Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 9
FBMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 I>V Fréttir Það hefur ekki ríkt ládeyða í kríngum Reykja- víkurlist- ann und- anfarna daga. Borgarstjóri er spurður um endur- fjármögnun LínuJSIets, viljayfirlýsingu um hjúkrunar- heimili, auglýs- ingar um Geld- inganes og fleira. 8 Borgarstjóra- starfið veltur á 1 baráttusætinu Nafn: Ingibjörg Sólrún Gísiadóttir Aldur: 47 ára Heimili: Reykjavík Staöa: Borgarstjóri Efni: Borgarstjórnarkosningar Hvað kostar kosningabarátta Hvað kostar kosningabarátta ykkar og hver borgar hana? Áætlun okkar hljóðaði upp á 25 milljónir. Mér finnst trúlegt að niður- staðan verði nær 30 milljónum, því ég veit hvernig'hlutirnir gerast á síðustu dögunum í kosningabaráttu. Drýgsta tekjulindin er happdrætti sem við frambjóðendur og flokkarnir seljum. Flokkarnir hafa síðan lagt til eina milljón hver; við frambjóðendur höf- um sjálfir lagt fram allnokkra fjár- muni; og svo sækjum við til einstak- linga og fyrirtækja og miðum við að þau framlög fari að jafnaði ekki yfir fimm hundruð þúsund. Yfirleitt eru þetta mun lægri upphæðir. Fólksfjölgun hefur verið margfalt meiri í nágrannasveitarfélögunum á þessu kjörtímabili. Er það ásætt- anlegt? HJutfallslega hefur hún verið það. Síðast liöin fimmtíu ár hafa jafnan 37- 39% landsmanna búið í Reykjavík og þannig er það einnig nú. Það sem mér finnst skipta máli er hvaða land er heppilegast að nýta á hverjum tíma. Kópavogur hefur t.d. búið að landi sem liggur mjög miðlægt á svæðinu. Garða- bær á síðan ábyggilega eftir að vaxa talsvert hraðar næstu ár en Kópavogur þvl þeir eiga land sem er miðlægt milli Kópavogs og Garðabæjar. Það er eðli- legt að byggja upp i þessi göt í byggð- inni og að þannig sé mismikill gangur í þessu eftir því hvernig landið liggur. Hver er að þinu mati mesti vandi sem Reykjavík stendur frammi fyrir? Ég horfi ekki á verkefni sem vanda- mál. Ég held að stærsta verkefnið sem Reykjavík stendur frammi fyrir - og skiptir verulegu máli að takist vel til á komandi árum - sé að Reykjavík geti keppt við aðrar borgir í nágrannalönd- unum. Fólkið okkar hefur meiri tæki- færi en áður til að setjast að hvar sem er; valið ræðst ekki síst af þeim lífs- gæðum sem bjóðast Við verðum að bjóða þau eins og þau gerast best. Hver ber að þinu mati mesta ábyrgð á þeirri miklu þörf sem er fyrir ný hjúkrunarheirnili fyrir aldraða í Reykjavík: rfkisstjórnin, heilbrigðisráðherra eða borgar- stjórn? Yfirheyrsla Olafur Teitur Guönason blaðamaður Síðustu tvö kjörtímabil hafa þrjú ný hjúkrunarheimili komið til sögunnar í Reykjavík: Skógarbær í Seljahverfi sem Reykjavíkurborg reisti í sam- vinnu við Rauða Krossinn; Sóltúns- heimilið sem ríkið ákvað að fara með i einkaframkvæmd; og Víðines, sem hef- ur veriö breytt í hjúkrunarheimili í samstarfi borgar og ríkis..Auðvitað hefði maður gjarnan viljað sjá örari uppbyggingu, en borgin getur ekki srjórnað ferðinni heldur aðeins þrýst á það. Það er alltaf ríkið sem ákveður hvort fjárframlög fást til að reka heim- ilin. Það er stóra málið. Ég vil ekki vísa ábyrgðinni alfarið frá borginni en við gerum ekkert nema ríkið sé tilbúið til þess, eins og umræðan síðustu daga hefur sýnt okkur í hnotskurn. Þið hafið sagt að vifiayfirlýsing borgarinnar og heilbrigðisráðherra um fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða sé í samræmi við gildandi heilbrigðisáætlun. Felst þá ekki í henni Iítil tíðindi? Áætlunin, sem var samþykkt ein- róma á Alþingi eftir því sem ég best veit, felur í sér stefnumótun af hálfu ríkisins um að biðtími eftir rýmum verði ekki lengri en 3 mánuðir. Tiðind- in í yfirlýsingunni eru fyrst og fremst þau að menn hafa sett sér sameigin- lega verk- og fjárhagsáætlun um hvernig þetta eigi að gerast og hvar. Það er verið að breyta stefhumótun í verkáætlun. Þetta er vHjayflrlýsing frá vald- höfum síðustu átta ára, bæði hvað varðar borg og ríki. Hvers vegna kemur hún ekki fyrr en nú, rúmri viku fyrir kosningar? Fyrir tveimur mánuðum kynnti heilbrigðisráðuneytið úttekt á þessum málum. Við höfum verið í viðræðum við ráðuneytið, það sagðist ætla að bíða eftir niðurstöðu úttektarinnar. í kjölfar hennar fór sameiginlegur vinnuhópur yfir það hvernig við myndum vinna á vandanum. Yfirlýs- ingin er niðurstaða þeirrar vinnu, þannig að hún átti sér eðlilegan að- draganda. Heilbrigðisráðherra segir að yfir- lýsingin hafl verið oftúlkuð í auglýs- ingum R-listans. Ertu sammála þvi? Nei. Það segir hvergi í okkar auglýs- ingu að þetta sé samningur; það segir að þetta sé samkomulag. Ef eitthvað er oftúlkað í auglýsingunni þá er það að þetta sé samkomulag við ríkisvaldið. Þetta er greinilega ekki samkomulag við ríkisvaldið, ef marka má orð ráð- herra Sjálfstæðisflokksins, heldur bara við heilbrigðisráðherra. Og nú er spurningin: er ríkisvaldið allt tilbúið til að gera hana að veruleika eða ekki? Það stendur í greinargerð með að- alskipulagi að þar verði starfsemi sem íellur undir skilgreiningu fyrir iðnaðarsvæði. Þetta er þvert á full- yrðingar í auglýsingum R-listans. Hvernig stendur á því? Til að taka af allan vafa í þessu efni er fyrst rétt að undirstrlka að Reykja- víkurlistinn hefur engin áform um að skipuleggja iðnaðarsvasði I Geldinga- nesi. Á landnotkunarkortinu, sem fylg- ir aðalskipulaginu, er til sérstakur flokkur sem heitir iðnaðarsvæði. Það er ekki á Geldinganesi heldur er þar annars vegar hafnar- og athafnasvæði og hins vegar blönduð byggð. í textan- um kemur fram að á athafnasvæði geti verið iðnaðarstarfsemi. Það eru kannski leifar frá þeim tíma þegar sýnt var iðnaðarsvæði á Geldinganesi. Það kann að vera ósamræmi þarna á milli en þá á einfaldlega að fella þetta út úr greinargerðinni, vegna þess að landnotkunarkortið er alveg skýrt: vestursvæðið er athafnasvæði. Austur- svæðið er blönduð byggð íbúða og at- hamastarfsemi. En það kemur ekki til álita að á Geldinganesi verði óþrifaleg- ur eða mengandi iðnaður eins og Sjálf- stæðismenn hafa gefið í skyn. En á hafnar- og athafhasvæði er samkvæmt skilgreiningu aðalskipu- lags ekki gert ráð fyrir neinum íbúöum, ekki satt? Þetta er rétt Lína.Net, dóttnrfyrirtæki Orku- veitu Reykjavfkur, skuldaði um síð- ustu áramót 1,6 milljarða króna. Er Reykjavíkurborg með einhverjum hætti ábyrg fyrir þessum skuldum? Um Línu.Net gilda venjuleg hlutafé- lagalög þannig að hluthafar eru ábyrg- ir í samræmi við hlutafé sem þeir hafa lagt inn. Orkuveitan er í venjulegri ábyrgð eins og hver annar hluthafi. Að öðru leyti er Reykjavíkurborg ekki í ábyrgð. Kenneth Peterson og aðrir talsmenn Columbia Ventures neita því að þeir hafl haft frumkvæði að óformlegum viðræðumum kaup á Línu.Neti, eins og Alfreð Þorsteinsson heldur fram. Hvað sýnist þér um þetta ósamræmi? Mér finnst þetta algjört aukaatriði. Það hefur aldrei verið leyndarmál að leitað hefur verið að nýjum hluthöfum. Fyrirtækið þarf að fá inn nýtt hlutafé og það þarf að breyta skammtímalán- um í langtímalán. Að því hefur verið unnið. Það er aukaatriði hver talaði fyrst við hvern. Aðalatriðið er að ef Kenneth Peterson eða aðrir sýna áhuga og viðunandi verð fæst, þá eru menn að leita að nýju hlutafé. Þér finnst ekki að verið sé að búa til ímyndaðan áhuga á þessu fyrir- tæki - gefa til kynna að hann sé meiri en hann er í raun? Nei, það finnst mér ekki. Stefán Jón Hafstein hefur sagt um hugsanlegan sigur Sjálfstæðis- ilokksins í borginni að hann fæli í sér hægri-sveiflu sem jafna mætti við frönsku hægri matröðina. Ertu sammála þessu? Ég ætla nú ekki að líkja Sjálfstæðis- flokknum við flokk Le Pen í Frakk- landi. Það sem ég hygg að Stefán Jón hafi átt við er það, að ákveðið andvara- leysi í samfélaginu geti gert það að verkum, að menn vakni upp við vond- an draum daginn eftir kjördag. Það getur auðvitað gerst i Reykjavík að ýmsir, sem hafa ekki alveg haft and- varann á sér, vakni upp við það dag- inn eftir kjördag að Sjálfstæðisflokkur- inn fari með stjórn í borginni. Ef F-listi nær inn manni felur það ifklega í sér að þú missir sæti þitt sem aðalmaður í borgarstjórn. Hefði það áhrif á stöðu þína innan R-Iistans, þ.e. sem borgarsrjóraefnis hans? Já, það hefði það. Það er engin til- viljun að ég sit í áttunda sæti og geri það í þriðja sinn. Þetta er okkar bar- áttusæti. Ég er að leita eftir stuðningi og trausti borgarbúa til þess að gegna starfi borgarstjóra. Ef ég næ ekki kjöri inn í borgarsrjórn Reykjavíkur hef ég ekki þann stuðning og traust sem ég tel mig þurfa að hafa sem veganesti til þess að gegna þessu starfi. í stöðunni 7-7-1 yrðir þú sem sagt ekki borgarstjóri. Ég yrði ekki borgarstjóri, nei. Stjórnmálamaðurinn Ingibjörg Sólrun Hvers vegna ertu í pólitik? Ég held að það eigi sér mjög langan aðdraganda. Mér er sagt að allt frá því ég var barn hafi ég verið afskiptasóm um mitt umhverfi og viljað hafa áhrif á það. Að vissu leyti srjórnsóm. Ég vil hafa áhrif - ásamt með öðru fólki - á hvernig samfélagið þróast og hvernig framtíðin verður og þar með líka búa i haginn fyrir börnin mín. Ég vil stuðla að því að samfélagið verði betra og jöfnuður meiri. Hver er þinn stjórnunarstíll? Ég hugsa að ég srjórni talsvert í gegnum samræður. Ég eyði miklum tima í samræður við borgarstjórnarflokkinn, þá sem vinna í stjórnsýslu borgarinnar og borgarbúa. Ég held að það eigi ríkan þátt í því að viö höfum náð svona vel sam- an í Reykjavíkurlistanum. Við verjum miklum tíma í að hlusta á hvert annað. Hver er fyrirmynd þín í srjórnmálum? Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd í stjórnmálum. Fyrstu pólitisku samtökin sem ég geng til liðs við - og raunar þau einu sem ég hef starfað í - voru Kvenna- framboð og Kvennalistinn. Þegar við hófum okkar starf var ekki auðvelt fyrir konur að finna sér fyrirmyndir í stjórnmálum. Fyrirmyndir mínar eru helst fólk sem ég kynnist og met mikils af samskiptum mínum við. Svo hugsa ég líka til langömmu mmnar, en ég er fædd sama dag og hún og heiti í höfuðið á henni; hún skipti sér mikið af málum í sinni sveit og gaf ekki sinn hlut gagnvart valds- mönnum. Sögur af henni hafa fylgt mér i gegnum tíðina og hún hefur að vissu leyti verið mér fyrirmynd. Hver er helsti styrkleiki þinn í stjórnmálum og hver helsti veikleikinn? Ég held að styrkur og veikleiki séu tvær hliðar á sama peningnum. Stundum birtast eiginleikar manns sem sfyrkur og stundum sem veikleiki. Það fer eftir að stæðum og hvernig maður spilar úr þeim. Ég held að það sé styrkur minn í póli- tík að ég hlusta á annað fólk og rök þess. Og ég er tilbúin til að endurmeta af- stöðu mína ef leidd eru fram rök sem ég tel sterk. Það tel ég vera styrk. Það get- ur á hinn bóginn líka verið veikleiki þvi að í pólitík getur það stundum komið sér vel að keyra áfram ákvarðanir og hlusta ekki á röksemdir sem trufla fram- gang þeirra. Hver er höfuðandstæðingur þinn í pólitík? Ég persónugeri ekki höfuðandstæðinginn. Ég hef tekist harkalega á við ýmsa menn, t.d. Davíð Oddsson og núna Björn Bjarnason en þeir eru ekki höfuðand- stæðingar mínir sem persónur. En Sjálfstæðisflokkurinn er sá pólitíski höfuðand- stæðingur sem ég tel vera hlutverk mitt að kljást við. Ég gerði það upp við mig sem unglingur að hugsjónir mínar og stefna og starfshættir Sjálfstæðisflokksins ættu ekki samleið. Það stendur enn. Finnst þér kosningabaráttan hafa verið heiðarleg? Bæði og. Báðir aðilar hafa lagt fram sína stefhu og sínar hugmyndir. Sá hluti baráttunnar hefur verið heiðarlegur. Hins vegar finnst mér að sjálfstæðismenn hafi líka beitt blekkingum sem eru meiri en ég tel leyfílegt, jafhvel þótt menn séu í kosningabaráttu. Ég nefiii sérstaklega þrivíddarauglýsingu um skuldir borgar- innar, auglýsinguna um Geldinganes og ummæli á borð við þau að 700 fyrirtæki hafi flutt úr borginni og að 42 þúsund fermetrar verslunarhúsnæðis séu til sölu eða leigu í miðborginni o.s.frv. Þarna er verið að blekkja kjósendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.