Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 15
i FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 15 :dv Menning I Týnd mamma, beinagrind og dreki Barnaleikritiö á Listahátíö, Týndar mömmur og talandi beinagrindur, kemur aö þessu sinni frá Svíþjóð. Samt veröur þaö leikiö á íslensku og þaö er afþví aö leikarinn - sem líka er höfundur verksins - er íslensk leikkona. Verkið var frum- sýnt í Pero-leikhúsinu í Stokkhólmi haustið 2000 og hefur fengið afar lofsamlegar umsagnir gagn- rýnenda og geysimikla aósókn allar gótur síðan. Bára Lyngdal Magnúsdóttir fluttist til Sví- þjóðar fyrir nokkrum árum og hefur leikiö þar bæði í sjónvarpi og á sviði. Hún er heldur ekki alveg týnd okkur hér þvi síðast sáum við hana í kvikmyndinni Mávahlátri. Um tíma var Bára á samningi í þjóðleikhúsi þeirra Svía, Dramaten, en undanfarin þrjú ár hefur hún unnið við leik- hús manns sins, Peters Engkvists leikstjóra, Teater Pero við Sveaveg í miðborg Stokkhólms. Það er fyrst og fremst bamaleikhús en hefur líka sett upp sýningar fyrir fullorðna, til dæmis Ormstungu, sem Engkvist stýröi eftirminnilega fyrst á Islandi og síðan í Sviþjóð þar sem Bára lék einmitt kvenhlutverkið - lék Halldóru Geir- harðs, eins og hún kemst sjálf að orði! Sú sýn- ing hefur gengið prýðilega. Það er Peter Eng- kvist sem leikstýrir Báru í Týndum mömmum... Engir asnar - bara lítil Við Bára hittumst í leikhúsinu þar sem Týndar mömmur hafa aðallega verið sýndar. Þetta er afar skemmtilegt gamalt kvikmyndahús sem hefur ver- ið lagað að þörfum leikhúss og barna. í Pero eru tvö svið, annað stórt með sal fyrir um 100 gesti, hitt minna með um 60 manna sal. Leikið er linnu- laust allan veturinn, oft nokkrar sýningar á dag, en yfirleitt frí á sumrin. Gestasýningar utan af landi og erlendis frá eru allt árið, stundum svo margar að heimamenn verða að púsla saman tíma í eigin æfingar. En gestirnir borga með sér og pen- ingar eru dýrmætir, ekki síst nú þegar leiga á hús- næði í miðborginni hækkar upp úr öllu valdi. „Það er eins og peningamennirnir vilji drepa miðborg- ina því þeir láta húsnæði heldur standa autt en lækka leiguna," segir Bára. „Öll litlu leikhúsin eru að fiýja miðbæinn." Sýningin Týndar mömmur og talandi beina- grindur er hugsuð fyrir þriggja til fimm ára börn og til að skýra stöðugar vinsældir hennar þessi tvö ár segir Bára að það vanti sýningar fyrir svo litil börn. „Það gerist svo margt í barnshöfðinu þegar þau verða þriggja ára," segir Bára, „skilningurinn vex og þau fara að tengja meira saman. Við flmm til sex ára aldur kemur lógíkin til sögunnar og þá - Bára Lyngdal Magnúsdóttir kemur með eigin barnasýningu fyrir yngstu listahátíðargestina Bára og beinagrindin talandi Peter nauðaði í henni að prófa að skrifa leikrít, hún neitaði, hann bað, hún fór 1 fússi út ígarð og kom ekki inn fyrr en fyrsta uppkast var komið á blað! Bára Lyngdal Magnúsdóttir á litla sviöi Pero-leikhússins Grunnurínn er frásagnartæknin: að standa á gólfi og segja sögu. fara þau að hafa gaman af að koma upp um mann - „ég veit nú af hverju þú gerir þetta!" Flestar barnasýningar í Teater Pero eru gerðar fyrir flmm ára börn og eldri en Peter hefur í mörg ár langað til aö gera smábarnasýningu. Margir reyndu en þær urðu alltaf fyrir eldri börn. Það er svo gaman að skapa að sýningarnar vilja verða flóknari en lagt var upp með. Stóru spurningarnar verða vissulega að vera með og hið listræna líka en mað- ur verður að muna að þetta eru litlar manneskjur. Þau eru engir asnar en þau eru ung og þurfa ákveðinn einfaldleika." Meira en að segja það Engum hafði tekist að búa til sýningu handa litlu krökkunum en þegar Bára varð að hætta að leika vorið 1999 af því hún átti von á sínu þriðja barni gerði Peter úrslitatilraun til að fá konu sína til að reyna. „Ég færðist undan en hann heimtaði og ég fór að skæla og vildi fara heim til mömmu," segir Bára hlæjandi. „í fússinu settist ég út í garð og skrifaði handrit að leiksýningu! Leikrit um litla risaeðlu sem týnir mömmu sinni og hittir bæði dreka og beinagrind við leitina að henni. Inn í þetta bland- aðist svo bæði rjómaþeytari og tyrannisaurus rex og ýmislegt fleira. Þessu henti ég í Peter, hæst- ánægð með afrekið. Peter las handritið og sagði: „Já, hér er ýmislegt sem má nota en það þarf að vinna þetta betur." Ég varð auðvitað sármóðguð, en komst að því smám saman í þeirri vinnu að það er meira en að segja það að skrifa leikrit. Til dæm- is er lítill vandi að tína til nýjar hugmyndir en meiri vandi að þróa það sem er - þróa aðstæðurn- ar, leyfa þeim að lifa, láta einstaklinginn þroskast í þeim. Dýptin er vandinn." Á meðan Bára var heima með yngsta soninn Frey var verkið í vinnslu og á þeim tima hurfu bæði tyrannisaurus rex og rjómaþeytarinn úr því, svo dæmi séu tekin. Þá eru eftir risaeðlumamman og eggin hennar. Einu þeirra liggur svo mikið á út í heim að það rúllar á undan henni en mamma elskar öll eggin sín jafnmikið og leggur af stað að leita. Meðan hún leitar kemur ungtnn úr egginu á allt öðrum stað og leitar að mömmu. Verkurinn er bara sá að hann veit ekkert hvernig mamma lítur út! Bára er eini leikarinn en hefur með sér selló- leikarann Katrin Forsmo þannig að það er lifandi tónlist undir sýningunni. Svo hefur hún leikföng og brúður sem Helga Arnalds hefur gert Leikritið hefur verið sýnt í Stokkhólmi og víðar um Svíþjóð og það er ekki bara Bára sem sýnir heldur æfði annað par leikara og tónlistarmanns verkið á sama tíma og sýnir það á landsbyggðinni. Svo skemmtilega vill til að hin leikkonan er líka íslendingur, Anna Borg, sem búsett er í Söderköp- ing. Sýningar eru þegar orðnar tæplega þrjú hund- ruð og ekki hættar enn. Og nú er Bára að æfa nýtt verk sem hún semur upp úr vinsælli bók eftir Bar- bro Lindgren. Það verður frumsýnt í haust. Grunnurinn er frásagnartæknin „Þessar sýningar byggjast í rauninni á listinni að segja frá," segir Bára, „segja söguna hreint og beint þannig að hún verði nálæg áheyrendum. Ekki breyta röddinni mikið - margir sem leika fyr- ir börn freistast til að láta kjánalega, ýkja og skrumskæla en orðin standa fyrir sínu, það þarf ekkert að leggja sérkennilegar áherslur á þau til að þau skiljist. Svo kemur líkamsbeiting og tónlist inn í en grunnurinn er frásagnartæknin: að standa á gólfi og segja sögu. Það hefur verið mjög lær- dómsrikt að leika „Mömmurnar" svona oft fyrir alls konar börn. Yflrleitt gengur það mjög vel, þau sitja bara, horfa og hlusta. Ef þau verða hrædd þá grípa þau kannski fyrir augu eða eyru en svo fara þau heim og fara undir eins að leika leikritið með risaeðlunni sem þau fá með sér úr leikhúsinu. En skrýtið var að ég þurfti fimmtíu sýningar til að átta mig á að það er ég sem stjórna sýningunni - þetta er mín saga. Einu sinni fór rafmagnið þegar ég var að leika í bæ sunnan við Stokkhólm. Við stoppuðum sýninguna og brátt kom í ljós að þetta varð ekki lagað i hvelli. Þá spurði ég börnin hvort ég ætti að draga frá gluggunum og halda áfram. Þau vildu það endilega og það gekk prýðilega - af því að þetta er fyrst og fremst saga. Og ef barn verður hrætt þá get ég sinnt því þangað til málið er leyst; ég stjórna og það gefur börnunum örygg- istilfinningu. Og mér líka." - Er þetta framtíðin - að skrifa og leika fyrir börn? „Já, alla vega i bili," segir Bára og tekur yngsta drenginn sinn í fangið. Hann er orðinn svolítið óþolinmóður undir þessu langa samtali. „En mað- ur veit náttúrlega aldrei hvað gerist." Við vitum þó að 21. maí kl. 15 verður Bára í Gerðubergi og sýnir okkur leikritið sitt um litlu risaeðluna sem fæddist langt í burtu frá mömmu sinni og sá hana í hverju kvikindi sem hún mætti... -SA Týndar mömmur verða sýndar í Geröubergi þriöjudaginn 21.5. kl. 15, laugardaginn 25. 5. kl. 14 og 15 og sunnudaginn 26. 5. kl. 14 og 15. Sýningin kl. 14 25. maí verður meö heyrnleysingjatúlki. Miðinn kostar 500 kr. og fullorðinn fær frítt inn með barni! Laxness ekki leikinn „Við eigum ekki marga einstak- linga á heims- mælikvarða," sagði Hrafnhildur Hagalín í fyrir- lestri sínum á þriðjudaginn í Norræna húsinu, „Snorra Sturluson, Halldór Laxness - and Björk of course!" Erindi Hrafnhildar var í fyrirlestra- röð Vöku-Helgafells vegna aldarafmælis Halldórs Laxness og hét því ögrandi nafni „Var Laxness vont leikskáld?" Fljótlega komst hún að því að við gætum alls ekki metið stöðu hans sem leik- skálds vegna þess að hann er ekki leik- inn, rétt einstaka verk tekið upp með áratuga millibili. Af þessu mætti ráða að þjóðinni þyki lítið til hans koma sem leikritaskálds en þegar nánar er að gætt hafa sýningar á verkum hans flestar ver- ið ágætlega sóttar og þaðan af betur. Leikritaskrif HKL voru afleiðing af vangaveltum hans um skáldsöguformið, sagði Hrafnhildur, en ætlun hans var líka að búa til nýjan leikhúsheim, m.a. úr að- ferðum Brechts, austurlenskri speki og absúrdisma. Leikrit hans komu beint inn í absúrdismann sem þá stóð í blóma í Evrópu og Halldór reyndi að skrifa inn i hann en sjálfsagt má færa rök fyrir því að hann hafi alltaf verið of raunsær og haft of mikla löngun til að koma ákveðnum hugmyndum eöa boðskap á framfæri til að geta gengist absúrdismanum á hönd. Silfurtunglið? Hrafnhildur nálgaðist leikrit Halldórs út frá minningu um atvik þar sem hin merka leikkona og leikstjóri Bríet Héð- insdóttir hafði ákveðið hvert væri besta leikrit hans. Niðurstöðu Bríetar mundi Hrafnhildur ekki en reyndi að hugsa sig inn í hugsanagang Bríetar með því að fara yfir leikritin. Að því loknu fannst Hraöihildi nokkuð Ijóst að Bríet hlyti að hafa valið Silfurtungliö. Það hafði Hrafn- hildur lesið sér til ánægju þó ekki væri það nýstárlegt verk. Einfold saga en vel haldið utan um hana, nútímaharmleikur með víða skírskotun. Eins konar „Taktu lagið Lóa" með harmrænum endi. Þetta verk hefur vinninginn í fjölda uppsetn- inga og ein þeirra er eftir Bríeti sjálfa og Svein Einarsson. Mat Hrafnhildar var að Halldór hefði vissulega gert merkar leikhústilraunir og þar að auki hefði komið út úr vanga- veltum hans breytt skáldsaga eins og sjá mætti á Kristnihaldi undir Jökli en leik- rit hans skiptu ung leikskáld núna ekki máli. í umræðum eftir erindið rifjaði Pétur Gunnarsson það upp að Halldór hefði sagt í viðtali að það væri enginn vandi að skrifa leikrit: Leikrit er bara formúla og ef þú hefur hana geturðu skrifað leik- rit. En það er ekki til formúla fyrir skáldsögunni, þar verður maður alltaf að byrja eins og idíót. Þetta fannst Pétri þýða að Halldór hefði aldrei tekið eins mikið á við samningu leikrita og skáld- sagna - auk þess sem hann vantar hinn bráönauðsynlega Plús X i leikritunum. Líkamlegt samband Hverjum getur leiðst undir slikum gjörningi? spurði Jónas Sen i lok um- Blí.,'1 sagnar sinnar um tónleika Kammer- sveitar Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið. Þetta er gott dæmi um stílbragðið „úr- drátt" því satt að segja var téður gjörningur, flutningur Signýjar Sæmundsdóttur og Kammer- sveitarinnar á verki Atla Heimis Sveins- sonar við texta myndlistarmannsins Þórðar Ben Sveinssonar algert æði og frábær endalok á fínum tónleikum. í ljóðabálkinum telur Þórður upp heimil- istækin, ísskápinn, eldavélina, þvotta- vélina, ofninn, sjónvarpið, öll þessi dá- samlegu tæki sem gera líf okkar auð- veldara og skap okkar betra. Svo flytur hann sig út í geiminn, sér í sjónhending billjónir afstæðna, ómælisvíðáttur og til- veru sjálfs sín í ljósi hennar. Slíkum bálki hæflr ekkert venjulegt lag enda búa 1 tónverki Atla Heimis eins miklar víðáttur og mannsröddin getur framleitt. Og Signý skilaði þeim öllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.