Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. MAI 2002 Tilvera I>V Dagskrá Lista- hátíöar 24. maí Barnaherbergið Þórunn Guðmundsdóttir sópran- söngkona og Valgerður Andrésdótt- ir flytja lagaflokkinn Barnaherberg- ið eftir Mussorgsky á hádegistón- leikum í Listasafni íslands við Frí- kirkjuveg, kl. 12.30. Þeir eru i tón- leikaröðinni Fyrir augu og eyru. Þrír bollar gróft sjávarsalt Örleikverk dagsins er Fótabað eftir Kristínu Ómarsdóttur og Gunnhildi Hauksdóttur og það verð- ur sýnt á Ingólfstorgi kl. 17.05. Verk- ið er i lefkstjórn Hörpu Arnardótt- ur. „3 bollar af grófu sjávarsalti og 15 lárviðarlauf, soðin í 2 litrum af vatni ..." Fótabað er undir liðnum Niu virkir dagar sem er samstarfs- verkefni Útvarpsleikhússins, Lista- hátíðar, Rithöfundasambandsins og hóps ungra myndlistarmanna. Hrafnagaldurinn Stórviðburður dagsins er Hrafna- galdur Óðins, fornkvæði við tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar sem Sigur Rós og Steindór Andersen kvæðamaður flytja ásamt fleiri í Laugardalshöll, kl. 21. Páll og Maria Huld Markan Sigfúsdóttir spila á steinhörpu sem Páll hefur smíðað og Schola cantorum og 32 manna hljómsveit syngur undir stjórn Árna Harðarsonar. Hrafnagaldur Óðins er eitt af Eddukvæðunum og Sigur Rós hefur gert myndband í anda þess sem sýnt verður á stórum skjá aftast á sviðinu. Verkið er unn- ið sérstaklega fyrir Listahátíð en hluti verksins var fluttur i stærstu listamiðstöð í Evrópu, Barbican Centre í London, nú á vordögum og vakti mikla athygli. Taraf de Haidouks 28. Vegna gífurlegrar aðsóknar á tón- leika sígaunasveitarinnar Taraf de Ha'idouks ætlar hljómsveitin að bæta einum tónleikum við þá tvenna sem fyrirhugað var að halda á Listahátíð. Aukatónleikarnir verða þriðjudagskvöldið 28. maí, kl. 21.00. Alls verða því tónleikar sígaunasveitarinnar Taraf de Haidouks í Broadway þrennir: 28., 29. og 30. maí. Löngu er orðið upp- selt 29. og 30. en miðasala á aukatónleikana 28. maí er hafin. SMÁAU5- LVSINGAR ÁNETINU! ? w ww.d v. i s Alþjóðlegt hönnunarblað útgefið á íslandi: Frumlegir lamp- ar og flott skart Frumlegir lampar, flott föt og fallegt skart blasir við þegar flett er mood, nýju hönnunarblaði sem er að hefja göngu sína. „Við hlökkum til að kynna íslenska hönnuði og listamenn - ekki bara þá sem þegar eru orðnir þekktir heldur ekki síður hina sem minna hefur borið á en eru samt að gera góða hluti," segir Brynja Sigurð- ardóttir, markaðsstjóri blaðsins. Hún getur þess jafnframt að blað- ið verði alþjóðlegt og textinn á ensku. Fyrsta tölublaðið hefur þegar litið dagsins ljós, það næsta er væntanlegt í byrjun júní og meiningin er að mood komi út annan hvern mánuð. Ritstjóri og hugmyndasmiður er Manzo Mbomyo förðunarfræðingur sem hefur unnið að undirbúningi út- gáfunnar frá þvi hann kom til landsins fyrir tveimur árum. Að sögn Brynju hefur Manzo mikil- væg sambönd víða um heim og hefur þegar útvegað sölustaði í Danmörku, Svlþjóð, Þýskalandi og á Spáni. „Næsta tölublað fer líka til Tókíó og Ástralía er í sigti," segir hún. Kona Manzo er Ásta Jóna Óskarsdóttir. Þau kynntust í New York þegar hún var þar við heimilishjálp og henni tókst að draga hann hingað upp á klakann. Sjálf sér hún um pen- ingamál útgáfunnar. „Þau eru sko í öruggum höndum hjá henni," segir Brynja ákveðin. -Gun. DV-MYND ÞÖK Aöstandendur nýja blaðsins Brynja Siguröardóttir ásamt hjónunum Manzo Mbomyo og Ástu Jónu Óskarsdóttur. Nýsköpunarráðstefna á Grand hóteli í dag: Megum aldrei hætta að hugsa - segir Hildur Petersen Hildur Petersen Segir nýsköpun eins og tilhugalíf. Stefnumót við nýsköpun er yfir- skrift ráðstefnu á Grand hóteli í dag milli kl. 13 og 17. „Nýsköpun má líkja við tilhugalíf. Við tökum ást- fóstri við hugmyndir og berum þær á höndum okkar," segir Hildur Pet- ersen, stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnurekstri sem stendur að ráð- stefnunni í samvinnu við Háskól- ann í Reykjavík og Nýsköpunarsjóð. Að sögn Hildar er tilgangurinn sá að taka stöðuna, líta um öxl og fram á veginn. „Við megum aldrei hætta að hugsa um nýsköpun í atvinnu- rekststri," segir hún og heldur áfram: „Því höfum við fengið til okkar góða fyrirlesara, bæði ís- lenska og erlenda, sem ætla að nálg- ast nýsköpun frá ýmsum sjónar- hornum og spá í framtíðina." Þeir sem hún á þar við eru Paul D. Reynonds, prófessor við Babson Col- lege og London Buisness Shool, Úlf- ar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, Berglind Hall- grímsdóttir, forstöðumaður Impru, og Eiríkur Hilmarsson, aðstoðar- hagstofustjóri. Eftir framsöguræður þeirra verða pallborðsumræður með þeim og nokkrum einstakling- um úr íslensku athafnalífi, að sögn Hildar. „Stefnumót við nýsköpun er ætlað fólki á öllum aldri og auðvit- að jafnt konum sem körlum," segir hún að lokum. -Gun. Tíkarleg ást Tilviljanir! Það er sama hvað við erum fræg, falleg, rík og tryggð í bak og fyrir - það þarf ekki meira en gá- leysisakstur einhvers sem við höfum aldrei hitt til að rústa allt það sem við höf- um byggt upp. Amores Per- ros (lauslega þýtt ástin er tik) leiðir saman fólk sem á ekkert sameiginlegt en af tilviljun hefur það ómæld áhrif hvað á annars lif. Amores Perros segir okkur þrjár sögur sem all- ar gerast í Mexico City. Fyrsta sagan segir frá lág- stéttarstráknum Octavio (Bernal) og Susanne (Bauche). Þótt hún sé mág- kona hans elskar hann hana af ástríðu og á þá ósk heitasta að flýja með hana burt frá hrottalegum eiginmanni hennar. Oct- avio safnar peningum með því að láta hundinn sinn slást við aðra hunda en hann misreiknar bæði andstæðinginn og ástina. í miðsögunni færum við okkur upp um nokkrar þjóðfélagsstéttir og kynn- umst Daniel (Guerrero) sem er að fara frá eiginkonu sinni og börnum fyrir súpermódelið Valeriu (Toledo). Glans- framtíð þeirra brotnar af tilviljun i þúsund mola og þau þurfa að finna sterkari grunn fyrir sambandið en glæsilegt yfirborðið. í þessum tveim sögum höfum við Þrlðja sagan Chivo (Emilio Echevarría), maour sem yfirgaf fjólskyldu sína fyrir mörgum árum til aö berjast fyrir „málstaöinn". séð bregða fyrir villimannslegum, dul- arfullum manni, umkringdum hund- um. 1 þriðju sögunni kynnumst við honum betur. Hann er Chivo (Echevarria), maður sem yfirgaf fjöl- skyldu sína fyrir mörgum árum til að berjast fyrir „málstaðinn" og sneri aldrei aftur til venjulegs lífs. Hanh njósnar um fullorðna dóttur sina og dregur fram lífið fyrir sig og hundana sína með því að drepa öðru hverju menn fyrir peninga. En þegar maður ræður hann til að drepa bróður sinn og hann bjargar særðum hundi skjóta bældar tilfinningar upp kollinum. Hundarnir í þessari mynd eru nán- ast jafn mikilvægir og mannfólkið (og það er eins gott að leikstjórinn Alej- andro González Inárritu geti þess í byrjun að dýr hafi ekki verið misnotuð í myndinni því jafnmarga blóði drifna hunda hef ég aldrei séð í kvikmynd). Octavio hefur framfærslu sína af sinum hundi, Valer- ia elskar hundinn sinn meira en aðra í kringum sig - Daniel þar með talinn - og Chivo virðir hundaná sína meira en manneskj- urnar sem hann hittir. Eins gaman og það getur verið að fylgjast með uppá- haldsleikaranum takast á við nýtt stjörnuhlutverk getur það verið alveg magnað að sjá kvikmynd mannaða góðum en svo til óþekktum leikurum. í Amores Perros eru flestir leikararn- ir óþekktir íslenskum áhorfendum og standa sig ótrúlega vel. Bæði það að andlitin eru ný og að myndin er frá öðru menningarsvæði en því norður- ameriska gerir að verkum að hver saga er óþægilega ekta og hver per- sóna skríður undir húðina á manni. AUir leikarar búa til marghliða per- sónur, hvort sem það er hinn ástsjúki Octavio, hin sjálfsupptekna Valeria eða hinn ástlausi og grimmilega ein- mana Chivo. Tíminn í Amores Perros líður ekki þráðbeint heldur skýst aðeins fram og aftur en aldrei með það að markmiði að villa um fyrir áhorfendum. Tími kaflanna þriggja rennur hratt að sama skelfilega atburðinum og síðan hægt og sársaukafullt áfram. Mynd- inni hefur verið líkt við Pulp Fiction, bæði vegna frásagnarháttar og efn- istaka. En þar sem Pulp Fiction gerði mafiósa og glæpamenn að töffurum með hæðnar og heimspekilegar at- hugasemdir á vör um leið og þeir skutu andstæðinga sína umhugsunarlaust þá er undirmálsfólkið í Amores Per- ros ómögulegt, heimskt, svikult fólk sem ekki hefur villst af leið heldur var ekki um aðrar leiðir að velja. Við finnum til með því þótt við getum aldrei alveg samsamað okkur neinu þeirra. Þetta er fyrsta mynd Inárritu þótt ótrúlegt megi virðast. Myndin er löng en aldrei leiðinleg því hún kemur stöðugt á óvart. Mitt í öllum „stór- myndum sumarsins, sem allir hafa verið að bíða eftir," kemur Amores Perros eins og sjaldgæfur réttur fyrir kvikmyndasælkera. Leikstjóri og framleiöandi: Alejandro González Inárrítu. Handrit: Guillermo Arri- aga Jordan. Kvikmyndataka: Rodrigo Pri- eto. Tónlist: Gustavo Santaolalla. A&al- leikarar: Emilio Echevarría, Gael García Bernal, Goya Toledo, Álvaro Guerrero, Vanessa Bauche o.fl. ~C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.