Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 Tilvera X>V Dagskrá Listahátíðar 18. og 19. maí Vatn og veðrabrigði Myndlistarsýningin Andrá verð- ur opnuð í Listasafni ASÍ kl. 14 á morgun, laugardag. Þar sýna lista- konurnar Guðrún Kristjánsdóttir, Guðbjörg Lind og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Verk þeirra fjalla um samspil menningar og náttúru á íslandi og þau hughrif sem vatn, fjall, himinn og veðrabrigði laða fram. Enginn án Lofts Fyrsta íslenska talmálsmyndin, Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guð- mundsson, verður sýnd kl. 14 á morgun í Bæjarbíói og einnig Hnattflugið, sem er stutt heimildar- mynd frá 1924. Á sunnudag verða tvær aðrar myndir hans, ísland í lif- andi myndum frá árinu 1925 og Reykjavík 1944, sýndar á sama stað og líka kl. 14. Frumleg salsasveit Kúbverska salsasveitin Vocal Sampling kemur fram á Broadway á tvennum tónleikum á morgun, laug- ardag. Kl. 15 verða aukatónleikar og kl. 21 verða síðustu tónleikar sveit- arinnar hér á landi að sinni. í Vocal Sampling eru sex hressir Kúbverj- ar. Þeir flytja suður-ameríska tón- list sem oft fer yfir í rapp og búa til öll hljóðin með sínum börkum, höndum og fótum. Verölaunatillaga um tónlist- arhús Framtiðarsýn við höfnina er dag- skrárliður sem hefst kl. 15 á sunnu- dag í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi. Þar verður kynning á nýaf- staðinni hugmyndasamkeppni um skipulag miðborgar og hafnarsvæð- is við Austurhöfn ásamt fyrirhug- aðri byggingu tónlistarhúss, ráð- stefnumiðstöðvar og hótels. Fulltrú- ar Arkitektafélags íslands í dóm- nefnd, Albína Thordarson og Sól- veig Berg Björnsdóttir, kynna tillög- ur og leiöa skoðunarferð um svæð- ið. Myndir, Ijóð og lög Margrét Bóasdóttir sópransöng- kona og Miklos Dalmay píanóleik- ari frumflytja átta sönglög við ljóð íslenskra skálda i Listasafni Reykja- víkur, Kjarvalsstöðum, kl. 17 á sunnudag. Á undan verða Ijóðin les- in af myndlistarmönnum sem eiga verk á sýningunni MYND - íslensk samtímalist ljóðin. Þessi viðburður er undir liðnum Fyrir augu og eyru og er ókeypis, eins og aðrir viðburð- ir í þeim flokki. Listamennimir sem lesa eru: Anna Líndal, Birgir Andr- ésson, Bjami Sigurbjömsson, Guð- jón Bjamason, Jón Óskar, Margrét H. Blöndal, Ömar Stefánsson og Svava Bjömsdóttir. Kvikmyndir Lofts Guðmundssonar í Bæjarbíói í Hafnarfirði: Sýndar filmur frumkvööuls - heimildarmyndir og bernskuminningar Maður lifandi Nató grætir börnin Meðal þeirra atburða sem eru í boði í tengslum við Listahátíð í Reykjavík eru sýningar á ljósmynd- um og kvikmyndum Lofts Guð- mundssonar undir forskriftinni Enginn getur lifað án Lofts. Hann var einn kunnasti ljósmyndari sinn- ar kynslóðar, jafnframt því sem hann var frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Úrval af ljósmynd- um eftir hann eru nú sýndar í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði - og kvikmyndir hans verða sýndar í Bæjarbíói í Hafnar- firði um hvítasunnuna. Með þessu minnast Kvikmyndasafn Islands og myndadeild Þjóðminjasafns íslands, í samvinnu við Listahátíð í Reykja- vík og með stuðningi Hafnarfjarðar- bæjar, þess að 110 ár eru liðin frá fæðingu Lofts Guðmundssonar og fimmtíu ár frá andláti hans. Speglað sig í lifandi myndum Það var árið 1925 sem Loftur Guð- mundsson gerði yfirgripsmikla heimildarmynd um land og þjóð sem hann nefndi ísland í lifandi myndum. Fyrstu íslensku talmynd- ina, Milli fjalls og fjöru, framleiddi hann eftir eigin sögu og frumsýndi 1949 en síðustu mynd sína, Niður- setninginn, gerði Loftur árið 1951. Hann var þá orðinn helsjúkur mað- ur og lést tveimur mánuðum síðar. I dag, fóstudag, er boðssýning á myndum Lofts í Bæjarbíói. Þá verða færðar upp á hvíta tjaldið myndirn- ar MHli fjalls og fjöru og aukamynd- in Hnattflugið. Sú stutta heimildar- mynd er frá árinu 1924 og sýnir merkan atburð í sögu flugsins. Þess- ar myndir verða síðan sýndar í bíó- inu á morgun, laugardag. Á hvíta- sunnudag verður hins vegar hægt að sjá heimildarmyndimar Island í lifandi myndum og einnig mynd sem hér er ónefnd enn, Reykjavík. Fjallar hún um mannlíf og verkleg- ar framkvæmndir í borginni á lýð- veldisárinu 1944. „Loftur Guðmundsson er frum- kvöðull í íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Erlendur Sveinsson kvik- myndagerðarmaður sem þekkir hvað best til Lofts og mynda hans. Hann segir að með myndum Lofts hafi íslendingar fyrst farið að geta speglað sig í lifandi myndum; séð sjálfa sig á hvíta tjaldinu í myndum sem teknar hafi verið af Islending- um. Áður hafi það verið útlending- ar sem komu sem ferðamenn til landsins og mynduðu land og þjóð. Þó má ekki alveg gleyma forstjóra Gamla Bíós, Bíó-Petersen, sem tók DVA1YND E.ÓL Einstakur í sinni röð J heimildarmyndum sínum er Loftur að mynda samtímann en í síöustu teiknu myndum sínum hverfur hann aftur til fortíöar og bernsku sinnar í sveitinni, “ segir Erlendur Sveinsson. Hann kemur aö sýningunum á þessum myndum Lofts Guömundssonar sem um margt eru einstakar í sinni röö. Kolbrun Bergþórsdóttir skrifar. myndir af fréttnæmum atburðum og sýndi í biói sínu. En ísland í lif- andi myndum var fyrsta kvikmynd íslendings af íslandi gjörvöllu. Reykjavík á uppbyggingar- skeiöi „En það má líka nefna Reykavík- urmyndina í þessu sambandi. Hún er fyrsta kvikmyndin úr höfuðborg- inni. Loftur byrjaði að hugsa fyrir henni árið 1930 og tók þá mikið magn ljósmynda en samningur um gerð myndarinnar fyrir Reykjavík- urborg var ekki gerður fyrr en 1943 og tökur hófust sumarið 1944.1 þess- ari mynd sést Reykjavík þessa tíma í sérstöku ljósi, ekki síst ýmsar verklegar framkvæmdir á miklu uppbyggingarskeiði í sögu þjóðar- innar, þar sem véla- og handaflið sameinast í uppbyggingunni," segir Erlendur. Nánast hendingar og heppni valda því að þessi mynd glataðist ekki alveg á stríðsárunum en sagan af því verður ekki rakin hér. Reykjavíkurmyndin var fyrst sýnd í kvikmyndahúsi vorið 1984, þá ný- uppgerð af Kvikmyndasafni íslands. Nú kemur hún í annað sinn fyrir augu kvikmyndahúsagesta, það er sjötíu og tveimur árum eftir að hinn merki frumherji fór fyrst að draga efni til hennar. „I heimildarmyndum sínum er Loftur að mynda samtímann en í síðustu leiknu myndum sinum hverfur hann aftur til fortíðar og bemsku sinnar í sveitinni," segir Erlendur Sveinsson. Vísar hann í þessu sambandi til myndarinnar Milli íjalls og fjöru, sem sýnd verð- ur í Bæjarbíói á morgun kl. 14. Leik- arar í henni eru Gunnar Eyjólfsson, Bryndís Pétursdóttir, Brynjólfur Jó- hannesson, Inga Þórðardóttir og Al- freð Andrésson. -sbs Nató-fundur var hér í vikunni og enginn dó. Því er ekki yfir neinu að nöldra nema þá helst hysteríuköstum foreldra í vesturbæn- um. Samkvæmt viðtöl- um var engu líkara en vesturbærinn væri fullur af ljótum byssuköllum og sagt var að blessuð bömin þyrðu ekki í skólann af ótta við að verða skot- in. Foreldrarnir ólu síðan á móðursýkinni með því að halda börn- unum heima. Þannig voru vist um hundrað böm sem mættu ekki i Hagaborg, Melaskóla og Hagaskóla síðastlið- inn þriðjudag. Það vakti reyndar at- hygli mína að einungis vantaði þrjú eða fjögur böm i Hagaborg meðan tugir bama skiluðu sér ekki í bamaskólann og unglingaskólann. Skýringin er sennilega sú að litlu bömin hafa ekki enn öðlast þroska til að gráta af hræðslu vegna frétta- flutnings af vopnuðum lögreglu- mönnum. Ég spyr mig hins vegar að því hvers konar uppeldi sé á þessum hundrað bömum sem ekki mættu í skólann. Hafa foreldrar þeirra eng- an tíma til að tala við þau? Það ætti að vera auðvelt mál að útskýra fyr- ir börnunum að vam- arbandalagið Nató sé að halda fund, verið sé að halda uppi ör- yggisgæslu og þama séu ekki morðóðir menn á ferð. En svo má náttúrlega vel vera að foreldrarnir hafi talað við bömin og sagt þeim að árás- arbandalagið Nató sé að halda fund og ákveða hverja eigi næst að drepa og svo dyntótt sé þetta bandalag í þeim ákvörðunum að meira að segja böm í vestur- bænum séu ekki óhult. Fróðlegt að sjá hvað verður úr böm- um sem fá slíkt veganesti út í lifið. Mér finnst ástæða til að fagna því að Nató-fundur skuli vera haldinn í Reykjavík. Sönnun þess aö við emm á heimskortinu. Hystería for- eldra i vesturbænum vegna fundar- ins er hreinlega hlægileg. Ég bý í vesturbænum og geng „Mér firinst ástœða til að fagna því að Nató-fundur skuli vera haldinn í Reykjavik. Sönnun þess að við erum á heimskort- inu. Hystería foreldra í vesturbænum vegna fundarins er hreinlega hlœgileg. “ daglega um það svæði sem í nokkra daga var afgirt. Ekkert vandamál að taka á sig smákrók. Það eina sem fór verulega úr skorðum voru stræt- isvagnaferðir og ekki sá strætó ástæðu til að setja upp skilti með leiðbeiningum um breyttar ökuleið- ir. nia rekið fyrirtæki, strætó, eða ætla menn kannski að kenna Nató um skort á leiðbeiningum? En hvað um það, strætó eyðilagði svosem ekkert fyrir mér, maður er fljótur að átta sig og fer þá sínar eigin leið- ir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.