Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 3
Ágætu Hafnfirðingar Framundan eru tvísýnar kosningar í Hafnarfirði. Talsverðar líkur virðast á því að valið standi einfaldlega á milli áframhaldandi forystu sjálfstæðismanna eða afturhvarfs til vinstri stjórnar Samfylkingarinnar. Það sýnist líka augljóst að einungis örfa atkvæði muni ráða úrslitum. Sjálfstæðismenn hafa staðið við stjórnvölinn í Hafnarfirði síðastliðin fjögur ár. Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu í upphafi kjörtímabilsins hefur Grettistaki verið lyft í bænum. Með vandaðri stefnumótunarvinnu og áædanagerð var kúrsinn settur á umtalsverða uppbyggingu eftir langt tímabil stöðnunar og stjórnleysis. Samtímis var böndum komið á fjárhag bæjarsjóðs sem nú stendur traustum fótum. Hafnarfjörður hefur tekið miklum stakkaskiptum á skömmum tíma.Við leggjum verk okkar á hðnum árum óhikað í dóm kjósenda og hvetjum þá til þess að kynna sér framtíðarsýn okkar í stefnuskránni. Síðast en ekki síst hvetjum við stuðningsmenn okkar til þess að láta ekki sitt eftir liggja á kjördag. Hvert atkvæði getur ráðið úrshtum og alltof oft hafa sjálfstæðismenn gefið verulega eftir miðað við skoðanakannanir vegna slælegrar mætingar á kjördegi. Slíkt má ekki henda nú.Til þess verður alltof mjótt á mununum. «¦" Magiras Gunn oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði on www.xdhafnarfjordur.is fölkö Hafnarfjöfflur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.