Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 Fréttir DV 17 ára piltur sat í gæslu, fékk 6 mánaða dóm en gekk svo út í frelsið: Lofaði bót og betrun en framdi svo rán - áfrýjaði svo dóminum - er nú aftur í síbrotagæslu og á von á tvöfalt þyngri dómi Ólögráða piltur sem fékk að ganga út í frelsið eftir að hafa lofað bót og betrun fyrir framan dómara og full- trúa barnaverndaryfirvalda í lok mars hefur nú orðið uppvis að því að fremja rán gegn pitsusendli og verið úrskurðaður í síbrotagæslu. Tveimur dögum eftir að piltur var gripinn fyr- ir ránið áfrýjaði hann sex mánaða fangelsisdómi sem dómarinn hafði kveðið upp yfir honum - sex mánaða dómi sem bauð upp á að ungi maður- inn tæki út refsingu sina, sem var fyr- ir itrekuð innbrot og skemmdarverk, með samfélagsþjónustu. Nýja brotið, það er ránið, hefur það nú líklega i för með sér að refsing piltsins muni allt að tvöfaldast auk þess sem hún verð- ur að líkindum tekin út innan riml- anna á Litla-Hrauni án möguleika á samfélagsþjónustu undir eftirliti. Pilt- urinn, sem varð átján ára á þriðjudag, títágiat t&M.i%**kvr w * telW, SJBfSt-.'MI *Cf1±U Sautjánára í Hegning- arhúsinu í sex vikur §œ§g|gr í|§f^3SS íilÉlrJi^ mmm Frétt DV um það þegar piltinum var gefiö tækifæri. hefur hlotið þrjá refsidóma frá því í lok nóvember og á von á þeim fjórða. Eins og DV greindi frá hlaut piltur- inn 6 mánaða fangelsi þann 26. mars en þá hafði hann verið vistaður í sex vikur í gæsluvarðhaldi í Hegningar- húsinu. Ástæða þess að hann fékk að ganga laus eftir dóminn var sú að á uppkvaðningardag rann gæsluvarð- haldsúrskurðurinn út og ekki var gerð krafa um áframhald enda lofaði piltur bót og betrun og að neyta ekki fíkniefna þangað til sex mánaða dóm- urinn yrði tekinn til fullnustu hjá Fangelsismálastofnun. Dómurinn hafði auk þess dæmt málið á þeim for- sendum að möguleikar yrðu i ljósi þessa að pilturinn gæti tekið refsingu sína út á mannlegum nótum og með hliðsjón af aldri og undir eftirliti - i samfélagsþjónustu. Draumurinn úti Þann 20. apríl var draumurinn svo úti. Pilturinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa veist að pitsusendli í Grafarvogi og ræna hann. Við slíku broti liggur refsing að lágmarki 6 mánuðir í fangelsi en há- markið er 10 ár. Forsendur fyrir sam- félagsþjónustu eru því mögulega brostnar. Tveimur dögum eftir ránið áfrýjaði lögmaður piltsins, sem varð 18 ára á þriðjudag, 6 mánaða dómin- um til Hæstaéttar, líklega til að reyna að freista þess að fá hann mildaðan. Það er því nú undir Hæstarétti komið hver niðurstaðan verður hvað varðar innbrota- og skemmdarverkamálin. Héraðsdómur mun svo fijótlega fá í hendur ákæru á hendur piltinum vegna ránsins. Hann situr nú inni á Litla-Hrauni í gæsluvarðhaldi. Brotin sem pOturinn var dæmdur fyrir í mars voru vegna innbrota og skemmdarverka hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, Húsaskóla, Sjóvá-Al- mennum, ÁTVR í Spönginni og Hvassaleitisskóla. Þessir aðilar auk eigenda fjölda bila sem pilturinn skemmdi og stal munum úr lögðu fram um 1,5 milljóna króna skaða- bótakröfur vegna þýfis sem ekki skO- aði sér og skemmda. -Ótt Skýrsla Brunamálastofnunar um ísfélagið: Ábyrgð eigenda þung - einkennileg skilaboð segir stjórnarformaður „Mér finnast það einkennileg skilaboð út í samfélagið að Bruna- málastofnun skuli segja það í skýrslu að ábyrgð eigenda og stjórn- enda sé meiri heldur en þeirra sem kveikja eldinn. Ég botna ekki í svona róksemdafærslu," sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður stjórnar ísfélagsins í Vest- mannaeyjum. í nýrri skýrslu Brunamálastofn- Bruninn í Isfélaginu Deilt er um skýrslu Brunamálastofnunar um eldvarnir í íshúsinu, eftir að þar varð stórbruni árið 2000 unar kemur fram að eigendur og stjórnendur Isfélagsins beri þunga ábyrgð á stórbruna þeim sem varð í fyrirtækinu á árinu 2000. Enn frem- ur segir að fyrirmælum og ábend- ingum Brunamálastofnunar hafi ekki verið fylgt og eldurinn því orð- ið meiri heldur en ella. Eigendur og stjórnendur hafi valið þann kostinn að spara peninga með því að leggja ekki í nauðsynlegar brunavarnir. „Skýrslan er með ólOtindum, að- dragandi hennar er með ólíkindum, vinnubrögð öU í kringum hana eru með ólikmdum og okkur blöskrar þetta," sagði Gunnlaugur Sævar, sem kvaðst hitta brunamálastjóra í dag. Gunnlaugur sagði að forsvars- menn félagsins hefðu fyrst vitað af skýrslunni í fjölmiðlum. „Við erum að leita að fyrirmæl- um Brunamálastofnunar um bættar eldvarnir en höfum ekki fundið. Þeir segjast vera með fyrirmæli frá 1988, en hvers vegna i ósköpunum hafa þeir ekki knúið á um úrbætur á þessum tíma? Við teljum að við hefðum átt að hafa andmælarétt og fá tækifæri tO að koma sjónarmið- um okkar á framfæri." -JSS DV-MYND HARI Ungt og lelkur sér... Veðrið hefur aldeilis leikið við landann síðustu daga, einkum á höfuðborgar- svæðinu. Það er hins vegar misjafnt hvernig menn njóta veðurblfðunnar eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin á Austurvelli í gær. Ungu krakkarnir fremst á myndinni vilja greinilega helst taka það rólega þó að ekki séu allir jafn áfjáðir í að það festist á filmu. Hins vegar virðist fjörið aðeins meira hjá bórnunum fjær á myndinni, en takmarkið er þó alltaf hið sama; að njóta blíð- unnar. Útlit er fyrir að veðrið haldist bjart yfir helgina. Skýrsla Borgarendurskoðunar um bókhald og innra eftirlit: Upplýsingar vantar um tilefni risnuútgjalda - og um það hverjir njóta veitinga og gjafa Borgarendurskoðun telur nauðsyn- legt að efla bókhaldsdeOd Orkuveitu Reykjavíkur og koma á fót virkri innri endurskoðun í fyrirtækmu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í endurskoöunarskýrslu Borgarendur- skoðunar með ársreOuiingi Reykja- vUcurborgar 2001. Meginniðurstaða skýrslunnar er, að almennt sé staða bókhaldsmála og innra eftirlits góð hjá ReykjavUurr- borg og fyrirtækjum hennar. Ýmsar athugasemdir eru þó gerðar við ein- staka þætti. Borgarendurskoðun finnur t.d. að því að upplýsingar vanti um það hjá Orkuveitunni, hverjir njóta veitinga og gjafa frá fyrirtækinu og af hvaða tOefni er stofnað tO þeirra útgjalda. Orkuvelta Reykjavíkur. Þá sé misbrestur á að réttir bókunar- lyklar séu notaðir fyrir ýmsar út- gjaldategundir. Við skoðun á fylgiskjölum hjá Orkuveitunni kom í ljós að „reikning- ar voru oftsinnis ekki réttir að formi tO eða rétt útfyUtu-" og beiðni vantaði með gjaldareOtningi í nokkrum tOvut- um. Sú aðferð, að skanna gjaldarerkn- inga inn í tölvubúnað og senda raf- rænt tO ábyrgðaraðOa, er sögð auka hættuna á að reOoiingarnir fái sam- þykki án nauðsynlegrar skoðunar. Nofkun beiðna styrki að vísu eftirlit með réttmæti útgjalda en koma þurfi á virkri innri endurskoðun í fyrirtæk- inu. Borgarendurskoðun finnur einnig að því, að upplýsingar um tOefni risnuútgjalda og þátttakendur vanti hjá Ráðhúsi Reykjavfkur, Innkaupa- stofnun ReykjavUmrborgar og Reykja- vOuirhöfn. Misbrestur sé á því hjá Orkuveitunni og ReykjavUuirhöfn að útgjaldategundir séu færðar á rétta bókhaldslykla. Hjá Innkaupastofnun sé áritun á gjaldareuuvinga „oftsinnis áfátt, innkaupabeiðnir skortir og reOaiingar eru samþykktir símleiðis." Almennt eru í skýrslunni víða gerð- ar athugasemdir við meðferð virðis- aukaskatts, óþarfa greiðslu dráttar- vaxta, ófullnægjandi innheimtu krafna og skort á starfslýsingum og viðveruskráningu starfsmanna. Nið- urstaðan er hins vegar að hvergi virð- ist vera stórfeUdar brotalamir á innri eftirlitskerfum hjá borginni, þótt ýms- ar úrbætur megi gera. -ÓTG Stuttar f réttir Snuröulaus Natofundur Haraldur Jo- hannessen ríkislög- reglustjóri segir að- gerðir lögreglunnar vegna vorfundar Atlantshafsbanda- lagsins hafa gengið snurðulaust fyrir sig. Störf lögreglu hafi gengið samkvæmt skipulagi og áætlun. Kamarsslagur Helsta innleggið í kosningabarátt- una í ísafjarðarbæ i gær var að A- listi Nýs afls setti upp útikamar framan við kosningaskrifstofu sína i Aðalstræti þar sem framsóknar- mönnum og öðrum vegfarendum var boðið að ganga örna sinna. List- arnir eru í eins konar sambýli eftir að A-listi leigði pláss í sama hús- næði og B-listi. Salerni Framsókn- arflokksins lenti þá á vallarhelm- ingi A-listans, Lögreglan á ísafirði gerði athugasemdir við staðsetn- ingu kamarsins og var hann dreg- inn burtu síðdegis i gær. - RÚV greindi frá. Minni kostnaður Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH) var rekinn með 487 mOljóna króna halla í fyrra en reksturinn kostaði 1,2% minna en árið 2000 og 1,5% minna en árið þar áður. Kostn- aður á hvern sjúkling lækkaði úr um 199.000 kr. að meðaltali árið 2000 í um 195.000 að meðaltali á liðnu ári. Nýtt Fjölnissvæöi 1 dag verður lögð fyrir íþrótta- og tómstundaráð tfllaga fuUtrúa Sjálf- stæðisflokks um að kanna hug íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi um að selja byggingarrétt á lóðum sem nú eru ætlaðar fyrir æfinga- svæði og nýta fjármuni tU að byggja strax upp æfingaaðstöðu annars staðar. - Mbl. greindi frá. Samiö um málefni fatlaöra Samningur mUli heUbrigðisráðu- neytisins og Akur- eyrarbæjar um rekstur málefna fatlaðra verður undirritaður á næstu dögum, eftir margra mánaöa samningaþóf. Samkomulag um rekstur heUsu- gæslu og öldrunarþjónustu i bæn- um virðist hins vegar ekki í augsýn. - RÚV greindi frá. -HKr. | helgarblað Sleggja, gyðjur og galdramenn í Helgarblaði DV á morgun er ítar- legt yiðtal við HUm- ar Örn HUmarsson tónskáld og Kjartan Sveinsson i Sigur Rós en verk þeirra Hrafhagaldur sem fékk ævintýralegar viðtökur í Barbican Centre í London á dögunum verður flutt í LaugardalshöU 24. maí. Rætt er við þá félaga um frægð, heimsfrægð og einlægni. DV ræðir við Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur lerkkonu um söng, drauma og nekt. Blaðið skrifar ítar- lega nærmynd af Kristni Gunnars- syni, stjórnarformanni Byggðastofn- unar, fer í ökuferð með Kjartani Sveinssyni arkitekt og skoðar hús og rætt er við Arnald Indriðason rit- höfund um metsölu á bókum hans. Blaðið birtir einnig myndir og kynningar af öUum keppendum í Ungfrú Ísland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.