi að tryggja að frárennsli sé gott, sér- staklega ef kerin standa undir ber- um himni. „Mikilvægt er að plönt- urnar fái hæfilega mikið vatn. Nái regnvatn í kerin þarf vatnið að geta lekið úr kerinu en standi það undir skyggni, svo sem á svölum, þá þarf að vökva vel. Til að frárennsli sé gott þurfa að vera göt á botni kers- ins og setja þarf vikur eða leirkúlur í botn þess því með tímanum þjapp- ast moldin niður og getur stíflað frá- rennslið." Sigríður segir að öll venjuleg gróðurmold, sem hægt er að kaupa í öllum blómabúðum, henti vel í ker- in. „Eins má nota mold frá í fyrra en hana þarf að stinga upp þannig að vel lofti um hana. í gamla mold er síðan gott að blanda áburði, t.d. blákorni, en aðeins þarf litið magn í hvert ker. Svo er líka gott að blanda mold með vatnskristöllum sem gera það að verkum að ekki þarf að vökva eins oft en margir hafa kvart- að yfir því að sumarblómin fari illa á meðan eigendur bregða sér af bæ." Staðsetning kera með sumarblómum er annað atriði sem hafa þarf í huga. Öll blómstrandi sumarblóm þurfa sól og bestur árangur næst yf- irleitt þar sem þau fá hana meiripart dags. „Hins vegar ná mörg þeirra að dafna vel þó ekki sé sól allan daginn, heldur bara part úr degi. Séu þau sett þar sem skugginn ríkir hætta þau að blómstra, blómin sem þegar eru á plöntunni þegar hún er keypt lifa sitt skeið en svo gerist ekki meir." Gott skjól getur líka skipt máli þvi margar plöntur þola illa mikinn vind. Blómakerin verða ræktarlegri ef þau standa í góðu skjóli. Sumarblómin þurfa nokkuð gott pláss í kerunum. Yfirleitt koma þau i 7 eða 12 cm pottum frá gróðrar- stöðvum en gera þarf ráð fyrir meira plássi þegar þau eru gróður- sett þannig að þau hafi pláss til að vaxa og dafna. „Þótt kerið virðist ekki blómlegt fyrst um sinn tekur það aðeins um hálfan mánuð fyrir plönturnar aö vaxa þannig að kerið er fullt. Þó eru alltaf emhverjir sem kjósa að planta þéttar og hafa kerið ræktarlegt frá byrjun og er'það líka allt i lagi," Gott ker og falleg sumarblóm „Allt sem þarf til að skapa réttu sumarstemninguna," segir Sigríöur í gróörarstöðinni Mörk. Hér sést hún undirbúa sumarkomuna en fyrstu sumarblómin fara í sölu nú um helgina. þar sem pláss til rækt- unar er lítið, svo sem á svölum. „Kryddjurtir dafna ágætlega við slíkar að- stæður en gæta skal þess að gefa þeim nokk- uð gott pláss því þær stækka mikið yfir sum- artímann. Margir hafa valið þann kost að setja hverja tegund fyrir sig i einn sæmilega stóran pott og jafnvel umpotta yfir í stærri þegar kom- ið er fram á mitt sum- ar." Búist er við að fyrstu sumarblómin fari að sjást i gróðrarstöðvum nú um helgina en spáð er hlýnandi veðri næstu daga. „Þá mun- um við hefja sölu á stjúpum sem eru harð- gerar og þola jafnvel ör- lítið næturfrost. Liti langtímaveðurspáin vel út getur verið að fleiri tegundir verði settar í sölu. Hins vegar ber að geta þess að við búum á þessu fallega landi, ís- landi. Höfum sumarið fallegt og blómlegt í kerunum okkar með sól í hjarta," segir Sigríður að lokum. Alparós Fjölærar jurtir henta líka vel í blómakerin. Alparósin verður æ vinsælli enda erfítt að standast slíkt blómskrúð. Úr mörgu að velja Hérmá sjá hluta af blómaúrvalinu, t.d. morgunfrú sem hefur verið vinsæl í áratugi og tóbakshorn sem er meðal söluhæstu tegunda síðustu ára. segir Sigríður. Hún telur aö í raun sé hægt að setja nær allar tegundir sumar- blóma í ker. „Stjúpur eru alltaf sí- vinsælar, svo og skrautnál, silfur- kambur, levkoj, hádegisblóm, stúd- entanellikur, bellis og tóbakshorn svo eitthvað sé nefnt. Hengiplöntur ýmiss konar eru lika vinsælar, oft á jöðrum keranna og þá koma plöntur eins og súrfmia (hengitóbakshorn), skjaldflétta og lóbelía (brúöarauga) fyrst upp í hugann." í kerunum má einnig skapa lítinn kryddjurtagarð og hentar það vel Litir lífga upp á umhverfiö Þeir sem vilja mikla litadýrð geta plantað nokkrum dalíum saman í ker. Intersport á Selfossí Intersport hefur opnað verslun í verslunarkjarna KÁ á Selfossi og er hún þriðja Intersport-verslunin á ís- landi. Verslunin á Selfossi, sem var opnuð 24. apríl, hefur þá sérstöðu að hún er opin alla daga vikunnar, frá kl. 09-21. Intersport er stærsta sportvöruverslunarkeðja í heimin- um í dag með yfir 4700 verslanir í 25 þjóðlöndum. Fyrsta Intersport-versl- unin á íslandi var opnuð í apríl 1998 að Bíldshöfða 20 í Reykjavík. Er sú verslun jafnframt sú fimmta stærsta á Norðurlöndum. I október 2001 var opnuð Intersport-verslun í Smára- lind i Kópavogi. Click, nýtt undratæki: Smellt á skordýrabit Nú er vorið komið fyrir alvöru en því fylgja skordýr, sum hver sem eiga það til að stinga mannfólkið. Þó ekki sé mikið um þau hér á landi lenda margir í því að vera illa bitn- ir eða stungnir þegar þeir bregða sér til annarra landa. Mörg húsráð eru til um hvernig meðhöndla skuli slik bit, eins og t.d. að nudda bitið með brennisteini á eldspýtu eða leggja koparpening yfir það. En í fyrravor kom á markað hér á landi lítið tæki sem slegið hefur í gegn í Evrópu. Tækið heitir Click og er ör- lítið og létt. Það er uppbyggt með öflugum kvartskristal sem gefur frá sér léttar rafbylgjur. Þegar skordýr bitur er tækið lagt yfir bitið og því smellt. Þá fer örlitill rafstraumur i húðina en hann dregur úr kláða, út- brotum og bólgum. Á þennan hátt má meðhöndla allt að 3000 bit með einu tæki. Tækið inniheldur engin aukaefni, þarfnast ekki rafhlöðu og er öruggt fyrir börn. En fólk með hjartagangráð eru þeir einu sem ekki mega nota það. Click hefur hlotið mikla umfjöll- un í erlendum fjölmiðlum, þar með talið ferða- og fagtimaritum. Það hefur m.a. fengið verðlaun UK Press auk þess sem það fékk titilinn „tæki ársins" ("Gear of the year") í The Wanderhurst Magazine. INTERNO hornsófi klæddur mjúku •4- chenilteáklæði, B 236 x B 236 sm. Fæsteinnigídökkgráu. Kr. 119.980.- Vellíðan í sróðum sófa MALAGA 52.840.- MALAGA 3ja sæta sófi, klæddur chenille-velúr. Fæst í ýmsum litum. L196 sm Kr. 52.840.- BREEZf 4.46C BREEZE sófi klæddur flannelefni. Fæst I ýmsum Htum. 3ja sæta sófi 198 sm, Kr. 44.460.-, 2ja sæta sófi, L162 sm, Kr. 37.950.- MALM0 44.990.- MALM0 sófi, klæddur mjúku ogsterku chenillevelúr. MALM0 54.990.- 2ja sæta sófi, L165 sm. Kr.44.990.- 3ja sæta sófi - L 210 sm, Kr. 54.990.- Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík sími 510 8000, www.husgagnahollin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.