Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 17. MAI 2002 19 DV Tilvera íí f iö F T I R V I M N U • K 1ass ík ¦Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur Þessa dagana standa yfir ár- legir vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur í tónlistarhúsinu Ými og í kvöld verða einir slik- ir klukkan 20. Einsöngvari með kórnum er Elin Ósk Ósk- arsdóttir sópran, sem kemur nú í fyrsta sinn fram með kórnum á vortónleikum, en auk hennar hefja nokkrir ein- söngvarar úr röðum kórfélaga upp raust sína, þeir Björn Björnsson, Gústav H. Gústavs- son og Stefán Sigurjónsson. Á efnisskrá þessara vortónleika verður boðið upp á norrræna tónlist. Þá flytur kórinn tvo sjómannasöngva eftir P.A. Grainger og nokkra óp- erukóra. •Leikhús ¦ Sellófon Sellófon er kærkomin inn- sýn inn i daglegt líf Elínar sem hefur tekið að sér það hlutverk í lífinu að halda öllum ham- ingjusömum, nema ef til vill sjálfri sér. Krossgáta Lárétt: 1 öruggur, 4 stilk, 7 óbeit, 8 leiktæki, 10 ávaxtasaii, 12 óreiðu, 13 úrgangur, 14 skipshíið, 15 hár, 16 sár, 18 annars, 21 farangri, 22 smávaxið, 23 stunda. Lóðrétt: 1 rólegur, 2 stofu, 3 veiðarfæri, 4 labbakútur, 5 ellegar, 6 varúð, 9 heilt, 11 slóð, 16 frostskemmd, 17 ótta, 19 hjálp, 20 hrella. Lausn neðst á síöunni. Á gamansaman hátt er skyggnst inn í llf Elínar sem er tveggja móðir í ábyrgðarstöðu hjá tölvufyrirtæki á milli þess sem hún tekur til sinna ráða til þess að viðhalda neistanum í hjónabandinu. Björk Jakobs- dóttir er handritshöfundur en hún er jafnframt eini leikarinn í sýningunni. Verkið er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld kl. 20. ¦ Saga um pandabirni í kvöld sýnir Leikfélag Akur- eyrar verk eftir Matéi Visniec sem ber heitið Saga um panda- birni. Leikstjóri er Sigurður Hróarsson en sýningin hefst í kvöld kl. 20. Miða má nálgast hjá Leikfélaginu i síma 462 1400. ¦ Allt í plati í dag verður nýtt verk sýnt í Bæjarleikhúsinu i Vestmanna- eyjum. Leikritið heitir Allt i plati en höfundur þess er Þröstur Guðbjartsson. Helstu persónur sem fram koma í leikritinu er Líná Langsokkur, Karíus og Baktus, Kasper, Jesper og Jónatan, Soffia frænka, Lilli klifurmús og Mikki refur og margir fleiri. Miðasala verður opnuð einum og hálfum tima fyrir sýningu en tekið er við miðapöntunum í síma 481-1940. •Bió Fyrsta íslenska talmynd- ín Kl. 18 verða sýndar tvær kvikmyndir í Bæjarbíói, Hafn- arfirði. Þetta eru myndirnar Hnattflugið 1924 sem er stutt heimildarmynd og Milli fjalls og fjöru sem var fyrsta is- lenska talmyndin. Aðgangseyr- ir 1000 kall. Hvítur á leik! Ekki berjast allir ungir ísraelsmenn gegn Palestínumönnum. Artur vinur minn Kogan er Islendingunum til halds og trausts á Kúbu. Honum gengur ekk- ert sérstaklega vel frekar en þeim en hann má eiga það að hann teQir alltaf hressilega. Hann tapaði fyrir Hannesi Hlífari en sigrar hér einn fyrrverandi heimsmeistara unglinga, Walter Arencibia, sem er með efstu mönnum á Lausn á krossgátu Umsjón: Sævar Bjamason mótinu. Það er allt lagt undir fyrir sókn enda ólíkt skemmtilegra að stunda svona sóknir en þær sem ungir ísraelsmenn eru látnir gera 1 heima- landi sínu, það hefur Artur sjálfur sagt mér. Minna stress og svo sleppur þú lifandi, sagði hann með breiðu brosi. Já, ég skoða alltaf skákir Arturs enda ávallt ásæða til! Hvítt: Artur Kogan (2540). Svart: Walter Arencibia (2542). Drottningarbragð. Minningarmót um Capablanca, Havana (5), 10.05. 2002. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. cxd5 exd5 6. Bf4 c6 7. Dc2 g6 8. Re5 Bf5 9. Dd2 Rbd7 10. f3 Rxe5 11. Bxe5 0-0 12. g4 Be6 13. h4 Rd7 14. Bg3 Rb6 15. e3 f5 16. g5 Bf7 17. 0-0-0 Rc4 18. Bxc4 dxc4 19. Be5 b5 20. (15 Da5 21. d6 Hfd8 22. h5 b4 23. hxg6 Bxg6 24. Dd4 bxc3 25. Dxc4+ Bf7 (Stöðumyndin) 26. Dxf7+ Kxf7 27. Hxh7+ Ke8 28. Hxe7+ Kf8 29.B g7+ Kg8 30. Hhl. 1-0. DV*IYND PJEIUR Reykjavík skartaði sínu fegursta í sól og blíðu í gær. Pjetur Sigurðsson, Ijósmyndari DV, var á ferð í Oskjuhlíðinni og var auðvitað með vélina með sér. Eitt glæsilegasta hús landsins, Hallgnmskirkja, er óvenju mikilfengleg frá þessu skemmtilega sjónarhorni. Dagfari Urð og grjót, upp í mót ... Þannig hefst fjallgöngu- kvæði Tómasar Guðmundsson- ar. Það kemur óneitanlega upp í hugann og á vel við sfð- asta afrek ferðagarpsins og fjallgöngukappans Haralds Olafssonar. Pilturinn sá lætur ekki deig- an síga. Nú hefur hann klifið Evrest, hæsta fjall jarðar- kringlunnar. Þar með varð hann fyrstur manna til að ganga á báða pólana og klífa hæstu fjöll allra heimsálfa á fjórum og hálfu ári. Geri aðrir betur! Myndasögur í tilefni fjallgöngunnar í gær tók Haraldur upp símann er hann stóð á toppnum og sló á þráðinn til Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra sem óðar lýsti því yfir að Haraldur væri topp maður. Ég hef verið að velta því fyr- ir mér hvað Haraldi detti næst í hug, eða hvort Jörðin sé orð- in of lítil fyrir hann. Þá er ekki annað að gera en leggja fyrir sig geimferðir, - meira að starfa guðs um geim. Annars ætla ég ekki að hæð- ast að frábærum afrekum Har- alds. Þau eru fagurt fordæmi æskulýð þessa lands. öðru máli gegnir um mig, - mið- aldra manninn með nokkur aukakíló. Á mig verka svona tröllaukin afrek eins og vítamínseitrun. Og þó, - kannski ég láti nú loksins verða af því að ganga á Hengilinn um hvítasunnuna. Þá er eins gott að vera vel búinn, með göngustafinn, bakpokann, sjónaukann og farsímann, - ef Davíð skyldi svara. Kjartan Gunnar Kjartansson blaðamaöur ¦eure OZ '0ÍI 61 "Sn l\ 'TBJI 91 'iuaj TT 'bjojo 6 'TbS 9 'BQ8 s 'isajcrasm; f 'iouncLmus g 'res z 'JaeA \ :^iqot\ r«lQ! gz 'jSb'i gg 'isspS \z 'v\[a 8T 'UUB5[ 91 'rjn gi 'OJoq f\ 'djos gl 'Biu z\ 'yns 6T 'etoi 9 'onpuB 1 '88ai f 'ssia i :#axeri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.