Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 23. MAl 2002 1 Fréttir r>v SkjárEinn í gærkvöld. Húmanistar: Mótmæltu Silfrinu Félagar í Húmanistaflokknum mættu i sjónvarpshús SkjásEins í gærkvöld þar sem þeir mótmæltu þvi að fá ekki að taka þátt í Silfri Egils sem fjallaði um kosningarnar í Reykjavík. í yfirlýsingu Húman- ista kemur fram að Egill Helgason, stjórnandi Silfursins, hafi synjað Húmanistum um þátttöku en þátt- urinn hafi verið auglýstur með þeim formerkjum að „leiðtogar framboða i Reykjavík muni sitja á palli og svara spurningum sem brenna þegar þrír dagar eru til kosninga." Með synjuninni telja Húmanistar að stjórnarskrá og út- varpslög hafi verið brotin. Ekki varð truflun á Silfri Egils vegna mótmælanna en þar sátu fyr- ir svörum Björn Bjarnason fyrir Sjálfstæðisflokk, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, R-lista, og Ólafur F. Magnússon fyrir F-lista. -aþ Kjörgengur í dag og í f ramboðí Einn af fram- bjóöendunum til sveitarstjórnar- kosninganna á laugardag nýtur þeirrar sérstöðu að vera ekki kjör- gengur fyrr en í dag þegar hann nær 18 ára aldri. Er DV ekki kunn- ugt um að annar frambjóðandi hafi boðið sig fram svo skömmu fyrir kjörgengi. Þessi ungi maður heiti Kjartan Atli Kjart- ansson og er i 10. sæti á lista Álfta- neshreyfingarinnar. Aðalbaráttumál Kjartans er bætt aðstaða ungs fólks. Kjartan vill einnig stuðla að auknu sjálfstæði hreppsins og er á móti því að hann sameinist öðru sveitarfélagi, t.d. Garðabæ. „Ef það gerist munum við hafa mun minna að segja um ýmis málefni sem varða hreppinn, t.d. hvar verður byggt." Það er að heyra á Kjartani að ekki sé ólíklegt að hann leggi stjórn- málin fyrir sig. „Það er gamall draumur hjá mér að komast inn á þing og vonandi tekst mér það ein- hvern tímann í framtiðinni," segir þessi ungi frambjóðandi að lokum. -HI Kjartan Atli Kjartansson. Klemenz Jónsson látinn Klemenz Jónsson, leikari og leikstjóri, er látinn á áttug- asta og þriðja aldursári. Klem- enz var fæddur 29. febrúar árið 1920 að Klettstíu í Norðurárdal, sonur Jóns Jó- hannessonar bónda og Sæunnar Klemenzdóttur. Klemenz stundaði leiklistar- nám hjá Haraldi Björnssyni 1942-1944 og framhaldsnám við Royal Academy of Dramatic Art í London 1945-1948. Klemenz lék hjá LR á flmmta áratugnum, var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleik- húsinu 1950-1975 og leiklistar- srjóri hjá Rikisútvarpinu 1975-1981. Kona Klemenzar er Guðrún Guðmundsdóttir og eignuðust þau þrjú börn. Megn óánægja með hvernig ríkið stóð að leigu á 30 BMW-bílum: Högg í andlitið - segir Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar Stuttar fréttir „Það er mikil óánægja með að ríkið skuli fara á skjön við allar þær reglur sem það hefur sjálft sett í þessu máli. Það fór ekki fram útboð eins og samræm- ist vinnureglum hins opin- bera. Ákveðið var að leigja bílana af fyrirtæki sem hafði ekki bilaleiguréttindi en fékk þau snarlega. Þá var um skammtímaleigu að ræða vegna ákveðins verk- efnis en í þeim tilvikum hafa verið í gildi samningar við leigubílastöðvarnar. Það voru flestar vinnureglur og almennar siðferðisreglur brotnar í þessu máli. Það er óþolandi fyrir bílgreinina og beinlínis högg í andlitið að vinna við starfsskilyrði sem mönnum er uppálagt að fara eftir en ríkið sjálft fer síðan á svig við eins og í þessu máli," segir Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar, umboðsaðila Toyota á Islandi, við DV. Leiga ríkisins á 30 BMW-bílum af B&L vegna utanríkisráðherrafund- ar NATO í síðustu viku hefur skap- að megna óánægju hjá öðrum bíla- umboðum. Ekki sist vegna þess að þeim gafst ekki kostur á að bjóða í BMW bílar í röðum Lögreglumaöur vaktar hér hluta BMW flotans sem ríkiö leigði vegna NATO fundarins í fyrri viku. „pakkann" sem gat gefið um og yfir 20 milljónir króna í sölulaun. Þá leiða menn getum að því að 30 BMW bílar í lúxusgæðaflokki, þ.e. „ráð- herrabílar", samsvari 4-5 mánaða sölu lúxusbíla hér á landi. Hinni takmörkuðu eftirspurn sem sé eftir slíkum bílum, að hámarki um 5% heildareftirspurnarinnar, hafi verið fullnægt að verulegu leyti á þessu ári. Fundurinn fór fam 14. og 15. mai. Mánudaginn 13. maí gaf samgöngu- ráðuneytiö út bílaleiguleyfi til B&L en venjulega tekur allt að 6 vikur að fá slíkt leyfi að undangengum ítar- legum umsóknum, úttekt á starfsemi viðkomandi fyri- tækis og heimsókn af hálfu leyfisveitanda. „Þetta mál er allt þannig vaxið að það tapa allir á því," sagði einn viðmæl- enda DV og bætti við: „Það hefði verið hreinlegast að fara í útboð, að allt ferlið hefði verið uppi á borðinu. í stað þess að vera með þennan leikaraskap í kring- um leigu á bilunum hefði verið nær að ríkið keypti þá og notaði til að endur- nýja bílaflota fyrir ýmsa embættis- menn. Það veit enginn hvort kaup- endur bílanna muni nota þá sjálfir eða hvort þeir fari í endursölu. Ef núverandi eigendur, sem fengu bíl- ana með afslætti, ætla að selja þá aftur og græða á þvi er umboðíð að tapa verulegum fjárhæðum á hverj- um bíl." Ekki náðist .í forráðamenn fleiri bílaumboða með svokallaða lúxus- bíla fyrir vinnslu þessarar fréttar. -hlh DV-MYND HARl Sumarblómln sett nlður Veðurblíðan lék við starfsmenn Reykjavíkurborgar þar sem þeir unnu aðgarðyrkju og gróðursetningu sumarblómanna í Ártúnsbrekkunni ígær. Sumarblómin munu síðan mynda merki Reykjavíkurborgar eins og lóng hefð er fyrir. Umsækjandi um dagskrárstjórastöðu hjá Rás 2 á Akureyri: Fullkomið vantraust að lengja umsóknarfrest - segir Sigurður Þór Salvarsson „Það er ekki sannleikanum samkvæmt hjá framkvæmda- stjóra útvarpsins að haft hafi verið samband við alla um- sækjendur eftir að umsóknar- fresturinn var framlengdur. Ekkert samband var haft við mig og voru þó hæg heima- tökin, t.d. i gegnum tölvu- póst," segir Sigurður Þór Sal- varsson, einn umsækjenda um stöðu dagskrárstjóra Rás- ar 2 á Akureyri. í DV i gær kom fram að fleiri um- sækjendur bættust i hópinn um dag- skrárstjórastöðu Rásar 2 eftir að fresturinn var framlengdur. Dóra Ingvadóttir, framkvæmdastjóri hljóðvarps hjá Ríkisútvarpinu, neit- aði að stjórn RÚV hefði sýnt fyrri Slgurður Þór Salvarsson. umsækjendum vantraust með þvi að framlengja og auglýsa aftur. Hún sagði að bréf hefði verið sent öllum fyrri umsækjendum með skýringum á að Ríkisútvarp- ið vildi kanna hvort fleiri vildu ekki sækja um. Um- sækjendur hefðu verið beðn- ir að greina frá því ef þeir hygðust hætta en enginn hefði tilkynnt um slíkt. Síðan hefur Jóhann Hauksson, fréttamaður og svæðisstjóri Ríkisút- varpsins á Austurlandi, sótt um og herma heimildir DV að hann sé lík- legur í stöðuna. Sigurður Þór hefur starfað sem svæðissrjóri RÚV á Ak- ureyri og taldi sig eiga góðar líkur á að hh'óta hnossið. Hann segir alveg ljóst að Ríkisútvarpið hafi sýnt fyrri umsækjendum fullkomið vantraust með því að framlengja umsóknar- frestinn þar sem a.m.k. tveir hæfir einstaklingar hafi sótt um. Það hafi hugsanlega verið ólögmætt að auki og muni hann kanna rétt sinn. „Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að mér var hafhað en allir sem ég hef talað við teh'a að framlenging frestsins sé ekkert annað en van- traust, hvað sem Dóra og Markús eru að reyna að klóra i bakkann," segir Sigurður sem hefur starfað hjá RÚV um árabil. Að líkindum verður tilkynnt um ráðningu nýs dagskrárstjóra Rásar 2 með aðsetur á Akureyri nk. þriðjudag. -BÞ Steinharpa í Laugardalshöll stendur nú yfir undirbúningur fyrir tónleika Sigur Rósar, Hilmars Arnar Hilmarsson- ar, Steindórs Andersens, strengja- sveita og kórs sem fram fer annað kvöld. Á tónleikunum verður m.a. notuð steinharpa Páls frá Húsafelli sem gerð er úr íslensku grjóti. Er þetta liður í Listahátíð í Reykjavík og verður þar flutt fornkvæðið Hrafnagaldur Óðins. Verkið er sér- staklega samið fyrr Listahátíð, en það vakti mikla athygli er hluti þess var fluttur í Barbican Centre í London fyrir skömmu. Rekstrarafgangur í HÍ 75 milljóna króna rekstrarafgang- ur varð hjá kennslu- og vísinda- deildum Háskóla íslands í fyrra og fjárhagsstaða skólans við ríkissjóð var jákvæð um 27 milijónir króna. Þetta kom fram hjá Ingjaldi Hanni- balssyni, formanni fjármálanefndar háskólaráðs, á ársfundi Háskóla Is- lands. - RÚV greindi frá. Fallið frá f orkaupsrétti Borgarráð samþykkti á þriðjudag að óska eftir því við félagsmálaráð- herra að eigendum félagslegra eignaríbúða i Reykjavík verði heim- ilað að selja þær á frjálsum mark- aði. Ekki líkur á veröskriði Líkur hafa minnkað á því að verð- bólgustíflan sem myndaðist vegna rauðu strikanna í maí bresti. Þetta segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður Greiningadeildar Búnaðar- bankans. Hún telur ekki líkur á að neysla almennings fari úr böndunum þótt vextir verði lækkaðir frekar þvi heimilin hafi aldrei verið eins skuld- sett. - RÚV greindi frá. Vann í Víkingalottói Bónusvinningur í Víkingalottó- inu gekk út í gærkvöld en vinnings- upphæðin var tæpar 14,2 milljónir kr. Vinningsmiðinn var seldur í Snælandsvídeói i Núpalind í Kópa- vogi og var að upphæð 14,2 milljón- ir kr. eins og fyrr sagði. Ekki svar fyrir kjördag Óliklegt er að Persónuvernd vinn- ist tími fyrir kosningar til að skila áliti á þvi hvort fulltrúum stjórn- málaflokka sé heimilt samkvæmt lögum um persónuvernd að sitja inni í kjördeildum og skrá hverjir taki þátt í kosningum. -HKr. f ókus 523 Á MORGUN Sveitaböllin í sumar í Fókusblaði I morgundagsins er ítarleg úttekt á | sveitaballamark- aðnum í sumar. I Skoðaðar eru bestu | hljómsveitir síð- ustu ár og spáð í spilin fyrir sumar- vertíðina sem er að hefjast. Við ræðum við þær Maríkó og Þóru Karítas sem eru að byrja með nýjan þátt á SkjaEinum og upp- lýsum hvaða krakkar það voru sem komust inn í Leiklistarskólann. Þá er rætt við Rottweilerhundana sem stæra sig mikið af því að vera reyklausir og eins kíkjum við á út- lit fótboltamannanna okkar fyrir sumarið. í Lífinu eftir vinnu upplýs- um við svo hvar bestu kosninga- partiin er að finna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.