Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2002, Blaðsíða 26
L FIMMTUDAGUR 16. MAI 2002 keppni í hverju orði New Jersey í úrslit Austurdeildar New Jersey Nets sigraði í nótt Charlotte Hornets, 103-95, í fimmta leik liðanna í einvíginu um sæti í úrslitakeppni austurdeildar NBA og þar með 4-1 sigur í heildina. Jason Kidd var stigahæstur í liði Nets með 23 stig og átti 13 stoð- sendingar og 7 fráköst. Van Horn var næstur með 18 stig. Hjá Hornets voru þeir Magloire og Nailon stiga- hæstir með 14 stig hvor, auk þess sem Magloire tók 10 fráköst. Peja ekki meö í fyrstu tveimur leikjunum Peja Stojakovic, framherji Sacra- mento Kings, mun að minnsta kosti missa af tveimur fyrstu leikjum úrslitaeinvígisins í vesturdeildinni gegn LA Lakers. Stojakovic er meiddur á ökkla og meiddist í þriðja leiknum gegn Dallas en Sacramento vann einvígið 4-1. -EK/ósk/ÓÓJ Kvennalandslið- ið í handbolta: Jenný og Árný með í fyrsta sinn Stefán Arnarson, landsliðs- þjálfari kvenna i handknattleik, tilkynnti í gær landsliðshóp sinn fyrir alþjóölegt mót á Kanaríeyj- um i næstu viku en fyrir mótið hefur hann valið fimmtán leik- menn. Flestir leikmenn koma frá Haukum eða fjórir en þaðan kemur einnig annar tveggja ný- liðanna í liðinu, Jenný Ás- mundsdóttir markvörður. Auk Jennýjar fær Árný ísberg úr Val einnig þarna sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. Islenska liðið mætir Spáni, Svíþjóð og Portúgal á mótinu og leikur auk þess æfmgaleik við Svía og annan gegn BM Ro'Casa sem er félagslið á Kanaríeyjum. Hópurinn er þannig skipaður en landsleikjafjöldi er innan sviga: Markveröir: Helga Torfadóttir, Vík- ingi (40) og Jenný Ásmundsdóttir, Haukum (0). Aðrir lelkinenn: Ágústa Björnsdótt- ir, Gróttu/KR (14), Helga Birna Brynjólfsdóttir, Víkingi (4), Kristín Guömundsdöttir, Virum (9), Hafdís Hinriksdóttir, FH (4), Hafrún Krist- jánsdóttir, Val (4), Harpa Melsted, Haukum (24), Dagný Skúladóttir, ÍBV (16), Drifa Skúladóttir, Val (7), Hrafn- hildur Skúladóttir, Val (33), Hanna Stefánsdóttir, Haukum (7), Inga Fríða Tryggvadóttir, Haukum (36), Heiða Valgeirsdóttir, Gróttu/KR (4) og Árný isberg, Val (0). Koma vel út í mælingum á þoli og styrk Við sama tilefni og Stefán Arnarson tilkynnti landsliðshóp kvenna greindi hann, ásamt að- stoðarþjálfara sínum, Erni Ólafs- syni, frá niðurstöðum rann- sókna þeirra á líkamlegu þoli, styrk og sprengikrafti islensku landsliðsstelpnanna í samaburði við stallsystur þeirra í Noregi. Fyrstu niðurstöður sýna að ís- lensku stelpurnar standi jafnfæt- is norsku stelpunum en ætlunin er að prófa íslensku landsliðs- konurnar þrisvar á ári næstu þrjú árin og fylgjast náið með próuninni hjá hverjum leik- manni. -ÓÓJ Fyrirliöar liöanna í úrvalsdeild kvenna, frá vinstrí: Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Val, Sigríöur Ása Friöriksdórtir, ÍBV, Margrét Pétursdóttir, Grindavik, Þóra Pétursdótt- ir, Þór/KA/KS, Heiða Sigurbergsdóttir, Stjömunni, Margrét Ólafsdóttir, Breiöabliki, Silja Þóröardóttir, FH, og Guörún Jóna Krístjánsdóttir, KR. DV-mynd E.ÓI. KR-konur í sérflokki í spá fyrir Úrvalsdeild kvenna: Yerður ekki auövelt - segir Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari KR, um sumarið Þjálfarar, fyrirliðar og forráða- menn hittust í gær á árlegum kynn- ingarfundi Úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu og spáðu þar í spilin fyrir komandi sumar. Það kemur sennilega fáum á óvart að KR-stúlkum er spáð titlin- um í ár með nokkrum yfirburðum. Þær hafa styrkst mjög frá því fyrra og fengið systurnar Þóru og Ást- hildi Helgadætur til liðs við sig. Að auki hefur Vanda Sigurgeirsdóttir tekið við liðinu á ný en siðast þegar hún var í vesturbænum, árið 1999, vann liðið bæði íslands- og bikar- meistaratitilinn. KR-ingar unnu Val, sem spáð er öðru sætinu, auðveldlega í úrslitum deildabikarsins, 4-0, fyrir skömmu og undirstrikuðu með því styrk sinn. Verður ekki auövelt Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari KR, sagði að það skipti engu máli hvernig spáð væri. „Við þurfum að vinna okkar vinnu úti á vellinum og þetta verð- ur ekki auðvelt. Það eru mörg lið sem ætla sér titilinn og við verðum að hafa fyrir hverjum einasta leik," sagöi Vanda. Vanda sagði jafnframt að þessi spá setti ekki meiri pressu á sínar stelpur. „Eg trúi því að stelpurnar serji það mikla pressu á sig að þessi spá breyti engu um það. Ég trúi að pressa sem myndast innan liðsins sé best," sagði Vanda Sigurgeirs- Spáin hjá stelpunum 1. KR..................186 stig 2. Valur...................154 3. Breiðablik ...............151 4. IBV ....................117 5. Stjarnan.................104 6. FH......................71 7. Þór/KA/KS ...............45 8. Grindavík ................36 Spána gerðu fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn knattspyrnudeilda fé- laganna. dóttir, þjálfari KR. Þurfum að ná stööugleika Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, sem hefur aldrei áður þjálfað í efstu deild kvenna, sagði að henni kæmi ekki á óvart að KR væri spáð titlin- um. „Fyrir fram er KR með sterkasta liðið. Ég lék lengi í vesturbænum og veit hvað býr í því liði. Við erum hins vegar með ungt og efnilegt lið og okkar markmið er að ná fram stöðugleika í liðinu. Liðið hefur ver- ið mjög óstöðugt í leik sínum í vor og það verður okkar meginverkefni. Ef við náum því þá getur allt gerst," sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, við DV-Sport i gær. -ósk Breytingar fram undan hjá Islendingaliðinu Stoke: Guöjón ekki endurráðinn - stjórn Stoke leitar að nýjum manni í brúna Stjórn Stoke ákvað á fundi i gærkvöld aö endurráða Guðjón Þórðarson ekki sem knatt- spyrnustjóra Stoke þrátt fyrir að hann hafi komið liðinu upp í 1. deild um síð- ustu helgi. í opinberri yfirlýsingu frá stjórn- inni, sem birtist á opin- ha^j heimasíðu Stoke í gærkvöld, segir Gunnar Gíslason, stjórnarformaður félags- ins, að þrátt fyrir að stjórnin sé meðvituð um framlag Guðjóns til þess að Stoke komst upp í 1. deild þá telji hún að það þjóni langtíma- hagsmunum félagsins betur að nýr knattspyrnustjóri verði ráð- inn til starfa. Vinnusambandið á milli stjórnarinnar og knatt- spyrnustjórans er óviðunandi. Knattspyrnustjórinn hefur ekki alltaf verið sáttur við þann fjár- hagslega ramma sem hann hefur þurft að vinna eftir og það er skoðun stjórnarinnar að það breytist ekki, sérstaklega í ljósi óvissunar um tekjur af sjón- varpsrétti í framtíðinni." „Stjórnin vil nota tækifærið til að þakka Guðjóni fyrir að hafa fært fjárfestana saman og komið þessari hugmynd af stað og fram- lag hans til Stoke. Stjórnin óskar honum velfarnaðar í framtíð- inni." Jamframt segir stjórnin að hún sé að gera lista yfir hugsanlega eftirmenn Guðjóns og muni reyna að vinna hann sem fyrst. Gunnar Gíslason, stjórnarfor- maður Stoke, sagði í samtali við DV-Sport í gærkvöld að hann hefði engu að bæta við yfirlýsing- una. „Hún segir allt sem segja þarf," sagði Gunnar. Ekki náðist í Guðjón Þórðarson í gærkvöld þrátt fyrri ítrekaðar tilraunir. -ósk I I I +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.