Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Qupperneq 15
15 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 DV________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir silja@dv.is Gvendur mun dúlla að handan Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson fremja framsækið spunaverk utan um aldasöng íslenskrar alþýðu “Þetta veröur alveg einstœður atburöur, ég held aö mér sé óhætt aö lofa því, “ segir Siguröur Flosa- son sem í kvöld kl. 20 stendur ásamt Pétri Grétars- syni fyrir spunaverkinu Raddir þjóöar í Lista- safni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á vegum Listahá- tíöar. Siguröur leikur þar á saxófóna, flautur og klarínett en Pétur á slagverkshljóöfœri af ólíkustu og ólíklegustu geröum auk þess sem hann stýrir raftœkjum. „Þetta er alvegný og nýstárleg nálgun að íslensk- um þjóðararfi 1 tónlist," heldur Sigurður áfram. „Það kemur bókmenntaþjóðinni kannski á óvart en við eigum ríkulegan arf og vannýttan í tónlist." Sálmasöngur og klám í bland Sigurður og Pétur hafa í heilt ár hlýtt á og rann- sakað gamlar hljóðritanir á söng íslensks alþýðu- fólks sem varðveittar eru á Stoftnm Árna Magnús- sonar og Þjóðminjasafni íslands. Þær fyrstu voru gerðar á fyrstu árum 20. aldar af Jóni Leifs og Jóni Pálssyni. „Þama er varðveitt gríðarlegt magn af efni,“ seg- ir Sigurður, „meira en svo að við réðum við að fara i gegnum það allt sjálflr. Við það nutum við dýr- mætrar aðstoðar Rósu Þorsteinsdóttur á Ámastofn- un, hún hjálpaði okkur að þrengja valið, gerði sér- staka diska með drykkjuvísum, aðra með passíu- sálmalögum, klámi, ýkjuvísum, vögguvísum og svo framvegis. Við vildum fá alla breiddina sem þjóðin hefur sungið um aldir, bæði veraldlegt og andlegt." Sigurður og Pétur hafa nú samið klukkustundar- langt spunaverk utan um laglínur frá um það bil tuttugu einstaklingum og mynda þannig beina teng- ingu við íslenska tónlistarsögu. Auk þess að leika böndin og spinna utan um laglínumar hafa þeir unnið sönginn elektrónískt. „Nálgunin er brött og framsækin og snýr upp al- veg nýjum fleti á þessari tónlist," segir Sigurður, „og ég get lofað því að þetta hefur ekki gerst áður.“ Sigurður hefur þegar sýnt fram á að þjóðin er opin fyrir því að farið sé með tónlistararflnn út fyr- ir alfaraleið. Á metsöluplötum þeirra Gunnars Gunnarssonar organista, Sálmum lífsins og Sálm- um jólanna, er kunnuglegt efni sett fram á fram- sækinn hátt, jafnvel talsvert villtan, og farið verður enn lengra á þeirri braut í kvöld. „Þegar efnið snertir við fólki þá virðist það tilbúið að láta teygja talsvert á sér,“ segir Sigurður. Og í kvöld munu söngvar liðinna alda hljóma í nýjum innviðum Hafharhússins við framsækinn spunaleik þeirra félaga - „hugsanlegt að spuni verði getinn af klámvísutvísöng skagflrskra elli- heimilisvistmanna og að mjóróma sálmasöngur úr afdölum gangi aftur,“ eins og segir í kynningu: „Gvendur mun dúlla að handan." Bókmenntagjörningur í Nýló - tveir ungir þýskir rithöfundar af tyrkneskum ættum flétta saman smásögur sínar Goethe-Zentrum og Nýlistasafnið bjóöa til bókmenntagjörnings í Nýlistasafninu, Vatns- stíg 3 (bakhúsi), í kvöld kl. 20. Þar flytja Kanakarnir Feridun Zaimoglu, ein af stjörn- um hinna nýju þýsku bókmennta, og hinn ungi og upprennandi Imran Ayata gjörning- inn „viptkanak - sound and text". Höfundamir tveir hafa látið duglega að sér kveða á vettvangi „hinna nýju þýsku hók- mennta", eins og þær em kallaðar þar í landi. Imran Ayata er 32 ára gamall og starfar sem rithöfundur, plötusnúður og samskiptaráðgjafi. Hann býr í Berlín og skrifar smásögur og rit- gerðir sem hafa birst í safnritum í Þýskalandi og Tyrklandi, svo og í tímaritum og dagblöðum, m.a. í Tageszeitung og Frankfurter Rundschau. Feridun Zaimoglu er 38 ára og hefur lengst af verið búsettur í Þýskalandi. Hann var einn af stofn- endum tyrkneska bókmenntatímaritsins Argos og varð þekktur á svipstundu árið 1995 þegar fyrsta bók hans kom út, Kanak Sprak. 24 MiBtöne vom Kanakarnir Feridun Zaimoglu og Imran Ayata Þeir eiga stóran þátt í endurnýjun þýskra bókmennta. Rande der Gesellschaft" (Kanakatungumálið. 24 hjáróma tónar af jaðri samfélagsins). Á eftir komu bækurnar Abschaum (Dreggjar, 1997) og Koppstoff (Höfuðefhi, 1998) ásamt kvikmyndum og leikritum, byggðum á þessum harðsoðnu frásögnum sem eru svo fullar af slangurmáli og ljóðrænu. í júní kem- ur út fyrsta skáldsaga Zaimoglus, Liebesmale, scharlachrot (Sogblettir, skarlatsrauðir). Á bókmenntagjörningnum sameina þeir krafta sína og lesa smásögur sínar án skarpra skila. I bakgrunni verður hljómtjald sem hljómsýnir brot úr house-tónlist (Detroit & París), austurlenskri tónlist og poppi. Bókmenntagjömingurinn hefur verið fluttur í allmörgum þýskum stórborgum og í öðrum löndum. Þeir kalla sig Kanaka. Upphaflega var orðið not- að um Suðurhafseyjabúa en seinna var farið að nota það sem skammaryrði um útlendinga, eink- um Tyrki. En nú þegar búferlaflutningar Tyrkja til Þýskalands eiga að baki fjörutíu ára sögu er orðið ekki lengur eingöngu skammaryrði heldur nota Tyrkir það sjálfir til að tjá nýja sjálfsmynd sem ein- kennist af stolti. Kanakamir láta á sér bera á ýms- um sviðum samfélagsins og sjá rækilega til þess að eftir þeim sé tekið. Tónlist Frygðarstunur á kammertónleikum Byrjunin á Sorgardansi úr Erfiljóðum ópus 35 eftir Jón Leifs, sem flutt voru á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni ís- lands á þriðjudagskvöldið, minnti helst á villi- mannslegt urr. Maður var reyndar búinn að búa sig undir eitthvað ægilega drungalegt, því i tónleikaskránni mátti lesa að þetta tónverk væri eitt hið myrkasta sem Jón samdi. Þetta var samt einum of, enda kom I ljós eftir nokk- ur augnablik að sextán manna karlakórinn, þar sem valinn maður var á hverjum stað, hafði byrjað of lágt og var byrjun númer tvö mun áheyrilegri. Þá var líka allt í lagi og er Sorgar- dans án efa eitt magnaðasta söngverk sem Jón Leifs samdi, hrynjandin þráhyggjukennd og einhver óræð undiralda skelflngar sem komst vel til skila í hnitmiðuðum söng karlanna und- ir stjóm Bemharðs Wilkinsonar. Var þetta í fyrsta sinn sem þessi þáttur Erfiljóða var fluttur opinberlega en hinir vora frumfluttir í Skálholti sumarið 1999. Erfiljóð era samin í minningu dóttur tón- skáldsins, Lífar, sem drukknaði er hún var að synda í sjónum. Lokakaflinn ber því heitið Sjáv- arljóð og þar bætist einsöngur og fiðluleikur við karlaraddimar. Var söngur Þórannar Guð- mundsdótfnr einstaklega tær og fagur en fiðlu- leikur Rutar Ingólfsdóttur hefði sennilega mátt vera meira áberandi í dramatískum endi þáttar- DV-MYND E.ÓL Öruggur, markviss og kraftmikill leikur Hluti Kammersveitar Reykjavíkur á æfmgu. ins til að tónlistin nyti sín til fulls. Önnur tónsmíð eftir Jón var á efnisskránni, Scherzo concreto ópus 58 fyrir tíu hljóðfæri, snjallt verk með dæmigerðum Jóns-Leifs-há- punkti og var leikur Kammersveitarinnar öragg- ur, markviss og kraftmikill. Tvennt annað var frumflutt á tónleikunum, Gríma fyrir ellefu hljóðfæraleikara eftir Jón Nordal og Langur skuggi eftir Hauk Tómasson. Hið fyrmefnda hófst á fremur óhugnanlegum fimmundarhljómum, síðan tóku við seiðandi tón- ar þar sem hvert atriði tók eðlilega við af öðra. Margar rólegar einleiksstrófur voru leiknar á hin ýmsu hljóðfæri en þrátt fyrir það bjagaðist heildarmyndin aldrei og var útkoman hug- leiðslukennd stemning á mörkum hins ein- manalega sem var einstaklega áhrifarik. Sama verður ekki sagt um tónsmíð Hauks, því þó dempaður vióluleikurinn í fjórða þætti kæmi ágætlega út og ýmislegt annað væri smart og vel unnið var eins og vélræn tónlistin yrði ekki að neinu markverðu nema á einstaka stað. Verkið er eingöngu fyrir strengjahljóðfæri og kannski hefði þaö bara þurft fjölbreytilegri hljóðfæraskipan til að virka almennilega. Lokaatriði dagskrárinnar var I Call It frá 1974 eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir söngrödd, selló, píanó og slagverk við ljóð eftir Þórð Ben Sveinsson. Ljóðið er um neysluþjóðfélagið en á bak við glittir í eilifðina og var tónlistin eftir því einhvers konar blanda ærsla og innhverfrar íhugunar. Ég er ekki alveg sannfærður um hversu „gott“ þetta tónverk er en það var að minnsta kosti engin ládeyða, og átti prýðilegur hljóðfæraleikur ásamt stórfenglegri túlkun Signýjar Sæmundsdóttur þar drjúgan þátt. Hún ekki bara söng, heldur hló tryllingslega og svei mér ef ég heyrði ekki frygðarstunur nokkur augnablik. Hverjum getur leiðst undir slíkum gjömingi? Jónas Sen Vengerov veikur Tónleikum Maxim Vengerovs, sem vera áttu núna á laugar- daginn kl. 16 í Há- skólabíói, er frestað til mánudagsins 27. maí kl. 20 vegna veik- inda listamannsins. Miðar á tónleikana 18. maí gilda á tónleikana 27. maí. Þeir sem ekki geta nýtt miðana sína geta fengið þá endurgreidda fyrir mánudag- inn 20. maí og verða þeir þá seldir öðr- um. Miðasalan er opin alla hvítasunn- una. Púslusving Sex ungir Finnar sýna innsetningar og vídeóverk í sýningarsal Norræna hússins og hefur sýningunni verið geysilega vel tekið af ungu fólki. Finnska listamanninum Seppo Renvall var falið að skapa sýninguna og fékk til liðs við sig „frændur sína og vini“ en gaf þeim algerlega frjálsar hendur. Útkoman er óvænt og spennandi eins og sjá má - alveg til 26. maí. Chalumeaux tríóið í hádeginu á morgun kl. 12.30 verð- ur sú viðbót við auglýsta dagskrá Listahátíðar að Chalumeaux tríóið treður upp í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í tengslum við sýninguna Mynd - íslensk samtímalist. Tríóið er skipað klarínettuleikurunum Kjartani Óskarssyni, Óskari Ingólfssyni og Sig- urði Ingva Snorrasyni og með þeim syngur Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton. Á efnisskrá eru Trio trionfan- te eftir Pál P. Pálsson (frumflutning- ur), Flóin eftir Modest Mussorgsky, El- egy (Harmljóð) og Berceuse du chat eft- ir Igor Stravinsky og Tríó eftir Tryggva M. Baldvinsson. Enginn getur lifað... Við minnum á ljós- myndasýningu Lofts Guðmundssonar í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Á morgun kl. 18 verður kvikmynd hans Milli fjalls og fiöru, fyrsta ís- lenska talmyndin, sýnd í Bæjarbíói í Hafnar- firði ásamt Hnattflug- inu, stuttri heimildarmynd frá 1924. Önnur sýning verður á sama stað kl. 14 á laugardag, og á sunnudaginn kl. 14 verða sýndar ísland í lifandi myndum og Reykjavík 1944. Vortónleikar Karla- kórs Reykjavíkur Nú standa yfir árlegir vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur í tónlistarhúsinu Ými. Síðustu þrennir tónleikar verða í kvöld kl. 20, annað kvöld kl. 20 og á laug- ardaginn kl. 14. Guðlaugur Viktorsson stjómar kómum en Anna Guðný Guð- mundsdóttir er undirleikari. Einsöngv- ari er Elín Ósk Óskarsdóttir sópran en auk hennar hefia nokkrir einsöngvarar úr röðum kórfélaga upp raust sina. Boðið verður upp á norrræna tónlist, fyrst og fremst úr sænskum karlakóra- arfi en einnig íslenska karlakóratónlist, þar á meðal tvö verk úr kórverkasam- keppni kórsins sl. haust sem kórinn er nú að frumflytja: „Málsháttavisur" eftir HOdigunni Rúnarsdóttur og „Kenndu mér klökkum" eftir Gunnstein Ólason. Rúmenía - Ungverjaland Meðan við biðum eftir hinu frábæra sígaunabandi Taraf de Haidouks frá Rúmeníu er boðið til fyrirlestrar um ungversk áhrif á Rúmeniu í Alþjóða- húsinu, Hverfisgötu 18, kl. 20 í kvöld. Fyrirlesari er Mauro Barindi sem kennir ítölsku við Háskólann en er líka sérfræðingur i rúmenskum mál- efnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.