Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 DV SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyting- um, er hér með auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga að deiliskipulagsáætlun í Reykjavík: Sólheimar, Langholtsvegur, Skeiðavogur, deiliskipulag. Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af lóðum íbúðarhúsa við Langholtsveg til norðurs, lóðum íbúðarhúsa við Skeiðavog til austurs og Sólheimum til vesturs. Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Markmið tillögunnar er m.a. að gefa skipulagssvæðinu heildstæða mynd með sameiginlegu útivistarsvæði í garði um- hverfis bókasafnið, ákveða fyrirkomulag, nýtingu og byggingarmöguleika til framtíðar. Uppbygging á svæðinu miðar m.a. að því að bæta útirými og mynda skjól. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að uppbygging eigi sér stað á 5 lóðum. Lóðinni Sólheimum 29-35 verði skipt upp í tvær lóðir. Einnar hæðar verslunarhús á lóðinni verði rifið. Á nyrðri hluta lóðarinnar verði heimilt að byggja fjölbýlishús á 3-4 hæðum ásamt kjallara. Á syðri hluta lóðarinnar verði heimilt að lyfta risi núverandi húss í fulla hæð og byggja tveggja hæða nýbyggingu við húsið til norðvesturs. Á lóðinni nr. 23a verði heimilt að byggja 185m2 viðbyggingu við útibú Borgarbókasafnsins. Ný byggingarlóð verði til þar sem nú er bílastæði fyrir Sólheima 25-27 og þar verði heimilt að byggja 460m2byggingu á einni hæð. Þá gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að stækka safnaðarheimili Lan- holtskirkju, að lóðinni nr. 11-13 við Sólheima, um 600m2. Tillagan liggur frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 17. maí til 2002 til 28. júní 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 28. júní 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 17. maí 2002. Skipulagsfulltrúi Hvert námskeið tekur tvær vikur frá mánudegi til fimmtudags tvo Námskeiðin hefjast mánudaginn 10. juni og eru á hálfsmánaðar fresti út ágúst. yrir hádegi. Kennsla frá kl. 9:30 - 11:30 mán. - fim tir hádegi. Kennsla frá kl. 13:30 - 15:30 mán. - Námskeiðið: Kennsla í akstri og meðferð gokartbíla. Farið er yfir öll öryggisatriði gokartsins og reisbrautarinnar. Kennt verður á virkni bílana og útskýrt hvernig bíllinn virkar í akstri. Kennt verður á 200cc Dino bíla 6,5 hestöfl. í fyrstu er farið rólega af stað. Nemendur aka í halarófu á eftir brautarstjóra sem fylgist vel með akstri nemenda, framúrakstur er bannaður í þessum hluta námskeiðsins. Þetta námskerfi eru brautarstjórar Reisbíla búnir að nota frá því að brautin var opnuð 8. júlí 2000 og hefur gengið vel. Að lökriu námí fá allír riýútslcíifaðjr riemendur viöurkenriingarskjal urn £ lokið námskeiði í akstri og meðferð Gokartbíla á Reisbílabrautinni, gjafabréf upp á 50 mín. í Gokart, og boðið verður upp á pizza-veislu og gos á útskriftardegi. Verð aðeins kr. 13.000.- Skráning er hafin í síma 893 1992 Stefán og 893 1993 Jóna. www.gokart.is Fréttir Nýja stúkan ÍTR styrkir Víking vegna stúkubyggingar sem nú rís og tryggir þar með lágmarksaðstöðu fyrir áhorfendur að kröfu KSÍ. Deilur um stuðning Reykjavíkurborgar við Víking: Tillögu um viðræður við Víking um styrki hafnað - Víkingur fær einnig 30 milljóna styrk til endurbóta Töluverð ritdeila hefur verið á siðum Morgunblaðs- ins síðustu daga í kjölfar þess að íþrótta- og tóm- stundaráð felldi tillögu full- trúa sjáifstæöismanna um að gengið yrði til viðræðna við Víking um stuðning borgarinnar við stúkubygg- ingu. Síðan þá hafa HaLlur Hallsson, fyrrverandi for- maður Víkings, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður ÍTR, skrifað á víxl á síðum blaðsins um málið þar sem Hallur hefur lýst yfir mikilli óánægju með þessa ráðstöfun. Steinunn Valdís sagði í samtali við DV að engum tillögum um að styrkja Víking hefði verið hafnað hjá ÍTR. „Við höfum styrkt Víking um 10 milljónir vegna þeirrar stúkubyggingar sem nú er i gangi og tryggir lágmarksaðstöðu fyrir áhorfendur að kröfu KSl. Það var mörkuð sú stefna af hálfu ÍTR að byggja ekki upp fullkomnar stúkur á svæðum allra félaganna í Reykja- vík að sinni heldur styrkja Fylki, Víking og ÍR um 10 milljónir hvert til að koma upp þessari lágmarks- áhorfendaaðstööu." Steinunn segir það einnig hafa verið rætt að þegar stefnumörkun ÍTR og íþróttabandalags Reykjavík- ur lægi fyrir um hvar 4-5 keppnis- svæði í borginni ættu að vera þá yrði þessi ákvörðun endurskoðuð í ljósi þess. Fyrir liggur að slík svæði verða í Laugardalnum, Graf- arvogi og Breiðholti. „Ef nið- urstaðan verður sú að eitt af þessum svæðum verði hjá Víkingi verður þetta að sjálf- sögðu endurskoðað. Það hefði verið algjört ábyrgðar- leysi af okkar hálfu að sam- þykkja stúkubyggingu hjá einu félagi áður en það ligg- ur fyrir hvar menn ætla að móta þetta afreksíþrótta- svæði,“ segir Steinunn. Steinunn bendir einnig á að ný- lega er búið að samþykkja styrk upp á 30 milljónir til Víkings vegna end- urbóta á húsnæði og framkvæmda i búningsklefum. „Þetta er bæði að mati þeirra og okkar brýnast að gera fyrir Víking núna.“ Þór Símon Ragnarsson, formaður Víkings, staðfesti að ÍTR styrkir stúkubygginguna um 10 milljónir. Hann segist hins vegar hafa orðið fyrir vonbrigðum með að tillaga þess efnis að gengið yrði til samn- inga við Víking um styrk hafi verið felld. „Við hefðum gjaman viljað sjá það samþykkt að fara í viðræður við okkur nú þegar en við lítum alls ekki þannig á að málinu sé lokið. Þetta mál mun verða rætt þó að ég hefði vissulega viljað sjá það gerast fyrr.“ Þór segist vonast til að endurbæt- umar á húsnæðinu fari fram í sum- ar en það fari þó eftir þvi hvenær fjárveitingin skilar sér. -HI Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Fiskaflinn er mun meiri milli ára - 58 skip fá 105 þúsund tonna kolmunnakvóta Heildaraflinn í apríl 2002 var 68.835 tonn sem er rúmlega 43 þús- und tonnum meiri afli en í apríl 2001, en þá var aflinn 25.491 tonn. Ástæða lítils afla i apríl í fyrra er verkfall fiskimanna sem hófst í lok mars og stóð fram í maí. Aflinn fyrstu fjóra mánuði ársins var 1.120.242 tonn en var 957.469 tonn á sama tíma í fyrra. Það er 17% aukn- ing afla milli ára. Heildaraflinn á yfirstandandi fiskveiðiári er kominn í 1.528.674 tonn en var 1.318.706 tonn í lok apr- íl á síðasta fiskveiðiári. Botnfiskaílinn var 51.489 tonn í nýliðnum apríl en var 23.384 tonn í apríl 2001. Heildarafli botnfisks á fiskveiðiárinu var 30. apríl sl. 326.853 tonn en var 296.778 tonn á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Botnfiskaflinn í apríl var 51.489 tonn en var í apríl 2001 23.384 tonn. Eftirstöðvar aflciheimildar afla- marksskipa á yfirstandandi fisk- veiðiári, sem lýkur 31. ágúst nk., er 27.328 tonn í þorski en var 53.983 tonn á sama tíma í fyrra. Eftirstöðv- ar eru því litlar en þokkalegar í öðr- um fisktegundum. Afli gullkarfa og djúpkarfa í apríl var 13.474 tonn og 13.237 tonn í kolmunna. Sjávarútvegsráðherra hefur með reglugerð ákveðið að Fiskistofa út- hluti til skipa 80% af áætluðu afla- marki þeirra í norsk-íslenskri síld, eða 105.665 tonnum til 58 skipa. Aílamarkinu er úthlutað á grunni aflahlutdeilda. Aflahlutdeild skip- anna miðast við aftareynslu þeirra á ánmum 1994- 2001. Útgerðum skipanna sem nú fá til- kynningu um aflamark í norsk-ís- lenskri síld eru m.a. kynntar for- sendur úthlutunar og fengu þær frest til 15. maí sl. til að koma á framfæri athugasemdum. Fiskistofa skal svo ljúka endanlegri úthlutun aflahlutdeilda og aflamarks eigi sið- ar en 24. maí nk. Mestu fær úthlut- að Sigurður VE í Vestmannaeyjum, 3.858 tonnum, en síðan koma Júpí- ter ÞH á Þórshöfn með 3.817 tonn og Hólmaborg SU á Eskifirði með 3.730 tonn. Nokkrum skipanna er úthlut- að svo litlu magni, niður í 11 tonn, að útilokað er að þau veiði upp í kvótann. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.