Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 11
FMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 11 I>"V Viðskipti Þettahelst Vll;l>Y-):i^f,' 3liWi>Iftf^:l ' HEILDARVIÐSKIPTI Hlutabréf 2.726 m.kr. 551 m.kr. Húsbréf 882 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 íslenski fjársjóöurinn 112 m.kr. Q Pharmaco 87 m.kr. >l: Islandsbanki 66 m.kr. MESTA HÆKKUN Q Landssíminn 2,7%: Q Pharmaco Q Ehf. Alþýöubankinn 2,1%: 0,5% i MESTA LÆKKUN Q Marel 6,5% Q Grandi 3,5%: Q SR-Mjöl ÚRVALSVÍSITALAN 2,2% : 1.283 l - Breyting Q0,80% Framtíðarsýn kaupir Fiskifréttir Magnús Hreggviðsson, framkvæmda- stjóri Fróða, sem er eigandi að nálega tveimur þriðju hlutafjár í félaginu, hef- ur keypt alla helstu hluthafa í hópi stofhanafjárfesta út úr Fróða. Magnús er nú eigandi að 97% hlutafjár í félaginu og stefnir að uppkaupum þeirra sem eft- ir eru á næstu mánuðum. Um leið hefur Magnús selt vikublaðið Fiskifréttir til Framtíðarsýnar, útgáfufélags Viðskipta- blaðsms. Er gert ráð fyrir að ritstjórn Fiskifrétta flytji í húsakynni Viðskipta- blaðsins í Skaftahlíð 24 en útgáfa Fiski- frétta verður að öðru leyti óbreytt. Þetta kom fram i Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Meðal stofnanafjárfesta, sem hann hefur nú keypt út úr félaginu, eru Eign- arhaldsfélagið Alþýðubankinn (EFA), Lífeyrissjóður Austurlands, Lifeyris- sjóðurinn Hlíf, Saxhóll, eignarhaldsfélag Nóatúns-fjölskyldunnar, og Jón Karls- son, áður eigandi Iðunnar. Eftir eru um 70 litlir hluthafar, m.a. núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem verða væntanlega keyptir út á næstu mánuðum. í kjölfar þessa hefur verið mörkuð sú stefna að hætta við skráningu á Verðbréfaþing Islands eins og var ætlunin fyrir fjórum árum. Á þessum fjórum árum hefur fyrirtækið vaxið að veltu úr nálega 400 milljónum í tæplega 1,1 milljarð króna í ár. í Viðskiptablaðinu er haft eftir Magn- úsi að starfsemi Fróða verði í meginat- riðum þríþætt eftir breytingarnar: í fyrsta lagi sé það tímaritaútgáfan, sem sé fyrirferðarmest. Eftir sölu Fiskifrétta séu gefm út átta timarit hjá Fróða og hafi félagið um 60% markaðshlutdeild. I öðru lagi sé það slðan bókaforlagið Ið- unn og i þriðja lagi sé það margmiðlun- ardeildin sem byggð sé á grunni Is- lenskra fyrirtækja. „Með þeim aðgerð- um sem við höfum gripið til og með þeirri skýru stefnu sem við höfum markað fyrir reksturinn gerum við okk- ur vonir um að ná jakvæðum rekstri þegar í ár." Mikil aukning hagnaðar HB Hagnaður Haraldar Böðvarssonar hf. var 562 milljónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi en var 20 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Hagnaður fyrir af- skriftir var 615 milljónir króna og nem- ur framlegð fyrirtækisins þannig 31,2% af tekjum. Vegna styrkingar krónunnar var gengishagnaður vegna lána í er- lendri mynt að upphæð rúmlega 200 milljónir króna. Heildarafli skipa félags- ins var tæplega 81 þúsund tonn á tima- bilinu, þar af um 6 þúsund tonn af bol- fiski og 75 þúsund tonn af uppsjávar- fiski. M 23. 05. 2002 kl. 9.15 §§ Dollar 92,520 92,990 135,890 BSPund 135,200 ^|Kan.dollar 60,260 60,630 Soönskkr. 11,5170 11,5800 : BNonkkr 11,4390 11,5020 : jjjjsænskkr. 9,3780 9,4300 ^ Sviss. franki 58,9500 59,2700 | • jjap. yen 0,7454 0,7499 \ ÍÉECU 85,6592 86,1740 SDR 118,8000 119,5200 Teymi yf irtekur danskt hugbúnaðarfýrirtæki Umsjón: Viöskiptablaðiö Teymi A/S hefur gengið frá yfir- töku á danska hugbúnaðarfyrirtæk- inu PROGREZ sem hefur undanfar- in ár verið í fremstu röð þar í landi hvað snertir umsjón og rekstur á Oracle-gagnagrunnum og stöðluð- um viðskiptahugbúnaði frá Navision, einkum Concorde/XAL og Axapta. Samningurinn hefur meðal annars í fór með sér að Teymi A/S fær um eitt hundrað nýja viðskiptavini og samstarfsað- ila, ásamt því sem það ræður til sín alla starfsmenn PROGREZ, segir í tilkynningu frá félaginu. „Með þess- ari yfirtöku á PROGREZ og nýleg- um viðskiptasamningum, sem Teymi A/S hefur gert við mörg skandinavísk stórfyrirtæki, erum við að treysta stöðu fyrirtækisins til langframa. Teymi A/S hefur á skömmum tíma getið sér orð fyrir að vera einn öflugasti og traustasti samstarfsaðili Oracle í Danmörku, einkum í kringum þjónustu á Oracle-hugbúnaði. Við erum hreyk- in af því orðspori," sagði Elvar Steinn Þorkelsson, forsrjóri Teymis, við undirritun samningsins í Kaup- mannahöfn þann 13. maí sl. Sérhæfmg PROGREZ fólst eink- um í vinnu með samtvinnuð um- hverfi Oracle-lausna og Navision- viðskiptahugbúnaðar á borð við Concorde/XAL og Axapta. Fyrir- tækið hefur jafnframt þróað og selt hugbúnaðinn OraGuard til nokk- urra tuga fyrirtækja á Norðurlönd- um en þar er á ferðinni umsjónar- og eftirlitsbúnaður fyrir Oracle- gagnagrunna. Teymi A/S tekur nú við dreifingarrétti á OraGuard-bún- aðinum á Norðurlöndum og, að sögn forstjóra Teymis, binda menn talsverðar vonir við velgengni í þeim efnum þar og síðar annars staðar í Evrópu. Meðal viðskipta- vina Teymis A/S eru nú TDC Kabel- TV, Expert Danmark, Dansk El-for- bund, Debitel, Rosti, Top Toy, Leo Pharmachutical, Chr. Hansen, Novo Nordisk, Astra Danmark, Glaxo Wellcome / Glaxo Smith&Kline, DBS, Mobilix, Telia og fleiri. Hjá Teymi A/S starfa nú um tuttugu manns af 70 manna starfsliði sam- stæðunnar. Áætluð velta fyrirtækis- ins á yfirstandandi ári er um 230 milljónir króna og reiknað er með hagnaði af starfsemi félagsins. Mjög góð afkoma Delta Hagnaður af rekstri lyfjafyrirtæk- isins Delta hf. nam 617 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en hagnaður fyrir afskriftir nam 897 milljónum króna. Niður- staða uppgjörsins er mjög góð og sem dæmi nemur framlegð félagsins rétt tæpum 30%. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 29 milljónir króna og er það fyrst og fremst vegna gengismunar af erlendum lánum sem var jákvæður um 116 milljónir króna. Heildareignir fé- lagsins námu 11,6 milljörðum i lok mars sl. en eigið fé nemur 2.981 milljón króna og eiginfjárhlutfall er þannig 25,6%. Þrjú ný félög bættust við Delta- samstæðuna á tímabilinu.ÝOmega Farma kemur inn i rekstur sam- stæðunnar frá áramótum og systur- félögin United Nordic Pharma og Dansk Lægemiddel Forsyning komu inn í reksturinn 1. febrúar sl. Um 91% af tekjum Delta hf. eru vegna sölu erlendis og nam salan alls 2,7 milljörðum króna. Sala á íslands- markaði gekk einnig vel að mati forsvarsmanna félagsins og námu tekjurnar alls 285 milljónum króna. Rekstraráætlun samstæðunnar ger- ir ráð fyrir að hagnaður á árinu 2002 verði um 1,7 milljarðar króna og að hagnaður fyrir afskriftir verði 3,4 milljarðar króna. Delta gerir ráð fyrir að fimm ný lyf fari á markað í Evrópu.Ýen Delta hefur nú 25 ný lyf í þróun í þremur þróunareiningum, í Hafnarfirði, Reykjavik og á Möltu. Tap hjá SS Tap varð af rekstri Sláturfélags Suðurlands á fyrstu þremur mán- uðum ársins að upphæð 8,5 millj- ónir króna, sem er nokkuð betri niðurstaða en árið áður þegar tap- ið nam 36 milljónum króna. Ástæðan fyrir minna tapi nú er fyrst og fremst lækkun fjármagns- gjalda vegna styrkingar krónunn- ar. Tekjur og gjöld félagsins juk- ust í jöfhum hlutföllum á tímabil- inu og námu tekjur alls 837 millj- ónum króna. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 6 milljónir en árið áður var þessi hlutdeild neikvæð um 200 þúsund krónur. Eigið fé Sláturfélagsins er 1.184 milljónir króna og nemur eiginfjárhlutfaUið 40%. í tilkynningu frá SS kemur fram að afkoman á fyrstu þremur mánuðunum sé óviðunandi og einkennist af mikilli verðsam- keppni sem hafi neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Afkoma Slátur- félagsins hefur jafhan verið þyngst framan af árinu en best á síðasta ársfjórðungi. Þetta stafar m.a. af afkomu afurðadeildar en umsvif hennar aukast við haust- slátrun sauðfjár. Gripið hefur ver- ið til aðhaldsaðgerða til að draga úr útgjöldum auk þess sem fjár- festingar í varanlegum rekstrar- fjármunum verða dregnar saman á næstu misserum. Gert er ráð fyrir að framangreindar aðgerðir og aðstæður á markaði muni leiða til bættrar afkomu Sláturfélagsins á árinu. Alweg einstakt ortilboð! Gámaverð: 3.990 kr. Cámaverð: 1.990 kr. Cámaverð: 5.900 kr. HöfUm fengið gám af Ijósum á hreínt ótrúlegu verði... ...og þú ert boðin(n) í Gámaveislu á gámaverði: Gámaverð: 1.990 kr. Rafkaup Ljós & Lampar Ármúla 24 Sími 585 28 00 Gámavelslan nær líka tll: Mosraf Mosfollsbœ. Hafbúðln Álfaskciði Hafnarflröi, Gcisli Vestmannaeyjum, Rafþfónutta Slgurdórs Akranesi, Reynlr Ólafsson Keflavfk, Foasraf Selfossi, Lónlð Höfn, Svalnn Guðmundsson Egilsstööum, Kaupfélág Vopnfirðinga, Johan Rðnnlng Akureyti, Öryggi Húsavfk, Raftuer Siglufirði. Rafsjá Sauðarkrók, Kaupfélaglð Hvammstanga, Rafalda Neskaupstað, Straumur (safirði, Blómaturvelllr Hellissandi, Guöni E. Hallgrims Grundarliiði, Kaupfél&gtð BlönduóSi, HÚSlð Gnndavík. Cámaverð: 5.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.