Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2002, Blaðsíða 21
21 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002_____________________________________ DV Tilverav Drew Carey 44 ára Þótt svo að þessi kappi sé okkur íslend- ingum ekki vel kunnug- ur hefur hann verið að gera það gott vestra, þá aðallega vegna tveggja sjónvarpsþátta, The Drew Carey Show og Whose Line Is It Anyway. Fyrmefndi þátturinn er grinþáttur af bestu gerð og sá síðamefndi spunaþáttur sem þykir víst eitt það allra fýmdnasta sjónvarpsefni sem boðið er upp á i dag en þar er hann stjómandi. Harm er þó fyrst og fremst uppistandari enda byrjaði hann ferilinn þar og mun sjálfsagt ljúka honum á sama hátt. muiuimii of Gildlr fyrir föstudaglnn 24. maí Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.): . Stjömumar era þér ' einkar hagstæðar um þessar mundir og allt leikur í höndunum á þér. Vinir koma saman og eiga virkilega glaða stund. Fiskarnir(19. febr.-20. marsl: ■Eitthvað sem hefur verið að angra þig undanfarið færist svo um munar til betri vegar. Fjármálin standa ekkert sérlega vel í augnablikinu. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: . Ástarmálin em í far- ^sælum farvegi og ekki annað séð en þau gætu verið það áfram. Þú hittir gamla félaga og deilir minn- ingum með þeim. Nautjð (20. aoríl-20. maíl: Þú þarft að sinna , öldruðum í fjölskyld- unni. Reyndar á heim- ilislífið og fjölskyldan hug þinn allan um þssar mundir. Tvíburarnlr (21. mai-21. iúníi: Þú ert mikið að velta framtíðinni fyrir þér. _ I / Það er ekki einkenni- legt þar sem þú stend- ur að vissu leyti á krossgötum. Krabblnn (22. iúní-22, iúií): Þú ert mjög bjartsýnn I um þessar mundir og ' hefur fulla ástæðu til þess. Það virðist nefni- : ganga þér í haginn. UÓnlð (23. iúli- 22. ágúsú: 1 Fjárhagsaðstaðan hef- * ur nú ekki verið beys- in hjá þér undanfarið en nú er útlit fyrir að verulega"fari að rofa til í þeim efnum. Mevlan (23. áeúst-22. sept.l: Þér lætur best að vinna einn í dag þar ^^\^i*sem þér flnnst aðrir * r bara trufla þig. Þú ferð út að skemmta þér með vinum þínum í kvöld. Vogln (23. sept.-23. okt.l: Þú ert eitthvað niður- dreginn. Það er ekki vist að það sem er að angra þig sé svo stór- vægilegt að ástæða sé til að vera dapur vegna þess. Sporódreklnn (24. 0W.-21. nóv.i: IÞú býður heim vinum, allavega fyllist allt af »fólki hjá þér síðdegis og í kvöld. Dagurinn sérstæður vegna þessa. Bogmaðurlnn (22. nóv.-21. des.l: |Þú átt mjög annríkt fum þessar mundir en ert vel upplagður og kemur miklu í verk. etur að vinna einn en með öðrum í dag. Steingeitln (22. des.-19. ian,): Láttu ekki á því bera þótt þér finnst vinur þinn eitthvað ergileg- ur. Það á sínar orsakir og er best fyrir alla að láta sem ekkert sé. VQgin (23. se ý Einsöngstónleikar í Salnum í kvöld: Söngkrafturinn kom á óvart - segir Guömundur H. Guðjónsson, organisti í Eyjum „Við réðum Önnu Alexöndru sem kennara við tónlistarskólann hjá okk- ur án þess að vita hvílíkan söngkraft við værum að fá. Hún er frábær sópr- an, enda hámenntuð i faginu og hefur tekið þátt í fjölda tónleika í Póllandi, Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki," seg- ir Guðmundur H. Guðjónsson, skóla- stjóri Tónlistarskólans í Vestmanna- eyjum og organisti í Landakirkju. Anna Alexandra er pólsk en kom til Eyja sl haust frá heimaborg sinni Poznan og kveðst kunna afar vel við sig. Nú ætlar hún að halda einsöngs- tónleika i Salnum í Kópavogi í kvöld við pianóundirleik Guðmundar og flautuleik Védísar Guðmundsdóttm'. Á efnisskránni eru sönglög og ariur eftir Handel, Bach, Gounod, Grieg, Mozart, Lehar og Rossini, ásamt verk- un fyrir flautu eftir Maraes og Popp. Um mánaðamótin næstu ætla þau að bregða sér norður i land og halda tónleika á Akureyri 2. júni. -Gun Flytjendumlr Guömundur, Védís og Anna Alexandra. DV-MYND HARI Ráðstefna um aldamótabæinn Seyðisfjörð: Önnur aðalgátt ferða- manna til landsins „Seyðisfjörður hefur sérstöku hlut- verki að gegna í menningarsögu þjóð- arinnar, auk þess sem hann er önnur aðalgátt ferðamanna til landsins," sagði Tómas Ingi Olric menntamála- ráðherra meðal annars á ráðstefiiu sem haldin var á Seyðisfirði nýlega um þær hugmyndir að markaðssetja bæinn sem aldamótabæ. Um það verk- efni sagði ráðherrann. „Hér eru óvenjumargar byggingar, íbúðarhús, atvinnuhúsnæði og önnur mannvirki sem varpa ljósi á þjóðfélagslegar að- stæður um aldamótin 1900 þegar í hönd fóru miklar breytingar á at- vinnulífi þjóðarinnar. í framtíðinni mun athygli beinast mjög að þessu tímabili í sögu okkar og ég tel að hug- myndir um aldamótabæinn Seyðis- fjörð eigi að metast í því ljósi." Mikill hugiu- er í heimamönnum á Seyðisfirði og nú er verið að skoða möguleika á að gera einingahótel úr þremur gömlum húsum. Það eru Landsbankahúsið sem er í eigu Sigur- jóns Sighvatssonar kvikmynda- DV-MYND KÞ Landsbankahúsiö Er í eigu Sigurjóns Sighvatssonar og gæti oröiö hluti af hóteli í framtíöinni. gerðamans, gamli spítalinn sem heil- brigðisráðherra hefur lagt til að bær- inn fái, ásamt meðgjöf og húsið að Norðurgötu 2. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Aðalheiður Borg- þórsdóttir menningar- og ferðamála- fulltrúi og eggjaði hún menn til dáöa. „Það er lykilatriði að við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera. Þannig að nú brettum við upp ermar og látum verkin tala.“ -KÞ DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON Sjö snæfellsklr söngnemar Á myndinni eru Veronica Osterhammer söngstjóri, Margrét Vigfúsdóttir, Ingveldur Björgvinsdóttir, Steiney Ólafsdóttir, Ólafur Bjarnason, Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir, Olga Gunnarsdóttir og Erla Höskuldsdóttir. Undirbúa Færeyjaferð Það er mikið líf og fjör hjá Kirkjukór Ólafsvíkur um þessar mundir. Fram undan er fimm daga ferð í byijun júní tO frænda vorra og vina, Færeyinga. Þar mun kórinn syngja í Þórshöfn og Vestmanna sem er vinabær Snæfellsbæjar. Nýlega voru haldnir tónleikar þar sem nokkrir söngvarar í kómum sýndu öðrum kórfélögum afrakstur æfinga síðasta vetrar. Alls sóttu sjö manns námskeið hjá Veronicu Oster- hammer, stjómanda kórsins, en hún er þýsk og býr í bæjarfélaginu og er afar góð mezzosópran söngkona. Söngvararnir stóðu sig allir með sóma og fengu mikið klapp frá félög- um sínum. Á dagskrá Kirkjukórs Ólafsvíkur er að halda tónleika og kynna bæjarbúum þá söngskrá sem farið verður með til Færeyja í júní nk. -PSJ. Ali G Vígalegri en nokkru sinni. K Ali G Indahouse frumsýnd um helgina: Passaðu þig, Blair Breski spéfuglinn Ali G hefur gert garðinn frægan með samnefnd- um sjónvarpsþáttum sinum og hef- ur Sacha Baron Cohen, sem er mað- urinn á bak við gullkeðjurnar, lifað vel á ýmsum myndböndum og ann- ars konar uppákomum, tengdum þessum furðulega gaur, og er nú kominn með kvikmynd í fullri lengd. Sú nefhist Ali G Indahouse. Söguþráðurinn er eitthvað á þá leið að þegar Ali kemst að því að loka þarf John Nike-félagsmiðstöð- inni í hverfinu hans, Staines, vegna ónógra fjárframlaga hins opinbera, grípur hann til örþrifaráða í við- leitni sinni tfi að bjarga hinu aUsér- stæða skátafélagi sem hann stendur fyrir. „Hvemig eiga þessir drengir að komast af í skuggahverfunum?“ spyr Ali. (How is dese kids gonna make it outta de ghetto now?) Hann byijar á því að hlekkja sig fastan við strætóskýli í Staines-hverfinu þar sem hann vekur athygli nokk- urra þingmanna sem eru aö leita að ungum og skynsömum manni tU þess að geta unnið sigur í hverfis- kosningum Staines tU þingsins. Og þar sem Ali telur það vera skynsam- legustu leiðina tU að bjarga mið- stöðinni feUst kappinn á að bjóða sig fram tU þings. En ráðabrugg þingmannanna er eitthvað örlítið^. ódrengUegra og áður en Ali veit af er hann orðinn að peði í aUsherjar valdaráni. Myndin, sem er frumsýnd i Há- skólabíói og Sambíóunum á morg- un, hefur hlotið misjafna dóma eins og við mátti búast en þeir sem hrifust af sjónvarpsþáttum hans ættu engan veginn að vera sviknir af Ali G Indahouse. Verð 1.690.000 Toyota Corolla G6 1,6 árgerð 2000, ekinn 60.000 km. Rafdr. rúður, samlæsingar, þjófavörn, álfelgur, CD. Ríkulega útbúinn bíll með alvöru-græjum. Verð 1.690.000. Áhvílandi gott bílalán, skipti athugandi. Til sölu og sýnis á JR Bilasölu, Bíldshöfða 3, sími 567-0333 Getum bætt við okkur bílurn á staðinn og á skrá. Visa/Euro raðgreiðslur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.