Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 23. MAI 2002 15 rft"^y* Menning Sköpun heimsins Búningaskissur Fernards Léger við ballettinn Sköpun heimsins. Allt um dans - óskasafn dansáhugamanna er við Gústav Adolfs torg í Stokkhólmi l Gestir Stokkhólms þetta afmœlisvor og sumar ættu að athuga að eitt óvœntasta ogfallegasta safnið í borg- inni er Dansmuseet sem nýlega var komið fyrir í glæsilegri bankahöll við Gústav Adolfs torg, mitt á milli Hall- ar erfðaprinsins þar sem utanríkis- ráðuneytið er til húsa og hinnar glæsilegu Stokkhólmsóperu. Húsið vv var reist á árunum 1914-18. f^ \ Danssafnið var upphaflega opnað I Par- ís árið 1933 sem fyrsta safnið og rannsókn- armiðstöðin fyrir dans í veröldinni, en síð- an hafa verið sett á fót danssöfn í New York og Köln. Stofnandi sænska Danssafnsins var sænski aðalsmaðurinn Rolf de Maré (1888-1964). Hann stofnaði líka hinn umtalaða Sænska ballett - Ballets Suédois - í París árið 1920 sem keppti við sjálfan Rússneska ballett- inn - Les Ballets Russes - í frumleika og fram- úrstefnu. Ómetanlegir dýrgripir Rolf de Maré ferðaðist um veröldina frá unga aldri og snemma fór hann að viða að sér forvitnilegum gripum. Hann fór til dæmis sem ungur maður um Indland, til Síams, Egypta- lands og Japans, og hvert sem hann kom keypti hann aUs konar muni sem hann sendi heim til Svíþjóðar. Amma hans í móðurætt, Wilhelmina von Hallwyl, var raunar þekktur listaverkasafnari svo ástríðan var honum í blóð borin. Margir þessara gripa frá framandi löndum eru nú hvergi annars staðar til og því ómetanlegir. Safninu í París var lokað í lok funmta áratugar siðustu aldar og hlutar af því fluttust til Stokkhólms þar sem Dansmuseet var opnað 1953 í húsakynnum Óperunnar. Danssafnið á miklar eignir í búningum, myndum, leik- munum og heilum leik- myndum en sýnir jafnað- arlega aðeins hluta af þeim. I rauninni er þetta menningar- sögulegt safn því þar sameinast dans, leikhús og myndlist frá öll- um heimi. Til dæmis er for- vitnilegt að skoða grímur og bún- Sjávarsef Búningur eftir Nataliu Gontcharova við ballettinn Sadko sem Rússneski ball- ettinn sýndi. inga galdramanna frá Afríku sem sumir eru afar erfiðir i geymslu af því þeir eru búnir til úr stráum og öðru lífrænu og forgengilegu efni. Þar eru líka dýrmæt myndverk og módel af leikmyndum frá Japan og víðar að úr Asíu. Raunar má þarna afla sér upplýsinga í mynd- um og máli um alls konar dans, allt frá tádansi til tangós, þar ganga allan daginn myndbönd með dönsurum á fyrstu áratugum 20. aldar og önnur alveg ný. Búninga- og leikmyndahönnuðir, myndlist- armenn og listfræðingar, þjóðháttafræðingar og almennir áhugamenn um listir og menn- ingu geta fundið sér margt að skoða i þessum fögru salarkynnum. Þar er líka heimildasafn, bókasafn og myndbandasafn fyrir þá sem eru að rannsaka dans, og í hvelfing- unni undir aðalsýningarsalnum - þar sem áður voru geymdir peningar - eru haldnar sérsýn- ingar af ýmsu tagi. Þar hafa for- stöðumenn safnsins áhuga á að sýna íslenska höggmyndalist við tækifæri og nefndi leiðsögumað- ur blaðamanns, Constance af J\ ^W Trolle, sérstaklega verk eftir Ás- l mund Sveinsson. Heimsþekktir hönnuöir Mestan áhuga safngesta vekja heim- ildir um ballettflokkana tvo, hinn rúss- neska og hinn sænska, i París á fyrstu áratugum 20. aldar. Rússneski ballettinn hans Diaghilews gerði ballett að list- formi í sínum eigin rétti þar sem sam- einuðust litir, form, tónlist og hreyflng og hélt áhorfendum hvaðanæva úr heiminum hugfóngnum í tuttugu ár, 1909-1929. Þar dönsuðu stjörnur á borð við Vaslav Nijinsky og Önnu Pavlovu og svið og búningar voru eftir mynd- listarmenn sem sumir urðu heims- þekktir, til að mynda Picasso, Matisse, Léon Bakst, Juan Gris, Miró og Braque. Árið 1924 gerðu þau meira að segja saman svið og búninga fyrir •• ballettinn Le train bleu Pablo p. Picasso og Coco Chanel! Þó að \ ýmsir ballettarnir séu glataðir og gleymdir verða skissur lista- mannanna æ verðmeiri, að ekki sé talað um búningana sjálfa. Danssafnið í Stokk- hólmi á eitt stærsta safn þess- ara muna í heimi. Þarna má sjá ótrúlega flotta handavinnu á búningum, útsaum með perl- um og pallíettum, hvers kon- ar applikasjónir og líka eru munstur máluð beint á efn- ið. Þekktasti myndlistar- maðurinn sem vann fyrir Sænska ballettinn var Fernard Léger og er sviðsmynd hans við Sköpun heimsins, ballett eftir Blaise Cendrars, end- . urgerð í fullri stærð í \ < sýningarsalnum. En fjöl- - \ margir aðrir frjóir hönnuðir gerðu svið og búninga fyrir ;. Sænska ballettinn í . Paris - eins og : glöggt má sjá þegar a gengið er um sali » Dansmuseet í ÉÍ Stokkhólmi. -SA Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is ^^^m B| 5 IÉ ^¦l^v^hbI ? 3 SKUGGttiN AFSVAfÍTW HOGU Guðirnir gala Enginn bókmennta- eða tónlistaráhuga- maður lætur vísvitandi fram hjá sér fara að annað kvöld kl. 21 verður endurvakið hið forna kvæði Hrafnagaldur Óðins í Laugar- dalshöllinni. Eins og frægt er orðið var þetta verk hins nafnlausa og löngu liðna höfundar og fulltrúa hans í samtímanum, Hilmars Arnar Hilmarssonar tónskálds, hljómsveitar- innar Sigur Rósar og kvæðamannsins frækna Steindórs Andersens, frumflutt í ófullkominni mynd í Barbican Centre í London og gerði allt vitlaust. Nú gefst lönd- um þessara snillinga einstakt tækifæri til að njóta þessa stórvirkis. Auk áðurnefndra taka kórinn Schola cantorum og 32 manna hljóm- sveit þátt í gjörningnum og tvær forláta steinhörpur úr íslensku grjóti, gerðar af Páli myndlistarmanni á Húsafelli, koma einnig við sögu. Á steinhörpurnar leika Páll sjálfur og María Huld Markan Sigfúsdóttir. Svo hafa félagarnir í Sigur Rós gert myndband í anda Hrafnagaldurs sem sýnt verður á stórum skjá aftast á sviðinu. Utan um allt þetta heldur stjórnandinn: Árni Harðarson. Geturðu misst af þessu? Skugginn af svartri flugu Bókaútgáfan Smáragil hefur sent frá sér skáldsög- una Skugginn af svartri flugu eftir Erlend Jónsson, rithöfund og gagnrýnanda. Þetta er sakamálasaga með þjóðsögulegu ívafi sem ger- ist í Reykjavfk og víðar, um og fyrir nýliðin alda- mót. Aðalsöguhetja og söguþulur, Gunnar Sveinsson fulltrúi, er op- inber starfsmaður á miðjum aldri. Hann er einhleypur og fáskiptinn, drykkfelldur af leiðindum en lætur lítið fyrir sér fara - uns utanaðkomandi atburðir raska jafnvæginu í lífi hans. Undirheimarnir reynast eiga full- trúa sína víða, jafnvel í virðulegum ráðu- neytum ... Hetjudáðir franskra sjómanna I kvöld kl. 20.30 heldur Jean Pol Dumont le Douarrec fyrirlestur í húsakynnum Alliance francaise, Hringbraut 121, sem hann nefnir: „Sjómennirnir við tsland: Hetjudáðir frönsku sjómannanna. Jean Pol Dumont le Douarrec er afkom- andi franskra sjómanna sem veiddu við strendur íslands og höfundur bókar um þá. Hann ætlar að fjalla um samskipti Frakka og íslendinga sem tengjast sjónum og kynna rannsóknir Frakka á högum forfeðra þeirra hér við land. AUir velkomnir. Petrína Rós Karlsdóttir mun þýða fyrirlesturinn á ís- lensku. Á sjómannadaginn, 2. júní, verður vígður minnisvarði á Patreksfirði til heiðurs frönsk- um sjómönnum. Minnisvarðann gerði mynd- höggvarinn Patrick Stein. Grænskinna Mál og menning og Um- hverfisstomun Háskóla ís- lands hafa gefið út greina- safnið Grænskinnu um helstu umhverfismál samtím- ans í alþjóðlegu samhengi en skoðuð frá íslenskum sjónar- hóli. Ritstjóri er Auður H. Ingólfsdóttir sem einnig á greinina „Umhverfi og efna- hagur" en meðal annarra höfunda eru Guðrún Pétursdóttir sem skrifar um hafið, Snorri Bald- ursson sem skrifar um vistkerfi norðurhjara, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir sem skrifar um regnskógana og vatn í veröldinni og Tryggvi Felixson sem skrifar um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Síðustu greinina í bókinni á Guðmundur Páll Ólafsson og heitir hún „Á ábyrgð okkar". Þar segir hann m.a.: „Blikur eru á lofti á ver- aldarvísu. Átök um náttúruauðlindir eru harð- vítug glíma um alla jörð og framtíð lífheims er stefnt í voða vegna hamagangs og græðgi mannsins. Aldrei fyrr í sögu jarðar hefur ein tegund haft svo afdrifarík áhrif og það sem verra er - þvermóðska mannsins er einstök, hann er iðulega óvnjugur til að laga hlutina vegna sérhagsmuna og fordóma."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.