Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Saknarðu þess að ísland skuli ekki vera með í Evróvisjón? Margét Und Steindórsdóttir, neml og afgreiöslumaður: Já, tvímælalaust. Þaö ergaman ogspenn- andi að setjast niður og horfa á þetta og spá um úrslitin. Orvar Gelrsson, atvlnnulaus: Nei, alls ekki. Við „sökkum" í því og semjum ömurleg lóg. Það hefur reyndar komið fyrir að maöur situr yfir þessu vegna þess að allir sitja yfir þessu heima og það er enginn útí á götonum. Eyþór Helgi Guömundsson, atvinnulaus: Nei, ekkert voðalega. Ég horfi á þetta ðöru hvenu, yfirleitt eiginlega. Ég var ekki sáttur við íslenska lagiö í fyrra. Stefán Guömundsson sjómaöur: Já, vissulega geri ég það. Ég hef fylgst með þessu fré því þeir fóru að sýna þetta í sjón- varpinu. Maður vonaði að wð næöum lengra í fyrra, lagið hafði buröi til þess. ¦ Jóhanna R. Aoalbjömsdóttir nemi: Já, éggeri það. Ég horfi oftast á þetta með fjölskyldunni sem situr öll límd við skjáinn. Við hefðum átt að vera ofar í fyrra. Sigríöur Pálsdóttir verslunarstjórl: Já, það skapast oft skemmtileg stemning í kringum þessi kvöld, þegar hópar koma sam- an og hafa gaman af. Úrslitin í fyrra voru ósanngjöm. ísland í ljósi Norðurlanda Jón Kjartansson frá Pálmhotti, form. Leigienda- samtakanna Launþegasam- tök lögðu áherslu á fátæktina 1. maí sl. og víðar hefur hún verið rædd þótt hér verði ekki rakið. Umræðan hefur að sjálfsögðu ver- ið bundin að mestu við Reykjavík, þótt fátæktin finnist víðar, en Reykja- vík er ekki að- eins höfuðstaður heldur langstærsta sveitarfélagið þar sem meira en þriðjungur þjóðarinnar býr. Hitt er óeðlilegt að lagasetning um þessi mál og fleiri sem fólkið varðar, svo sem húsnæðismál, tekur enn mið af dreifbýli. Að fróðra sögn hafa ekki verið sett sérlög varðandi Reykjavík síð- an 1942! Áratugaþróun veldur því að flestir sem eiga undir högg að sækja vegna veikinda, elli eða af öðrum ástæðum sækja til Reykjavíkur. Þetta er eðlileg þróun sem þurft hefði fyrir löngu að mæta með stefnumótun en hefur ekki verið gert, hvorki af ríkinu né borginni sjálfri. Yfirstéttin hér á landi hælir sér stöðugt af góðri stöðu þjóðarbúsins og talar jafnvel um norræna velferð og jöfnuð, en forðast að tala um tekju- skiptinguna og skuldir hehnila. Því er fróðlegt að skoða stöðu mála hér í samnorrænu ljósi. Tölurnar tala sínu máli og segja sína sögu. Um 1950 hef- ur íslandi tekist að nálgast önnur Norðurlönd á þessu sviði, en bilið eykst nokkuð hratt eftir það. Árið 1970 eru tölurnar þessar. (% af VLF) Danmörk 16,6% - Noregur 14,7% - Sví- þjóð 17,8% - Finnland 13,4% og ísland Stækkandi borg Þangaö sækja flestir sem eiga undir högg aö sækja. „Árið 1901 fengu 7,8% þjóðarinnar sveitarstyrk en árið 1995fengu 7,3% þjóð- arinnar félagslega aðstoð. Hvað hefur breyst?Jú, árið 1901 hét þetta fólk þurfalingar en árið 1995 hét það skjólstæðingar." 9,9%. Afram heldur þróunin og 1990 eru samsvarandi tölur þannig: Dan- mörk 29,7% - Noregur 29,1% - Sviþjóð 34,6% - Finnland 26,2% og ísland 17,1%. - Niðurstaðan er þessi: Dan- mörk 15% - Noregur 12,1% - Svíþjóð 17,1% - Finnland 14% og Island 7,9%. Tvennt sker í augu við saman- burðinn. Lágar bætur og laun hér á landi ásamt brattri skattlagningu og tekjutengingum og skattleysismörk- um fyrir neðan velsæmi annars veg- ar og hins vegar húsnæðismálin. Hér hefur aldrei mátt byggja upp leigumarkað eins og hjá siðuðum þjóðum, en húsnæðismálin í stað- inn afhent bröskurum. Afleiðing þessa er skipulagsrugl og skuldir heimila sem nú eru um 730 miTJjarð- ar kr. Fróðlegt er líka að skoða ann- an samanburð. Árið 1901 fengu 7,8% þjóðarinnar sveitarstyrk en árið 1995 fengu 7,3% þjóðarinnar félags- lega aðstoð. Hvað hefur breyst? Jú, árið 1901 hét þetta fólk þurfalingar en árið 1995 hét það skjólstæðingar. Ameríkanarnir og línan Haraldur Olafsson skrifar: Það er eitt sem ég þoli alls ekki, en það eru óheilindi. Ef ég verð var við að mér sé sagt vísvitandi ósatt af fólki sem ég met einhvers, þá um- turnast ég. Er nú svo komið að ég man ekki eftir því að mér hafi verið sagt jafn mikið ósatt af frambjóð- endum og í þessari kosningabar- áttu. Mér er svo nóg boðið að ég verð að nefna tvö dæmi. Borgarfulltrúinn Alfreð Þor- steinsson hefur verið í fjölmiðlum og sagt okkur kjósendum að Amer- íkanarnir í álverinu í Hvalfirði vilji endilega kaupa hlutabréf í Línu.Neti og hafi þeir rætt þessi mál við hann. Það er nú komið í ljós að þetta er ósatt og hefur hann við- urkennt það. í raun virðist málið „/ auglýsingu frá R-listan- um 16. maí um Geldinga- nesið má sjá á mynd að nesið er nánast ósnert, þrátt fyrir grjótnámsáætl- anir borgarinnar. Það var ótrúlegt að sjá hve vel myndin var fölsuð. Hvernig dettur fólkinu í hug að bera svona ósannindi á borð fyr- ir Reykvíkinga ?" hafa verið þannig að Alfreð bað þá að sýna sér og þessu dæmalausa fyr- irtæki áhuga, en þeir fremur áhuga- litlir að taka þátt í þessu sjónarspili. í auglýsingu frá frá R-listanum 16. maí um Geldinganesið má sjá á mynd að nesið er nánast ósnert, þrátt fyrir grjótnámsáætlanir borg- arinnar. Það var ótrúlegt að sjá hve vel myndin var fólsuð. Hvernig dett- ur fólkinu í hug að bera svona ósannindi á borð fyrir Reykvíkinga? Ég er sjálfur aðfluttur Reykvíking- ur, en í minni heimasveit hefðu menn aldrei komist upp með að Ijúga svona blákalt að kjósendum. Búið er að snúa fólki í marga hringi hvað varðar fjármálin og borgin skuldar um 35 þúsund millj- ónir og þýðingarlaust orðið að rífast um staðreyndir. En það munu ekki hundrað hestar draga mig að kjör- borðinu að þessu sinni til að kjósa fólk sem hefur sagt mér jafn mikið ósatt á svona skömmum tíma. Sendum frumbyggjana Árni Matt og félagar í sjávarútvegsráðuneyt- inu gráta nú söltum tárum vegna þess að í ann- an gang var íslendingum meinuð innganga í hvalveiðiráðið. Þangað þráum við heitt að kom- ast eftir að við gerðum þau mistök fyrir nokkrum árum að yfirgefa samkunduna. Árni var svo móðgaður fyrir okkar hönd að hann bað sendinefndina að yfirgefa hvalveiðisalina í fússi. Eitthvað var það misskilið því flestir héldu að okkar menn væru að fara á klósettið. Arans Svíarnir íslendingar ætluðu sér inn en ekki með hefð- bundinni aðild heldur með þeim fyrirvara að þeir gætu strax farið að drepa hvali. Þetta vildu friðunarsinnar ekki og beittu fyrir sig sænskum formanni ráðsins. Það er ekki að spyrja að Sví- um. Þeir fara illa með okkur þá þeir geta, hvort sem það er i handboltalandsleikjum eða annars staðar. Frændur eru frændum verstir. Þessu tók formaður íslensku viðræðunefndarinnar, Stefán Ásmundsson, að vonum illa. Hann vildi berja á Svíum og öðrum delum sem stóðu í vegi okkar. Baráttuþrekið sækir Stefán ekki langt, sonur Ás- mundar Stefánssonar verkalýðskappa. Faðirinn var drjúgur þeim sem minnst máttu sín áður en hann gekk í björg með kapítalistmn og gerðist bankastjóri. Árni ráðherra undirbjó sína menn vel áður en þeir héldu á ársfund hvalveiðiráðsins. Lögskýr- ingarnar voru klárar og inngangan átti að vera greið. Samt fór sem fór. Eftir á að hyggja verður ekki betur séð en þeir félagar hafi tekið rangan pól í hæðina. Hvalveiðiráðið er almennt á móti hvalveiðum en er veiklundað á einu sviði. Það hefur veitt frumbyggjum, t.d. indíánum við norð- vesturströnd Bandaríkjanna og eskimóum í Alaska, rétt til að drepa hvali þótt ráöið leggist gegn því að iðnaðar- og auðveldi eins og Japan og Noregur geri slíkt hið sama. Sendum rétta menn Þarna hefðum við íslendingar getað snúið á hvalveiðiþingið allt með því að senda frum- byggja okkar, ásatrúarmenn, á ársfundinn með Jörmund Inga allsherjargoða í broddi fylkingar. Fullyrða má að enginn þingfulltrúa hefði efast um, eftir að hafa barið augum síðskeggjaðan goð- ann og nokkra trúbræður, að þar færu frum- byggjar íslands. Inngangan og hvalveiðileyfið hefðu runnið í gegn. Rétt hefði verið að hafa Kristján Loftsson í Hval hf. með svona rétt til þess að styrkja hópinn enda fellur hann vel inn í hann, síðskeggjaður að hætti forfeðranna. Þetta gengur bara betur næst, sagði þjóðskáld- ið. Þá sendum við rétta menn. Fundað um vaxtalækkun En hvað um veröbæturnar? Vaxtalækkun skili sér Bjórn Magnússon skrifan Þrátt fyrir nokkra vaxtalækkun Seðla- bankans sl. mánuði hefur hún enn ekki komið til fram- kvæmda í gegnum almenna bankakerf- ið. Og í niðursveifl- unni nú og verulegri verðbólguhjöðnun sér þess ekki stað. Þungur verðbótaþáttur á vexti og höf- uðstól leggst svo á hverja afborgunina eftir aðra sem maður innir af hendi. Ég tel að viðkomandi ráðherrum, þ.e. við- skipta- og fjármála, sé skylt að fara ofan í saumana á þessum málum og þá sérstaklega með tilliti til vaxtalækkun- ar, a.m.k. hjá ríkisbönkunum, og varð- andi reikningsstuðul verðbótaþátt- anna, sem ættu að snarlækka með lækkandi verðbólgu, en gera samt ekki. Lögbrot við útfarir Ingi Gunnar skrifar. í miðbæ Reykjavíkur eru bifreiða- eigendur rukkaðir um 2.500 kr. ef þeir leggja uppi á gangstétt. Er fólki hróp- lega mismunað eftir erindi sínu. Ef fólk fer við jarðarför í Dómkirkjuna, þá að- stoða lögregluþjónar ökumenn við að leggja uppi á stétt, veita sem sé beina aðstoð við lögbrot. Aðspurður sagði lögregluþjónn mér, að „þeir gerðu und- antekningu við jarðarfarir". Ég spyr þá: Hvaða lög eða reglugerðir leyfa slíka mismunun, og hver er eiginlega munurinn á því að þurfa að mæta t.d. til tannlæknis eða á fund í miðbænum á ákveðnum tíma, og að leggja tíman- lega í bílastæðahús, ef farið er við jarð- arför? - Ef grannt er skoðað: Enginn. Alþýðan á fáa fulltrúa J.M.G. skrifar Alþýða Reykja- víkur þarf að hugsa sinn gang. Hún á ekki marga fulltrúa á fram- boðslistunum nú. Sigurður Bessa- son, formaður Efl- ingar, er t.d. í áhrifalausu sæti, neðarlega á R-lista. Kosningabaráttan snýst að mestu um hver getur ausið mestum veitingum í miðborginni. Hug- myndafræðingar R-listans vilja láta loka vínveitingahúsum og svipta fjölda fólks atvinnunni. Alþýðan ætti að kjósa þá sem vilja halda uppi atvinnu. Þeir sem ekkert sjá í Reykjavík nema spillingu, klám og jafnvel vændi ættu frekar að flytja í önnur sveitarfélög en að bjóðast til að stjórna Reykjavík. Miðborgin er góð eins og hún er, og má engan veitingastað missa. íslendingar ættu að hætta að skrifa níð um höfuð- borg sína. Hún er það besta - og kannske það eina verðmæta sem þeir eiga. í Spegli RÚV Líf í miöborginni Ekkert má missa sig. Jóhann Einarsson skrifar: Nýlega kom til landsins franskur arabi sem vildi leiðrétta „misskilning" manna hér um íslamstrú. Hann sagði að trúin hvetti ekki til ofbeldis eins og margir héldu. Spegill Ríkisútvarpsins sagði frá þessu 9. apríl sl. Menn geta sjálfir lesið Kóraninn án hjálpar Speg- ilsins eða þessa arabíska áróðurs- manns. Kóraninn segir m.a. í versinu um Herfangið: „Hefjið stríð gegn þeim sem trúa á heilög tákn". - „Liggið í launsátri fyrir þeim". - Drepið þá þeg- ar heilögum mánuðum lýkur, hvar sem þið finnið þá". - Svo mörg voru þau orð í RÚV 9. apríl. DV1 Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: graédv.is Eða sent bréf til: Lesendasioa DV, Skaftahlíö 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.