Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 17
+ FÖSTUDAGUR 17. MAI 2002 17 Það gleytndist í Reykjavík Sigurður Kári Kristjánsson lögfræöingur Þegar R-listinn bauö fram í fyrsta skipti fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1994 gaf listinn út ítar- lega stefnuskrá. Þar var Reykvíkingum lofaö gulli og grænum skógum kæmist framboðið til valda. Og nógu margir kjósendur treystu því að vinstrimenn myndu standa við gefm loforð. Nú, átta árum síðar, er fróðlegt að rifja upp loforð R-listans fyrir siðustu og næstsíðustu kosningar. Mörg1 þeirra eru nú flestum gleymd en R-listinn hefur dustað rykið af öðrum og tekið þau upp í nýjustu stefnuskrá sinni. Úr stefnuskrá R-lista 1994 1. „Gerð verði áaetlun til langs tíma til að greiða upp skuldir borgarinnar sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur safnað." Þegar R-listinn gaf þetta fyrir- heit námu skuldir borgarinnar 3,9 milljörðum. Þær hafa nífaldast síðan! Þá skyldi maður ætla að R- listinn teldi a.m.k. níu sinnum brýnna en fyrr að greiða þær upp. En nei: nú segja frambjóðendur hans að þetta séu „eftirsóttar" skuldir og kalla þær „nestis- pakka". Það er sem sagt ekki nóg með að loforð um að greiða niður skuldir hafi verið svikið með ógleymanlegum hætti - skuldirn- ar eru beinlínis sagðar æskilegar! Hvers vegna skyldi hafa verið talið nauðsynlegt að greiða þær niður á sínum tíma? 2. „Biðlistum eftir leikskóla- plássum verði útrýmt." Við þetta loforð var ekki staðið. Þegar R-listinn komst til valda árið 1994 voru 1.869 börn á biðlist- um eftir leikskólaplássi. í ársbyrj- un 2002 voru þau 1883, þrátt fyrir að börn á leikskólaaldri væru 500 færri það ár en árið 1994. 3. „Snúið verði af braut kostn- aðarsamra gæluverkefna en þess i stað verði ákvarðanir um verkleg- ar framkvæmdir byggðar á þörf- um borgarbúa fyrir nýja og bætta þjónustu." Ekki verður séð að R-listinn hafi látið sitt eftir liggja þegar böndin beinast að kostnaðarsóm- um gæluverkefnum. Nægir að nefna Linu.net, sem hefur verið borgarbúum dýrkeypt, og nýjar höfuðstöðvar Orkuveitunnar, sem eiga eftir að verða það. 4. „Byggð verði 50 m yfirbyggð sundlaug i Reykjavík." Yfirbyggða sundlaugin sem R- listinn lofaði var ekki byggð. Eng- in 50 metra yfirbyggð sundlaug er í Reykjavík. 5. „Sporna þarf gegn óheftri aukningu einkabílaumferðar í borginni enda veldur hún meng- un, slysum, miklum fjárútlátum og streitu hjá fólki." R-listanum hefur að hluta til orðið ágengt í herferð sinni gegn bifreiðaeigendum í borginni. Þannig hefur R-listinn ekki byggt eitt einasta bílastæðahús í mið- borginni síðan hann komst til valda en þess í stað hækkaði hann stöðumælagjald og stöðumæla- sektir um allt að 400%. 6. „Stefna Reykjavlkurlistans er að fækka umferðarslysum um 20% fram að aldamótum." Sjálfstæðisflokkurinn hafði það á stefhuskrá sinni að byggja mis- læg gatnamót á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar, sem eru hættulegustu gatnamót í Reykjavík. R-listinn tók mislægu gatnamótin hins vegar út af skipulagi. Sú ákvörðun fór aug- ljóslega ekki saman við ofan- greinda stefnu. Barátta sjálfstæð- ismanna hefur hins vegar sem betur fer skilað sér í því að bygg- ing þeirra er nú aftur komin á dagskrá. 7. „Til þess að skipuleggja og hafa umsjón með [...] fræðslu verði ráðinn Menningarfulltrúi barna [...]." Staða Menningarfulltrúa barna hefur enn ekki verið auglýst og samvinna hans við Námsgagna- stofnun og samtök kennara hefur því engin verið. 8. „Menningarmiðstöðvar taki aö sér að skipuleggja Listahátíðir barna [...]." Listahátíð barna hefur ekki ver- ið haldin og er ekki á dagskrá svo vitað sé. 9. „Matarbakkar fyrir skóla- börn. Lítið hefur farið fyrir matar- bökkunum sem R-listinn lofaði grunnskólabörnum. 10. „Til að tryggja jafha stöðu borgarbúa gagnvart borgaryfir- völdum verði komið á fót embætti umboðsmanns Reykvíkinga." Embætti umboðsmanns Reyk- víkinga hefur ekki verið komið á fót eins og lofað var. 11. „Reykjavíkurlistinn lítur á byggingu tónlistarhúss sem for- gangsverkefni í menningarmál- um." Bygging tónlistarhúss hófst ekki á kjörtímabilinu 1994-1998, þrátt fyrir að verkefnið væri að mati R-listans forgangsverkefni i menningarmálum. 12. „Reykjavíkurhöfn verði mið- stöð skipaviðgerða fyrir innlend og erlend fiskiskip. Könnuð verði hagkvæmni þess að draga hingað flotkví sem tekið geti upp verk- smiðjuskip því næg verkefni bíða við endurnýjun á búnaði út- hafsveiðiflota Austur-Evrópu- ríkja." Það verður vart talist samræm- ast hugmyndum um umhverfis- og heilsuborgina Reykjavík að fylla Reykjavíkurhöfn af sundur- ryðguðum döllum frá Austur-Evr- ópu sem þarfnast viðgerðar. Reyk- vikingar hljóta að fagna því að þetta stefnumál R-listans varð aldrei að veruleika. 13. „Sömuleiðis mætti fiokka og safna saman hráefni sem væri búið að fleygja eins og mótatimbri." Ekki verður betur séð en að þetta metnaðarfulla stefnumál R- listans hafi lotið að því að safha saman alls kyns drasli sem notað hafði verið til bygginga- framkvæmda, en verktakar og húsbyggjendur höfðu fleygt, og endurnýta það til hagsbóta fyrir borgarbúa. Það náði ekki fram að ganga. Frambjóðendur R-listans hafa gagnrýnt frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins fyrir að gefa loforð sem ekki sé hægt að standa við. Sú gagnrýni er kannski skiljanleg í Ijósi þess að loforð og efndir R-listans síðustu átta ár sýna að hann ber hvorki virðingu fyrír kjósendum né þeim skuldbindingum sem hann tekst á hendur með yfirgripsmiklum loforðum. 14. „Hvetja á til betri nýtingar og minni sóunar, t.d. gæti Heil- brigðisnefhd gert strangari kröfur um umbúðanotkun í verslun og framleiðslu, sbr. gosdrykkja- og mjólkurumbúðir, en þessa drykki má framleiða í margnota umbúð- um eins og glerflöskum." Því ber að fagna að R-listinn hefur ekki látið verða af því að endurglervæða gos- og mjólkur- drykki. 15. „Gera þarf almenningssam- göngur að raunverulegum val- kosti og nothæfum ferðamáta fyr- ir alla þjóðfélagshópa." Fljótlega eftir að R-listinn náði völdum sýndu frambjóðendur hans vilja sinn í verki með því að hækka fargjöld í Strætó um allt að 100%. 16. „Setja þarf grindur á al- menningsvagna þannig að hægt sé að flytja með þeim reiðhjól." Þetta hlýtur annaðhvort að hafa gleymst eða ekki reynst jafnbrýnt og talið var í fyrstu. 17. „Aðstoð við fatlaða þarf að bæta og gera hana að eðlilegum þætti í félagsþjónustu sveitarfé- laga. Það verður seint talin rausnar- leg aðstoð við fatlaða Reykvíkinga að fækka sérmerktum búastæðum fyrir fatlaða í miðbæ Reykjavíkur. Árið 1994 voru bílastæði sérmerkt fötluðum í Bankastræti. Nú er fötluðum ætlað að leggja þar bif- reiðum sínum i almenn stæði. 18. „Til að örva smáiðnað mun Reykjavíkurlistinn beita sér fyrir því að settar verði á laggirnar Ný- virkjamiðstóðvar. Þar fái fólk að- stöðu til að gera frumeintök, þróa vinnuferli og nýframleiðslu ýmiss konar úr málmi, tré, matvælum og textíl. Auk þess færi þar fram ráðgjöf, þar væri upplýsingamið- stöð, skrifstofuaðstaða, símar og fax." Efndir urðu engar; Nývirkja- miðstöðvum var aldrei komið á fót. 19. „Til þess að koma til móts við þarfir kvenna teljum við æski- legt að Reykjavikurborg kanni möguleikana á stofnun fyrirtækis þar sem áhersla yrði lögð á ný- sköpun í textíl- og skinnaiðnaði." Vandséð er hvers vegna þessar tvær iðngreinar voru taldar geta rétt hlut kvenna á vinnumarkaði en niðurstaðan varð sú að ekkert varð úr þessum áformum R-list- ans. Úr stefnuyfíri. R-lista 1998 Margur hefði ætlað að R-listinn hefði lært af reynslunni og látið hjá líða að lofa jafn hressilega upp í ermina á sér fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1998. Annað kom hins vegar á daginn. 1. „Dagvistartrygging fyrir öll börn eldri en eins árs." Foreldrar barna á leikskólaaldri töldu sig hafa fengið endurnýjaða tryggingu fyrir dagvistunarplássi þrátt fyrir svikin loforð frá árinu 1994 um að biðlistum eftir dagvist- unarplássum yrði eytt. En aftur sveik R-listinn reykvíska foreldra og börn sem þurfa á þessari þjón- ustu að halda og í ársbyrjun 2002 voru 2.360 börn á biðlista eftir dag- vistunarplássi. 2. „Tvö ný hjúkrunarheimili." Hjúkrunarheimilin hafa látið á sér standa. Aldraðir sitja eftir með sárt ennið. 3. „Virkt kostnaðaraðhald í rekstri og verklegum framkvæmd- um." Framkvæmdir við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu fóru nokkur hundruð milljónir fram úr áætlunum og allt stefnir í að eins verði með höllina sem hýsa mun höfuðstöðvar Orkuveitu Reykja- víkur, 4. „Púttvellir i hverfum borgar- innar." Golfíþróttin hefur á síðustu árum átt vaxandi vinsældum að fagna. R-listinn ákvað að sigla á þau mið með loforðum um aö koma fyrir púttvöllum í hverfum borgarinnar. Efndir hafa hins veg- ar engar orðið. 5. „Ný 50 metra keppnislaug í Laugardal." Hér er á ferðinni gamalt kosn- ingaloforð sem tekið er lítillega breytt upp úr stefnuskránni frá ár- inu 1994; í þetta skiptið er sund- laugin ekki yfirbyggð. í raunveru- leikanum hefur verið dregið enn frekar úr og sundlaugin orðið að engu; hún er ekki til. 6. „Hreinsun strandlengjunnar lokið." íbúar Grafarvogs þekkja það lík- lega best allra borgarbúa að við þetta loforð hefur R-listinn ekki staðið. Hafa þeir orðið varir við megnan óþrifnað við strönd vogar- ins sem á stundum hefur gert börnum ókleift að leika sér í fjör- unni. 7. „Rafbílar í þjónustu borgar- stofnana." Rafbílarnir hafa enn ekki verið teknir í þjónustu borgarstofnana. 8. „Hlemmtorgiö fegrað og end- urbætt." Hlemmur hefur hvorki verið endurbættur né heldur er torgið fegurra en áður. Sú staðreynd blas- ir við hverjum þeim sem ber torg- ið augum. 9. „Greiðar samgöngur - lagning Sundabrautar í áföngum yfir Álfs- nes." Þrátt fyrir loforð R-listans um greiðar samgöngur í borginni og lagningu Sundabrautar í áföngum yfir Álfsnes hefur ekkert gerst í þeim málaflokki. 10. „Heilsugæslustöð fyrir Voga- Heima- og Sundahverfi." íbúar Voga-, Heima- og Sunda- hverfa bíða enn eftir heilsugæslu- stöðinni sem R-listinn lofaði þeim. 11. „Bygging tónlistar- og ráð- stefnuhúss í samstarfi ríkis, borg- ar og annarra hagsmunaaöila." Bygging tónlistar- og ráðstefnu- hússins er ekki hafin þrátt fyrir loforð R-listans þar um áriö 1994 og aftur 1998. Úr stefnuskrá R-lista 2002 Sumardaginn fyrsta birti R-list- inn enn einn loforðalistann. í hon- um eru gömul og svikin loforð fyr- irferðarmikil. I sumum tilvikum hefur orðalagi eldri loforða verið breytt. í öðrum tilvikum lætur R- listinn sér nægja að birta eldri lof- orð sín, sem aldrei voru uppfyllt, óbreytt. I stefnuskránni er þvi m.a. lofað að: Öllum börnum eldri en átján mánaða verði tryggð leikskóla- þjónusta; að skólamáltíðir verði i öllum grunnskólum borgarinnar; að tónleika- og ráðstefnuhús rísi við Austurhöfhina; að strand- lengjan verði hreinsuð; að byggð verði 50 metra sundlaug i Laugardal; að fyrsti áfangi Sundabrautar verði lagður; að hjúkrunarheimili verði reist fyrir aldraða; og að heilsugæslustöð verði byggð fyrir Voga-, Heima- og Sundahvérfi. Innihaldslaus loforð Ný stefnuskrá R-listans er safn svikinna loforða frá fyrri kosn- ingum. Frambjóðendur R-listans hafa gagnrýnt frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fyrir að gefa loforð sem ekki sé hægt að standa við. Sú gagnrýni er kannski skilj- anleg í ljósi þess að loforð og efnd- ir R-listans síðustu átta ár sýna að hann ber hvorki virðingu fyrir kjósendum né þeim skuldbinding- um sem hann tekst á hendur með yfirgripsmiklum loforöum. Sjálf- stæðismenn standa við orð sín. Dæmin sanna að það gerir R- listinn ekki. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.