Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 13 I>V Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaöið HEILDARVIÐSKIPTI j Hlutabréf i Spariskírteini ! MEST VIÐSKIPTI Þetta helst 5.500 m.kr. 1400 m.kr. 2000 m.kr. 0 Islandsbanki 800 m.kr. 1 " Pharmaco 270 m.kr. Q Grandi 123 m.kr. ; MESTA HÆKKUN Q Marel 2,o%: ©ÍAV 1,7%; Q Pharmaco 1,5% | MESTA LÆKKUN Q Grandi 2,6%: Q Eimskip 2,0% ; ©SH 1,3%: URVALSVISITALAN 1282 stig : - Breyting 00,07% Orkustofnun til fyrirmyndar Orkustofhun fékk viðurkenningu sem ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2002. Þetta er í fjórða sinn sem viður- kenningin er veitt. í febrúar síðastliðnum skipaði fjár- málaráðherra nefhd til að velja þá rík- isstofhun sem skarar fram úr og er til fyrirmyndar í starfi sínu. I nefndinni voru Hörður Arnarson, forstjóri Marels hf., formaður, Guðný Káradóttir, fram- kvæmdastjóri Gagarín ehf, og Runólf- ur Smári Steinþórsson, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla ís- lands. Arnar Þór Másson stjórnmála- fræðingur og Leifur Eysteinsson, við- skiptafræðingur hjá fjármálaráðuneyt- inu, störfuðu með nefndinni. Nefndin valdi að veita þremur stofnunum, auk Orkustofnunar, einnig viðurkenningu fyrir góðan ár- angur í rekstri. Þær eru Áfengis- og tó- baksverslun ríkisins, Fiskistofa og Ríkiskaup. Hagnaður Olís 340 milljónir króna Hagnaður Olíuverzlunar íslands hf. og dótturfélags fyrstu þrjá mánuði ársins nam 340 milljónum króna eftir skatta en var allt árið í fyrra 211 millj- ónir. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 257 milljónum króna, samanborið við 1.048 milljónir allt árið áður, sem er 9,2% af rekstrartekj- um, en var 8,4% allt árið áður. Rekstur félagsins á tímabilinu ein- kenndist af miklum sveifium á gengi íslensku krónunnar og nam gengis- hagnaður 216 milljónum króna og hreinar fjármagnstekjur námu 224 milljónum króna. Bætt afkoma félagsins fyrir afskrift- ir og fjármagnsgjöld ber með sér að þær aðhaldsaðgerðir sem gripið var til í rekstri félagsins á miðju síðast- liðnu ári eru farnar að skila sér. Eins og áður getur setti styrking á gengi islensku krónunnar verulega mark sitt á rekstur og afkomu félags- ins á tímabilinu. Ljóst er að afkoma næstu mánaða fer mikið eftir þróun gengismála. • 1*1 Kan. dollar ^Dönskkr. SÍNorskkr ESsanskkr. 11 Sviss. franki I • l-tap. yen ^ÍECU SDR 17.05. 2002 kl. 9.15 KAUP SALA 91,190 91,660 132,730 133,400 58,680 59,050 11,2000 11,2620 | 11,0380 11,0990 : 9,0560 9,1060 ! 57,2000 57,5200 0,7166 0,7209 83,2950 83,7955 116,1800 116,8800 Eftirspurn eftir vinnuafli í apríl: Fýrsta sinn síðan 1996 að atvinnu- rekendur vilja fækka starfsfólki Eftirspurn eftir vinnuafli hefur dregist saman miðað við sama tíma í fyrra þegar vinnumarkaðurinn var i jafnvægi. Samkvæmt atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar sem gerð var í apr- íl 2002 hefur eftirspurn eftir vinnuafli dregist saman borið saman við sama tima í fyrra. Þetta er i fyrsta sinn síð- an árið 19% að vinnuveitendur vilja fækka við sig starfsfólki í aprílmán- uði. Atvinnurekendur vildu fækka um tæplega 400 manns, eða um 0,5% af mannafia. Atvinnurekendur áætla að störfum muni fjölga í sumar, en þó ekki eins mikið og á fyrri árum. Þegar líður á haustið mun störfum fækka á ný. Á landinu öllu er eftirspurnin einungis í jafnvægi í byggingariðnaði og fiskiðn- aði en í öllum öðrum greinum vilja at- vinnurekendur fækka starfsfólki og einna mest í samgöngum og ýmsum iðnaði eða um 1,0% og 0,7% af mann- afla. Veruleg umskipti á höfuð- borgarsvæöinu Á höfuðborgarsvæðinu vilja at- vinnurekendur fækka starfsfólki um tæplega 600 manns, eða um 1,3% af vinnuaflinu. Þetta eru veruleg um- skipti miðað við síðustu tvö ár, en i apríl árið 2001 vildu atvinnurekendur bæta við sig um 160 manns; eða úm Atvinna Atvinnurekendur áætla aö störfum muni fjölga í sumar, en þó ekki eins mikiö og á fyrri árum. Þegar líöur á haustið mun störfum fækka á ný. 0,3% af vinnuaflinu og um 900 manns árið 2000. Samdráttar gætir helst í þjónustustarfsemi ýmiss konar en þar vilja atvinnurekendur fækka um 2,4% af mannafla og í samgóngum um 1,3% af mannafla. Atvinnurekendur vilja einnig fækka starfsfólki í verslun, eða um 0,7%. Samkvæmt könnuninni mun eftirspurnin vaxa á næstu mán- Tap íslandssíma á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 93 milljónum króna en var 174 milljónir á sama tímabili fyrir einu ári og minnkar því tapið um 47% milli ára. í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að af- Oskar Magnússon. Minnkandi tap Islandssíma tímaskuldir félagsins. Fram undan er aukin áhersla á kjarnastarfsemi þar sem stefnt er að sölu á eignar- hlutum í öðrum félögum og sölu fast- eigna. Áætlanir gera ráð fyrir að veltufjárhlutfallið hækki á ný síðar á árinu við þessar aðgerðir. Viðskiptakröfur íslandssima námu 520 milljónum króna 31. mars 2002. Viðskiptakröfur hafa þannig hækk- að um 46 milljónir frá áramótum. Hækkun viðskiptakrafna skýrist að hluta til af auknum ógjaldföllnum viðskiptakröfum sem eru tilkomnar vegna veltuaukningar í febrúar og mars. Einnig má benda á að rekstr- arerfiðleikar hafa gert vart við sig í viðskiptalífinu og gerir það inn- heimtu erfiðari í sumum tilvikum. í því ljósi hefur félagið eflt enn frekar ákveðna þætti innheimtunnar. Rétt er að benda á að félagið hefur í var- úðarskyni sett 69 milljónir króna í afskriftasjóð viðskiptakrafna. Hér er ekki um endanlegar afskriftir að ræða heldur er myndaður mótreikn- ingur sem mæta á þeim kröfum sem kunna að tapast. Unnið hefur verið að áframhald- andi hagræðingu í rekstri íslands- síma og skýrir það meðal annars bætta afkomu félagsins. Þannig hafa almennar aðhaldsaðgerðir skilað þvi að kostnaður sem hluthfall af tekjum hefur farið lækkandi. Fækkað var enn frekar í yfirstjórn félagsins á fyrsta ársfjórðungi sem mun lækka kostnaö á næstu mánuðum. Þá hafa hagræöingaraðgerðir í sölu- og markaðsstarfi félagsins verið að skila sér á fyrsta ársfjórðungi 2002. Srjórnendur telja að félagið sé nú betur í stakk búið að mæta aukinni samkeppni eftir endurskipulagningu sölu- og markaðsstarfs þess. Einnig ber að líta til þess að tekist hefur að ná betri tökum á kostnaðarþróun fé- lagsins. uðum á höfuðborgarsvæðinu um 4,7%. Hins vegar er áætlað að störfum muni fækka um 0,5% fram á haustið, samanborið við eftirspurnina í apríl- mánuði. Á landsbyggðinni fer eftirspurn eft- ir vinnuafli vaxandi. Atvinnurekend- ur þar vildu fjölga starfsfólki um 200 manns, eða um 0,7% af vinnuafli. Þetta er mikil breyting frá apríl í fyrra en þá vildu atvinnurekendur fækka um 180 manns. Ástæður þess- ara aukningar er einkum vaxandi eft- irspurn í annarri starfsemi og ýmissi þjónustu við atvinnuvegina, eða um 3,2% af mannafla. í greinum eins og samgöngum, fiskiðnaði og byggingar- iðnaði er eftirspurnin í jafhvægi og litils háttar fækkun mælist í verslun og iðnaði, eða um 0,3% að meðaltali. Samkvæmt könnuninni mun eftir- spurnin á landsbyggðinni breytast lít- iö fram á haust. Þetta á almennt við um landsbyggðina, þótt áhrifanna komi til með að gæta mismikið eftir landshlutum. Allt frá atvinnukönnuninni í apríl 1996 hafa atvinnurekendur á landinu öllu viljað fjölga starfsmönnum, und- antekning er janúarkönnunin 1997. Þessi vilji hefur komið skýrast fram í apríl- og septemberkönnunum ár hvert. Óskir atvinnurekenda um að fjölga starfsmönnum hafa vaxið á síð- ustu árum og náðu sögulegu hámarki á árinu 2000. Aukningin frá árinu 1997 ákvarðast mikið til af hinni miklu aukningu í fjölda lausra starfa á höfuðborgar- svæðinu. í aprílkönnun Þjóðhags- stofnunar árið 2001 virðist sem eftir- spurn eftir vinnuafli hafi náð jafn- vægi fyrir landið í heild og er það í fyrsta sinn sem það gerist síðan 1996. Frá haustdögum 2001 hefur eftirspurn eftir vinnuafli á höfuðborgarsvæðinu farið minnkandi á meðan eftirspurn er í meira jafhvægi á landsbyggðinni. koman það sem af er ári sé i sam- ræmi við áætlanir. Ef félagið hefði verið búið að leggja af verðbðlguleið- rétt reikningsskil hefði tapið numið 112 milljónum króna. Áframhaldandi bati hefur orðið á rekstri íslandssíma fyrstu þrjá mán- uði ársins. Skýrist þaö af auknum tekjum og hlutfallslega lækkandi rekstrarkostnaði félagsins. Tap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta hefur minnkað úr 38 milljónum á fjórða ársfjórðungi árið 2001 í 17 milljónir á fyrsta ársfjórðungi 2002. Þrátt fyrir tap á rekstri félagsins er eiginfjárstaða þess sterk en eiginfjár- hlutfallið er 45%. Rekstrartekjur íslandssíma námu 453 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2002 og jukust um 60% miðað við sama tímabil árið á undan. Rekstrargjöld námu 470 millj- ónum króna og jukust um 35% mið- að við sama tima í fyrra. Veltufjárhlutfallio komið niöur í 0,47 Veltufjárhlutfall íslandssíma hf. var 0,47 í lok mars 2002 og lækkaði úr 0,60 frá áramótum. Stjórnendur íslandssíma hafa áfram unnið að endurfjármögnun félagsins. Með hliðsjón af þessu var nýverið gengið frá langtímaláni að fjárhæð 150 millj- ónir króna. Verður það meðal ann- ars notað til að greiða niður skamm- "the perfect pizza" John Baker Brekinhús 3500 520 3500 Gnoðavogur Brekkuhús Setjum hjölið í toppstand fqrir sumariö! Vfirfariö reíðnjöl aOeins 2.610 hr. Vió gctum vió allar tcguitdir af hjólum Faxafeni 14 (GÁP húsinu) 1 08 Reylcjavik Simi: 568 7575 Opid: virka daga 10-19 laugard. 11-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.