Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 Tilvera I>V Reyklaus 8. bekkur bauð foreldrum á námskeið í að hætta að reykja: Unnu ferð til Múnchen í satnkeppninni Reyklaus bekk- ur tóku þátt 15 Evrópuþjóðir að þessu sinni en þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin. Um 340 bekkir tóku þátt hér á íslandi og var það 8. bekkur í Grunnskóla Grundarfíarðar sem hlaut 1. vinning fyrir sitt verkefni. Vérð- launin eru fimm daga ferð til Miinchen þar sem hópar frá öll- um þátttökulöndunum hittast. 8. bekkur Grunnskóla Grundar- fjarðar hefur tekið virkan þátt í baráttunni gegn reyknum. Fyrsta markmið með þeirra framlagi var að þau byggi sig upp og standi saman um að byrja ekki að reykja né neyta tóbaks á annan hátt. Einnig vildu þau láta gott af sér leiða og hjálpa sínum nánustu til að hætta reykingum og tóbaks- notkun. I ár ákváðu þau í sam- ráði við umsjónarkennara, tölvu- kennara og lífsleiknikennara að bjóða foreldrum sínum á nám- skeið í þvi að hætta að reykja. Safnað var saman haug af fræðsluefni og bæklingum sem fékkst frá bókasafni, Krabba- meinsfélaginu og einnig af Net- inu. Voru foreldrar síðan boðaðir á tveggja kvölda námskeið þar sem fram fór glærusýning um skað- semi tóbaks. Foreldrar fengu af- Fara til Múnchen Þetta er áttundi bekkurinn sem reykir ekki - og fékk foreldra til að láta afþessum hvimleiða vana. DV-MYND SÆDÍS HELG/Í henta bæklinga frá Hjartavernd og Krabbameinsfélaginu og einnig hvatningarspjald sem krakkarnir höfðu útbúið. Auk þessa sömdu nemendur dreifibréf sem þau nefndu „Ekki reykja vegna þín og annarra", sem þau báru í öll hús í Grundarfirði. -SHG Umboðsmaður óskast á Eskifirði frá 1. júní 02 Upplýsingar í síma 550 5740 Blaðberi óskast í Höfnum (233) Upplýsingar í síma 550 5740 'mm pub ¦ síemmfts/aður íkemmtistaður H Laugardagskvöld ' STÓRDANSLEIKUR Danshljómsveit Geirmundar Vatýssonar skemmtir með nýrri hljómsveit Árshátíðir og samkvæmi. Tökum að okkur matarveislur og skemmtanahald. Upplýsingar í síma 867 4069 og 892 5431 Odd-Vitinn • pub-skemmtistaður • Strandgata 53 • Akureyri • Sími 462 6020 • GSM 867 4069 Smáauglýsingar vantar þig félagsskap? Frá Vopnaftroi Vesturfarasetið á Vopnafirði verður í Kaupvangi, gamla kaupfélagshúsinu þar íbæ. Austurland: Vesturfarasetur á Vopnaf irði Annan í hvítasunnu verður á Vopnafirði opnuð vesturfaramið- stöð, þó bygging sú sem hýsa skal miðstöðina, Kaupvangur, sé enn ófrágengin innandyra. Þennan dag mun einnig verða afhjúpaður minn- ¦-^^^ isvarði, en það er stuðlabergssteinn sem Vesturfarasetrið á Hofsósi gef- ur Vopnfirðingum. Með því er stað- fest með formlegum hætti náið sam- starf aðila og kemur það í hlut Vopnfirðingsins Halldórs Ásgríms- sonar utanrikisráðherra að afhjúpa varðann. Mikið veröur um dýrðir á Vopna- firði þennan dag og dagskráin verð- ur í anda tilefnisins. Auk vestur- faramiðstöðvar sem Kaupvangi er ætlað að hýsa verður þar setur Jóns Múla og Jónasar Árnasona, verslun- arminjasafn, handverkshús og kaffi- stofa. Þá verður uppi á Vopnafirði vesturfarasýning nemenda Mennta- skólans á Egilsstöðum. Er engin tilviljun að á Ausur- landi leggi æskan rækt við tengsl ís- lendinga vestur um haf, enda var 550 5000 afar stór hluti þeirra íslendinga sem fluttu vestur um haf og til Kanada fyrir um hundrað árum einmitt af þvi landshorni. -sbs SAGAKLASS ilif: unmjowii Det Okanda ** Hryllingur í skóginum Blair Witch Project vakti fyrst og fremst athygli fyrir einfald- leika og snjalla úr- vinnslu. Hún sló í gegn og aðstandend- ur hennar urðu margfaldir milljóna- mæringar. í kjöKarið fylgdi framhald og fleiri kvikmynd- ir í sama stO (þetta var jú ódýr að- ferð við að gera kvikmynd) en nýja- brumið var farið. Sænska kvik- myndin Det Okanda fellur í þennan flokk og einnig er hægt að segja að hún sé gerð samkvæmt dogme-hug- myndinni. Hún hefur þó aðeins meiri burði en flestar engilsaxnesk- ar kvikmyndir af sama toga en fell- ur í þá gildru að ofhota hreyfan- leika handheldinnar kvikmynda- tökuvélar. Myndin fjallar um fimm ung- menni sem fara til rannsóknar á skógarsvæði sem brann fyrir nokkrum árum. Á fyrsta degi rann- sóknarinnar rekast þau á eitthvað sem líkist veru úr dýraríkinu, virð- ist löngu dautt en hefur fullan lík- amshita. Þau taka fyrirbærið með sér í tjaldbúðirnar og í geymslu, fara á ærlegt fyllirí í spjallaðri nátt- úrunni og sofna síðan. Daginn eftir verður ekkert eins og það var og eitthvað óþekkt hefur tekið völdin. Det Okanda hefur góða uppbygg- ingu og leikarar eru sér meðvitandi um nálægð kvikmyndavélarinnar og ferst vel úr hendi að túlka jafnt með líkamanum sem orðum. Stans- laus hræðsla þeirra verður samt i einfaldleika sinum nokkuð þreyt- andi til lengdar og sjálfsagt finnst einhverjum endirinn óvæntur en hann er sá sem undirritaður bjóst við. -HK Útgefandi: Góöar stundir. Leikstjóri: Michael Hjorth. Svíþjóö 2001. Lengd: 95 mín. Lelkarar: Jacob Erickson, Ann-Sofie Rose og Ingar Sigvarsdotter. Bönnuö börnum innan 16 ára. The Caveman's Valentine ¦*••*- Tónelskur hellisbúi Kasi Lemmons er leikkona sem fyrir fáum árum sneri við blaðinu og gerðist leikstjóri. Hennar fyrsta kvikmynd, Eve's Bayou, vakti verðskuldaða athygli. Hún hefur ekki fylgt frumrauninni nógu vel eftir og í The Caveman's Valentine hefur hún færst of mikið í fang. Það er ekki nóg með að í myndinni sé hún að fást við áhugavert sakamál sem eitt sér gæti staðið undir að vera efni í heila kvikmynd heldur er aðalper- sónan einnig á mörkum geðveiki, fyrrverandi tónlistarséni, sem hefir kosið líf umrenningsins og býr í helli. Til viðbótar upprifjun á fortíð hans er bætt við tengslum hans við fjolskylduna, sem er flókið mál. Og til að bæta gráu ofan á svart fær umrenningurinn tormeltar sýnir sem við fáum að fylgjast með í tíma og ótíma. Það er Samuel L. Jackson sem leikur umrenninginn. Það rofar stundum til hjá honum og þegar hann fmnur lík ungs manns tekur ábyrðartilfinningin völdin. Enginn trúir honum þegar hann segist vita hver morðinginn er. Hann fer því á stúfana til að finna sönnunargögn. Samuel L. Jackson hefur burði til að takast á við þá einkennilegu sam- setningu sem umrenningurinn er. Hann er þó aldrei sannfærandi tón- skáld og pianósnillingur, er mátu- lega klaufalegur sem rannsóknar- lögga og bestur sem hinn brjálaði umrenningur. Þrátt fyrir mikilúð- legt gervi og mikla fyrirferð nær hann ekki að bjarga kvikmynd sem ætlar sér of mikið. -HK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Kasi Lemmons. Bandaríkin 2001. Lengd: 105 mín. Leikarar: Samuel L. Jackson, Colm Feore, Tamara Tunie og Ann Magnuson. Bönnuö börnum Innan 16 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.