Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 Fréttir DV Sjálfstœðisflokk- urínn hefiir sótt að R- listanum en sœttgagn- rýni fyrír auglýsinga- flóðið. Þá hefiir trú- verðugleiki flokksins í velferðar- málum veríð dreginn í efa. Borgarstjóraefni flokksins svarar spumingum um þetta og fleira. Augljós áherslu- munur í málefn- um aldraðra þegar litið er til þess að R-listinn hefur ekkert gert í þessu máli á undanfóm- um átta árum. Við leysum þetta mál ekki með einhvers konar hræðsluviö- brögðum í kosningabaráttu. Við viíjum eiga heilsteypt og gott samstarf við rík- isvaldið um úrlausn þessa mikilvæga máls á traustum umsömdum forsend- um. Sú gagnrýni er áberandi að áherslur SjáÚstæðisflokksins á vel- ferðarmál sé ekki trúverðug í Ijósi stefnu flokksins og starfa hans. Hvemig svararöu því? Við leggjum áherslu á þennan mála- flokk nú eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefúr alltaf gert í starfi sinu sem for- ystuafl í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkur- inn lagði grunninn að félagslegri þjón- ustu eins og við þekkjum hana í borg- inni á sjöunda áratugnum undir for- ystu Geirs Hallgrímssonar og prófess- ors Þóris Kr. Þórðarsonar, sem þá var borgarfulltrúi. Á sínum tíma átti faðir minn einnig náið samstarf við verka- lýðshreyfmguna um byggingarmál til að leysa hér húsnæðisvandann með fé- lagslegum úrræðum, svo að söguleg dæmi séu tekin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því látið að sér kveða á félagsleg- um forsendum í Reykjavík í marga ára- tugi; það sýnir aðallega skort á þekk- ingu á stjómmálasögunni að halda öðra fram. Á undanfómum árum hefur Reykja- vík hins vegar dregist aftur úr á þessu sviði - eins og öðrum - og óánægja með félagslega þjónustu er hér meiri en i nokkra öðra sveitarfélagi. Það era einmitt þeir, sem treystu því að R-list- inn væri félagslegt afl, sem hafa orðið fyrir hvað mestum vonbrigðum með framgöngu hans við stjóm Reykjavík- urborgar. Auglýsing Sjálfstæðisflokksins um Geldinganesið sýnir stærra svæði numið burt en sem nemur fyr- irhuguðu grjótnámi. Hvemig stend- ur á því? Við sýnum í auglýsingunni hvaða gróðurþekju á að svipta af nesinu til þess að koma þar fyrir stórskipahöfn og iðnaðarsvæði svo að fólk átti sig á stærð svæðisins sem fer undir þá starf- semi. Þetta er gert með áhrifaríkum hætti. Kemur til greina að þínu mati að gera Orkuveitu Reykjavíkur að hlutafélagi og selja einkaaðilum hlut? Sjálfstæðismenn hafa lagt til að Orkuveitunni verði breytt í hlutafélag og raunar var það stefna allra í borgar- stjóm á sínum tíma nema Vinstri grænna. Það er hentugasta rekstrarfyr- irkomulagið í þeirri samkeppni sem fyrir dyrum er. Við höfúm hins vegar ekki þá stefnu að selja hluta hennar til einkaaðila. Ólafúr F. Magnússon segist vita það eftir starf sitt í flokknum að hugur flokksins standi til einkavæð- ingar á Orkuveitunni. Er það rétt? Það er ekki rétt og hefur aldrei ver- ið rætt í framboðshópi flokksins. Lina.Net er eina fyrirtækið sem við ætlum að einkavæða samkvæmt stefhuskrá okkar. Þjóðminjasafnið hefur verið lokað síðan 1998. Hvers vegna liggur ekki enn fyrir hvenær það verður opnað að nýju? Allir sem fylgst hafa með Þjóðminja- safninu vita að þar hefur orðið gjör- bylting á undanfómum árum. í fyrsta sinn í sögunni hefúr verið komið upp geymslurými fyrir safnmuni sem standast alþjóðlegar kröfur, sett hafa verið ný lög um safnið, því hafa verið sett ný markmið, farið hefur verið út í þróunarstarf með mun skipulegri hætti en áður og nýir stjómendur hafa kom- ið til sögunnar. Jafiiframt öllu þessu hefúr verið unnið að því að endurreisa saihabygg- inguna. Það verk hefúr verið unnið í samræmi við fjárveitingar ár hvert. Enda hreykjum við okkur ekki af því í Sjálfstæðisflokknum aö safna skuldum á kostnað skattgreiðenda. Það er ekki okkar keppikefli að verða skuldakóng- ar og þess vegna skuli endurkjósa okk- ur heldur vinnum við í samræmi við fjárveitingar; þær hafa ráöið hraða við endurreisn húss Þjóðminjasafrisins. Gagnrýni á þetta verk frá þeim, sem hafa staðið fyrir framkvæmdum sem farið hafa tugi eða hundrað milljóna fram úr áætlunum eins og við Lista- safii Reykjavíkur eða nýjan sal við Borgarleikhúsið, er þeim til lítils sóma, svo að ekki sé meira sagt. Stjórnmálamaðurinn Björn Hvers vegna ertu í pólitík? Ég ákvaö að hefja beina þátttöku í stjómmálum fyrir rúmum áratug til þess að láta að mér kveða með mína stefnu og sinna málefnum fyrir al- menning. Nafn: Björn Bjarnason Aldur: 57 ára Heimili: Reykjavík Staða: Borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins Efni: Borgarstjórnarkosningar Hvað kostar kosningabarátta ykk- ar og hver borgar hana? Að lokinni baráttunni geta menn reiknað það út. Við geram allt fyrir opnum tjöldum, menn geta mælt kostn- að, skoðað fjölda auglýsinga og kynnt sér útgáfu á okkar vegum. Mér frnnst eðlilegra að óhlutdrægir aðilar leggi mat á þetta en að ég geri það því það er ekkert í okkar baráttu sem þriðji aðili getur ekki mælt ef menn kæra sig um það. í Sjálfstæðisflokknum era mörg þúsund flokksmenn sem leggja sitt af mörkum til flokksstarfsins með einum eða öðram hætti. Baráttan er rekin og fjármögnuð á þeim forsendum. Ætlið þið að gefa eitthvað upp um kostnaðinn efdr kosningar? Það er ekki mitt að ákveða það, en eins og ég segi er ekkert í því sem ligg- ur ekki fyrir þegar menn leggja mat á okkar starf. Baráttan fer fram fyrir opnum tjöldum og hægt að meta um- fang hennar með auðveldum hætti. Fólksfjölgun hefúr verið margfalt meiri í nágrannasveitarfélögunum á þessu kjörtimabili. Er það ásættan- legt? Nei, við höfum sett okkur það mark- mið að Reykjavík verði i fyrsta sæti. í því efni teljum við að m.a. þurfi að huga að því hvemig fólksfjölgun hefur breyst og hvers vegna fyrirtæki hafa flutt héðan. Ég sá það að bæjarstjórinn í Kópavogi sagði að um 1.000 ný fyrir- tæki hefðu tekið til starfa í Kópavogi á undanfómum áram og flest þeirra komið frá Reykjavík. Það er Ijóst ef við berum saman þróunina að fólki og fyr- irtækjum hefúr fjölgaö hlutfallslega meira miðað við íbúafjölda í Kópavogi, svo dæmi sé tekið, en í Reykjavik á undanfómum áram. Við teljum að þetta ekki eitthvað sem menn eigi að sætta sig við. mmmmm Ólafur Teitur Guönason blaöamaöur Hver er að þínu mati mesti vandi sem Reykjavík stendur ffammi fyr- ir? Það hefur verið dregið að taka mik- ilvægar og skynsamlegar ákvarðanir í skipulagsmálum, lóðaskortur, uppboðs- og skömmtunarstefna ræður ferðinni ásamt biðlistum á flestum þjónustu- sviðum. Auðvitað felst líka ótrúlegur vandi í hinni miklu skuldasöfnun sem hefur átt sér stað í borginni; skuldir hafa nífaldast á átta árum og áætlanir um fjármál borgarinnar hafa ekki staðist. Þegar menn lita til einhvers einstaks máls í stjóm borgarinnar felst stærsti vandinn í þessum lausatökum sem hafa leitt til skuldaaukningar á tímum góðæris og skattahækkana. Á öðram sviðum, sem varða félagslega þjónustu og öryggi borgaranna, era líka þættir sem þarf að líta til. Hver ber að þínu mati mesta ábyrgð á þeirri miklu þörf sem er fyrir ný hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða í Reykjavík: ríkisstjómin, heil- brigðisráðherra eða borgarstjóm? Síðustu átta árin áður en sjálfstæðis- menn fóru frá hér í Reykjavik lögðu þeir 3,6 milljarða króna í þennan mála- flokk. Á síðustu átta árum hefúr R-list- inn lagt 600 milljónir króna í hjúkrun- arrými og þjónustubyggingar fyrir aldraða. Þannig sjá menn að í þessum mikilvæga málaflokki er greinilegur áherslumunur á milli Sjálfstæðis- flokksins og R-listans. Borgaryfirvöld gegna þama miklu hlutverki, enda lögðum við áherslu á þennan mála- flokk í okkar steftiu og heitum 250 milljónum króna á ári til nýrra hjúkr- unarrýma. Ekkert sambærilegt fyrir- heit er í stefnu R-listans en þar er rætt um að skilgreina þörf og lengd biðtíma gamla fólksins og öllu visað á ríkið. í kosningabaráttunni hreyfði R-listinn hins vegar við sér en gerði það á klaufalegan hátt með vfljayfirlýsingu, svo að ekki sé meira sagt. Við höfúm skýra steftiu í þessu máli. Hvers vegna fagna ekki sjálfstæð- ismenn þessari vfljayfirlýsingu í stað þess að gagnrýna hana? Við gagnrýnum síður en svo að ráð- ist sé í aö fjölga hjúkrunarrýmum, enda er það okkar stefna og hefur ver- ið alla kosningabaráttuna. Andstæð- ingar okkar hafa hins vegar ekki haft þessa stefnu fyrr en hún er sett fram 10 dögum fyrir kosningar á þennan klaufalega hátt og góðum málstað má auðveldlega spilla með vandræðalegri málsmeðferð. Mér fmnst ástæða til að efast um heilindi R-listans í málinu, Hver er þinn stjómunarstíll? Minn stjómunarstill hefur veriö að starfa í mjög nánu sambandi við umbjóðendur mína, sama á hvaða sviði ég hef starfað. Ég hef líka sett mér skýr markmiö og lagt mikla áherslu á aö leitað sé samstöðu um leiðir að þeim og niðurstöðu eftir því sem kostur er. Hver er fyrirmynd þin í stjómmálum? Ég er alinn upp á pólitísku heimili og átti fóður, Bjama Benediktsson, sem helgaði sig stjómmálum. Hann hafði auðvitað mótandi áhrif á mig. Síðan hef ég fylgst með og starfað með hæfum stjómmálamönnum eins og Geir Hallgrímssyni og síðast Davíð Oddssyni. Ég á mér enga eina fyrir- mynd en hef átt kynni við og mótast af frábærum stjómmálamönnum. Hver er helsti styrkleiki þinn í stjórnmálum og hver helsti veik- leikinn? Það er enginn dómari í eigin sök. Ég held að styrkur minn felist í því að ég er sjálfum mér samkvæmur, er ekki með leikaraskap og legg mál fyrir af þeim heiðarleika sem mér er gefmn. Ég vil gjarnan að menn dæmi mig af verkum mínum. Hvað veikleika varðar er ég kannski ekki alltaf nægjanlega hvatvis eða árásargjam á andstæöinga mína í pólitískum umræðum, en ég hef fremur valið mér það að leggja mál fyrir málefnalega og með rökum en vera í hanaslag. Hver er höfuðandstæðingur þinn í pólitík? Ég legg ekki mat á einstaklinga með þeim hætti enda tel ég að stjómmál snúist fyrst og fremst um málefnalega afstöðu og hugsjónir. Það eru mis- munandi talsmenn fyrir þeim hugsjónum sem em mér mjög öndverðir á hverjum tíma en ég hef ekki lagt fæð á neinn einstakling sem höfuðand- stæðing minn. Hvað stefnu eða hugmyndafræði varðar hef ég verið ein- dreginn andstæðingur marxisma og sósíalisma og allra einræðis- og of- beldisviðhorfa. Ég hef alltaf verið mikill lýðræðissinni og lagt mig fram um að berjast gegn öllu sem ég tel að ógni lýðræði, frelsi og opnu þjóðfé- lagi. Finnst þér kosningabaráttan hafa verið heiðarleg? Ég segi ekki að hún hafi verið óheiðarleg en sumt sem menn segja per- sónulega um andstæðinga sína væri betur ósagt. Málefni hafa ekki verið lögð þannig fram af andstæðingum okkar að það auöveldi kjósendum að átta sig á því um hvað deilumar snúast. Andstæðingamir hafa hlaupið úr einu i annað; eftir því sem við sækjum fram reyna þeir að laga sína stefnu og sinn málflutning að málefnum okkar, um leið og leitast er við að gera okkur tortryggilega. Mér fmnst þannig sumt í þessari kosningabaráttu ekki hafa verið stórmannlegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.