Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2002, Side 27
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 27 DV Sport 1. deild karla í knattspymu hefst á mánu- daginn og má búast við æsispennandi keppni í sumar. Það er áberandi hversu mörg lið hafa hugað að heimavinnunni og byggja nú ið sín upp á uppöldum leikmönnum. Þetta er jákvæð þróun en hún skapar um leið mikla óvissu og kyndir upp spennu fyrir því hvaða lið koma tO með að standa sig best og komast í hóp tiu bestu liða landsins á næsta ári. Undanfarin ár hefur Lengjan staðið fyrir spá þjálfara liðanna sem ledca í deOdinni og var niðurstaðan geFm út í gær. DV-Sport kannaði stöðuna á hveiju liði og eru viðtölin í þeirri röð sem liðum þeirra er spáð. 1. Þróttur R. 75 stia Þrótturum er spáð efsta sætinu af þjáifur- um deddarinnar en þeir enduðu tímabdið í fyrra með glæsibrag, fóru taplaush- í gegnum seinni umferðina og byijuðu síðan árið í ár með sínum fyrsta Reykjavíkurtitli í 36 ár. „Liðið er búið að líta ágætlega út í vor og við höfum verið að spda vel og það er ekkert annað á dagskránni hjá okkur en að halda áfram frá því í fyrra og steöia á það að spda í efstu dedd á næsta ári. Það verður erfitt því það eru mörg ágætis lið og þetta verður td- tölulega jafnt mót,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar. 2. Valur 73 stia Valsmenn fóru strax af stað í haust með þá stefhu að fá aftur td baka uppalda Valsmenn sem voru að spda með öðrum liðum. Valsslið- ið hefur fengið mikið af þessum strákum td baka og er td ads líklegt í að endumýja sæt- ið sitt og stoppa stutt í 1. deddinni. „Ég er nokkuö bjartsýnn. Það hefur gengið mjög vel upp á síðkastið og þó svo að ég sé með mjög ungt lið er ég líka að mínu mati með gott lið. Liðið er byggt upp af Valsmönn- num og elsti leikmaðurinn er 26 ára á þessu ári sem sýnir hversu ungt lið þetta er. Svona er hópurinn sem við veðjum á og svo verður bara að koma í ljós hvort það verður í sumar sem við springum út eða næsta sumar," sagði Þorlákur Már Ámason, þjálfari Vals. 3. Breiðablik 69 stia Blikar hafa farið þá leið að treysta á efhi- við félagsins en margir leikmenn félagsins hafa yfirgefið Smárann síðan liðið féd síðasta haust. Jörundur Áki Sveinsson tók við liðinu og Blikar hafa verið að gera ágætis hluti í vormótunum. „Það hafa verið ágætis leikir hjá okkur inn á midi í vor en það vantar stöðugleika í liðið. Við erum í ákveðnu uppbyggingarferli, höf- um misst tíu leikmenn en það em leikmenn í Breiðabliki sem lofa virkdega góðu fyrir framtíðina. Þar fyrir utan erum við með góða og reynslumdda menn sem vonandi hjálpa ungu strákunum. Ég tel að ég hafi nokkuö góða blönda af leikmönnum og ef adt gengur upp ættum við að geta gert góða hluti. Við ætlum okkur upp en það verður mjög erfitt því það er hægara sagt en gert að komast upp úr svona jafhri dedd,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks. 4, Víkinaur 57 stia Lúkas Kostic er kominn aftur í Víkina en síðast þegar hann var þar fór hann með Vík- ingsliðið strax upp í úrvalsdedd. Lúkas hefur meðal annars fengið Ólaf Adolfsson í liðið td að auka reynsiuna innan þess en líkt og áður byggir hann liðið upp á ungum Víkingsstrák- um. „Ég er fyrst og fremst að reyna ná upp meiri reynslu i liðinu því flestir leikmennim- ir eru ungir og reynslulitlir. Við höfum verið að fá nokkra reynda leikmenn td liðs við okk- ur sem gætu hjálpað tO við að ná jafnvægi í liðið. í Víkinni er td nóg af efndegum strákum og þeir þurfa aðeins tima td að þroskast. Þetta hefur samt verið erfiður vetur og það gekk dla í deddabikamum en að undanfórnu hefúr þó farið að ganga betur. Við bindum í raun engar vonir við það að fara upp í úrvalsdeddinni en ætlum bara að skemmta okkur í sumar og reyna að standa okkur sem best,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari Víkings. 5. Stiarnan 50 stia Stjarnan var að margra mati með nægdega sterkt lið td að fara upp í fyrra en liðið komst aldrei almenndega á skrið og missti af sætinu á lokasprettinum. Síðan þá hefur lið- ið gjörbreyst og margir reynslumddir leik- menn hafa horfið á braut. „Okkur hefúr gengið alveg þolanlega í vor en það hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra, edefu leikmenn eru famir og aðeins fjórir ledcmenn eftir sem vom fasta- menn í byrjunarliði síðasta sumar. Við erum samt búnir að styrkja aðeins hópinn og ætl- um okkur að blanda okkur í toppbaráttuna. Þetta verður mjög fróðlegt og spennandi sum- ar fyrir okkur hér í Garðabænum. Við erum að skera niður eins og flest önnur lið og ætl- um að gefa ungum strákum í Stjömunni tækifæri td þess að sanna sig,“ sagði Valdi- mar Kristófersson, þjálfari Stjömunnar. 6. Aftureldina 34 stia Afturelding fékk óvænt sæti í deddinni , þökk sé sameiningu Dalvikur og Leifturs, og samkvæmt góðu gengi liðsins í deildabikarn- um gætu Mosfedingar gert ágæta hluti. „Það er mikd lyftistöng fyrir adt bæjarfé- lagið og yngri flokkana að liðið sé komið upp í 1. deddina. Okkur gekk vel í deddabikarn- um og unnum þar áda okkar sjö leiki. Við komumst í raun upp í byrjun mars og það er mikd stemning í hópnum og við hlökkum td að byrja að spda. Markmið okkar eru mjög skýr og það er að halda okkur í deddinni. Beinagrindin er sú sama og var í fyrra og þeir menn sem hafa bæst við hafa smeUpass- að inn í liðsandann og liðið ,“ sagði Sigurður Þórir Þorsteinsson, þjálfari Aftureldingar. 7. Haukar 33 stia Haukar hafa þotið upp um tvær deddir á tveimur árum og eru nú komnir upp í 1. dedd í fyrsta sinn síðan 1991. „Okkur líst vel á sumarið. Liðið hefur tek- ið stórt stökk á stuttum tíma og stefnan er tekin á að ná stöðugleikanum í 1. deddinni áður en við fórum að stefna hærra. Við höf- um fengið td okkar leikmenn sem koma tU með hjálpa okkur að ná því markmiði en deddin verður líklega tvískipt," sagði Þor- steinn HaUdórsson, þjálfari Hauka. 8. ÍR 32 stia ÍR-ingar lentu í miklum vandræðum í fyrra og rétt sluppu á lokasprettinum, eink- um fyrir mdcinn karaktersigur á KA-mönn- um. Líkt og fyrir tímabdið í fyrra hefur liöið breyst mUúð og erfitt er að sjá nákvæmlega hver staða þess er. „Það er ómöglegt að segja hvar við verðum í sumar því erum enn í uppbyggingarferli. Það er aUtaf stefnan að gera betur en síðasta ár. Það hafa orðið miklar breytingar á félag- inu og liðinu síðustu árin, margir leikmenn eru famir og aðrir komnir tU baka. Mótið vinnst samt ekki á einhveijum spám heldur á veUinum sjálfum og við hlustum ekkert á þá spá sem setur okkur í áttunda sætið,“ sagði Guðmundur Torfason, þjálfari ÍR. 9. Dalvík/Leiftur 16 stiq Sameiginlegt liö Dalvíkur og Leifturs hefur gengið í gegnum erflðan vetur og það var ekki ljóst fyrr en seinni hluta vetrar að liðin myndu sameinast. Margir leikmenn hafa yfir- gefið herbúðir liðanna og ólíkt því sem áður var hjá Ledtri mun enginn erlendur leikmað- ur spda með liðinu í sumar. „Það hefur orðið algjör viðhorfsbreyting hér á svæðinu og liðin hafa stigið það skref að sameinast og við byggjum þetta núna upp á strákum frá Dalvík og Ólafsfirði. Þetta er mflúð af ungum strákum sem hafa ekki feng- ið mikið af tækifærum síðustu árin og við gerum okkur grein fyrir því að það verður á brattann að sækja hjá okkur. T0 lengri tíma litið tel ég hins vegar þetta vera það eina rétta fyrir þessi tvö félög,“ sagði Gunnar Guð- mundsson, þjálfari liðs Dalvömr og Leifturs. 10. Sindri 11 stia Sindri er komið á ný upp í 1. deddina en Hornfirðingar stóðu sig vel í deddinni fyrir tveimur árum en urðu að sætta sig við faU á lokasprettinum. „Við höfum verið í vandræðum í vor og menn eru að sþá okkur slæmu gengi í kjölfar þess en ég tel að þessi spá komi okkur ekkert Ola. Við byijum mótið í tíunda sæti en ætlum okkur að vinna okkur upp um sæti í sumar og ætlum að koma á óvart. Það er stefnan að standa sig betur en fyrir tveimur árum, við erum með mikið baráttulið og höfum trúna og baráttuna td þess að halda okkur í dedd- inni,“ sagði Hajrudin Cardaklija, þjálfari Sindra. -ÓÓJ Jens Elvar Sævarsson, fyrirliöi Þróttar, meö Reykjavíkurmeistarabikarinn sem Þróttur vann í fyrsta sinn í 36 ár á dögunum er liöið lagði KR-inga aö velli, 1-0, í úrslitaleik. DV-mynd KÖ Norska úrvalsdeildin í knattspyrnu í gær: Á skotskónum - Andri, Marel og Tryggvi skoruðu fyrir sín lið HeO umferð fór fram í norsku úrvalsdeOdinni i knattspymu í gærkvöld. Lyn, lið Helga Sigurðssonar og Jóhanns B. Guðmundsson- ar, er komið með sjö stiga for- ystu í deddinni eftir sigur á næstefsta liðinu, Bodo/Glimt, 3-1. Jóhann B. Guðmundsson fór af veUi á 62. mínútu og fékk fjóra í einkunn á Nettavisen. Helgi Sigurðsson sat á bekknum hjá Lyn aUan ledcinn. Andri skoraöi tvö Andri Sigþórsson skoraði tvö mörk fyrir Molde sem rúU- aði yfir Bryne, 5-1, fyrir fram- an tæplega fimm þúsund áhorfendur en það voru fæstir áhorfendur á Molde leikvang- inum af öUum leikjunum sjö. Ólafur Stígsson átti einnig góðan leik og lagði upp tvö mörk fyrir Molde. Ólafur spU- aði aUan ledúnn fyrir Molde og fékk fimm í einkunn hjá Nettavisen. Andri Sigþórsson fékk sjö í einkunn og var með betri mönnum vaUarins. Hann hefur nú skoraö fjögur mörk í norsku deUdinni. Bjami Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 65. mínútu. Ámi Gautur Arason stóð í marki Rosenborg sem vann Start, 4-2, í Þrándheimi. Ámi Gautur fékk fimm í einkunn hjá Nettavisen. Lillestrom gerði jafntefli, 1-1, gegn Válerenga á heima- velli fyrir framan tæplega fjórtán þúsund áhorfendur. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Lillestram og fékk fimm í einkunn hjá Nettavisen. Gylfi Einarsson og Davíö Þór Viðarsson sátu á bekknum hjá LUleström og komu ekki við sögu í leiknum. Tryggvi skorar enn Viking og Stabæk gerði jafntefli, 3-3, í mUúum svipt- ingaleik í Stavangri. Viking komst í 2-0 en Stabæk tókst með mikiUi baráttu að komast yflr 3-2. Marel Baldvinsson skoraði fyrsta mark Stabæk eftir undirbúning frá Tryggva Guðmundssyni. Tryggvi skor- aði síðan annað markið og var þaö fjórða mark í síðustu fimm leikjum Stabæk í deild- inni. Tryggvi spUaði aUan leikinn og fékk sex í einkunn hjá Nettavisen. Marel Bald- vinsson var skipt út af á 81. mínútu og fékk hann fimm í einkunn. Hafnfirðingurinn ungi Hannes Sigurðsson lék síðustu 19 mínútumar í liði Viking. Lyn er í efsta sætinu með 21 stig þegar átta umferðum er lokið í norsku úrvalsdeild- inni, Bodo/Glimt og Molde eru með 14 stig, Rosenborg og Odd Grenland eru með 13 stig, Válerenga, Viking og Stabæk eru með 12 stig, Lillestrom og Brann em með 10 stig, Bryne er með 7 stig, Moss er með 6 stig, Start er með 4 stig og á botninum situr Sogndal með 2 stig. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.