Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 Menning_________________________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóitir silja@dv.is Valið úr þúsund verkum - sýning opnuð í kvöld á verkum úr einkasafni Þorvaldar í Síld og fisk Jón Stefánsson: Tindfjallajökull. Um 1940 Ein af perlum íslenskrar myndlistar á sýningunni í Geröarsafni. í kvöld veróur aftur opnuð sýning á myndlistarverkum úr hinu merka einkasafni Þorvaldar Guðmundsson- ar og Ingibjargar Guðmundsdóttur í Gerðarsafni í Kópavogi. Stendur sýn- ingin til 28. júlí í sumar. Myndlistar- áhugamenn minnast þess með ánœgju aó um aldamótin 2000 sýndi Geróarsafn verk úr safni þeirra hjóna undir yfirskriftinni Lifshlaup. Sú sýn- ing fékk prýðisgóðar umsagnir hjá gagnrýnendum og svo fínar undir- tektir hjá almenningi að aðsóknarmet varð að safninu. Á síðastliðnu ári gerðu Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn og Listaverka- safn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur með sér vörslusamning. í framhaldi af því tók Listasafn Köpavogs til varðveislu öll listaverk sem tilheyra þessu stærsta einkasafni landsins að und- anskildum verkunum sem eru í húsakynnum Hótel Holts. Samningn- um fylgdi heimOd fyrir Listasafn Kópavogs til að nýta allt safnið til sýningar í salarkynnum sínum. Allt húsiö undir Sýningarstjórarnir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerð- arsafns, og Valgerður Bergsdóttir myndlistarmaður hafa að leiðarljósi á sýningunni að koma sem mestu að. „Við hengjum þétt á veggina eins og venja var í gamla daga,“ segir Guðbjörg, „enda komum við fyrir um það bil fjórðungi verka í safninu eða um 250 listaverkum. Austursalinn höfum við málað gráan og hengt þar meðal ann- ars perlur frumherjanna í íslenskri myndlist. í vestursal sýnum við teikningar, vatnslita- og krítarmyndir, allt sem er undir gleri, og þann sal höfum við málað rauðan. Litirnir halda betur utan um verkin en hvítir veggir og sérstaklega njóta teikningarnar sín vel á dekkri grunni. Gylltu rammarnir koma líka vel út. Á neðri hæðinni höfum við svo sett upp stærstu mynd- imar, gríðarlega fleka eftir Eirík Smith, Kristján Davíðsson, mikla þorskmynd eftir Scheving og málverk af grindardrápi eftir færeyska málar- ann Mikines.“ Áherslan á sýningunni er að sýna breiddina i safninu frekar en að láta hana segja ákveðna myndlistarsögu. „Við viljum að fólk fái að upp- götva einkasafn," segir Guðbjörg, „leyfa þvi að skoða og meta hvað það var sem freistaði hjón- anna að kaupa." Til dæmis áttu þau hjón gríðarmargar teikn- ingar eftir Kjarval og hefur þeim minnstu verið komið fyrir i sýningarborðum i vestursal. „Kjar- val var auðvitað manískur teiknari," segir Guð- björg, „hann mátti ekki sjá blaðsnifsi án þess að krota á það eða hripa hjá sér ljóð, hugrenningar eða bréfkorn. Það var skopast að almenningi fyr- ir að setja þessar smáteikningar í ramma, en ef fólk hefði ekki rammað inn rissin hans væru þau nú glötuö." Allir þeir bestu Þorvaldur Guðmundsson (1911-1998) var einn af mestu athafnamönnum landsins á síðustu öld, brautryðjandi í lagmetisiðnaði, kjötvinnslu og hótel- og veitingarekstri. Ingibjörg Guðmunds- dóttir (f. 1908) tók virkan þátt í starfi manns síns og bæði voru miklir fagurkerar. Þorvaldur var ástríðufullur listaverkasafnari og í safninu eru alls um 1000 listaverk. Þar á meðal eru málverk og teikningar eftir Jóhannes S. Kjarval auk sjálfs Lífshlaupsins, fjórir veggir úr vinnustofu meistarans í Austurstræti 12 með myndum sem hann málaði á þá árið 1933. Vinnustofan var sett upp á sýningunni árið 1999-2000 eins og menn minnast. Þá eru í safninu úrvalsverk eftir alla helstu málara okkar fslendinga frá fyrri hluta síðustu aldar, frumherjana Þórarin B. Þorláksson, Guð- mund Thorsteinsson (Mugg), Einar Jónsson, Ás- grím Jónsson, Jón Stefánsson, Kristínu Jóns- dóttur og Júlíönu Sveinsdóttur, og málara af næstu kynslóð, Finn Jónsson, Gunnlaug Schev- ing, Snorra Arinbjamar, Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson og Svein Þórarinsson. Abstraktkynslóðin á einnig sína fulltrúa. Þeirra á meðal eru Ásmundur Sveinsson, Jón Benediktsson, Nina Tryggvadótt- ir, Gerður Helgadóttir, Kristján Davíðsson, Þor- valdur Skúlason, Eiríkur Smith og Sverrir Har- aldsson. Þá eru í safninu verk eftir ýmsa erlenda listamenn. Á þessari sýningu eru til dæmis fjög- ur verk eftir tvo færeyska listamenn, S. Joensen Mikines og Ingálvur av Reyni. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mánudaga frá 11-17. Safnið verður lokað á hvíta- sunnudag og annan í hvítasunnu. Mesta einkavæðing sögunnar Bandarískur fræðimaður gerir úttekt á íslandssögunni í The New York Review of Books The New York Review of Books, eitt víðlesn- asta og virtasta bókmenntatímarit heims, gerir það ekki endasleppt við islensk fræði og bók- menntir. Skemmst er að minnast ítarlegrar greinar Brads Leithauser um fslendingasögur, sem birtist um jólaleytið og var endursögð hér á síðunni 2. janúar sl. í nýjasta hefti ritsins er löng grein eftir Jared Diamond sem hann nefn- ir Living on the Moon (Að búa á tunglinu) og byggir á Viking Age Iceland eftir bandaríska prófessorinn Jesse Byock og bók Gunnars Karls- sonar sagnfræðings sem heitir The History of Iceland í Bandaríkjunum en Iceland’s 1100 Ye- ars í Evrópu. Auk þess er undir hjá Diamond nýtt úrval fslendingasagna sem Penguin gefur út, The Sagas of Icelanders: A Selection. Meðal sagna þar eru þær sem fjalla um ferðir nor- rænna manna tU Ameríku. Uppblástur mesti vandinn Jared Diamond er kunnugur hérlendis og blandar í grein sinni saman upplýsingum úr sagnfræðiritunum tveimur og fróðleik sem hann hefur aflað sér á ferðum sínum. Til dæmis hefur hann mikinn áhuga á uppblæstri lands og getur þar vitnað í eigin reynslu: „í kjölfar landnáms eyddist um það bil 95% af skógi í landinu og um það bil helmingur gróins lands blés upp... Þegar ég fór um landið í fyrra- sumar sá ég æ ofan í æ dæmigert haglendi víkja skyndilega fyrir berum jarðvegi, um það bil feti lægri, og sáust skilin glöggt þar sem lítill ber blettur hafði opnað vindinum leið undir grassvörðinn með þeim afleiðingum að stórar torfur flettust af. Þegar bandarískir geimfarar voru að búa sig undir að fara til tunglsins í fyrsta sinn á 7. áratugnum og þurftu að æfa sig á algerlega gróðursnauðu landi sem minnti á hnöttinn sem þeir voru að fara til, þá valdi NASA mánalandslag íslands. Þar höfðu þó verið grænir hagar aðeins 1100 árum áður.“ Endursögn Diamond á íslandssögunni er hnit- miðuð og til þess gerð að vekja áhuga landa hans. Hann byrjar á að segja frá fólksflutningum frá Noregi til íslands og stofnun samfélags sem var engu öðru samfélagi líkt á jarðríki, og segir síðan: „Landnemamir voru á móti ríkisvaldi og sú afstaða var studd nauðsyn sem sprottin var af fátækt. Vegna þessa hvors tveggja stunduðu þeir einkavæðingu stjómarstofnana sem fór jafnvel fram úr villtustu draumum Ronalds Reagan. En það hafði líka í för með sér að samfélag þeirra hrundi og þeir glötuðu sjálfstæði sinu í sjö hund- ruð ár.“ Uppskrift að óreiðu Island var líkt landinu sem flestir landnem- arnir hurfu frá, Noregi, en þó var afdrifaríkur munur á. í fyrsta lagi var loftslag kaldara á ís- landi og vaxtartími gróðurs styttri. í öðru lagi voru eldgos tíð (Diamond kennir Heklu mn Skaftárelda enda kannski stutt milli hennar og Lakagíga á amerískan mælikvarða). Mesti mun- urinn var þó á jarðvegi landanna tveggja, léttum öskukenndum jarðvegi íslands og þungum leir- kenndum jarðvegi Noregs. Þetta samanlagt olli gróðureyðingu og uppblæstri sem stuðluðu að missi sjálfstæðis. Ekkert timbur var til í skip og öldum saman voru íslendingar arðrændir af er- lendum kaupmönnum. Erfitt var í hörðum árum að heyja nóg til að entist skepnum allan vetur- inn og þá horféllu dýr og menn. Fátækt var land- læg og ísland raunar eitt allra fátækasta land Evrópu lengi vel. „Allt það gull og silfur frá vík- ingatímanum sem fundist hefur á íslandi kemst fyrir í einni fótu og er hreinasta lítilræði miðað við hina miklu fjársjóði sem fundist hafa í gröf- um frá sama tíma annars staðar.“ Ekki er Diamond hrifinn af íslenska þjóðveld- inu sem honum fmnst Islendingar sjálfir dást of mikið að. Goðavaldið var uppskrift að kaos, seg- ir hann, ekki síst möguleikinn að velja sér goða hvar sem menn bjuggu. Þetta endaði í upplausn og Noregskonungur tók völdin í landinu án þess að beita hervaldi. „Ég man ekki eftir öðru sjálf- stæðu ríki sem hefur orðið svo örvilnað að þaö bað um skjól annars ríkis.“ Lifandi fortíð Þó ísland sé nú bæði sjálfstætt ríki og auðugt hefur þessi forsaga enn þá mikil áhrif, og Di- amond segir hrifinn frá því að hér sé sérstakt umhverfisráðuneyti sem hafi með það að gera að rækta landið og hafa hemil á fjárbúskap. Alls staðar annars staðar eiga fornleifafræðingar erfitt með að fá peninga hjá stjómvöldum til að komast að einhverju um fortíðina sem gæti kennt okkur eitthvað nýtilegt í nútimanum, seg- ir hann, en þetta er ekki vandamál á íslandi. „Þegar einn af vinum mínum gekk á fund ís- lenskra ráðamanna og byijaði á sínum langa lestri til að rökstyðja þörfina á rannsókninni sem hann vildi gera þá var svarið: „Já, vitaskuld skiljum við að rannsóknir á uppblæstri til forna geta hjálpað okkur að skilja vandamálin í sam- tímanum. Þú þarft ekkert að sannfæra okkur um það. Hér eru aurar, farðu bara og byrjaðu!" Listin meðal fólksins Á afmælisdegi Ásmundar Sveinsson- ar myndhöggvara, 20. maí kl. 17, verð- ur opnuð í Ásmundarsafni við Sigtún sýningin Listin meðal fólksins. Þar verða verk Ásmundar skoðuð út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin ætti að veraÝhluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Á sýningunni verður listferill Ás- mundar settur í samhengi við samfé- lagið sem hann bjó og starfaði i. Leit- ast verður við að varpa Ijósi á við- brögð samfélagsins við list hans, svo sem deilur sem spunnust um einstök verk. Einnig verður ævistarf Ásmund- ar skoðað i alþjóðlegu samhengi og dregin upp fiölbreytt mynd af lífi hans og list. í tilefni sýningarinnar verður gefin út sýningarskrá með korti sem allar höggmyndir Ásmundar í Reykja- vík eru merktar inn á. f sumar hafa sýningarstjórarnir, Hanna Styrmis- dóttir og Pétur H. Ármannsson, í hyggju að bjóða upp á sérstakar Ás- mundargöngur þar sem gengið verður á milli höggmynda listamannsins og fiallað um verkin og Ásmund. Sýningin er hluti af dagskrá Lista- hátíðar í Reykjavik en stendur talsvert lengur en hún eða til ársloka. Minningartónleikar „Of margir hafa dáið og verið grafn- ir á óþekktum stöðum ... Hvar á að reisa legsteinana? Aðeins tónlistin get- ur séð um það. Ég er reiðubúinn að skrifa tónverk fyrir hvert og eitt ein- asta fómarlamb en það er ógjörningur, þess vegna tileinka ég tónlist mína þeim öllum,“ sagði tónskáldið Dmitri Schostakovitch. Annað kvöld kl. 21 verða Minningartónleikar um fómar- lömb stríðs í Fríkirkjunni. Flytjendur eru stúlknakórinn víðfrægi, Graduale Nobili, múm og Áróra kvartettinn sem flytur strengjakvartett no.8 eftir Schostakovitch. Aðgangur er ókeypis en frjáls fram- lög renna óskert til fórnarlamba Palestínustríðsins. Guðjón og Mary Mikið er á seyði í Lista- safni Reykja- víkur um helg- ina enda er þar opið alla daga þrátt fyrir hvítasunnu. í kvöld kl. 20 verður í Hafn- arhúsinu frum- sýnd myndin GUDJON, ný heimildar- mynd eftir Þorfinn Guðnason sem spannar yfir tvö ár í lífi Guðjóns Bjarnasonar myndlistarmanns, eins þeirra listamanna sem verk eiga á sýn- ingunni MYND sem nú stendur þar yfir. f myndinni fylgjumst við með list- sköpun og framavonum listamanns sem hyggur á landvinninga í útlönd- um. Þetta er vegamynd í tvennum skilningi: Ferðast verður með Guðjóni inn í íslenskan iistaheim auk þess sem leikurinn berst víða um heim. Einar Falur Ingólfsson, myndstjóri Morgunblaðsins, hefur kynnst lífi og starfi hins virta, bandariska ljósmynd- ara Mary Ellen Mark öðrum betur. Hann bæði nam hjá henni og starfaði með henni um þriggja ára skeið. Á hvítasunnudag kl. 15 mun Einar Falur bjóða sýningargestum Kjarvalsstaða upp á leiðsögn um ljósmyndasýningu Mary Ellen, American Odyssey, sem nú stendur þar yfir. Sýningin er í sam- vinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Listahátíð í Reykjavík. Ellen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.