Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 1
 I^fall ------r^- - Ji <&, r ' r K' aF/£^l 'f^BB ^^r—> oflV v— 'BLS. 21 W ^dSí LT» DAGBLAÐIÐ VISIR 115. TBL - 92. ARG. - FIMMTUDAGUR 23. MAI 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK DV-MYND E.ÓL Hugað ungmenni Óskar Páll Daníelsson, 22 ára Hvergeröingur, hefur kært tvo menn fyrir aö svipta hann frelsinu og hóta honum meö byssu og hamri. Máliö hefur vakiö þjóðarathygli. Óskar Páil segir DV sögu sína í dag. Nánar á bls. 4 JAFNTEFLI VIÐ NORÐMENN: Góður leikur íslendinga 26 OSKASAFN DANS- ÁHUGAMANNA: Allt frá tádansi til tangós 15 Mesta rosk unin vegna Kárahnjúka - segir í óbirtri skýrslu stjórnvalda Bráöabirgðaniðurstöður i ramma- áætlun ríkisstjórnarinnar um nýt-' ingu vatnsafls og jarðvarma undir heitinu Maður - nýting - náttúra verða kynntar opinberlega á næstu dögum. Málið var kynnt á ríkissrjórn- arfundi í síðustu viku en niðurstöðu hefur verið beðið með eftirvæntingu enda um fjögurra ára verkefni að ræða. Markmið vinnunnar var að leggja mat á ýmsa virkjunarkosti og flokka þá með tilliti til orkugetu, hag- kvæmni, áhrifa á náttúrufar, náttúru og menningarminjar. DV hefur bráðabirgðaskýrslu vinnuhópsins um tilraunamatið und- ir höndum og kemur þar fram að sá faghópur sem fjallaði um náttúrufar og minjar telur mestu umhverfisrösk- unina verða af Kárahnjúkavirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum. Norð- lingaöldulón kemur í 3ja sæti en Fljótsdalsvirkjun í 4. sæti af alls 11 virkjunum. í heildarumsögn með virkjunarkost- unum segir að Kárahnjúkavirkjun sé með mestu orkugetu og stofnkostnað- ur á orkueiningu sé neðan við miðjan hóp. Vegna stærðar virkjunarinnar sé hagnaður mestur en miðað við stofn- kostnað sé hagnaður hins vegar mirmi en að meðaltali í úrtakinu. Um Fljóts- dalsvirkjun segir að stofnkostnaður sé lægri á orkueiningu en Kárahnjúka- virkjun. Hagnaður sé einnig meiri en umhverfisáhrif í hærra lagi. Um Norð- lingaöldulón segir að umhverfisáhrif séu í efri mörkum en virkjunin skili góðum hagnaði miðað við stofnkostn- að. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra sagði í samtali við DV í gær að drög skýrslunnar hefðu verið kynnt henni fyrst fyrir um hálfum mánuði. Um tilraunamat væri að ræða en ekki niðurstöðu. I framhaldinu yrði upplýs- ingum og athugasemdum safhað frá sem flestum tO að srjórnvóld gætu átt- að sig á framhaldinu. Deila mætti um aðferðafræðina sem hefði verið við- höfð. Átti að skapa frið Alls hafa 60 manns starfað að rammaáætluninni og nýtur verkið stuðnings ýmissa stofnana. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi iðnaðarráð- herra, beitti sér fyrir verkefninu á sín- um tíma til að stuðla að friði um virkj- unarkosti en Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka íslands, hef- Valgeröur Sverrlsdóttir. Slv Fridleifsdóttir. ur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa tekið stórákvarðanir um virkjanir áður en rammaáætlunin lægi fyrir. Fleiri hafa haldið svipuðum sjón- armiðum á lofti. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði á Alþingi 14. febrúar árið 2000 að ekki væri rétt að fara í stærri virkjanir án þess að búið væri að ná sáttum um rammaáætlun, afgreiða hana sem heild eða ná niðurstóðu í henni sem heild. „Þessi skilningur ráðherrans stangast harkalega á við raunveru- leikann," segir Árni Finnsson og bendir sem dæmi á að Kárahnjúka- virkjun, Búðarhálsvirkjun og Vill- inganesvirkjun hafi allar verið sett- ar í mat á umhverfisáhrifum löngu áður en gert var ráð fyrir að fyrstu niðurstöður rammaáætlunar lægju fyrir. -BÞ Kvótarnir ekki endurnýjaðir Alþjóða hvalveiðiráðið hafnaði í morgun beiðni Bandaríkjamanna og Rússa um að hvalveiðikvótar frumbyggja þeirra yrðu endurnýj- aðir. Það hefur ekki gerst áður í 56 ára sögu hvalveiðiráðsins að beiðni af þessu tagi hafi verið hafnað. Fulltrúi í rússnesku sendinefnd- inni varð æfur þegar niðurstaðan lá fyrir og sagði að fyrir frum- byggja Rússlands jamgilti dagurinn í dag hryðjuverkaárásunum á Bandarikin þann 11. september. Bandarlkjamenn vildu að eski- móar í Alaska fengju að veiða 56 norðhvali og að indíánar við norð- vesturströnd Bandaríkjanna fengju að veiða fjórar sandlægjur. Rússar vildu fá fimm norðhvali. NANARI UMFJOLLUN Á BLS. 12 Aðeins eitt símtal! 8001111 punktur'nn Islandssími islandssimi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.