Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 Skoðun 1>V Ætlarðu að ferðast innanlands í sumar? Guðjón Sigmarsson kokkur: Ég er búsettur í Ósló og kem aftur í ágúst svo þaö er aldrei aö vita. Eva Haukson, vinnur hjá Félagsþjónustunni: Já, ég fiutti hingaö til islands einmitt vegna þess aö ég var aö feröast hér síöasta sumar. Börkur Hrafn Birgisson tónlistarmaður: Já, ég ætla á Kirkjubæjarklaustur, þaö er fallegasti staðurinn á landinu. Daöi Birgisson tónlistarmaður: Kannski fer ég bara aö rokka feitt meö bróöur á Klaustrinu. Gaukur Úlfarsson tónlistarmaður: Ég verö í Ameríku í allt sumar. Samúel Jón Samúelsson tónlistarmaður: Já, ætli maöur fylgi ekki félögunum á Kirkjubæjarklaustur. Heitasti staö- urinn í ár. Frá Alþingi Hraöbanki fyrir „veröuga viöskiþtavini“? Af hraðbanka Alþingis Hraðbanki Al- þingis er skrýtin skepna. Hann er ekki opinn almenn- ingi heldur aðeins þeim sem geta fyrir fram treyst á meiri- hlutastuðning al- þingismanna fyrir milligöngu ráð- herra. Stofnunin velur skjólstæðinga sína nákvæmlega, enda skulu þeir vera verðugir þeirrar víðtæku lög- gjafar- og fjármáiaþjónustu sem þar býðst. Besti viðskiptamaður hrað- banka Alþingis er Kári í díkót sem hefur verið í viðskiptum við stofnun- ina síðastliðin ár. Um fyrstu viðskipti hans við stofn- unina varð til farsi sem kallaður var „Sölumaður kemur heim“. Gagnrýni um farsann birtist í DV í ágúst árið 1998. Smáútdráttur þaðan: „Stofnunin velur skjólstœð- inga sína nákvœmlega, enda skulu þeir vera verð- ugir þeirrar víðtœku lög- gjafar- og fjármálaþjónustu sem þar býðst. “ í fyrsta þætti farsans sjáum við hvar Sölumaðurinn er kominn heim. Hann er þá þegar í forsvari fyrir nýju fyrirtæki sem ætlar sér stórvirki á sviði heilbrigðismála heimsins. í öðrum þætti er okkur sýnt hvernig gera á Alþingi íslendinga að afgreiðslustofnun fyrir utanaðkom- andi og aðsent lagafumvarp, þar sem verðandi einkaleyfishafi á væntan- legu sjúkdómasafni biður um flýti- meðferð á frumvarpinu til að upp- fylla skuldbindingar sínar gagnvart þeim Hófman og Rok sem bíða spenntir og óþolinmóðir eftir gena- súpu hins miðlæga einkabanka Sölu- mannsins. En þá verður allt vitlaust. Nýlega afgreiddi þessi sama stofn- un, hraðbanki Alþingis, annað stór- erindi fyrir Kára. Nú var það stuðn- ingsyflrlýsing íslenskra skattgreið- enda - í formi ríkisábyrgðar upp á nokkrar krónur - til að flagga er- lendis. Almannafé að húni í stað meingens. - Snjallt. Og hraðbanka Alþingis var alveg sama. Bara verið að þjóna við- skiptavini. Og það skyldi gert þótt þurft hafi, enn og aftur, að brjóta gegn 2. gr. stjómarskrárinnar. En hvað með það? Hvað er eitt lítið stjómarskrárákvæði milli stórra vina þegar mikið liggur við? Já, hraðbanki Alþingis íslendinga er al- veg mögnuð stofnun og verklagið farsakennt. - Farsinn nærist hér vel á íslenskum veruleika. Gunnar ingi Gunnarsson læknir skrifar: Jarðarfarir á færibandi Halla Arnar skrifar: Við útfór kl. 13.30 í Fossvogs- kirkju nýlega tók á móti kirkjugest- um fnykur mikill frá líkbrennsl- unni, sérlega óaðlaðandi þegar mað- ur veit frá hverju hann kemur. Það gerðist þennan dag, að lokinni fal- legri athöfn, þegar kirkjugestir voru að tínast út úr kirkjunni, að skruðn- ingar miklir heyrðust við altarið. Var þá verið að færa til bekkinn sem kistan stóð á, svo betra væri að koma næstu inn. Við þetta ónæði hrukku nokkrir syrgjendur við en létu á engu bera. En viti menn, þegar um tuttugu manns áttu eftir að ganga út úr kirkjuskipinu, að frátöldum þeim „Að sögn útfararstjóra líður ekki nægur tími milli at- hafna. Þurfa prestar höfuð- borgarsvœðisins hugsanlega að endurskoða hlutina á nœstu prestaráðstefnu?“ sem hugsanlega voru uppi á lofti, er komið inn með næstu kistu. Útfar- arstjóra þeirrar athafnar þótti þetta eðlilega leiðinlegt og baðst innilegr- ar afsökunar á atvikinu. Að sögn út- fararstjóra líður ekki nægur tími milli athafna. Þurfa prestar höfuð- borgarsvæðisins hugsanlega að end- urskoða hlutina á næstu prestaráð- stefnu? Útfor kl. 13.30 tekur um eina klukkustund; kirkjugestir fara úr kirkjunni, taka í höndina á aðstand- endum í kirkjudyrunum, um 10-15 mínútur. Og er þá ekki gert ráð fyr- ir að það líði yfír neinn sem gerist alloft. Þennan umrædda dag gerðist þetta allt saman, jafnvel þannig að kirkjugestir næstu athafna, þ.e. kl. 15.00 voru famir að sýna aðstand- endum úr fyrri athöfninni hluttekn- ingu, enda farið að líða að þeirra tíma. Um tíma voru þrír líkbílar á svæðinu og hugsanlega erfitt fyrir fólk að átta sig á hverjum það átti að fylgja. - Má ekki taka frá aðeins meiri tíma fyrir hverja athöfn í framtíðinni? Hlustað eftir verndinni Garri er glaður. Loksins fann hann fyrir vernd- inni eða heyrði öllu heldur í henni. Garri er nokk- uð tekinn að reskjast en þó ekki eldri en svo að alla tið hefur hann búið við vernd hersins á Kefla- víkurflugvelli. Þeirri vöm hefur fylgt öryggistil- fínning en innra með sér hefur hann þó fundið fyrir nokkurri óvissu og jafnvel kvíða. Það hefur heldur slegið á kvíðann eftir að kalda stríðinu lauk og Sovétrikin gengu á fund feðra sinna, en samt. Hvað ef ráðist verður á okkur? Bregðast okkar menn á Miðnesheiðinni þá nógu fljótt við? Þessari ónotatilfinningu hafa fylgt margar and- vökunætur. Þungur dynur í lofti Það var svo aðfaranótt þriðjudagsins að allt breyttist. Þungur dynur í lofti markaði tímamót. Verndin var í átta þúsund fetum. Hún var sýni- leg og virk. Orion-flugvélar Varnarliðsins voru komnar á vettvang, yfir borgina og sundin blá. Ekkert fór fram hjá vökulu auga flugmannanna. Þreytt áhöfn í Orion var ekki fyrr lent en önnur flaug. Eftirlitið var samfellt. Garri svaf eins og barn í fangi móður. Hreyfladynurinn þungi var svæfandi. Öryggistilfinningin var alger. Orion- inn var enn á lofti þegar Garri vaknaði, endur- nærður. Verndarinn vakti með- an hann svaf. Garri las það í blaðinu sinu að Orioninn ætti aðeins að vera á lofti meðan ráðherra- fíöld fylgdist með fundi Atlants- hafsbandalagsins á Melunum. Því trúir hann ekki. Víst var mikilvægt að sjá til þess að þeir svæfu vel og örugglega en meginatriðiö hlýtur samt að vera öryggi Garra og samlanda hans. Það er gott að sofa við Orion. Öryggi Garra byggist á því að óvinurinn finnist áður en hann getur gert mein. Kafbátar í samfélaginu Orion-flugvélamar eru sér- hannaðar til kafbátaleitar. Vandinn er bara sá að Sovétríkin eru liðin tíð og Rússar samtímans hafa ekki efni á að senda kafbáta út á hafið. Því vantar sárlega verkefni fyrir Orioninn. Nú er hins vegar tækifæri til þess að finna þessum vél- um nýtt og verðugt verkefni. Fljúgi þær stöðugt yfir höfuðborginni gefst þeim tækifæri til þess að finna kafbáta í samfélagi voru, menn sem fara dult en grafa undan samfélagsgerðinni með öllum ráðum. Það jafnast ekkert á við Orion þegar kemur að tæknibúinni leit. Fráneygður finnur hann skúrk- ana meðal okkar. Megi sá þungi dynur halda áfram. C%Affc Frá síðasta flokksþingi Alþýðuflokksins Óánægja meö upprööun á R-lista? Kratar fjarlægjast Ásgeir Guðmundsson skrifar: Ég tel mig hafa vissu fyrir því að margir kratar, ekki síst eldri Alþýðu- flokksmenn, séu að verða fráhverfir R- listanum þessa dagana. Ég þekki marga sem eru sömu skoðunar og ég, að R-list- inn sé ekki það stjómmálafl hér í Reykjavík sem gagnist okkur krötum að þessu sinni. Eitt er það, að ekki eru margir kratar í efstu sætum R-listans, og það eru mikil mistök í samsetningu listans. Annað er, að mörg mál, eins og t.d. skipulagsmálin, eru ekki að skapi allra vinstri hugsandi manna. Hvemig haldið hefur verið á flugvaUarmálinu af R-listanum er líka óskaplega klaufalegt og túlkun Bjöms Bjamasonar t.d. er miklu nær flestum Reykvíkingum. Ein flugbraut er enginn flugvöllur og tómt mál að ræða það frekar. Yfir þaö mál verður að leggjast og skoða með flug- málayfirvöldum og rekstraraðilum. Svona mál skipta máli. Tóm blekking? Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég er oft að kynna mér verð og vöru- gæði í verslunum eins og gengur. í Hag- kaupum eru t.d. hinar svonefndu „99- krónu vörur“ orðnar ansi lélegar. Hér áöur voru Hagkaup með ágætis pylsur, hamborgara og ís á 99 krónur. Þetta stóð ekki lengi. Æ síðan hafa 99-krónu vörurnar verið lélegar. Ég furða mig á þvi okri sem er orðið á pylsum. Nú em pylsur á „tilboðsverði“ því miður rok- dýrar. Ég verð lítið var við lækkun vöruverðs, hvorki í Hagkaupum né í Nóatúni. í 10-11 og í 11-11 búðunum er flest einnig á toppverði. Var þessi verð- lækkun bara tóm blekking eftir allt? Veiöibjölluegg Hvaö ungur nemur, gamall temur. Hættum eggjaráni Fuglavinur skrifar: Maður sér stundum að verið er að ræna eggjum undan fuglum. Mér blöskrar þessi hugsunarháttur sem er við lýði. Veiðibjallan og hrafninn eru umsetin allt árið. Það er steypt undan þessum tegundum fugla og jafnvel talið til þjóðþrifaverka. Ég er þessu ósam- mála. Mér finnst hrafninn skemmtileg- ur fugl og nátengdur sögu landsins. Veiðibjallan vinnur engum mein eftir að sauðburður færðist undir þak. Ég vU að uppalendur kenni bömum sínum að gæta virðingar fyrir varpsvæðum og leyfa fulgunum að vera í friði. íslend- ingar eru ekki lengur á heljarþröm af matarleysi eins og sjá má af vaxtarlagi þeirra. í hverri búð fást egg, enga nauð- syn ber tU að ræna þeim frá fuglunum. Óvenjuleg greiðvikni Dóra B. Ársælsdóttir skrifar: Ég var að koma með tvær telpur úr leikskóla. Önnur hélt á blöðru og það var rok. Hún missti blööruna en ég gat ekki hlaupið frá telpunum. Þá kemur maður aðvífandi sem var að sækja bam í leikskólann og sér hvað gerðist. Hann segir bara: Ég skal keyra eftir blöðr- unni. Og eftir nokkra stund kom hann aftur með blöðruna. Mér fannst þetta svo óvenjulegt að mér fannst rétt að láta þessa getið og þakka honum. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn ? síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.