Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 21 X>V Tilvera Afmælisbarnið Bob Saget 46 ára Hver man ekki eftir Bob Saget, kynninum úr Amer- ica's Funniest Home Videos sem sýndir voru hér á landi við miklar vinsældir. Kallinn er að vísu hættur í þeim þáttum en hann á engu að síður afmæli í dag. Hann starfar enn við sjónvarp og síðast var vitað af honum í þættinum Raising Dad en fáum sögum fer af vinsældum hans. Bob er þó kunnuglegt andlit og hon- um er fagnað hvar sem hann kemur, enda prýðisdrengur hinn mesti. Hruturinn (21. Stjörnuspá Gildir fyrir laugardaginn 18. maí Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): . Allt sem viðkemur ást ' eða hjónabandi er á mjög viðkvæmu stigi. Þú skalt þess vegna læðast á tánum til þess að forðast illdeilur. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Peningamálin standa lekki nógu vel um þess- ar mundir. Þú skalt j sérstaklega gæta þess að lána ekki peninga. Happatölur þínar eru 5, 9 og 33. Hrúturinn (21. mars-19. aoril): . Fólkið sem þú umgengst 'er mjög hjálpsamt og segii- aðeins það sem það veit að þú vilt heyra. Ef þúþarft aráðleggjngumað halda er ekki sama hvert þú leitar. Nautið (20. aoril-20. mail: Gættu sérstaklega að eigum þínum og pen- ingum þar sem meiri hætta er á að tapa einhvérju en vanalega. Vandamál skýtur upp kollinum. Tvíburarnlr (21. mai-21. iúníl: K^^ Þú getur ekki kennt /^h^neiavm um nema sjálf- „^X i um þér ef þú lofar upp ^Sf í ermina á þér. Þú ætt- ir ekki að hjálpa þeim sem eru of latir til að hjálpa sér sjálíir. Krabbinn (22. iúni-22. iúiri: Þú óskar þess að eyða , hluta úr deginum í ein- ' rúmi og þetta getur valdið vanda þar sem einhver er ekki sammála þessu. Þú þarft að þjóna tveimur herrum. Liónið (23. iúlí- 22. ácúst): f~\ Þú verður að taka ¥ i ákvörðun upp á eigin fw Æ spýtur þar sem þér yJ_ j^ finnst lítið á áliti ann- arra að græða. Kvöldið verður sérlega ánægjulegt. Mevjan (23. áaúst-22. sept.l: j^» Þér finnst einhverra "^^^ lúuta vegna að þú sért ^^^V^teinangraður. Félags- ^ r lifið er reyndar mjög rólegt um þessar mundir en það breytist fljótlega. Vogln (23. seDt.-23. okt.l: ^ Þú hefur mjög ákveðn- rX^^ ar skoðanir en hafðu V^r ekki áhyggjur af þó að rjf- einhver hafi aðra skoð- un á málunum. Bæði þínar skoð- anir og annarra eiga rétt á sér. Sporddrekinn (24. okt.-21. nðv.1: [Þér er óhætt að leggja jjtalsvert á þig til þess 3pað koma þér vel fyrir. _[ Nú er góður tími til að ná góðu sambandi við aðra. Happatölur þínar eru 9, 13 og 36. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.i: ^^ Vertu viðbúinn því að "V^^Tfþurfa að standa á rétti þínum vegna þess að líklegt er að þú þurfir að verja einhvern þér nákominn. Happatölur þinar eru 12, 21 og 37. Steingeitin (22. des.-19. ian.): ^ _ Verið getur að þér I^V. finnist erfitt að halda yJr\ loforð við kringum- •^J^ stæður sem rfkja. Siðdegis er heppilegur tími til samvinnu. Forgöngumenn Krístófer Krístófersson, Jón Kr. Ólafsson og Sævar Árnason eru allir prímus mótorar í útgáfunni. Diskurinn Vesturljós kominn út: Til heiðurs heimabyggðinni Vesturljós heitir nýútkominn hljómdiskur með 18 lögum. Af þeim eru 16 eftir fólk úr Vesturbyggð og flytjendurnir, ellefu talsins, eru líka þaðan, þótt nú séu þeir búsettir víða um land og einn meira að segja á Nýja-Sjálandi. „Hugmyndin kom upp á síðastliðnu hausti," segir Sævar Árnason, einn af forsprökk- unum. „Við hittumst tveir gamlir félagar frá Patreksfirði og fórum að rifja upp hversu mikil gróska var í tónlistinni fyrir vestan á árum áður. Það varð úr að við höfðum samband við fleiri gamla félaga og upp úr því hófst samstarf sem hefur skUað þessum árangri," heldur hann áfram og veifar diskinum. Tónlistarmennirnir vestfirsku hafa víða komið við á sínum ferli. Sem dæmi um hljómsveitir sem þeir hafa spilað í eru Lóa léttlynda, Her- sveitin, Þúsöld og Rokkbandið. Þekktastur kappanna er líklega Jón Kr. Ólafsson sem söng Frjáls eins og fuglinn á sínum tíma með Facon frá Bíldudal. Nú unnu tónlistarmenn- irnir lögin hver i sínu horni, eða í hinum ýmsu upptökusölum, og öll eru þau tileinkuð heimabyggðinni fyrir vestan. -Gun. Brúðarkjóllinn f rá Valentino Þýska ofurfyrirsætan fyrrverandi Claudia Schiffer ætlar ekki i jóla- köttinn þegar hún gengur í hjóna- band síðar í mánuðinum. Blondínan er búin að tryggja sér brúðarkjól frá ítalska tiskukónginum Valentino og þannig klædd ætlar hún að játast sínum heittelskaða, breska kvik- myndaframleiðandanum og sjarm- örnum Matthew Vaughn. Ems og hjá almennilegu fyrirfólki mun brúðkaupsveislan standa í þrjá daga og verða gestirnir um þrjú hundruð. Sennilegt þykir að hún verði haldin í Blenheim-kastala í Oxfordskíri, þótt Skibo-kastali í Skotlandi, þar sem Madonna og Guy Ritchie giftu sig, þyki einnig koma sterklega til greina. Til Claudiu sást í Róm um daginn þar sem hún skoðaði herlegheitin hjá Valentino. Með henni voru mamma hennar og systir. Sú síðar- nefnda verður einnig í Valentino- kjól í veislunni. Fordómarnir f júka burt: Sirkusstemning Margir af fremstu skemmtikröftum landsins koma fram á Ingólfstorgi kl. 16 á morgun, laugardag, og þaðan verður sleppt í loftið um 5.000 svo- nefndum „fordómablöðrum" kl. 17. Þeir listamenn sem koma fram eru m.a. Ragnhildur Gísladóttir, ásamt Ragga JackMagic, Stefán Hilmarsson, Jón Jósep, söngvari í Svörtum fótum, ásamt hljómsveitinni Landi og son- um; indverska söngprinsessan Le- oncie, hljómsveit aldraðra, sem nefn- ist Vinabandið, Eyjólfur Kristjánsson, Gvendur á Eyrinni, Páll Rósinkrans, Maus (?), Lúðraverk sveitalýðsins, (svar Mosfellsbæjar við Lúðrasveit verkalýðsins) og sönghópurinn Blik- andi srjörnur. Auk þess verða eld- gleypar, trúðar, dansarar og fjöllista- menn á svæðinu. Þessi viðburður er liður í vitundar- vakningunni Sleppum fordómum sem hófst í Listasafni Reykjavikur 1. maí sl. með tónleikum 12 helstu píanótrú- badora þjóðarinnar, en upptaka frá þeim verður sýnd á Skjá einum bæði í kvöld og á morgun. J-Lo saknar nafnsins síns Latínubomban Jennifer Lopez er farin að sakna nafnsins síns. Þannig er að söngkonan hefur gengið undir listamannsheitinu J-Lo upp á síðkastið og er nú svo komið að það er farið að lifa eigin sjálfstæðu lífi. „Ég kaus að kalla plötuna J-Lo af þvi að aðdáendurnir kölluðu mig „Jenny Lo" eða „Jennifer Lo". Þetta var bara gælunafn og ég kunni vel við það. Ég ætla sosum ekkert að kvarta en ég er farin að sakna Jennifer," segir söngkonan og leik- konan í viðtali við tímaritið OK. Annars er það að frétta af Jenni- fer að hún er hrifm af söngvaranum Craig David. Sem tónlistarmanni, það er að segja. Mel B kastar stríðshanska Kryddstelpan Mel B, sem varð næstum því tengdadóttir íslands, hefur kastað stríðshanskanum. Og hann er ekki fallegur. Stúlkurnar sem verða fyrir barðinu á henni eru þær Kylie Minogue og Geri Halli- well. „Kylie Minogue er virknega sexí, flottar fegrunaraðgerðir," segir vin- kona okkar um áströlsku söngkon- una smávöxnu. „Hún er búin að láta laga allt." Þá segir Mel B að popparinn Ge- orge Michael hafi látið vinskapinn við Geri Halliwell, fyrrum krydd- píu, reka á reiðanum vegna furðu- legra matarvenja hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.