Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 Fréttir DV Fijálslyndir og óháðir virtust sam- kvœmt skoðana- könnun í vik- unnibýsna nœrri því að koma manni að í borgarstjóm. Oddviti listans svarar spumingum um möguleika flokksins í kosning- unum, stefhuskrána og fleira. Nafn: Ólafur F. Magnússon Aldur: 49 ára Heimili: Reykjavík Staða: Oddviti lista Frjálslynda flokksins og óháðra Efni: Borgarstjórnarkosningar Hvað kostar kosningabarátta ykkar og hver borgar fyrir hana? Við rekum ódýra kosningabar- áttu eins og fólk sér. Við höfum eina skrifstofu og auglýsingar okkar eru að mestu leyti heimatilbúnar. Við teljum að heildarkostnaður verði nálægt 5 milljónum króna. Við munum þurfa að standa sjálf undir þessum kostnaði ef framlög hrökkva ekki fyrir honum. Þau hafa því miður verið lítil. Ég vona hins vegar að ekki sé hægt að kaupa kjósendur með stanslausu auglýs- ingaflæði. Ég tel að við höfum það góðan málstað og góðan lista að við eigum að geta náð í gegn ef lýðræð- ið er virkt. Fólksfjölgun hefur verið marg- falt meiri í nágrannasveitarfélög- unum á þessu kjörtímabili. Er það ásættanlegt? Nei, það þarf að útrýma lóða- skortinum og bjóða fram meira af íbúðar- og atvinnuhúsnæði í borg- inni. Hins vegar hefur það oft gerst undanfarin ár og áratugi, að byggst hafa upp nokkurs konar úthverfi höfuðborgarinnar í nágrannasveit- arfélögunum. Ég tel nauðsynlegt að sameina sveitarfélögin sem fyrst til þess að skipulag verði með lang- tíma- og heildarsjónarmið í huga. Ég vil helst líta á höfuðborgarsvæð- ið sem eina skipulagslega heild. Hver er að þínu mati mesti vandi sem Reykjavík stendur frammi fyrir? Það held ég að sé fjármálastjóm borgarinnar. Hún er að fara úr böndum eins og sést best á gríðar- legri skuldsetningu borgarinnar, sérstaklega Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur verið farið illa með. Lausnin er hins vegar ekki að koma Sjálfstæðisflokknum til valda því Yfirheyrsla Olafur Teitur Guönason blaðamaöur hann hefur sýnt í ýmsum málum að undanfornu að hann virðist eins og R-listinn fara illa með almannafé. Annar vandi sem er mér hugleik- inn er skortur á því að velferðar- og öryggisnetið í borginni sé með þeim hætti sem við eigum að geta haldiö uppi í jafnríku þjóðfélagi. Megin- áhersla F-listans er einmitt breytt forgangsröðun í þágu þeirra sem þurfa á aðstoð og þjónustu að halda, ásamt andstöðu við þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúka- virkjun, sem mun skuldsetja hvern einasta Reykviking um eina milljón króna og klárlega verða rekin meö tapi. Við þurfum að verja fjármun- um borgarbúa til annarra og skyn- samlegri verkefna. Hver ber að þínu mati mesta ábyrgð á þeirri miklu þörf sem er fyrir ný hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjavík: ríkisstjórn- in, heilbrigðisráðherra eða borg- arstjórn? Heilbrigðisþjónustan í landinu er fyrst og fremst rekin af ríkisvaldinu þannig að sökin er ekki síður þar. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að borgaryfirvöld hafa staðið sig slak- lega í þessum málaflokki og sýnt lítið frumkvæði. Nú stöndum við frammi fyrir viljayflrlýsingu þessara aðOa um þessi mál og ég sem velferðarsinni hlýt að fagna henni. Ég gagnrýni harðlega viðbrögð Sjálfstæðisflokks- ins við henni. Þótt það sé kosninga- lykt af þessu er aðalatriðið það, að þetta er mjög gott fyrir þá sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Hafið þið reiknað út hvað stefiiu- skrá ykkar kostar? Nei, við höfum ekki verðlagt hana út í æsar enda varðar hún fyrst og fremst breytta forgangsröðun. Styrk- ing velferðar- og öryggismála í borg- inni er ekki mjög kostnaðarsöm held- ur fyrst og fremst spuming um for- gangsröðun. Gæluverkefni stjórn- málamanna eru að soga til sín fé frá nauðsynlegum verkefnum í þágu þeirra mála sem við setjum á oddinn. Dugar breytt forgangsröðun eða bendið þið á nýjar fjáröflunarleiðir? Það er svo víða sem þarf að breyta um fjármögnunaraðferðir i þjóðfélag- inu. Bæði meö því að nýta betur sam- eiginlega sjóði og með því að fjár- magna þá með öðrum hætti en gert er í dag. Það er ljóst að hinn almenni, vinnandi maður leggur meira til sam- félagsins en margt vellríkt fólk, sem fer fjölgandi hér á landi. Það eru til peningar í samfélaginu til að halda hér uppi öflugu velferðarkerfi. Ein- faldasta dæmið sem snýr að Reykvík- ingum er hins vegar að hætta sukkinu með fjármuni Orkuveitu Reykjavíkur og skuldsetja ekki borgina með þátt- töku í Kárahnjúkavirkjun. Ég er raunar eini aðalborgarfulltrúinn sem er andvígur því einstæða máli. Þið segist vilja gera lögregluna sýnilegri í borginni. Hvemig ætiið þið að tryggja það? Þetta er auðvitað samstarfsverkefni borgarinnar og dómsmálaráðuneytis- ins. Það verður að nást samkomulag um að efla löggæsluna og við teljum einfaldlega nauðsynlegt að lagt verði út í þann kostnað sem því fylgir. í hvaða málxun öðrum en þeim sem tengjast Kárahnjúkavirkjun ertu helst ósammála stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins? Ég set hana nú í gæsalappir því hún er ekki stefnuskrá heldur loforða- listi. Það er í raun verið að fela stefnu flokksins, til dæmis hvað varðar einkavæðingu Orkuveitu Reykjavík- ur. Ég veit að flokkurinn hyggst selja hana, þótt það segi ekki í stefnu- skránni, og koma henni í hendur hinna geysisterku peningaafla. Ég er aftur á móti sammála ýmsu í stefnu- skránni, t.d. því að selja beri Linu.Net. Hvað með stefiraskrá Reykjavík- urhstans? R-listinn hefur sagt að hans stefhu sé best lýst með þeim verkum sem hann hefur staðið fyrir í borginni. Borgaryfirvöld hafa vissulega gert ýmislegt vel eins og kröftug uppbygg- ing leikskóla og grunnskóla í borginni sýnir best. En þau hafa ekki haft góða stjóm á fjármálum og leikið Orku- veitu Reykjavíkur grátt. Það er því al- veg ljóst að R-listinn þarf mikið að- hald. Ég er hins vegar sammála ýmsu í stefnuskrá R-listans og vil raunar leggja áherslu á að vinstrimenn „eiga“ ekki málaflokka á borð við vel- ferðar- og umhverfismál. Það veldur mér heilabrotum ef einlæg barátta mín í umhverfismálum skilar ekki verðugum árangri í þessum borgar- stjómarkosningum. Þá fer ég að velta því fyrir mér hvort rauði þráðurinn ráði ríkjum hjá t.d. Vinstri grænum en ekki græni liturinn. En ég held að stefnuskrá beggja stóru framboðanna sé með þeim hætti að það útiloki á engan hátt samstarf mitt við þau eftir kosningar. Þú hlýtur að geta sagt með hvorri fylkingunni þú vfldir frekar starfa, þótt báðar komi til greina. Við stöndum að málefnaframboði en ekki borgarstjóraframboði. Hvorki Björn né Ingibjörg Sólrún eru borgar- stjóraefni F-listans. Það er margt ágætt fólk i báðum fylkingum og kom- ist ég i oddastöðu verða byggðar brýr þarna á milli og við munum starfa með þeim sem eru reiðubúnir til að vinna að okkar forgangsmálum, sem eru velferðar-, öryggis- og umhverfis- mál. Ingibjörg Sólrún ætlar ekki að setjast í stól borgarstjóra í stöðunni 7-7-1. Hvers vegna ættu þeir sem vilja sjá hana sem borgarstjóra en list vel á ykkar firamboð að taka ykkur fram yfir hana? Það dregur enginn í efa að Ingi- björgu Sólrúnu er margt til lista lagt. En hún hefur verið við völd í 8 ár og það eru komin greinileg valdþreytu- einkenni í stjórn R-listans. Eftir önn- ur 4 ár held ég að við myndum sjá fleiri slík einkenni og ný spillingar- mál. Þess vegna er nauðsynlegt að nýtt og óspillt afl F-listans komi að stjórn borgarinnar næsta kjörtímabil. Líkumar á því minnkuðu sam- kvæmt skoðanakönnun á þriðjudag. Ég held að við séum þvert á móti í stórsókn. Við höfum verið á bilinu 4-5% en ég hef mjög sterka tilfmningu fyrir því að við eigum a.m.k. 2% meira fylgi í pípunum því að ýmsir hópar sem styðja okkur koma lítið fram i skoðanakönnunum; sjúklingar, aldraðir, öryrkjar, útlendingar og fleiri. Við munum koma á óvart á kjördag og fólk má ekki láta hræða sig frá því að kjósa okkur. Forgangsroöun í þágu umhverfis- og velferöarmála Stjórnmálamaðurinn Ólafur Hvers vegna ertu í pólitík? Ég hef frá blautu barnsbeini haft áhuga á stjórnmálum. Þetta er líklega í blóðinu þótt ég sé ekki af stjórnmálamönnum kominn. Ég hef mikla þörf fyrir að hafa áhrif á umhverfi mitt og samfélag og tel mig hafa haft nokk- ur áhrif, sérstaklega í þeim málum sem eru mér mest hugleikin, en það eru velferðar- og umhverfismál. Hver er þinn stjómunarstíll? Ég held að það sé ríkt í mér að koma fram við annað fólk sem jafningja. Þannig að ég held að ég sé sanngjam og mildur stjórnandi sem tekur tillit til skoðana samstarfsfólks og annarra. Hver er fyrirmynd þfii í stjórnmálum? Almennt er ég ekki hrifinn af mörgum atvinnustjómmálamönnum og tel mig ekki til þeirra. Ég er fyrst og fremst læknir og hugsjónamaður en ekki pólitíkus. Hver er helsti styrkleiki þinn í stjómmálum og hver helsti veik- leikinn? Helsta styrk minn tel ég felast í einlægni og baráttuþreki. Ég kynntist mótvindi í baráttunni fyrir vemdun Eyjabakka og þar skipti máli að hafa úthald og þrautseigju. Ég kem lika hreint fram og held að fólki finnist ég trúverðugur. Veikleiki minn er líklega einna helst sá að mig vanti pólitíska slægð. Annar veikleiki minn er um leið styrkur minn í læknisstarfmu, en ég er svolítið tilfmninganæmur. Ég veit að andstæðingar mínir hafa stundum reynt að spila inn á þennan veikleika. Ég held að mér hafi tekist að hafa vald á þessu og ekki látið æsa mig upp í umræðum. Hver er höfuðandstæðingur þinn í pólitík? Það er sérkennilegt hvernig þetta hefur þróast. Ég kem úr fjölskyldu sjálfstæðismanna, einkum í fóðurætt. Áður fyrr var höfuðandstæðingurinn „rauða hætta“ kalda stríðsins, en sem betur fer er pólitíkin í dag ekki eins svart og hvít. Ég held að höfuðandstæðingur minn og fólksins í landinu séu þeir sérhyggju- og peningamenn sem vilja gína yfir eigum almennings og sölsa þeim undir sig. Þvi miður er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn undir- lagður af þessum öflum. Það var ein meginástæða þess að ég sagði mig úr honum. Ég vil hins vegar taka skýrt fram að þótt ég sé mikill velferðar-, jafnréttis- og umhverfissinni er ég talsmaður heilbrigðs einstaklingsfram- taks. Finnst þér kosningabaráttan hafa verið heiðarleg? Mér hefur ekki þótt hún nógu heiðarleg og ekki rikja nægilegt jafhræði. Við höfum ekki það griðarlega flármagn og fjölmiðlaafl sem R-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn búa yfir. Ýmsir fjölmiðlar hafa verið okkur býsna erfiðir, sérstaklega framan af kosningabaráttunni, og lagt okkur að jöfnu við algjör smáframboð. Við erum miklu stærri og með sitjandi borgarfull- trúa til tólf ára í fyrsta sæti. Við heföum frá upphafi átt að vera þriðja aflið í umræðunni en svo hefur alls ekki verið. Morgunblaðið hefur valdið mér vonbrigðum í þessu efni en þó alveg sérstaklega Stöð 2 sem fram að þessu hefur aldrei átt viðtal við mig í allri kosningabaráttunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.